Háskólinn á Akureyri tekur þátt í verkefni um Letta á Íslandi
„Á venjulegum vordegi fyrsta árið mitt á Akureyri fékk ég skilaboð frá Letta á Facebook. Yfirleitt opna ég ekki skilaboð af þessu tagi nema ég eigi von á einhverju, en í þetta sinn gerði ég það. Þar stóð: „Hæ, Gundega! Ég er að skrifa um verkefni sem miðar að því að fræðast meira um Letta sem búa á Íslandi. Viltu segja frá lífi þínu á Íslandi?“ Svar mitt var að sjálfsögðu já. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á Akureyri og ég var tekin upp sem hluti af Nordplus verkefninu sem Háskólinn á Akureyri og Riga Stradins háskólinn í Lettlandi eru saman í,” segir Gundega Skela, rannsakandi og stúdent við skólann, um aðkomu hennar að verkefninu.