Barbie og flösuþeytarar

Spurningaþraut Vikublaðsins  #19

  1. Á meðfylgjandi mynd má sjá gríndúóið Kaffibrúsakarlanna sem slógu í gegn fyrir ansi mörgum árum. Hvaða leikarar eru á bakvið tvíeykið?
  2. Afleggjarinn er margverðlaunuð íslensk skáldsaga sem kom út árið 2007. Skáldsagan hlaut meðal annars Menningarverðlaun DV auk Fjöruverðlaunanna, og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. En hver er höfundur hennar?
  3. Stórmyndin Barbie hefur notið mikilla vinsælda í bíóhúsum landsins en hver fer með hlutverk hinnar goðsagnakenndu Barbie?
  4. Og í framhaldi af því; hver fer með hlutverk Ken, kærasta Barbie?
  5. Fjölmargar Bæjarhátíðir eru haldnar á Norðurlandi ár hvert og njóta mikilla vinsælda. Hvað heita bæjarhátíðirnar í eftirfarandi bæjar/sveitarfélögum: Akureyri, Dalvík, Þórshöfn, Húsavík?
  6. Hvað heitir risakýrin sem nýverið var komið fyrri við Sólgarð í Eyjafirði?
  7. Botnaðu málsháttinn: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og…
  8. Hvert er algegnasta frumefnið í alheiminum?
  9. Talandi um frumefni... hvaða efnafræðingur  setti fram fyrsta vísinn að lotukerfinu í núverandi mynd árið 1869?
  10.  Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands var á dögunum heiðursgestur á frægri þungarokkshátíð, þeirri stærstu sinnar tegundar í Evrópu. En hvar er hátíðin haldin?

 ---

Svör

 ---

  1. Gísli Rúnar Jónsson heitinn og Júlíus Brjánsson.
  2. Auður Ava Ólafsdóttir.
  3. Það er hún Margot Robbie.
  4. Rian Gosling.
  5. Ein með öllu og Bíladagar eru á Akureyri (Hér dugar reyndar að vera með aðra þeirra), Fiskidagurinn mikli á Dalvík, Bryggjudagar eru á Þórshöfn, Mærudagar á Húsavík.
  6. Edda.
  7. …mennina mikla. Kaffbrúsakallarnir skrumskældu reyndar  þennan ágæta málshátt með það góðum árangri að skrumskælingin er víða þekktari (Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur) þannig að ætli ég gefi ekki rétt fyrir það líka.
  8. Vetni.
  9. D. Mendelejev (1834-1907). 
  10. Í Wacken, Þýskalandi.

Hér má finna Spurningaþraut #18


Athugasemdir

Nýjast