Franskar, koggi og maður að nafni Franz - Spurningaþraut #9

Spurningaþraut Vikublaðsins #9

  1. Karlinn geðþekki á myndinni hér að ofan var þingmaður fyrir Norðurland eystra 1979-1999. Hann gegndi líka tveimur ráðherraembættum frá 1987-1991. Hver er maðurinn? Og nefnið a.m.k. Annað ráðherraembættið til að fá stig. Sérstakt gáfumannastig fæst fyrir bæði embættin.
  2. Mjölkursamlag KÞ framleiddi á síðustu öld dýrindis mjólk og aðrar mjólkurvörur við góðan orðstýr. Hús samlagsins stendur þó enn og er þar ýmis starfsemi, meðal annars drykkjaframleiðsla. En hvers konar drykkir eru framleiddir í gömlu mjólkurstöðinni á Húsavík?
  3. Nemo og Dóra eru fiskar sem unga kynslóðin kannast eflaust vel við og vonandi foreldrar þeirra. En hvaða fyrirtæki framleiddi teiknimyndirnar um þessa fiska?
  4. Hvaða ár var Íþróttafélagið Magni á Grenivík stofnað? Skeika má tveimur árum til eða frá.
  5. Franskar kartöflur eru góður matur. Sagt hefur verið um franska að þær séu fullkomin verkfæri til að moka upp í sig kokteilsósu, sem er enn þá betri. En hvað er talið vera upprunaland franskra kartaflna?
  6. Hvað í ósköpunum er safabóla?
  7. Myanmar, Sýrland, Lesótó og Líbanon eru allt lönd í Asíu… nema eitt, hvað er það?
  8. Frans Ferdinand krónprins Austurríkis – Ungverjalands og erkihertogi af Auturríki-Este var myrtur ásamt eiginkonu sinni28. Júní árið 1914. Sá atburður er gjarnan talinn vera neistinn sem hrinti af stað fyrri heimsstyrjöldinni. En hver var það sem myrti erkihertogann?
  9. Fréttablaðið var mest lesna Dagblað landsins áður en það lagði upp laupanna fyrr á þessu ári. Nú hefur Morgunblaðið endurheimt toppsætið en hvað ár kom Morgunblaðið fyrst út?
  10. Hvað hét fyrsti ritstjóri Morgunblaðsins?

---

  1. Maðurinn er Guðmundur Bjarnason en hann var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987–1991 og landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995–1999. 
  2. Bjór.
  3. Pixar framleiddi þær fyrir Disney en nóg er að nefna Pixar.
  4. Árið 1915, þannig að rétt telst 1913-1917.
  5. Flestar heimildir benda til að franskar kartöflur hafi fyrst verið matreiddar á landsvæði sem nú tilheyrir Belgíu. Aðrar halda því fram að þær hafi fyrst komið fram á Spáni og sá siður að djúpsteikja þær hafi síðan flust til þess hluta Niðurlanda sem þá var undir spænskri stjórn. Við treystum því að Belgía sé rétt svar.
  6. Safapóla er frumulíffæri í plöntufrumum.
  7. Lesótó.
  8. Gavrilo Princip hét kauði.
  9. 1913.
  10. Vilhjálmur Finsen.

Hér má finna spurningaþraut #8

Hér má finna spurningaþraut #10


Athugasemdir

Nýjast