Hefur jákvæð áhrif á andann í hverfinu

Svanur Stefánsson í stjórn Hestamannafélagsins Léttis og Blær frá Sigríðarstöðum. Mynd/MÞÞ
Svanur Stefánsson í stjórn Hestamannafélagsins Léttis og Blær frá Sigríðarstöðum. Mynd/MÞÞ

„Það er mikil og almenn ánægja með reiðgerðið og má segja að andinn í hverfinu hafi lyfst í hæstu hæðir,“ segir Svanur Stefánsson sem sæti á í stjórn Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Félagið kostaði framkvæmd við yfirbyggt reiðgerði í hesthúsahverfinu Breiðholti, það er ríflega 200 fermetrar að stærð, kostaði um 7 milljónir króna og stendur öllum félagsmönnum til boðað að nýta það endurgjaldslaust.

Svanur segir að reiðgerðið hafi aldeilis slegið í gegn meðal þeirra sem halda hross í Breiðholtshverfinu, en engin aðstaða var þar til staðar áður. „Fólk var með hross sín í eigin girðingum á klaka og svelli og það er alls ekki boðleg aðstaða til að þjálfa hross. Þetta reiðgerði hefur gert heilmikið fyrir hverfið og óhætt að fullyrða að það er vel nýtt. Nánast alltaf einhver að nota það frá morgni fram eftir kvöldi og aldursbilið er breitt, hér eru krakkar niður í 9 ára og fólk komið yfir sjötugt.“

Breiðholt er annað af tveimur hestahúsahverfum á Akureyri og það eldra. Þar eru um 100 hesthús og mikill fjöldi hesta. Það er fullbyggt og þegar svo var komið var annað hverfi byggt upp í Lögmannshlíð. Þar eru nú öll ný hesthús byggð og þar er reiðhöllin staðsett og mikið nýtt. Svanur segir að Breiðhyltingar noti reiðhöllina vel, en það kosti smá bras að fara yfir, með hross í kerru eða ríðandi ef þau eru tamin. „Þetta reiðgerði gerir mikið fyrir þá sem eru með hross í tamningu og þjálfun,“ segir hann, en reiðgerðið var tekið í notkun milli jóla og nýjárs.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast