Mannlíf

Bók um Kinnar- og Víknafjöll komin út

Bókin Kinnar- og Víknafjöll  með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi.

„Titill bókarinnar er lýsandi fyrir innihald hennar því nú segi ég á persónulegum nótum frá ferðum mínum á umrædd fjöll auk nokkurra annarra á Flateyjardal og í neðanverðum Fnjóskadal. Framsetning hverrar ferðar er sem nokkurskonar ferðadagbók með texta, ljósmyndum og kortum,“ segir Hermann Gunnar um bókina.

Lesa meira

Maðurinn fannst látinn

Uppfært kl. 11:30

Tvítugur maður fannst látinn í Fnjóská í Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi, nú fyrir skömmu. Leitarhópar hafa verið afturkallaðir. Rannsókn málsins er í höndum lögreglu.

Lesa meira

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Velferðarsjóð Eyjafjarðar vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga.

Verkefni tengd samfélagslegri ábyrgð hjá Höldi-Bílaleigu Akureyrar eru mörg og skipa veigamikinn sess í rekstrinum. Fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og styður sem dæmi rausnarlega við íþróttastarf á Íslandi og er í dag með styrktarsamninga við um 110 deildir íþróttafélaga um allt land. Aðgengi allra barna og unglinga að íþrótta- og tómstundastarfi er sameiginlegt verkefni samfélagsins, enda ein allra mikilvægasta forvörnin.

Lesa meira

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Lesa meira

Skátaskálanum Gamla læst

Gamli er útileguskáli ofan Löngukletta. Skálinn var byggður árið 1980 og er í eigu Skátafélagsins Klakks. Skálinn er fyrst og fremst ætlaður rekka- og róverskátum, sem eru skátar á aldrinum 16-25 ára.

Lesa meira

Gefum íslensku séns - í ferðaþjónustu

Í vetur hefur SÍMEY í auknum mæli lagt áherslu á hugmyndafræðina Gefum íslensku séns, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða, er upphafsmaðurinn að. Grunnstefið í Gefum íslensku séns er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Einnig felst í verkefninu að fólk af erlendum uppruna, sem til dæmis vinnur þjónustustörf á Íslandi, til lengri eða skemmri tíma, hafi í störfum sínum möguleika á að læra og/eða tileinka sér einföld hugtök eða setningar á íslensku. Þannig er lögð áhersla á að samfélagið allt sé framlenging á kennslustofunni og tryggt að einhverju leyti að þeir sem vilja læra íslensku geti með öruggum hætti æft sig, t.d. með því að panta sér mat, kaffi eða annað á veitingastöðum og kaffihúsum landsins.

Lesa meira

Útboð á göngu- og hjólabrú yfir Glerá

Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi stofnstígstengingu frá Skarðshlíð og að Borgarbraut ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.

Lesa meira

Allir landsfjórðungar riðnir til heiðurs Landvættunum

Draumaferðir hestamannsins frá Saltvík

Lesa meira

Samningur um 1.500 fermetra nýbyggingu við VMA undirritaður

Ný viðbygging við Verkmenntaskólann á Akureyri og endurskipulagning á eldra húsnæði sem gerð verður í kjölfarið gerir aðstöðu verknámsbrauta skólans betri og nútímalegri sagði Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA þegar samningur um byggingu 1500 fermetra nýbyggingar fyrir verknámsbrautir VMA var undirritaður. Nýbyggingin mun bæta úr aðkallandi húsnæðisþörf skólans. Ríkið greiðir 60% byggingarkostnaðar og sveitarfélög við Eyjafjafjörð, sjö talsins greiða 40% kostnaðar.

Lesa meira

Fiskvinnslubúnaður í saltfiskvinnslu á Nýfundnalandi frá Slippnum DNG

Slippurinn DNG er í óða önn að ljúka framleiðslu á ýmsum búnaði í saltfiskvinnslu Labrador Fishermen's  Union á Nýfundnalandi. Þessi búnaður inniheldur meðal annars snyrtilínu, snigil, afsöltunarkerfi og forritun á allri vinnslunni.

Lesa meira

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Taílands.

Í boði var glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta, einnig skemmtiatriði í umsjá taílenska starfsfólksins.

