í Spurningaþraut Vikublaðsins #18 er víða komið við
Þessi brú á Norðurlandi er komin nokkuð til ára sinna en hún hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið vegna umferðartakmarkana um hana. Yfir hvaða fljót liggur brúin?
Fótboltastrákarnir í KA fara vel af stað í Sambandsdeild Evrópu en á dögunum lögðu þeir liðið Connah's Quay Nomads samanlagt 4-0 og eru því komnir í aðra umferð keppninnar. En hvaðan eru þessir mótherjar KA.
Hverjir verða mótherjar KA í næstu umferð sömu keppni?
Ein í viðbót um Evrópuævintýri KA manna; Hvar spilar KA sína „heimaleiki“ í Sambandsdeildinni evrópsku?
Nýr bankastjóri Íslandsbanka hefur stigið fram voða „sorrý“ yfir því að bankinn hafi staðið í því að selja hluti ríkisins í sjálfum sér. En hvað heitir þessi nýji bankastjóri?
Hvaða söngkona flutti framlag Íslands í Eurovision árið 2003?
Og hvað heitir lagið sem hún flutti?
Júlímánuður hefur verið óþarflega kaldur og vætusamur en þá er gott að muna eftir lagi sem hljómsveitin Grafík gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar; „Mér finnst rigningin góð“ – eða það hefur lagið yfirleitt verið kallað. Titill lagsins er þó allt annar, hver er hann?
Helgi Björnsson söngvari sveitarinnar er einnig mjög ágætur leikari og hefur m.a. leikið í mörgum frábærum íslenskum bíómyndum. Ein þeirra er Sódóma Reykjavík sem verðskuldað hefur hlotið költ-status. Söguþráður myndarinnar hverfist um örvæntingafulla leit að hversdagslegum hlut. Hver er hluturinn? Sérstakt költmyndastig fæst fyrir að nefna framleiðanda hlutarins.
Hver leikstýrði myndinni?
----
Svör.
Skjálfandafljót.
Wales.
Dundalk frá Írlandi
Í Úlfarsárdal, en næsti leikur gegn Írunum fer einmitt fram á næsta fimmtudag.
Jón Guðni Ómarsson.
Birgitta Haukdal.
Open Your Heart. Íslenska útgáfan sem hljómaði í forkeppninni hér á landi heitir Segðu mér allt, og það dugar að sjálfsögðu til líka.
Húsið og ég.
Sjónvarpsfjarstýring, költstigið fæst fyrir að muna að þetta var Samsung fjarstýring.
„Við fengum til okkar yfir 300 manns að klifra um helgina og annan eins fjölda sem kom að skoða aðstöðuna að Dalsbraut 1, Aðstaðan er vegleg og verður stór viðbót í afþreyingu bæjarins,“ segir Katrín Kristjánsdóttir einn eigenda. 600Klifur, ný klifuraðstaða á Akureyri var opnuð um liðna helgi. Aðstaðan er við Dalsbraut 1 þar sem í boði er glæsileg íþróttaaðstaða fyrir börn jafnt sem fullorðna þar sem bæði er hægt að æfa og skemmta sér. Salurinn hefur verið í smíðum síðan á liðnu ári.
Í ályktun ASÍ sem var að berast er lýst yfir miklum áhyggjum af atvinnuástandinu í Þingeyjarsýslum og skorað á stjórnvöld að koma að málinu af fullum krafti. Framsýn og Þingiðn fagna þessum stuðningi. Ályktunin er eftirfarandi:
Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur. Sérstaklega blasir þetta við á landsbyggðinni, þar sem íbúar utan höfuðborgarsvæðisins eins og á Akureyri og nágrenni finna nú fyrir skerðingu þjónustu og aukinni byrði.
Mig langar á þessu hausti til að minna á áfallahjálp og sorgarstuðning Þjóðkirkjunnar í landinu og minnast sérstaklega á það sem er í boði hér á Akureyri fyrir bæjarbúa og nærsveitir.
Frá árinu 2013 hefur verið hér starfræktur hópur sem nefnist Dagrenning og undirrituð haldið utan um en þar hittast foreldrar sem misst hafa börn og veita hvert öðru virka hlustun og jafningjastuðning.
Í vor fengum við, nemendur í elstu bekkjum Stórutjarnaskóla og Sigríður Árdal og Marika Alavere, styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Markmið verkefnisins var að efla samskipti, samvinnu og sjálfstraust þátttakenda. Kynnast ólíkri menningu og skoða og kynnast náttúrunni og vekja okkur til umhugsunar af hverju við þurfum að hugsa um náttúruna.
Hluthafafundir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu þeirra í upphafi árs. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlit Seðlabankans samþykkt samrunann.
Í október 2023 samþykkti meirihluti bæjarstjórn Akureyrarbæjar að hefja eins árs tilraunaverkefni þar sem fyrstu sex klukkustundir leikskóladagsins urðu gjaldfrjálsar, en áfram greitt fullt gjald fyrir lengri dvöl barna. Samhliða voru teknir upp svonefndir skráningardagar og innleidd tekjutenging leikskólagjalda.