,,Dánarvottorð" eða öll él styttir upp um síðir

Veðrið lagast hægt og rólega       Myndir ýmsir
Veðrið lagast hægt og rólega Myndir ýmsir

Það er aðeins léttara yfir veðrinu og með fólki leynist  von um betri tíð.  Við slógum á þráðinn til Óla Þórs Árnasonar sem hefur innherjaupplýsingar um veður sem  starfandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Spurningin var afar einföld eða:  ,,Óli hvað segir þú?“

,,Nú er farið að sjá fyrir endann á þessu leiðindahreti sem er búið að hrella landann mest alla vikuna.   Engu að síður eiga eftir að koma tvær gusur á norðanvert landið, sú fyrri í kvöld og nótt, en mun skaplegra veður verður svo yfir hádaginn á morgun, en annað kvöld kemur sú seinni.

Líklega er hitastigið örlítið hærra en það hefur verið svo það gæti ringt eitthvað hærra til fjalla áður en úrkoman fer yfir í snjókomu.“

Því miður algeng sjón á vegum úti s.l daga  Mynd  Landsbjörg

Bíddu er þetta þá ekkert að lagast drengur?

 ,,Jú,jú vertu rólegur, á  laugardag og sunnudag verður lítil úrkoma á norðanverðu landinu en áfram þó fremur svalt.  Hitt er  svo  að eftir helgi hlýnar í hægum suðlægum og austlægum áttum. Snjór svona seint tekur öllu jafna hratt upp og ætti að vera að mestu farinn fyrir næstu helgi.

Ekki er að sjá í annað kuldakast í náinni framtíð“ segir Óli  Þór að endingu.

 Þegar veðurfræðingurinn er sestur  út með kaffi, og kleinur þá er óhætt

 


Athugasemdir

Nýjast