Merkilegt póstkort fannst í MA
Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934
Merkilegt póstkort kom í leitirnar við tiltekt í skólanum. May Morris, listakona og skartgripahönnuður með meiru og dóttir hins kunna Íslandsvinar William Morris, skrifaði á kortið og sendi til Íslands jólin 1934
Háskólinn tók þátt í Arctic Circle Assembly eða Hringborði norðurslóða dagana 17.-19. október síðastliðinn. HA var með glæsilegan hóp fulltrúa sem tók þátt í pallborðum, málstofum, umræðum og fundum ásamt því að kynna HA á bás í Hörpu þar sem ráðstefnan fór fram. Skólinn tekur mikinn þátt í samstarfi þeirra stofnana hérlendis sem sinna norðurslóðamálum enda eru þær staðsettar að stærstum hluta á háskólasvæðinu. Þá mun HA sameinast Stofnun Vilhjálms Stefánssonar um áramótin, en sú stofnun hefur verið öflug á sviði norðurslóðarannsókna allt frá stofnun.
Íþróttin hefur sprungið út á síðustu misserum
Vinkonurnar Karen, Aníta Ósk, Eva Sól og Þórunn Gunný eru handlagnar og duglegar að perla. Þær ákváðu að ganga í hús í Síðuhverfi og selja perl til styrktar Rauða krossinum.
„Þetta verður mikil og jákvæð breyting, aðstaðan er mun rýmri en áður og betri á allan hátt,“ segir Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica á Grenivík en á morgun laugardag verður opið hús hjá fyrirtækinu frá kl 14 þar sem gestir og gangandi geta skoða nýja og glæsilega aðstöðu fyrirtækisins við Lundsbraut.
Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð þeim merka áfanga að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara. Mikill ávinningur er af notkun lyfjaskammtara, vitjunum hefur fækkað og þá gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.
Í dag var undirritaður þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um að íbúum hreppsins verði veitt fullt aðgengi að safnakosti og þjónustu Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Þrjár viðurkenningar voru veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem að þessu sinni var haldin í Eyjafirði, í Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi. Þær voru fyrirtæki ársins, hvatningarverðlaun ársins og fyrir störf í þágu ferðaþjónustu. Á uppskeruhátíðinni var farið í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru. Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Laugaborg í Hrafnagilshverfi, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði.
Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað.
Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar.
Tónlistarskóli Eyjarfjarðar hefur náð þeim einstaka áfanga að vera fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi til að fara í Græn skref „og mega þau vera stolt af því,“ segir á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, SSNE.