Perlað af krafti á Akureyri

Perlað af krafti            Myndir  Eva Björk og  Laimonas Dom Baranauskas
Perlað af krafti Myndir Eva Björk og Laimonas Dom Baranauskas

 Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla með Norðlendingum fimmtudaginn, 1. febrúar í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélagið á Akureyri og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri.

Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem verður til sölu í fjáröflunar- og vitundarvakningu Krafts sem stendur nú yfir.

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

- Opið hús milli kl.17:00 og 20:00 og geta allir komið og lagt hönd á perlu í lengri eða skemmri tíma

- Kaffi, drykkir og kruðerí á staðnum

- Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum, og um leið leggja góðu málefni lið.


Athugasemdir

Nýjast