Mig langar á þessu hausti til að minna á áfallahjálp og sorgarstuðning Þjóðkirkjunnar í landinu og minnast sérstaklega á það sem er í boði hér á Akureyri fyrir bæjarbúa og nærsveitir.
Frá árinu 2013 hefur verið hér starfræktur hópur sem nefnist Dagrenning og undirrituð haldið utan um en þar hittast foreldrar sem misst hafa börn og veita hvert öðru virka hlustun og jafningjastuðning.
Í vor fengum við, nemendur í elstu bekkjum Stórutjarnaskóla og Sigríður Árdal og Marika Alavere, styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Markmið verkefnisins var að efla samskipti, samvinnu og sjálfstraust þátttakenda. Kynnast ólíkri menningu og skoða og kynnast náttúrunni og vekja okkur til umhugsunar af hverju við þurfum að hugsa um náttúruna.
Hluthafafundir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu þeirra í upphafi árs. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans samþykkt samrunann.
Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.
Í dag, 14. október, verða Styrkleikar VMA og nemendafélagsins Þórdunu í þágu Krabbameinsfélags Íslands. Er VMA fyrsti framhaldsskóli landsins til að standa fyrir slíkum viðburði.
Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.