Yfirgnæfandi líkur á að jólin í ár verði hvít

Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands reiknar með hvítum jólum hér norðan heiða.   Myn…
Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands reiknar með hvítum jólum hér norðan heiða. Mynd Vbl

Hvít jól, rauð jól,  þessi hugsun er  rík meðal fólks á þessum árstíma.   Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason,  Ströndung og veðurfræðing  á Veðurstofu Íslands.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur

,,Ef við tökum þetta í réttri röð þá verður dagurinn í dag og á morgun þriðjudag, meinhægir og hiti líklega undir frostmarki. Gæti snjóað um mest allt norðanvert landið á miðvikudag og þegar líður á daginn verður vindáttin orðin norðlæg og eins og flestir vita þá þýðir það á þessum árstíma að hitinn fer ekki yfir frostmark og von er á meiri snjó.

Sem virðist ætla að halda sér fram yfir jól og því eru yfirgnæfandi líkur á að jólin í ár verði hvít."

Getur þú skotið á það hvernig  muni viðra um áramót?

,,Þótt enn séu tæpar 2 vikur í áramót benda flesta spár til að norðlægar áttir verði áfram ríkjandi og því meiri líkur en minni að snjó næstu daga taki ekki upp" sagði Óli Þór.


Athugasemdir

Nýjast