Herslumun vantar til að fá gott berjaár
„Það vantar sól, og þá verða berin tilbúin, veistu það gæti orðið glettilega mikið af þeim í ár “ segir berjatínslukona sem hefur þegar farið um í nágrenni Akureyrar til að horfa eftir berjum.
„Það vantar sól, og þá verða berin tilbúin, veistu það gæti orðið glettilega mikið af þeim í ár “ segir berjatínslukona sem hefur þegar farið um í nágrenni Akureyrar til að horfa eftir berjum.
AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra opnaði í dag í Hofi á Akureyri vefinn Líforka.is. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem var stofnað til að koma á fót líforkuveri á Dysnesi í Eyjafirði þar sem hægt verði að taka við dýraleifum til vinnslu.
Gríðarlega góð sala var hjá snillingunum sem standa að átakinu Mömmur og möffins s.l laugardag. Svo góð að sölumet var sett en eins og kunnugt er rennur fjárhæðin sem inn kemur óskipt til Fæðingardeildar SAk.
Allir sem að þessu framtaki standa gera það sem sjálfboðaliðar.
Einni með öllu lauk í gærkvöldi með glæsilegum Sparitónleikum og flugeldasýningu. Óhætt er að fullyrða að mjög mikil þátttaka var meðal bæjarbúa og gesta og liklega hafa ekki oft verið jafnmargir samankomnir á tónleikasvæðinu og í gærkvöldi.
Allt fór vel fram sem er svo sannarlega ánægjulegt.
Metþátttaka var í fjallahlaupinu 66°Norður Súlum Vertical sem var haldið á Akureyri í dag. Um 520 manns voru skráðir í fjögur hlaup: Gyðjuna (100 km), Tröllið (43 km), Súlur (28) km, Fálkinn (19 km), og upphækkanirnar 3580 m, 1870 m, 1410 m og 530 m.
Það eru alltaf tíðindi þegar Birkir Blær heldur tónleika í heimabænum og það vill svo vel til að í kvöld verður hann á LYST og hefjast tónleikarnir kl 21.00. Vefurinn truflaði Birki við undirbúning fyrir tónleikanna og spurði við hverju væri að búast á LYST í kvöld?
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall, djúpt norður af Vestfjörðum, vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun.
Það ættu allir að finna sér eitthvað til skemmtunnar á Einni með öllu í dag það er óhætt að segja að það sér fjölmargt í boði og ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu.
Hér má fyrir neðan lesa hvernig bæjarbúar og gestir okkar geta skemmt sér í dag.
Skjólstæðingar deildarinnar, Stefanía Steinsdóttir og Sólveig Helgadóttir, gáfu deildinni átta sjónvörp sem sett verða upp á öllum herbergjum deildarinnar. Einnig gáfu þær tvo hárblásara.
Fyrsta námskeið í nýstofnuðum leiklistarskóla Draumaleikhússins er komið í skráningu. Draumaleikhúsið stefnir að fjölbreyttum námskeiðum en fyrst um sinn verður boðið upp á námskeið i leiklist fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Stefnt er að því að vera með fjölbreytt námskeið sem tengist leiklist, framleiðslu og framkomu. Þar mætti nefna einnig leiklistarnámskeið fyrir 67 ára og eldri, framkomunámskeið og námskeið í kvikmyndaleik- og gerð.
Um helgina fer fram hlaupaveislan Súlur vertical á Akureyri. Um 520 einstaklingar á aldrinum 17-68 ára keppa í fjórum vegalengdum, Gyðjunni (100 km), Tröllinu (43 km), Súlum (28 km) og Fálkanum (19 km) þar sem hlaupið er um stórbrotna náttúru í kringum Akureyri. Þátttakendur í Gyðjunni leggja af stað frá Goðafossi, en aðrir frá Kjarnaskógi. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar, en lengsta hlaupið er með 3.500 m hækkun þar sem m.a. er hlaupið á Súlur og Vaðlaheiði
Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð, / og þakkað guði augnabliksins náð
Mikil og góð stemning var í Listagilinu síðasta laugardag þegar þar var haldið hið svokallaða Karnivala eða lokahátíð Listasumars 2024
Andrea Fáfnis Ólafs og Viðar Breiðfjörð halda samsýningu í Hlyn við Garðarsbraut yfir Mærudagana. Listamennirnir eiga bæði ættir og barnæsku að rekja til Húsavíkur.
Kynslóðir kórfélaga frá Hóffý og Ástu sameinast og halda saman tónleika í Húsavíkurkirkju
Samfélagssjóður EFLU veitti fyrr í þessum mánuði fjárstyrki til sjö samfélagsverkefna. Meðal styrkhafa var Ungmennafélagið Efling í Reykjadal S-Þingeyjarsýslu.
Samfélagssjóður EFLU veitti fyrr í þessum mánuði fjárstyrki til sjö samfélagsverkefna. Meðal styrkhafa var Leikfélag Húsavíkur.
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í sjöunda sinn 25. - 27. júlí 2024. Hátíðin er kennd við listakollektífið MBS sem kemur að skipulagningu hennar og hefur hún farið fram árlega síðan árið 2018.
Mærudagar á Húsavík verða haldnir um komandi helgi en hátíðin er 30 ára að þessu sinni. Í tilefni tímamótanna má eiga von á sérlega fjölbreyttri dagskrá sem ætti að henta fólki á öllum aldri.
Þegar ég hugsa hver gæti verið uppáhalds gönguleiðin mín þá koma strax í huga minn all margar leiðir. Bæði eru þær í byggð og einnig út á skaganum okkar Gjögraskaga/Flateyjarskaga. Leið sem ég kalla Svínárdalshringinn getur þó með góðu móti vermt toppsætið hjá mér. Eins og heiti leiðarinnar ber með sér þá inniheldur hún fjallstindana sem umlykja Svínárdal sem er sunnarlega í Látrastrandarfjöllunum, upp af eyðibýlinu Svínárnesi, norðan Kaldbaks.
Út er komin þriggja laga platan Tímalaus snilld sem er samstarfsverkefni rokksveitarinnar Tonnataks og listamannsins sem kallar sig Drengurinn Fengurinn
Farþegar á rib bátum Gentle Giants hvalaferða á Húsavík fengu heldur betur óvæntan glaðning þegar þeir voru í hvalaskoðun á Skjálfanda í vikunni. Eftir að hafa skoðað hnúfubaka lungað úr ferðinni fengu farþegarnir óvænta hákarlaskoðun í kaupbæti
Þriðju og síðustu upphitunartónleikar Mannfólkið breytist í slím 2024 á Akureyri Backpackers
Vestur Íslendingurinn Maia Chapman var sjálfboðaliði í Kjarnaskógi
-Eltist við Íslands og bikarmeistaratitla í spyrnu í sumar og gengur vel
Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri á Göteborg Musik Festival