Sköpun, tilraunir og flæði í Listasafninu

Þátttakendur ásamt Jóni Ingiberg Jónsteinssyni. Mynd: Almar Alfreðsson/Akureyri.is
Þátttakendur ásamt Jóni Ingiberg Jónsteinssyni. Mynd: Almar Alfreðsson/Akureyri.is

Barnamenningarhátíð á Akureyri er í fullum gangi og um síðustu helgi fór fram önnur listvinnustofa verkefnisins Allt til enda. Þar er börnum á grunnskólaaldri gefin kostur á að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri og vinna með skapandi listamönnum og hönnuðum.
Lögð er áhersla á að börnin taki virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið og sýna svo afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett er upp í lok vinnustofunnar.

Í þessari listvinnustofu bauð grafíski hönnuðurinn, Jón Ingiberg Jónsteinsson börnum á aldrinum 8 til 12 ára upp á fjölbreytt verkefni með áherslu á mismunandi tækni, ólík efni og aðferðir. Börnin voru hvött til að gera tilraunir, vinna í flæði og öðlast þannig aukið sjálfstraust í sinni listsköpun. Verkefnin voru unnin bæði sjálfstætt og í hóp. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar opnaði sýninguna sem stendur til 1. maí.

Næsta listvinnustofa verkefnisins verður haldin 14.-15. maí. Það er búningavinnustofa með Ninnu Þórarinsdóttur, barnamenningarhönnuði og Sigurbjörgu Stefánsdóttur, fatahönnuði og klæðskera úr hönnunarteyminu Þykjó. Allar nánari upplýsingar má finna á listak.is.

Sýnendur tilraunavinnustofunnar eru:

Anna Kristín Ásgeirsdóttir f. 2011
Áslaug Halla Gunnarsdóttir f. 2010
Emma Júlía Cariglia f. 2011
Esja Skagfield f. 2011
Indíana Elín Helgadóttir f. 2011
Ingvar Sigurpálsson f. 2012
Jóhanna María Helgadóttir f. 2013
Lydia Björk Ragnarsdóttir f. 2012
Mía Almarsdóttir f. 2012
Snædís Unnur Sigurpálsdóttir f. 2010

Allt til enda er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Akureyrarbæjar og Barnamenningarsjóðs Íslands. Verkefnastjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi.
Smellið á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.


Nýjast