Í fylgd með fullorðnum fékk frábærar viðtökur

Matthildur Ingimarsdóttir – sem Birna 13 
ára og Ísak Óli Bernharðsson - Halli 
Engispretta. Myndi…
Matthildur Ingimarsdóttir – sem Birna 13 ára og Ísak Óli Bernharðsson - Halli Engispretta. Myndir: Egill Bjarni Friðjónsson

mth@vikubladid.is

„Við erum alveg í skýjunum, viðtökur gesta voru alveg frábærar,“ segir Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir sem fer með hlutverk Birnu í leikverkinu Í fylgd með fullorðnum sem Leikfélag Hördæla frumsýndi í liðinni viku. Uppselt var á allar þrjár sýningar helgarinnar og miðasala fyrir næstu helgar gengur vel.

Í fylgd með fullorðnum er nýtt leikverk eftir Pétur Guðjónsson og byggir á lögum eftir Bjartmar Guðlaugsson. Sýningin er sett upp til heiðurs tónskáldinu, en Bjartmar verður sjötugur á árinu. Fylgst er með Birnu sem stendur á tímamótum í lífi sínu en hún lítur í leikritinu yfir farinn veg. Fjórar leikkonur fara með hlutverk Birnu eftir því á hvaða aldri hún er hverju sinni, en Stefanía er sú elsta.

ífylgd með fullorðnum

Ylva Sól Agnarsdóttir – leikur yngstu Birnu og Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir sem er elsta Birna. Myndir: Egill Bjarni Friðjónsson

 

Flestir geta tengt við verkið

„Það gekk allt eins og best verður á kosið hjá okkur og við fundum vel hvað gestir voru ánægðir,“ segir Stefanía. „Flestir geta tengt svo vel við þessa lífssögu sem sögð er í verkinu, það hafa allir lent í alls konar áföllum í lífinu og ná að tengja vel við frásögnina.“

Hún segir að eins hafi líka verið greinilegt að fólk þyrsti í félagsleg samskipti og menningu eftir langvarandi samkomutakmarkanir og því hafi verið létt og skemmtilegt stemmning á Melum alla sýningardagana.

„Við hlökkum til að halda áfram að sýna þetta verk, það er greinilegt af fyrstu sýningum að leikhúsgestir kunna vel að meta. Við höldum áfram með þessa sýningu örugglega eitthvað fram á vorið, eða eftir því sem aðsókn leyfir,“ segir Stefanía.

/MÞÞ

Í fylgd með fullorðnum

Stefán Jónsson - óskilgreind persóna , Þorbjörg Eva Magnúsdóttir sem Una og Sveinn Brimar Jónsso, Siddi.

í fylgd með fulloðrnum

Þorbjörg Eva Magnúsdóttir – Una, Sveinn Brimar Jónsson - Siddi og Bernharð Arnarson sem leikur Sumarliða

 

 


 


Athugasemdir

Nýjast