Mannlíf

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Maí er mættur með fyrstu þrastarungana, grænkandi gras og frostlausar nætur.

Það hefur verið töluvert um gesti í eyjunni í dagsferðum og veðrið hefur hjálpað okkur að taka vel á móti þeim. Það voru ekki margir eyjaskeggjar sem tóku þátt í plokkdeginum mikla, en það er nú bara vegna þess að við höfum okkar eiginn hreinsunardag hér í Hrísey og nú fer að styttast í hann. Það er þó alltaf góður siður að taka upp rusl ef maður getur á gönguferðum sínum og setja í næstu tunnu eða gám. Sést hefur til fólks prófa frisbígolfvöllinn og er hann að koma góður undan vetri.

Lesa meira

Nemendasýningar opnaðar um helgina

Nemendasýning Myndlistaskólans á Akureyri, Sjónmennt 2023, og útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri

Lesa meira

Álkulegur fugl og JaJa Ding Dong

Nú er komið að Spurningaþraut #6

Lesa meira

Akureyri - Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla fyrr í dag þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023.

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar.

Athöfnin hófst á tónlistaratriði en það var Valur Darri Ásgrímsson, nemandi í Brekkuskóla og Tónlistarskólanum á Akureyri sem flutti Distant Bells eftir Streabbog. Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, afhenti síðan viðurkenningarnar til nemenda og starfsfólks.

Viðurkenningar hlutu:

  • Amelia Anna Söndrudóttir Dudziak, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir að vera jákvæð, metnaðarfull, sýnir seiglu og þrautseigju
  • Anna Kristín Þóroddsdóttir, nemandi í Brekkuskóla, fyrir vandaða framkomu, hjálpsemi og metnað í námi
  • Bergrós Níelsdóttir og Kolfinna Stefánsdóttir, nemendur í Giljaskóla, fyrir að sýna frumkvæði og leiðtogahæfileika í skólastarfi
  • Birkir Orri Jónsson, nemandi í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi störf á sviði félagsmála
  • Elvar Máni Gottskálksson, nemandi í Giljaskóla, fyrir jákvætt viðmót
  • Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín 
  • Helena Lind Logadóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir dugnað, þrautseigju, vinnusemi og hjálpsemi
  • Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér
  • Ísold Vera Viðarsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir samskipti og viðleitni gagnvart samnemendum sínum og starfsfólki
  • Kevin Prince Eshun, nemandi í Síðuskóla, fyrir framúrskarandi námsárangur í ÍSAT (Íslenska sem annað tungumál) 
  • Vilté Petkuté, nemandi í Lundarskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju
  • Anna Lilja Hauksdóttir, Síðuskóla, fyrir fagmennsku í starfi sem þroskaþjálfi 
  • Astrid Hafsteinsdóttir, Giljaskóla, fyrir kennslu í textílmennt 
  • Bergmann Guðmundsson, Giljaskóla, fyrir jákvæðni, greiðvirkni og þjónustulund 
  • Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf
  • Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Rúnar Már Þráinsson, Brekkuskóla, fyrir fjölbreytta og skapandi starfshætti og umhyggju fyrir nemendum
  • Elfa Rán Rúnarsdóttir, Lundarskóla, fyrir vellíðan í námi, leik og starfi
  • Helga Halldórsdóttir, Glerárskóla, fyrir fagmennsku og stuðning við kennara
  • Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi
  • Marzena Maria Kempisty, Naustatjörn, fyrir að vera framúrskarandi kennari/deildarstjóri
  • Ólafur Sveinsson, Hlíðarskóla, fyrir framúrskarandi starfshætti 
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi ævistarf
  • Salbjörg J. Thorarensen, Glerárskóla, fyrir helgun í starfi
  • Sveinbjörg Eyfjörð Torfadóttir, Tröllaborgum, fyrir áralangt yfirburðastarf sem kennari og deildarstjóri
  • Veronika Guseva, Síðuskóla, fyrir að vera framúrskarandi starfsmaður 
  • Vordís Guðmundsdóttir, Lundarskóla, fyrir fagmennsku í starfi á unglingastigi og að vera einstakur kennari
  • Ágústa Kort Gísladóttir, Kjartan Valur Birgisson, Leó Már Pétursson og Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, nemendur í Brekkuskóla, fyrir verkefnið Skólablaðið Skugginn: Frumkvæði, dugnað, sköpunarkraft og sjálfstæði
  • Kiðagil – Heimur og haf, fyrir frábært verkefni unnið í samvinnu við barnamenningu á Akureyri

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar.

