Mannlíf

Egill Ólafsson - Heiðraður

Það var enginn svikinn af því að mæta í Hof s.l. laugardagskvöld á tónleika til heiðurs Agli Ólafssyni. Á tónleikunum  voru flutt  nokkur af  þeim lögum sem Egill hefur gert ódauðleg, lög sem munu lifa með þessari þjóð endalaust.   Flytjendur voru heldur ekki af lakara taginu, Dalvíkingurinn Eyþór Ingi, Ólafur Egill Egilsson og Diddú sáu um söng, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðna Franzsonar og hljómsveitin Babies léku undir.

Lesa meira

„Ég er bara föðmuð og kysst hvar sem ég fer“

Hefur komið upp frískáp á Húsavík til að sporna við matarsóun

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Bangsímon og Grislíng í jólasveinaleit

„Það má segja að þetta hafi allt saman gerst alveg óvart,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir höfundur verksins Bangsímon og Grislingur í jólasveinaleit sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir á morgun, föstudaginn 17. nóvember í Freyvangi. Jóhanna er einnig leikstjóri.

Jóhanna segir að Freyvangsleikhúsið hafi sett upp aðventusýningu í fyrra og hafi hún heppnast einkar vel, en verkið var um þá bræður Karíus og Baktus, hún leikstýrði og tveir stjórnarmenn léku bræðurnar.  „Við höfðum nýlega tekið við rekstri Freyvangs og þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta mátti ekki kosta of mikið þannig að við gengum í öll verk,“ segir hún og sama staða er uppi á teningnum nú.

Lesa meira

Velferð er verkefni okkar allra!

Síðastliðinn laugardag voru fulltrúar Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis á Glerártorgi að selja velferðarstjörnuna. Stjarnan er fallegt jólaskraut sem Kristín Anna og Elva Ýr, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, hönnuðu. Slippurinn framleiðir skrautið fyrir sjóðinn og öll innkoma fer í velferðarsjóðinn. 

Lesa meira

Gusgus mætir aftur í Hof að ári

Gusgus mun halda tónleika í Menningarhúsinu Hofi 26. október 2024!

Lesa meira

Hjóluðu sem nemur fimm ferðum til Noregs

Lið Heilsuverndar Hjúkrunarheimila stóð sig vel  í hjólkeppninni Road World for Seniors sem fram fór nýverið en liðið endaði í sjöunda sæti.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tóku þátt líkt og undanfarin ár en það er starfsfólk sjúkraþjálfunar sem heldur utan um þátttakendur og skipulag. Markmið keppninnar er að hvetja fólk til að auka hreyfingu og þá sérstaklega með því að hjóla. Hjúkrunarheimilin hafa verið mjög framarlega í keppninni í mörg ár og hefur verið mikill metnaður og keppnisskap hjá þátttakendum og skipuleggjendum.

Lesa meira

„Ótrúlega magnað að finna stuðning úr öllum áttum“

Fjölskylda í Björgunarveitinni Garðari á Húsavík - Rætt er við feðginin  Júlíus Stefánsson og Júlíu Sigrúnu.

 

Lesa meira

Heimsókn á Iðnaðarsafnið frá Færeyjum

Í tengslum við Stelludaginn í s.l viku komu gestir  til bæjarins  frá Færeyjum og gerðu þeim víðreist  um bæinn skoðuðu m.a  Iðnaðarsafnið undir leiðsögn  Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnsstjóra.

Lesa meira

dansmyndahátíðin Boreal í fjórða sinn

Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri þessar tæpu tvær vikur og fara sýningar fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Elva Rögnvaldsdóttir – Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sem eru í sjúkdómnum. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.

Lesa meira

Forsetinn hittir Gellur á Akureyri

Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr varð til á námskeiðinu „Fræðsla í formi og lit“ hjá Bryndísi Arnardóttur, Billu, myndlistarkonu á Akureyri sem lést árið 2022, langt fyrir aldur fram.

Lesa meira

Byggir á gömlu góðu gildunum úr æsku sinni

Sögin ehf.  í Reykjahverfi hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023. Þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið fær þessa nafnbót.

Lesa meira

Öld liðin frá fæðingu Jón Marteins Jónssonar klæðskera og kaupmanns

Í dag 3. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Marinós Jónssonar klæðskera og kaupmanns, en hann var stofnandi hinnar alkunnu  Herradeildar JMJ á Akureyri.

