Grýtubakkahreppur - Sterk staða

Mynd á vefsíðu Grýtubakkahrepps
Mynd á vefsíðu Grýtubakkahrepps

Staða Grýtubakkahrepps er sterk og rekstrarhorfur halda áfram að batna með þeirri uppbyggingu sem er í gangi og væntanlegri fólksfjölgun.

Síðastliðið ár einkenndist af miklum framkvæmdum hjá hreppnum og nam eignfærð fjárfesting nettó alls 85 milljónum.  Það er nokkuð umfram áætlun, en helstu frávik voru að sölu eldri dráttarvélar var frestað fram í janúar 2024, auk þess sem gengisbreytingar hækkuðu verð á þeirri nýju. Nýframkvæmdir við veitur urðu meiri en reiknað var með, auk smærri liða. 

„Þrátt fyrir þetta og einnig að hætt var við sölu íbúðar, þá tókst að komast hjá þeirri lántöku sem hafði verið áætluð.  Er það afar ánægjulegt í því vaxtaumhverfi sem er um þessar mundir.  Langtímaskuldir á árinu lækkuðu þrátt fyrir verulega verðbólgu, en tæpur helmingur langtímaskulda er óverðtryggður,“ segir í frétt.


Athugasemdir

Nýjast