Mannlíf

Flestir kusu Samfylkinguna i Norðausturkjördæmi

Samfylking, Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn náðu öll tveimur þingmönnum,  Viðreisn og Flokkur fólksins einu þingmanni hvor flokkur.   Önnur framboð náðu ekki inn að þessu sinni.

 

 

Lesa meira

Hafa efasemdir um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á Akureyri

Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar lýsa yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á bökkum Glerár, á móts við Glerártorgi. Jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar var rædd á fundi ráðsins sem og endurskoðun á leiðakerfi SVA vegna færslunnar og lagðar fram tvær leiðir til að koma til móts við þá breytingu.

Lesa meira

Nýtt stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar heitir..... Þingey

Hátt í 60 tillögur að nýju nafni á stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Niðurstaða nefndar sem skipuð var til að fara yfir innsendar tillögur . Í lokin stóð valið á milli tveggja nafna sem sveitarstjóri endanlega ákvörðun um. Nafnið sem varð fyrir valin er Þingey og bárust allt sjö tillögur að því nafni og fengu allir blómvönd frá sveitarfélaginu í þakklætisskyni.

Lesa meira

Húsavík - Bæta umferðaröryggi barna við Borgarhólsskóla

Unnið hefur verið að því að undanförnu að bæta öryggi barna við skólalóð Borgarhólsskóla á Húsavík og hefur bílaumferð almennra ökutækja nú þegar verið stöðvuð inn á skólalóðina.

 

Lesa meira

Talsverður mótvindur og sýnilega ekki mikill samningsvilji

„Við tökum þessa ákvörðun sameiginlega eftir langa bið eftir svörum, við erum orðin þreytt á biðinn,“ segir Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar, en frá og með 1. desember hættir Heilsugæslan Urðarhvarfi starfsemi á Akureyri, en tveir læknar hafa starfað á hennar vegum á Akureyri.

Lesa meira

Náttúruöflin leiða saman hesta sína

Skálmöld og Hymnodia með stórtónleika í Hofi

Lesa meira

Akureyri - Opnun jólatorgsins og ljósin tendruð á jólatrénu

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu, þegar ljósin verða tendruð á jólatré bæjarbúa og splunkunýtt jólatorg verður opnað.
 
Lesa meira

Jólasöfnun Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis hafin

Stöðug fjölgun er í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Úthlutað er úr sjóðnum yfir allt árið þó flestir sækist eftir aðstoð fyrir hátíðarnar. Fyrir jólin 2023 barst metfjöldi umsókna en með góðum stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum var hægt að styðja við þau heimili sem þurftu hjálp. Stjórn sjóðsins gerir ráð fyrir að umsóknir nú verði síst færri en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu og síðustu þrjú ár hefur samstarfið verið yfir allt árið.

Lesa meira

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit

Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar stendur fyrir viðburði sem nefnist Opnar dyr á laugardag, 30.nóvember og nú í fimmta sinn. Markmiðið með þessum viðburði er að kynna þá starfsemi sem er í sveitinni og bjóða uppá tækifæri til að versla beint við framleiðendur og fyrirtæki.

Lesa meira

Hollvinir SAk gefa öndunarmælingatæki

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) gáfu rannsóknarstofu lífeðlisfræðideildar SAk á dögunum nýtt öndunarmælingartæki, tækið nýtist við greiningu, meðferð og eftirlit lungnasjúkdóma

Nýja tækið (Vintus One) gefur möguleika á mismunandi tegundum öndunarmælinga, s.s. fráblástursmælingu, loftdreifiprófi, mælingu á rúmmáli lungna og sveiflumælingu.

Lesa meira