Lesa meira

Af geðræktarhundinum Leó

Facebooksíða SAk segir frá því að geðræktarhundurinn Leó hafi hlotið tilnefningu ásamt öðrum hundum sem afreks- og þjónustuhundur ársins 2023.

Lesa meira

Líkan af „Stellunum“ afhjúpað við glæsilega athöfn

Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarfélags Akureyringa, í gær, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.

Að smíði líkansins stendur hópur er kallar sig „Stellurnar,“ sem er áhugahópur um varðveislu sögu ÚA togara. Líkanið smíðaði Elvar Þór Antonsson á Dalvík.

Lesa meira

Grenivík - Allir ánægðir með nýja leiksvæðið

Nýtt leiksvæði hefur formlega verið tekið í notkun við Grenivíkurskóla. Svæðið er hið glæsilegasta með litlum íþróttavelli með körfuspjöldum, fjölbreyttum leiktækjum og opnu svæði þar sem koma má fyrir hjóla/brettarömpum síðar.  Hóll til að renna sér niður af var byggður upp efst á lóðinni, „Þorgeirshóll".  Þá verður komið fyrir skrautgróðri á lóðinni innan um og á milli leiksvæðanna, vonandi strax á næsta ári.

Lesa meira

Leyfilegt að taka besta vininn með á Sykurverk

„Okkur langaði óskaplega mikið að prófa þetta, við gefum þessu sem tilraun nokkra mánuði en skemmst er frá því að segja að fyrstu dagarnir fara vel af stað,“ segir Helena Guðmundsdóttir sem ásamt tveimur dætrum sínum, Karolínu Helenudóttur og Þórunni Jónu Héðinsdóttur rekur kaffihúsið Sykurverk við Strandgötu á Akureyri. Þar á bæ hafa öll tilskilin leyfi fengist frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar þannig að hundar geta fylgja eigendum sínum á kaffihúsið.  „Við hlökkum mikið til að sjá hvernig þetta þróast, fyrstu hundarnir eru þegar mættir og sitja prúðir í taumi hjá eigendum sínum.“

Lesa meira

Söguleg lending easyJet á Akureyrarflugvelli

Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu hófst í dag þegar fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli í dag. Vélin flutti breska ferðamenn frá London Gatwick flugvellinum og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.

Lesa meira

Hjarta Húsavíkur slær innan tíðar

Stórfelldar framkvæmdir í og við Húsavíkurkirkju hafa staðið yfir undanfarið en þeim er nú  óðum að ljúka

Lesa meira

Bangsaspítalinn kemur norður á ný

Lýðheilsufélag læknanema verður á ferðinni með hinn sívinsæla Bangsaspítala á Akureyri næsta laugardag, 28. október. Viðtökur í fyrra þegar Bangsaspítalinn kom fyrst norður voru frábærar og því ákveðið að bjóða upp á þjónustuna á ný.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit Heilsueflandi samfélag

Þingeyjarsveit er nú formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller landlæknir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning þess efnis í Stórutjarnaskóla.  

Við undirritunina sungu leikskólabörn á leikskólanum Tjarnarskjóli tvö lög og  Alma D. Möller og Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags héldu erindi ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni sem fjallaði um lýðheilsu. 

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag einsetur Þingeyjarsveit sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. 

Lesa meira

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.  Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær,   Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

Lesa meira

,,Við erum hér til að hafa hátt" Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Verið öll hjartanlega velkomin.

Við erum hér til að hafa hátt. Við minnumst þess í dag að 24.október 1975, lögðu um 90% íslenskra kvenna niður störf þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi kvenna og krefjast réttinda og launa til jafns á við karla. Það voru verkakonur, verslunarkonur, húsmæður, konur úr öllum stéttum og flokkum, alls staðar af á landinu.

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri

Konur og kvár á Akureyri  og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru  í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.  

Lesa meira

Vildu færa lögheimili sitt í leikhúsið

10. bekkur Borgarhólsskóla sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu

Lesa meira

Kvennaverkfall á Akureyri

Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var  sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Lesa meira

„Ég vil bara fá einhverja bilun til Húsavíkur“

Opnuðu jetski leigu á Húsavík í sumar

Lesa meira