Bók um Kinnar- og Víknafjöll komin út

Bókin Kinnar- og Víknafjöll  með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áðu…
Bókin Kinnar- og Víknafjöll með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Bókin Kinnar- og Víknafjöll  með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi.

 „Titill bókarinnar er lýsandi fyrir innihald hennar því nú segi ég á persónulegum nótum frá ferðum mínum á umrædd fjöll auk nokkurra annarra á Flateyjardal og í neðanverðum Fnjóskadal. Framsetning hverrar ferðar er sem nokkurskonar ferðadagbók með texta, ljósmyndum og kortum,“ segir Hermann Gunnar um bókina.

Í sömu mund kom út önnur prentun af bókinni Fjöllin í Grýtubakkahreppi en hún hefur verið ófáanleg alllengi. Veita báðar þessar bækur nokkurskonar heildarsýn á fjalllendi skagans á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda inn undir Ljósavatnsskarð og Víkurskarð.

Í bókunum báðum er að finna ítarlega leiðarlýsingu á gönguleiðinni umhverfis skagann, frá Grenivík norður Látraströnd, í Keflavík, Fjörður, austur á Flateyjardal, í Náttfaravíkur og inn í Kinn auk fleiri leiðarlýsinga. GPS ferlar, GPS punktar og QR kóði eru til stuðnings.

Útgáfuhóf í Grenivíkurskóla

 Í kvöld, föstudaginn 31. maí kl. 20 verður höfundur með útgáfuhóf á neðri hæð Grenivíkurskóla. Þar mun hann  segja frá fjallaverkefnum sínum og sýna fáeinar myndir. Á boðstólum verða bækurnar á kynningarverði en enginn posi á staðnum. Bókin er svo að tínast í betri bókabúðir næstu daga.„Ef það hvarflar að ykkur að þess virði sé að mæta á þessa samkomu þá eru þið hjartanlega velkomin,“ segir höfundur.

Fallegar myndir prýða bókina


Athugasemdir

Nýjast