Umhverfisviðurkenningar á Svalbarðsströnd

Sigurvegarar í flokki heimila voru Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir og Halldór Jóhannesson eigendur Smá…
Sigurvegarar í flokki heimila voru Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir og Halldór Jóhannesson eigendur Smáratúns 1 Mynd af vef Svalbarðsstrandarhrepps

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta  Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.

 Í flokki heimila hlutu þau Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir og Halldór Jóhannesson viðurkenningu fyrir umhverfið sem þau hafa skapað í kringum Smáratún 1. Húsið sómir sér vel sem inngangur að Smáratúni og eiga þau hjónin heiður skilið fyrir vinnu sína í kringum húsið

Í flokki fyrirtækja hlaut hárgreiðslustofan Hárið 1908 ehf. viðurkenningu fyrir upplyftingu sem þau hafa gert á hluta Áhaldahússins með opnun stofu sinnar þar. Eigendur Hársins 1908 ehf. hafa glætt hafnarsvæðið nýju lífi og skapað virkilega notalegt andrúmsloft í kringum sig á Svalbarðseyri.

Frá þessu er sagt á vef hreppsins. 


Athugasemdir

Nýjast