
Einar Skúlason göngugarpur sem er að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar er væntanlegur á bæjarins í dag fimmtudag. Reiknað er með að hann verði við Leirunesti um kl.18:00. Þar verður hægt að taka á móti Einari og ganga með honum að Ráðhústorgi þar sem göngunni lýkur.
Óhætt er að segja að vel hafi tekist og Einar klárar í dag þessa 270 km sem leiðin er.
Eins og fram hefur komið er gangan til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og hefur söfnun henni samhliða gengið mjög vel.
Fyrir fólk sem vill leggja söfnun þessari lið koma hér upplýsingar:
Greiðslur fara þannig fram að millifært er á eftirfarandi reikning í eigu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis: rn:0302-13-301557 kt:520281-0109
Síðastliðna mánuði hefur starfsfólk unnið hörðum höndum við að undirbúa vetraropnun og stefnan verið sett á opnun föstudaginn 15. desember eða fyrr ef aðstæður leyfa. Því miður hefur vetur konungur látið lítið á sér bera og þrátt fyrir kulda, er ljóst að töluvert meiri snjó þarf til þess að opna fjallið. Eftir að hafa farið vandlega yfir aðstæður og horfur næstu daga þá sjáum við okkur ekki annað fært en að seinka opnun um viku, eða til föstudagsins 22.desember. Með þessu vonumst við til þess að geta framleitt meiri snjó og að sjálfsögðu að náttúran vinni með okkur og við fáum hvíta gullið sem fyrst í fjallið
Samkvæmt upplýsingum sem telja má mjög áreiðanlegar opnar verslunin Blush á Glerártorgi fljótlega á nýju ári.
Grunnskólar Akureyrarbæjar uppfylla jafnaði viðmiðunarstundaskrá þegar kemur að kennslu í list– og verkgreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla en í sumum greinanna tekst þó ekki að uppfylla viðmið í öllum árgöngum þrátt fyrir útsjónarsemi og hagræðingu í skólastarfi. Þetta á einna helst við um tónmennt og dans þó smíðar og heimilisfræði hafi einnig verið nefnt. Helsta ástæða þess er skortur á fagmenntuðum kennurum m.a. vegna mikillar samkeppni á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í samantekt fræðslu- og lýðheilsusviðs um kennslu og umgjörð list- og verknáms í grunnskólum á Akureyri og kynnt hefur verið í fræðslu- og lýðheilsuráði. Ráðið mun nú meta stöðuna og mögulega setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.
Aðalfundur Hjartaverndar Norðurlands var haldinn á dögunum [þann 26. okt. síðast liðinn]. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddu fundarmenn við hjartalækni um stöðuna í baráttunni við hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið í hjartalækningum síðustu áratugi og sú bragarbót sem orðið hefur á lífsstíl þjóðarinnar, einkum með minni tóbaksreykingum, hefur leitt til færri dauðsfalla og örkumla af völdum hjartasjúkdóma. Mikið verk er þó óunnið og mun hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og þyngdaraukning birta nýjar áskoranir í forvörnum, lækningum og umönnun hjartasjúklinga.
Áhafnir fiskiskipa Samherja hafa undanfarna daga haldið í þann góða sið að halda upp á litlu jólin, þar sem borð svigna undan kræsingum. Slíkar veislur kalla eðlilega á góðan undirbúning kokkanna, sem undirbúa innkaup aðfanga vel og vandlega áður en veiðiferðin hefst.
Sérstakur hátíðarmatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum.
Fyrirhuguð er uppbygging að Hrauni í Öxnadal sem hefur það markmið að heiðra minningu þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar sem þar fæddist. Staðurinn skipar stóran sess í huga þjóðarinnar sem fæðingarstaður hans og vegna einstakar náttúrufegurðar með Hraundrangann sem höfuðtákn. Frá 1996 hefur fæðingardagur Jónasar, 16. nóvember, verið tileinkaður íslenskri tungu og minningu hans verið haldið á lofti með ýmsum hætti.
Það verður ýmislegt um að vera á Minjasafninu á Akureyri um helginga, en sýningar, söngur, fróðleikur og skemmtun einkenna dagskrá safnsins í desember. Safnið er komið í jólabúning og hið sama má segja um Nonnahús.
Jólatónar, er yfirskrift tónleika flautukórs Tónlistarskóla Akureyrar en kórinn flytur jólatónlist kl. 13 til 15 á laugardag. Í kjölfarið verður jólasamsöngur með Svavari Knúti.
Aðventudagur Handraðans verður í báðum húsum, Nonnahúsi og Minjasafninu á sunnudag, 10. desember frá kl. 13 til 16. Þann dag er einnig opið í Leikfangahúsinu.
Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum í desember.
Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í dag. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.
Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):
Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.
Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.
Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 2. desember kl. 15, annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Á opnunardegi kl. 15.40 verður listamannaspjall um báðar sýningar.
Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk, þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.
Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign
Hin sýningin varð til þannig að safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson, leitaði til Jóns B. K. Ransu, sýningarstjóra, um að setja saman sýningu úr safneigninni, sem þá leitaði til myndlistarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur til að vinna sjónrænt með safneignina – í raun eins og að um hvert annað hráefni væri að ræða. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferlinu.
Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins stóðu fyrir Degi sjúkrahússins á Glerártorgi sl. laugardag milli kl. 14:00 og 16:00. Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk gengu um og söfnuðu nýjum félagsmönnum og margir nýttu sér boð um að láta starfsfólk SAk mæla hjá sér blóðþrýsting, súrefnismettun og púls. Síðast en ekki síst komu fjölmörg börn með uppáhaldsleikfangið sitt í læknisskoðun og ýmsar aðgerðir.
Hollvinir SAk eru vel á þriðja þúsund talsins og fjölgaði um nokkra tugi um helgina. „Við viljum fjölga þeim enn frekar á næstu mánuðum, því 6.000 króna árgjald félagsmanna er sá grunnur sem Hollvinir SAk byggja starfsemi sína á,“ segir Jóhannes G. Bjarnason, formaður stjórnar Hollvinasamtakanna.
Í huga þess sem þetta pikkar inn er eitthvað notalegt við þá tilhugsun að sitja við vefstól og skapa eitthvað sem gleðja mun þá sem nota. Það er þó jafn víst að pikkara skortir alla hæfileika í verkið en það má láta sig dreyma.
Á heimasíðu VMA má lesa þessa frásögn:
Langþráður draumur hefur ræst í hópi yngri borgara Akureyrar, en Jón Bergur Arason ýtustjóri hefur lokið við að forma nýja sleðabrekkur á Kjarnatúni í Kjarnaskógi.
Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.
Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkin í samstarfi við Friðrik og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem Hlynur Hallsson, safnstjóri, opnaði formlega í safnfræðslurými Listasafnsins
Árangur tveggja nemenda í VMA, Orra Sigurbjörns Þorkelssonar og Víkings Þorra Sigurðssonar, í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fór fram 3. október sl. tryggði þeim þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram síðla vetrar. Orri Sigurbjörn keppir á neðra stigi en Víkingur Þorri á efra stigi.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.
Markmið styrksins væri að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.
Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.
Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fór yfir erindið en að svo búnu leggur það áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Fram kemur í bókun ráðsins að erindið verði tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík
Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.
,,Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því. Því við hittumst alltaf í Fjóló... ,,Verðið þið í Fjóló um jólin?” er t.d. árleg spurning.
Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur (Vísnaplöturnar, Jólagestir Björgvins, svo fátt eitt sé nefnt) og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg.
Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni.
Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur.
Á þessum tónleikum fáum við að njóta meðleiks píanorganistans, kórstjórans, ljósmyndarans og náttúrubarnsins úr Dölunum Eyþórs Inga Jónssonar. Hann er organisti í Akureyrarkirkju, stjórnar multi-talent-kórnum Hymnodíu og nær að fanga einstakar ljósmyndir í náttúrunni" segir fjöllistamaðurinn Ívar Helgason þegar hann var inntur eftir þvi hvað Fjólójól eiginlega væri.
Freyvangsleikhúsið-Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit.
Höfundur og leikstjóri;Jóhanna S.Ingólfsdóttir
Verkið byggir á sögupersónum A.A.Milne en samkvæmt uppflettingum birtist Bangsímon fyrst fyrir sjónum fólks í Bretlandi á aðfangadagskvöldi 1925.
Á fjölum Freyvangs eru Bangsímon og Gríslingur komnir til Íslands í jólasveinaleit. Þeir höfðu heyrt að þeir væru þrettán, þessir heiðursmenn sem ekki vildu ónáða, allir í senn. En þeir félagar skunda af stað og á leið þeirra verði ýmsar persónur sem eru ansi áhugaverðar. Allt gengur þó upp að lokum, því það er nánast allt hægt, ef maður trúir á sig sjálfan.
„Ég held ótrauður áfram um ókomin ár, þetta er svo skemmtilegt og í raun forréttindi að hafa tækifæri til að gera krossgátur sem gleðja svo marga,“ segir Bragi V. Bergmann sem í vikunni skilaði af sér krossgátu númer 500 til Vikublaðsins. Hann hefur enn lengur verið að hjá Dagskránni, en krossgátur Braga þar eru yfir 600 talsins. Samanlagt hefur hann því gert yfir 1.100 krossgátur liðin ár fyrir bæði blöð. Ekki er ýkja langt í að Bragi geti haldið upp á þau tímamót að hafa gert krossgátu undanfarin 40 ár í blaðið LEÓ sem Lionsklúbburinn Hængur gefur út fyrir hver jól.
Á heimasíðu Samherja birtist i morgun skemmtileg skrif um tilurð hins velþekka firmamerki Útgerðarfélags Akureyringa, þau eru birt hér með leyfi.