Meirihluti skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagi fyrir Stórholt 1 verði breytt á þá vegu að á tveimur reitum á lóðinni, þeim sem nefnast A3 og A4 verði heimilt að byggja gistihús á tveimur hæðum í stað einnar eins og áður var áformað.
Gistirými í núverandi húsum gistiheimilisins eru 20 nú en með stækkun fjölgar þeim upp í 36. Áform um stækkun hafa verið til umræðu um skeið, m.a. í því skyni að mæta aukinni eftirspurn eftir gistirými á Akureyri og þá fyrir þann hóp ferðamanna sem kýs hagkvæm verð.