„Þungur hnífur“ - Spurningaþraut #10

Spurningaþraut #10 Kvikmyndaþema

  1. Úr hvaða íslensku kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
  2. „Þungur hnífur“ úr hvaða bíómynd er þessi setning gerð ódauðleg?
  3. Kvikmyndirnar Underground og Svartur köttur, hvítur köttur nutu mikilla vinsælda á Íslandi sem og víðar á 10, áratug síðustu aldar. Leikstjóri myndarinnar er í hópi Íslandsvina,  hvað heitir hann?
  4. Land og synir er kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson byggð á samnefndri skáldsögu. Her skrifaði skáldsöguna?
  5. Sarah Connor er nafn á kvenskörungi sem birtist okkur í röð frægra kvikmynda. Hver er sú kvikmyndaröð?
  6. Hver leikstýrði fyrstu kvikmyndinni í þeirri kvikmyndröð?
  7. Leikstjóri sá hefur mikinn áhuga á frægu slysi í sögunni og hefur gert um það bæði heimildamynd og bíómynd sen naut mikilla vinsælda. Hvaða fræga slys er hann svona upptekinn af?
  8. „Great men are not born great, they grow great.“ Úr hvaða frægu bíómynd voru þessi orð sögð?
  9. Mýrin íslensk bíómynd sem er byggð á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar um Rannsóknarlögreglumanninn Erlend leysa dularfullt morð. Hver leikstýrði myndinni?
  10. Kvikmyndin Cold Fever eða Á köldum klaka var tekin upp á Íslandi og skartaði úrvali erlendra og íslenskra leikar. Hver leikstýrði? 

 ---

Svör.

1. Börn Náttúrunnur.

2. Hrafninn flýgur.

3. Emil Kusturica.

4. Indriði G. Þorsteinsson.

5. Tortímandinn eða Terminator.

6. James Cameron. 

7. Titanic slysið.

8. Don Vito Corleone sagði þetta í  The Godfather.

9. Blatasar Kormákur.

10. Friðrik Þór Friðriksson

Hér má finna spurningaþraut #9

Hér má finna spurningaþraut #11

 


Athugasemdir

Nýjast