í Spurningaþraut Vikublaðsins #18 er víða komið við
Þessi brú á Norðurlandi er komin nokkuð til ára sinna en hún hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið vegna umferðartakmarkana um hana. Yfir hvaða fljót liggur brúin?
Fótboltastrákarnir í KA fara vel af stað í Sambandsdeild Evrópu en á dögunum lögðu þeir liðið Connah's Quay Nomads samanlagt 4-0 og eru því komnir í aðra umferð keppninnar. En hvaðan eru þessir mótherjar KA.
Hverjir verða mótherjar KA í næstu umferð sömu keppni?
Ein í viðbót um Evrópuævintýri KA manna; Hvar spilar KA sína „heimaleiki“ í Sambandsdeildinni evrópsku?
Nýr bankastjóri Íslandsbanka hefur stigið fram voða „sorrý“ yfir því að bankinn hafi staðið í því að selja hluti ríkisins í sjálfum sér. En hvað heitir þessi nýji bankastjóri?
Hvaða söngkona flutti framlag Íslands í Eurovision árið 2003?
Og hvað heitir lagið sem hún flutti?
Júlímánuður hefur verið óþarflega kaldur og vætusamur en þá er gott að muna eftir lagi sem hljómsveitin Grafík gerði frægt á níunda áratug síðustu aldar; „Mér finnst rigningin góð“ – eða það hefur lagið yfirleitt verið kallað. Titill lagsins er þó allt annar, hver er hann?
Helgi Björnsson söngvari sveitarinnar er einnig mjög ágætur leikari og hefur m.a. leikið í mörgum frábærum íslenskum bíómyndum. Ein þeirra er Sódóma Reykjavík sem verðskuldað hefur hlotið költ-status. Söguþráður myndarinnar hverfist um örvæntingafulla leit að hversdagslegum hlut. Hver er hluturinn? Sérstakt költmyndastig fæst fyrir að nefna framleiðanda hlutarins.
Hver leikstýrði myndinni?
----
Svör.
Skjálfandafljót.
Wales.
Dundalk frá Írlandi
Í Úlfarsárdal, en næsti leikur gegn Írunum fer einmitt fram á næsta fimmtudag.
Jón Guðni Ómarsson.
Birgitta Haukdal.
Open Your Heart. Íslenska útgáfan sem hljómaði í forkeppninni hér á landi heitir Segðu mér allt, og það dugar að sjálfsögðu til líka.
Húsið og ég.
Sjónvarpsfjarstýring, költstigið fæst fyrir að muna að þetta var Samsung fjarstýring.
Minningarbekkur til heiðurs systkinunum Huldu Benediktsdóttur (f. 1938) og Sigurjóni Benediktssyni (f. 1936) hefur verið vígður í Lónsbakkahverfinu í Hörgársveit.
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.
Alls fengu foreldrar 81 barns heimgreiðslur frá Akureyrarbæ árið 2024. Greiðslur námu tæplega 38,6 milljónum króna. Á tímabilinu janúar til maí á þessu ári hafa foreldrar 61 barns fengið heimgreiðslur að upphæð 15,5 milljónir króna.
Skrifað hefur verið undir samninga um sameiningu á Ferro Zink og Metal með fyrirvara um samþykki hluthafafunda og Samkeppniseftirlitsins. Með sameiningu þessara tveggja rótgrónu fyrirtækja verður til eitt öflugasta þjónustufyrirtæki á sviði iðnaðar á landinu með yfir 70 starfsmenn og starfsstöðvar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en ársvelta þessara félaga var samtals tæpir 5 milljarðar í fyrra.
Tilboð bárust frá tveimur lögaðilum í lóðirnar við Hofsbót 1 og 3, en frestur til að sækja um rann út í gær. Þeir sem buðu voru annars vegar SS Byggir sem bauð 251 milljón króna í lóðirnar og Sigtún Þróunarfélag bauð 235 milljónir.
Þingeyjarsveit vill benda íbúum á einstakt útivistarsvæði sem margir hafa ekki enn uppgötvað, Hálsmelana. Árið 2022 var vígður 1,4 km langur göngustígur sem liggur um melana og býður upp á nærandi útivist í afar fallegu umhverfi.