„Klofvega situr hann á atómbombu“ - Spurningaþraut #11

Spurningaþraut Vikublaðsins #11

  1. Hver er konan á myndinni fyrir ofan?
  2. Vaglaskógur er líklega allra skóga fallegastur, en hvaða skógur er stærstur skóga á Íslandi?
  3. Hvað heitir Björgunarsveitin á Húsavík?
  4. „Þegar guð skapaði manninn, ofmat hann getu sína.“ Hver lét þessi fleygu orð falla?
  5. „Þau töluðu lítið saman og þorðu varla að líta hvort á annað, það var einsog þau hefðu verið gift í tuttuguogfimm ár, þau þektust ekki.“ Út hvaða bókmenntaverki Halldórs Laxness er þetta?
  6. Hver er ráðherra innviðamála á Íslandi?
  7. Hvenær vörpuðu Bandaríkjamenn atómsprengju á Hiroshima. Svarið þarf að vera nákvæmt.
  8. Í dag sitja 29 konur á Alþingi Íslendinga en hver var fyrsta konan til að gegna þingmennsku hér á landi?
  9. En hvaða ár sat hún á þingi?
  10. Hexía de trix er skemmtileg persóna í veröld Andrésar Andar. Í íslensku þýðingunni býr þessi geðþekka norn í Kröflu. En hvenær gaus Krafla síðast?

 

---

 

Svör:

  1. Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
  2. Hallormsstaðaskógur, hann þekur um 740 ha.
  3. Garðar.
  4. Oscar Wilde.
  5. Sjálfstætt fólk.
  6. Sigurður Ingi Jóhannsson.
  7. 6. ágúst 1945.
  8. Ingibjörg H. Bjarnason.
  9. 1922–1930, hér nægir að nefna eitt af þessu fjórum árum.
  10. Síðasta gos í Kröflu var 1984 en þá lauk Kröflueldum sem var goshrina sem staðið hafði frá 1975.

Hér má finna spurningaþraut #10

Hér má finna spurningaþraut #11


Athugasemdir

Nýjast