Lesa meira

„Myndlistin hefur alltaf blundað svolítið í mér“

Frímann Sveinsson opnar málverkasýninu í Safnahúsinu á Húsavík

Lesa meira

Notuðu samverukvöldið til að læra að búa til saltkringlukonfekt

Félagskonur í kvenfélaginu Iðunni í Eyjafjarðarsveit

Lesa meira

Barðist við húsflugur á adamsklæðunum

Hljómsveitin Tonnatak gefur út nýtt lag

Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar fór með sigur af hólmi

Myndaveisla frá úrslitum Fiðrings í Hofi í gærkvöld

Lesa meira

Leikhúsið hefur sína forskrift og óskráðu reglur

Hver má hreyfa sig, hvernig, hvar og hvenær?

Lesa meira

Hvar átti að grafa beinin?

Spurt er um bein Jónasar Hallgrímssonar og margt fleira í spurningaþraut Vikublaðsins #5

Lesa meira

Aðgegni fyrir alla í hjarta bæjarins

Framkvæmdir komnar vel af stað við sameiginlega lóð kirkju og Bjarnahúss

Lesa meira

Rándýr spurningaþraut

Spurningaþraut Vikublaðsins #4

Lesa meira

Sesselía Ólafs er bæjarlistamaður Akureyrar 2023

Lesa meira

„Hughrif mín geta breyst hratt og þá fylgi ég eðlishvötinni“

Sýningaropnun Päivi Vaarula í Deiglunni

Lesa meira

Hér er spurt út í fyrsta kaupfélag landsins

Spurningaþraut #3

Lesa meira

Veðurlagsins blíða eykur yndishag

Steingrímur Thorsteinsson var ekki í vandræðum með að koma orðum að hlutunum  og hann á þessa hendingu  i fyrirsögn  hér að ofnan sem reyndar má mæta vel yfirfæra á  okkur hér á Norðurlandi i dag.   Síðasti dagur vetrar og sólin leikur svo sannarlega við okkur. Lögmannshlíðin er algjör sælureitur og skelltu íbúar og starfsfólk sér út í sólina, byrjuðu að huga að beðum og tóku leikfimina úti í góða veðrinu

Í morgun komu þeir bræður Luddi og Dúlli heim eftir vetrardvöl í Hörgársveitinni, þeir voru ekki lengi að koma sér fyrir í garðinum og var vel tekið á móti þeim af öllum, mönnum sem dýrum.

Lesa meira

Hringfari og sumarkoma í Sigurhæðum á Akureyri

 Í tilefni af sumardeginum fyrsta verður opið í Menningarhúsi í Sigurhæðum 20. apríl frá kl. 13 - 18.

Lesa meira

Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni

Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.

Lesa meira

Vorboðarnir láta ekki á sér standa

Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.

Lesa meira

Fönguðu Eurovision í gamalt fiskinet

Listamaður frá Kýpur vann með börnum úr Borgarhólsskóla á Húsavík

Lesa meira

Ætla sér stóra hluti í framleiðslu á innlendu efni fyrir vefinn

Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigendur á Húsavík keyptu í vikunni allan búnað úr þrotabúi fjölmiðlafyrirtækisins N4 ehf.

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Við hefjum föstudagsfréttir á því að minnast Árna Tryggvasonar, leikara og Hríseyings.   Árni var fæddur þann 19.janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd en flytur ungur til Hríseyjar með fjölskyldu sinni þar sem hann ólst upp. Árni lést þann 13.apríl á Eir.

Við vottum fjölskyldu Árna innilegar samúðarkveðjur. Fallinn er frá góður Hríseyjar-sonur.

Lesa meira

Talsverð áskorun en lærdómsríkt og skemmtilegt

Stórutjarnaskóli tekur þátt á evrópsku samstarfsverkefni

Lesa meira

Ekki fyrir fólk í hjólastól!

Jón Gunnar Benjamínsson bendir á í færslu á Facebook í dag hvernig búið er um hleðslustöð frá Orku náttúrunnar á bílaplaninu við Glerártorg.  Óhætt er að fullyrða að fólk sem nota þarf hjólastól á ekki erindi sem erfiði þar.

Lesa meira

Starfsfólk Sprettsins og Greifans færðu Hollvinasamtökum SAk 250.000 kr.

Starfsfólkið valdi frekar að láta andvirði páskaeggja sem það hefði annars fengið renna til góðs málefnis og urðu Hollvinasamtökin fyrir valinu.
Við erum endalaust stolt af starfsfólkinu okkar og á meðfylgjandi mynd má sjá Arnar Loga Kristjánsson afhenda Jóhannesi  Bjarnassyni frá Hollvinasamtökunum gjöfina fyrir hönd starfsfólks Sprettsins og Greifa

Lesa meira

Hlaðvarp um Huldu skáldkonu komið út

Tónlistarkonurnar Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir unnu þættina upp úr dagskrá sem þær fluttu víða um land árið 2018

Lesa meira

Sýningin verður að halda áfram

-Stefnir á framlengingu Eurovision sýningarinnar á Húsavík

Lesa meira