í Spurningaþraut Vikublaðsins #18 er víða komið við
Þessi brú á Norðurlandi er komin nokkuð til ára sinna en hún hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið vegna umferðartakmarkana um hana. Yfir hvaða fljót liggur brúin?
Fótboltastrákarnir í KA fara vel af stað í Sambandsdeild Evrópu en á dögunum lögðu þeir liðið Connah's Quay Nomads samanlagt 4-0 og eru því komnir í aðra umferð keppninnar. En hvaðan eru þessir mótherjar KA.
Hverjir verða mótherjar KA í næstu umferð sömu keppni?
Ein í viðbót um Evrópuævintýri KA manna; Hvar spilar KA sína „heimaleiki“ í Sambandsdeildinni evrópsku?
Nýr bankastjóri Íslandsbanka hefur stigið fram voða „sorrý“ yfir því að bankinn hafi staðið í því að selja hluti ríkisins í sjálfum sér. En hvað heitir þessi nýji bankastjóri?
Hvaða söngkona flutti framlag Íslands í Eurovision árið 2003?
Og hvað heitir lagið sem hún flutti?
Júlímánuður hefur verið óþarflega kaldur og vætusamur en þá er gott að muna eftir lagi sem hljómsveitin Grafík gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar; „Mér finnst rigningin góð“ – eða það hefur lagið yfirleitt verið kallað. Titill lagsins er þó allt annar, hver er hann?
Helgi Björnsson söngvari sveitarinnar er einnig mjög ágætur leikari og hefur m.a. leikið í mörgum frábærum íslenskum bíómyndum. Ein þeirra er Sódóma Reykjavík sem verðskuldað hefur hlotið költ-status. Söguþráður myndarinnar hverfist um örvæntingafulla leit að hversdagslegum hlut. Hver er hluturinn? Sérstakt költmyndastig fæst fyrir að nefna framleiðanda hlutarins.
Hver leikstýrði myndinni?
----
Svör.
Skjálfandafljót.
Wales.
Dundalk frá Írlandi
Í Úlfarsárdal, en næsti leikur gegn Írunum fer einmitt fram á næsta fimmtudag.
Jón Guðni Ómarsson.
Birgitta Haukdal.
Open Your Heart. Íslenska útgáfan sem hljómaði í forkeppninni hér á landi heitir Segðu mér allt, og það dugar að sjálfsögðu til líka.
Húsið og ég.
Sjónvarpsfjarstýring, költstigið fæst fyrir að muna að þetta var Samsung fjarstýring.
Mikillar óánægju gætir á meðal forsvarsmanna bílaleiga á Íslandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sem taka eiga gildi um næstu áramót. Að sögn Steingríms Birgissonar verður höggið fyrir Höld-Bílaleigu Akureyrar afar þungt og er fyrirtækið nú þegar farið að búa sig undir álögur upp á nokkur hundruð milljónir sem vel væri hægt að koma í veg fyrir með samtali á milli greinarinnar og ráðherra.
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 50 milljónum króna til sex verkefna sem styðja við markmið byggðaáætlunar stjórnvalda um eflingu fjarheilbrigðisþjónustu. Verkefnin fá styrk til þróunar og innleiðingar fjölbreyttra lausna sem auka aðgengi landsmanna að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu.
Martin Michael þýski athafnamaðurinn sem hyggst endirreisa Niceair og fljúga á milli Akureyar og Kaupmannahafnar boðaði til fundar í dag á Flugsafni Íslands þar sem hann fór yfir stöðu mála.
Það var ánægjulegt að taka á móti gestum í Messanum hjá DriftEA þegar Arctic Therapeutics opnaði formlega nýja, klínískt vottaða rannsóknastofu á Akureyri síðasta fimmtudag. Viðburðurinn markaði stóran áfanga í uppbyggingu lífvísinda og heilbrigðistækni á Norðurlandi.
Orkusalan býður í JólaStuð í Lystigarðinum á Akureyri þriðjudaginn 16.desember frá kl 16:00 - 20:00. JólaStuð er fjölskylduvænn og hátíðlegur viðburður með jólabasar, tónleikum með Páli Óskari og skemmtilegum heimsóknum. Orkusalan hefur sett upp frábæra dagskrá þar sem þú getur hlaðið batteríin og fyllt á þína orku í aðdraganda hátíðanna.
„Það er auðvitað jákvætt að ráðist hafi verið í nauðsynlegar úrbætur á lóðinni í Hamragerði. Það er hins vegar dapurlegt hversu langan tíma ferlið tók og hversu mikilli hörku nefndin þurfti að beita til að knýja fram úrbætur,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Það er óhætt að fullyrða að það sé velboðið af eigendum Skógarbaðanna því eldri borgarar geta farið í böðin án endurgjalds frá og með deginum i dag og út fimmtudaginn eða eins og segir í ,,boðskorti" frá staðarhöldurum.
Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu. Breytingarnar eru gerðar með öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda að leiðarljósi.