Frábær árangur DSA - Listdansskóla Akureyrar í undankeppni Dance World Cup

Hópurinn með verðlaunin eftir frábæran dag   Myndir aðsendar
Hópurinn með verðlaunin eftir frábæran dag Myndir aðsendar

Þær gerðu það sannarlega gott stelpurnar  frá  DSA - Listdansskóla Akureyrar  sem tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu s.l.  mánudag.  

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag í flokknum söngur og dans með 85 stigum! Þar að auki komu þær heim með fjögur silfur og eitt brons. Yngsti keppandinn var aðeins 6 ára og fór heim með hvorki meira né minna en þrjú verðlaun. 

  Rakel Heiða 9 ára og Agnes Emma 6 ára að stíga inn á svið í flokki söng og dans þar sem þær fengu 84,3 stig 

 Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. 

  Hluti hópsins á verðlaunaafhendingu

Athugasemdir

Nýjast