Það er gúrkutíð
Við erum svolítið merkileg þjóð, eigum það til að fá dellu fyrir hinum ólíklegustu hlutum. Ein slík sem hefur gripið okkur er að kaupa gúrkur og nota þær í allt og ekki neitt liggur mér við að segja. Svo rammt kveður að þessu ,,æði“ að borið hefur á skorti í verslunum á þessari áður nokkuð rólegu söluvöru.