Mömmur og möffins flytja sig á Ráðhústorg

Ágóði af sölu á bollakökum rennur ávallt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Á liðnu ári s…
Ágóði af sölu á bollakökum rennur ávallt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Á liðnu ári söfnuðust ríflega 1,2 milljónir króna sem er það mesta sem safnast hefur til þessa.

„Það kom fram hugmynd um að færa viðburðinn úr Lystigarðinum og niður á Ráðhústorg til að virkja betur það mannlíf og fjör sem er í miðbænum,“ segja þær Bryndís Björk Hauksdóttir og Sigríður Pedersen sem halda um stjórnartauma á viðburðinum Mömmur og möffins í ár. Viðburðurinn er jafnan á laugardegi um verslunarmannahelgi og frá árinu 2010, utan tvö kóvid ár, hefur hann verið í Lystigarðinum.

 Þær Bryndís og Sigríður segja að allir hefðu verið klárir í prófa nýjan stað og þær hlakka til að halda viðburðinn. „Við erum á fullu í undirbúning og hlökkum til að prófa nýja staðsetningu,“ segir þær og bæta við að Mömmur og möffins eigi sér frábæra bakhjarla sem aðstoði við að gera viðburðinn að veruleika.

Gríðarmikil vinna á bak við þetta

„Það er gríðarlega mikil vinna á bak við viðburðinn og væri í raun ómögulegt að efna til hans sem fyrir þá sjálfboðaliða sem aðstoða við allt sem þarf að gera, baka, afgreiða og setja upp sem dæmi. Það hefur því miður stundum reynst erfitt að fá sjálfboðaliða til starfa en oftar en ekki er nægur mannskapur til staðar sem taka þátt í að undirbúa. Uppistaðan eru mæður á Akureyri en það eru líka dæmi þess að þær komi annars staðar að af landinu, konur sem koma saman og leggja þessu frábæra málefni lið,“ segir þær stöllur.

Ágóði af sölu á bollakökum rennur ávallt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Á liðnu ári söfnuðust ríflega 1,2 milljónir króna sem er það mesta sem safnast hefur til þessa. „Starfsfólk á deildinni hefur staðið sig mjög vel um tíðina og margar mæður hugsa fallega til þess tíma sem þær eyddu þar, áherslan er á vellíðan, hlýlegt og faglegt starf,“ segja þær Bryndís og Sigríður.

Bryndís Björk Hauksdóttir og Sigríður Pedersen halda um tauma á Mömmur og möffins í ár

Geta bætt við sig sjálfboðaliðum

Þær eru byrjaðar að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að starfa við viðburðinn næstu verslunarmannahelgi og segja að þær geti enn bætt við sig fólki og að margar hendur vinni létt verk. „Í ár eru við einnig að hvetja feður og börn sjálfboðaliða til að leggja okkur lið, það eru mörg verk sem þarf að inna af hendi og misjöfn, það ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir ráða við,“ segja þær.

Á liðnu ári voru bakaðar um 2000 bollakökur. Bakað er í eldhúsi Naustaskóla þar sem aðstaða er góð. Bryndís og Sigríður segja að til að allt gangi smurt þurfi að lágmarki að vera 15 til 20 manns við vinnu. „Við hvetjum þá sem geta séð af tíma sínum til að leggja góðu málefni lið til að hafa samband við okkur, t.d. í gegnum facebook síðu viðburðarins.


Athugasemdir

Nýjast