
Upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Hofi
Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun hópurinn kallar sig Sólblómið styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.
Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir árlega kannanir meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB með það að markmiði að varpa ljósi á lífskjör launafólks á Íslandi þar með talið fjárhagsstöðu og heilsu. Greint er frá þessu á vef Framsýnar stéttarfélags, könnunin var lögð fyrir í janúar sl.
Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar starfað að verkefnum Rauða krossins við Eyjafjörð en á liðnu ári, alls 354.
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17-17.40 heldur Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Dyngjan – listhús. Aðgangur er ókeypis.
Kuldi, snjókoma, ófærð, gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma. Þetta er nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands s.l daga.
„Það hefur verið stöðug aukning og fleiri umsóknir borist til okkar á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð standa að sjóðnum.
Tónleikahátíðin HnoðRi á Húsavík er komin til að vera
Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk, en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum.
,,Við munum fara rólega af stað en kappkosta að bjóða fólki uppá góðar veitingar og ég lofa því að pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum. Þetta er gömul uppskrift frá langömmu sem Baldvin Sig. ,,dassaði“ aðeins upp og þeim verður ekki haggað“ sagði Steingrímur Magnússon hjá Trolley en ISAVA gekk til samninga við fyrirtækið að loknu útboði og tóku hinir nýju rekstraraðilar við núna um nýliðin mánaðamót.
Alþjóðlegur vitundarvakningardagur um „long covid” var 15. mars síðstliðinn. Í raun má segja að allir dagar séu mikilvægir vitundardagar um eftirstöðvar veirunnar. Þetta segir fólk sem glímir alla daga við erfið eftiköst Covid 19 og hefur stofnað hóp sem hittist á Akureyri. Vikublaðið hitti þrjú úr hópnum og hlustaði á sögu þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að glíma við erfiðleika eftir að hafa fengið kórónuveiruna, þau búa við verulega skert lífsgæði miðað við það sem áður var og vita ekki hvort þau eigi sér von um fullann bata.
Á morgun laugardag klukkan 14, opnar í Safnahúsinu á Húsavík áhugaverð sýning tveggja myndlistakvenna sem hafa í áratugi auðgað samfélagið með list sinni þar sem þjóðlegar aðferðir fá að njóta sín til fullnustu.
Bókin Mía fær lyfjabrunn varð til þegar Þórunn Eva G. Pálsdóttir var að gera lokaverkefni sitt í sjúkraliðanámi vorið 2019.
Lokkur 22-330 frá Þverá fékk fyrstu verðlaun í flokki veturgamalla hrúta með hæstu heildareinkunn sem fengist hefur í stigakerfi því sem Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu notar eða 39,6 stig
Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.
Snæfell kom til löndunar á Akureyri á mánudaginn. Skömmu fyrir upphaf veiðiferðarinnar afhenti Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri áhöfninni Mottumarssokka en félagið færði öllum karlmönnum sem starfa hjá Samherja Mottumarssokka og styrkti þannig Krabbameinsfélagið.
Akureyringar ráku upp stór augu í morgun þegar þeim var litið á Hlíðarfjall og sáu að gríðarstórt snjóflóð hafði fallið í fjallinu nokkuð norðan við sjálft skíðasvæðið.
Flóðið var framkallað af mannavöldum í öryggisskyni eins og kemur fram á Facebooksíðu Njáls Trausta Friðbertsssonar en þar sköpuðust nokkrar umræður um málið
Meðal þeirra sem þar skrifa er bæjarstjórinn á Akureyri Ásthildur Sturludóttir en hún leggur réttilega áherslu á að snjóflóð séu ekkert grín:
Heildartekjur af fatasölu Eyjafjarðardeildar Rauða krossins voru um 39.400.000 krónur á liðnu ári. Það er tæplega 1 milljón meira en árið 2022.
Systkini Arnars stofna minningarsjóð til eflingar ungu handboltafólki!
-Segir Sigurgeir Aðalgeirsson, einn af stofnmeðlimum Kiwanisklúbbins Skjálfanda á Húsavík en klúbburinn hélt nýverið upp á 50 ára afmæli sitt
Það eru svo sannarlega óvænt tíðindi sem berast frá Hauki Tryggva staðarhaldara á Græna í tilkynningu sem hann sendi út til fjölmiðla rétt í þessu.
„Það er öllum ljóst að stór hópur eldri borgara hefur mjög lágar tekjur og þarf sárlega að fá viðbót til að geta lifað eðlilegra lífi en hann gerir í dag,“ segir í ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri.
Birkir Blær heldur tónleika á LYST laugardaginn 30. mars kl 20:30. Hann mun flytja blöndu af nýju og gömlu efni ásamt vel völdum ábreiðum. Hann mun einnig syngja glænýtt lag sem kemur í dag 29 mars, daginn fyrir tónleikana!
Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.
Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.
Unnu til verðlauna fyrir skynörvunarpeysu
Eigendaskipti hafa orðið á elstu snyrtistofu Akureyrar en nýverið seldu þau Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson reksturinn á Abaco heilsulind.