Lesa meira

HN gerir hafnarsvæðið öruggara fyrir farþega og starfsfólk

„Veðrið hefur kannski ekki sýnt sínar bestu hliðar alla daga en það er ekki endilega veðrið sem fólk sækist eftir þegar það leggur leið sína til Íslands. Við höfum heyrt af hamingjusömum farþegum sem hafa heillast af náttúruperlunum hér fyrir norðan,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir markaðs- og verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands.

Lesa meira

Sýningin Pennasafnið mitt; Brot af því besta á Hlíð

Dýrmætasti penninn gjöf frá eiginmanni, handsmíðaður úr snákaviði 

Dýrleif Bjarnadóttir, fyrrum píanókennari um árabil við Tónlistarskólann á Akureyri og íbúi á Hlíð, opnaði nýverið einkasýninguna: Pennasafnið mitt ,,Brot af því besta." Þar er að finna penna alls staðar að úr heiminum og á hver og einn þeirra sína sögu sem hægt er að lesa um. Dýrleif hóf pennasöfnun ung að árum og eru elstu pennar safnsins orðnir ansi gamlir. Hún byrjaði á að geyma alla óvejulegu pennana sem henni áskotnuðust og einnig þá sem bjuggu til minningar. Pennarnir í safni Dýrleifar eru um 500 talsins.

Lesa meira

Brautskráning VMA í dag - 140 nemendur brautskráðir

Að þessu sinni brautskráðust  140 nemendur með 162 skírteini þar sem 22 nemendur útskrifuðust með tvö skírteini. Á þessu skólaári hafa því samtals útskrifast 228 nemendur því 88 nemendur voru útskrifaðir í desember sl

Lesa meira

Hetjur húsvískrar menningar stíga á svið

Tónlistarveisla í boði Tónasmiðjunnar í Húsavíkurkirkju

Lesa meira

Opnun sýningarinnar Arctic Creatures í Hvalasafninu á Húsavík á morgun laugardag

„Arctic Creatures“ er samvinnuverkefni þriggja íslenskra æskuvina; myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins / leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans / leikhúsleikstjórans Stefáns Jónssonar. Frá árinu 2012 hafa þeir unnið að einstöku verkefni sem sameinar sköpunarhæfileika þeirra og áhugamál.

Lesa meira

Vínbúð á Glerártorg

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Lesa meira

Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

Lesa meira

Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla heldur tónleika í Glerárkirkju n.k. laugardag

Kvennakórinn Embla flytur verkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen ásamt einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni. Með kórnum spila hljóðfæraleikarar á strengjahljóðfæri, hljómborðshljóðfæri, gítar, flautur og slagverk og stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Hafðu áhrif á framtíð Þingeyjarsveitar

Íbúum Þingeyjarsveitar gefst nú tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sveitarfélagsins. Í aprílmánuði voru haldnir þrír íbúafundir þar sem leitað var samráðs við íbúa um áherslur fyrir sveitarfélagið og var sérstaklega horft til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi. Fundirnir voru haldnir í tengslum við heildarstefnumótun sveitarfélagsins sem nú stendur yfir og tóku yfir 70 íbúar þátt á fundunum sem voru öllum opnir.

Lesa meira

Fiðringsbikarinn til Húsavíkur

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í s.l. viku. Níu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Fyrsta ringó móið heppnaðist vel

Fyrsta ringó-mótið var haldið á Akureyri fyrir skemmstu undir formerkjum Virkra Virkra efri ára og Félags eldri borgara á Akureyri. Fór það fram í Íþróttahöllinni og mættu rúmlega 50 glaðir þátttakendur 60 ára og eldri.

Lesa meira

„Höldumst í hendur í gegnum þetta og styðjum hvert annað“

Formaður Framsýnar stéttarfélags (áður Verkalýðsfélag Húsavíkur) í 30 ár

Lesa meira

Ferðalag traktors út í Flatey á Skjálfanda

Það er meira en að segja það að flytja traktor út í eyju

Lesa meira

Ingvi Quartet, með tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld

Kvartett Ingva Rafns Ingvasonar, Ingvi Quartet, heldur tónleika á LYST í Lystigarðinum í kvöld og hefjast tónleikarnir kl 20.30.

Lesa meira

Frumkvöðla- og nýsköpunarfélaginu Drift EA ýtt úr vör

Fjölmenni var á kynningarfundi frumkvöðla- og nýsköpunarfélagsins Driftar EA, sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær

Lesa meira