Fulbright Arctic Initiative IV verkefni Tveir prófessorar við HA taka þátt
Prófessorarnir Sigrún Sigurðardóttir í hjúkrunarfræðideild og Rachael Lorna Johnstone í lagadeild tóku ásamt átján öðru framúrskarandi fræðafólki þátt í kynningarviku og vísindaferð Fulbright Arctic Initiative IV verkefnisins. Hópurinn mun taka þátt í þverfræðilegum rannsóknum á næstu átján mánuðum í fjórða hluta verkefnisins á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins.