30. október - 6. nóember - Tbl 44
Skítaveður framundan
Það er óhætt að segja að eftir ágætisveður s.l. daga snúist heldur betur til hins verra og er útlit fyrir kulda, ringingu eða slyddu, og snjókomu til fjalla út komandi viku!
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula og svo appelsínugula viðvörun fyrir allt Norðurland og stóran hluta Austurlands. Sú gula tekur gildi á miðnætti í kvöld og verður ríkjandi hér þar til síðdegis á morgun en þá tekur appelsínugul viðvörun við og varir fram á þriðjudagskvöld.
Veðurspáin er afgerandi, þetta á við næsta sólarhringinn.: Norðvestan 10-15 m/s og slydda eða snókoma á fjallvegum, úrkomu mest á Tröllaskaga. Færð gæti spillst og ferðamenn ættu að búast vetrarfærð.
Seinni partinn á morgun og fram á þriðjudagskvöld er þetta sboðað.: Norðvestan 10-15 m/s og talsverð snjókoma á fjallvegum, einkum á Tröllaskaga. Samgöngutruflanir líklegar og ekki mælt með ferðalögum.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur áhyggjur og sendi frá sér þessi varnaðarorð.