Mannlíf

25 ár frá sameiningu Einingar og Iðju

Í dag, 15. maí, eru liðin 25 ár síðan formlega var gengið frá samruna Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Þótt þetta sameinaða félag eigi sér þannig séð ekki langa sögu stendur það á gömlum merg því félögin eiga sér hvort um sig langa og merka sögu í baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum. Sögu Iðju má rekja allt aftur til ársins 1936 og er stofndagur félagsins talinn 29. mars það ár. Verkalýðsfélagið Eining varð til 10. febrúar 1963 með sameiningu Verkakvennafélagsins Einingar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Rætur Einingar ná þó mun lengra aftur og má segja að fyrsta fræinu hafi verið sáð árið 1894 þegar Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, hið eldra, var stofnað.

Lesa meira

Buðu upp á bakkelsi frá Suður-Ameríku

Andressa Andrade E. Andrade, Celimar Yerlin Gamboa Maturet, Feiruz Nasser Morabito, Haysmar Ledosvkaya Rangel Blanco og Fiora Alessa Pacini Barragán eru í hópi nemenda af erlendum uppruna sem hafa stundað nám í VMA í vetur, m.a. lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli.

Lesa meira

Knattsp.deild KA dæmd til að greiða fyrrverandi þjálfara sínum tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnudeild KA var í dag dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra  til að greiða fyrrum þjálfara sínum 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5 nóvember 2023 vegna ágreinings aðila um túlkun á bónusgreiðslum til handa þjálfarans.  KA er einning gert að greiða málskostnað þjálfarans fyrrverandi. 

Aðspurður sagði Hjörvar Maronsson formaður knd KA að verið væri að fara yfir dóminn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref.

Lesa meira

Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar í haust

Stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í haust. Hún fer með hlutverk tannlæknisins. Kristinn Óli Haraldsson, tekur þátt í uppsetningunni en Króli mun leika Baldur blómasala.

Lesa meira

Drekinn

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé 

Lesa meira

,,Dáleiðsla frábær leið til að vinna úr áföllum"

„Ég hef alltaf haft áhuga á andlegum málum, trúað á eitthvað meira en vísindin og bæði fundið, séð og heyrt í gegnum ævina. Það er samt  ekki fyrr en núna undanfarna mánuði sem þetta er að banka meira á dyrnar hjá mér enda hefur þetta verið töluvert feimnismál og nóg af fordómum bæði í kringum mig og hið innra með sjálfri mér. Þetta finnst mér þó vera að breytast eða kannski er það bara það að ég er farin að umgangast fleira fólk sem er á þessari sömu línu,“ segir Hulda Ólafsdóttir sem ásamt fleirum stendur fyrir Dáleiðsludeginum í Hofi á Akureyri næstkomandi laugardag, 11. maí frá kl. 13 til 17.

Lesa meira

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð hefur verið starfrækt í 5 ár

„Bjarmahlíð er rekin með styrkjum en óskastaðan er sú að komast á fjárlög en þannig mætti nýta tíma sem fer í að eltast við peninga í reksturinn til að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Kristín Snorradóttir teymisstjóri hjá Bjarmahlíð, þolendamiðstöð á Akureyri. Fimm ár eru um þessar mundir frá því starfsemin hófst og var tímamótanna minnst með afmælishófi á Múlabergi í gær, miðvikudag.

Lesa meira

Borgarhólsskóli fór með sigur af hólmi í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í gærkvöldi, 8. maí. Tíu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu  afrakstur vinnu sinnar

Lesa meira

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Hákon Þröstur þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn 2019 – 2020 og samfellt frá 2022. Hann er menntaður skipstjórnarmaður og var í liðlega tvo áratugi skipstjóri á skipum Samherja, síðustu sautján árin hefur hann hins vegar starfað á útgerðarsviði félagsins.

Lesa meira

Þjónustunefnd AA leitar að framtíðarhúsnæði

Brýnt er að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu að Strandgötu 21 þar sem AA-samtökin á Akureyri hafa haft aðstöðu sína um langt árabil.

Lesa meira

Sýning ársins 2024 opnuð á Sigurhæðum

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni. Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Lesa meira

Amtsbókasafnið - Býður garðverkfæri í útlán

Áður hefur verið haft á orði á þessum vef að starfsfólkið á Amtinu hér í bæ sé skemmtilega ferskt og fái líflegar hugmyndir sem notendur safnsins  kunna vel að meta. 

Í frétt frá þeim í dag er sagt frá að nú sé hægt að fá garðverkfæri,  takk fyrir takk,  að láni hjá Amtsbókasafninu!

Kæru safngestir! NÝJUNG! - Við erum farin að bjóða upp á garðverkfæri til útláns!

Það er farið að vora á Akureyri og kominn tími til að byrja vorverkin. Frá og með deginum í dag eru garðverkfæri til útláns hjá okkur, lánstími er 7 dagar. Verkfæri sem eru í boði: handskófla, lítil klóra, stungugaffall, stunguskófla, kantskeri, handklippur, greinaklippur, fata, beðhrífa, fíflajárn, greinasög og garðáhöld fyrir börn. Vinsamlegast þrifið verkfærin vel áður en þið skilið.

Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum

Lesa meira

Dýrahræ fundust á víðavangi við Línuveg á Húsavík

Steingrímur Hallur Lund rak í rogastans á dögunum þegar hann var úti að viðra hundinn sinn úti á Bakka við Línuveg í landi Húsavíkur. Hann var ekki komin langt frá veginum þegar hann gekk fram á dauða rollu, sem búið var að klippa af eyrun. Skammt undan gekk hann svo fram á fimm selshræ.

Lesa meira

Krían komin til Grímseyjar

Fyrstu kríurnar þetta árið í Grímsey sáust um helgina. Varpið þar er með stærri kríubyggðum á landinu og er talið að þar verpi þúsundir para. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á breytingum kríuvarpa frá ári til árs en margt bendir til fækkunar víða á landinu frá því um aldamót, einnig hefur orðið vart við sömu þróun í nágrannalöndum okkar.

Lesa meira

HSN - Ekki óútskýrður kynbundin launamunur

„Það er ánægjulegt að greina frá því að ekki hefur greinst óútskýrður kynbundin launamunur í launagreiningum HSN enda kyn hreint ekki áhrifabreyta á árangur fólks í starfi,“ segir á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eystra, en HSN fékk endurnýjun á Jafnlaunavottun á dögunum.

Lesa meira

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrar - Blöndulína 3 þrengir að landlitlu sveitarfélagi

„Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni Akureyrarbæjar, enda ljóst að umrædd lína þrengir að því landlitla sveitarfélagi sem Akureyrarbær er, getur hindrað vöxt þess og er líkleg til að rýra gæði þeirrar byggðar sem fyrir er,“ segir í bókun umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar, en á fundi ráðsins voru lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir hátíðarhöld sjómannadagsins á Akureyri hafinn.

Sjómannadagurinn var endurvakinn á Akureyri í fyrra og tókst vel til, svo vel að undirbúningur er hafinn fyrir hátíðarhöld á komandi sjómannadag fyrstu helgina i júni.

Lesa meira

Kveðjutónleikar og útgáfuhóf í Sögulokum Hrundar Hlöðversdóttur

Sögulok er yfirskrift viðburðar sem Hrund Hlöðversdóttir efnir til í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á laugardaginn, 4. maí. Þar kveður hún sveitunga sína, en Hrund hefur búið í Eyjafjarðarsveit undanfarin 16 ár, þar af var hún skólastjóri Hrafnagilsskóla um 12 ára skeið ár. Sögulokin eru jafnframt útgáfuhóf því um þessar mundir kemur út þriðja og síðasta bók Hrundar í þríleik hennar um Svandísi og félaga hennar.  Sú heitir ÓLGA, kynjaslangan.

Lesa meira

Fiðringur í HOFI þriðja sinn 8. maí n.k.

Fiðringur á Norðurlandi verður haldinn í HOFI þriðja sinn þann 8. maí kl 20. Skrekkur í Reykjavík og Sjálftinn á Suðurlandi eru fyrirmyndir Fiðrings sem er dýrmætur vettvangur fyrir unglingana á Norðurlandi eystra til að láta rödd sína heyrast.

Lesa meira

Ólöf Ása Benediktsdóttir ráðin skólastjóri Hrafnagilsskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið að ráða Ólöfu Ásu Benediktsdóttur í stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla og mun hún taka formlega við stöðunni þann 1. ágúst 2024. Ólöf Ása hefur starfað við Hrafnagilsskóla frá því árið 2005, lengst af sem umsjónarkennari en veturinn 2016-2017 leysti hún af sem aðstoðarskólastjóri

Lesa meira

Félagsgróðurhús og aðstoð við makaleit

Hugmyndir um hraðstefnumót og uppbyggingu á félagsgróðurhúsi litu dagsins ljós á fundum sem haldnir hafa verið í Stórutjarnarskóla og í Skjólbrekku. Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur yfir um þessar munir og var boðað til fundanna í tengslum við þá vinnu. Einnig var rafrænn fundur haldinn fyrir allt sveitarfélagið.

Lesa meira

Akureyri og Fjallabyggð - Hátíðarhöld í tilefni af Verkalýðsdeginum

Stéttarfélögin við Eyjafjörð bjóða félagsfólki og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af verkalýsdeginum þann 1. maí. Í ár er fylgt liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og er félagsfólk hvatt til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu.

 

Lesa meira

Fjórir norðanmenn unnu brons á Íslandsmótinu í bridge.

Akureyringarnir,  Frímann Stefánsson, Pétur Guðjónsson og Reynir Helgason gerðu góða ferð suður til Reykjavíkur un helgina með Mývetningnum Birni Þorláks þar sem verkefnið var að etja kappi við sterkustu lið landsins í úrslitum Íslandsmótsins í sveitakeppni. Sveitin keppti undir merki Kjöríss.

Lesa meira

Hreyfiglöð handboltakempa og lektor í lífeðlisfræði

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í apríl er Nanna Ýr Arnardóttir, lektor í lífeðlisfræði við Hjúkrunarfræðideild. Nanna Ýr hefur ofurtrú á hreyfingu sem forvörn hverskonar og hefur með það að leiðarljósi aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði.

Lesa meira

Skemmdarverk unnin á rútum.

Hún var ekki skemmtileg aðkoma sem blasti við Jónasi Þór Karlssyni eigenda Sýsla Travel þegar hann kom, síðdegis í gær, til að líta til með bílakosti fyrirtækis hans sem staðsettar eru  á nýju bílastæði við Laufásgötu 4 á Akureyri.  Einhverjir lítt vandaðir  höfðu farið um og brotið glugga í rútum Jónasar.  Gluggar í svona bílum er sterkir svo nokkur fyrirhöfn hefur verið við að vinna þessi óskiljanlegu skemmdarverk.

Lesa meira

Akureyri - Framkvæmdir við Torfunef

Framkvæmdir við stækkun Torfunefsbryggju ganga ágætlega um þessar mundir. Lóðir verða boðnar út á næstu vikum og gangi allt að óskum verður hafist handa við að reisa hús á svæðinu á næsta ári.

Lesa meira

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lauk í gær , fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood voru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.

Lesa meira