Mannlíf

Góð reynsla af símafríi

Góð reynsla hefur verið af símafríi í grunnskólum Akureyrarbæjar síðan símasáttmáli var innleiddur í upphafi skólaársins. Reglurnar kveða á um að símar eru ekki leyfðir á skólatíma, hvorki í skólanum né á skólalóðinni, en unglingastigið fær að nota síma í frímínútum á föstudögum.

Lesa meira

Slæm loftgæði í dag – unnið er að rykbindingu

Loftgæði á Akureyri eru slæm í dag vegna mikils svifryks, sem stafar af hægum vindi, stilltu veðri og mengun. Þau sem eru viðkvæm fyrir, svo sem aldrað fólk, börn og einstaklingar með viðkvæm öndunarfæri, eru hvött til að takmarka útivist og áreynslu, sérstaklega nálægt fjölförnum umferðargötum.

Lesa meira

Holllvinir SAk enn á ferð - Nýr hitakassi á barnadeild

Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur fengið nýjan og fullkominn hitakassa af gerðinni Babyleo frá Dräger. Kassinn leysir af hólmi eldri gerð sem komin var til ára sinna og ekki lengur hægt að fá varahluti í. 

Nýi hitakassinn er bæði notendavænn og auðveldur í umgengni og mun nýtast afar vel á hágæslu nýbura á barnadeildinni. Á deildina leggjast inn veikir nýburar og fyrirburar sem fæddir eru eftir 34 vikna meðgöngu og eru hitakassar lykilbúnaður í meðferð þeirra.

 

Lesa meira

Fyrstu önn Leiklistaskóla Draumaleikhúsins lokið

Fyrstu önn Leiklistarskóla Draumaleikhússins lauk um helgina með nemendasýningu í Deiglunni.  Sýningin; Elísabet Scrooge - Alein á jólum var sýnd  og var hún lokapunktur af 12 vikna námskeiði á 1.stigi. 

Lesa meira

Starfsfólk í Hlíðarfjalli auglýsir eftir vetrinum!

,,Það er svo misjafnt sem mennirnir hafast að“  segir í Hótel Jörð  Tómasar Guðmundssonar og það má etv heimfæra upp á þá stöðu sem uppi er í veðrinu?   Sumir vilja snjó strax og mikið af honum,  meðan aðrir  fagna hverjum degi í snjóleysi. 

Lesa meira

Bergur Jónsson nýr yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá embættinu. Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit.

Lesa meira

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember.

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.

 

Lesa meira

Góð himnasending til VMA

Rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri fékk góð gjöf á dögnum þegar Jón Ólafur Halldórsson vörustjóri og Kári Kolbeinsson deildarstjóri hjá Smith & Norland komu í heimsókn í skólann og færðu deildinn að gjöf tuttugu stýrikassa, sem nýtast afar vel í kennslu í stýringum.

Lesa meira

Akureyrarbær endurnýjar samning við KFUM og KFUK

Markmiðið með samningnum að gefa fjölbreyttum hópi barna og ungmenna kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri vill vera leiðandi í gervigreind

Það hefur ekki farið fram hjá neinum hve mikið pláss gervigreindin er farin að taka. Einhverjir óttast gervigreindina en aðrir sjá tækifærin sem í henni felast og á það svo sannarlega við um Háskólann á Akureyri. Stúdentar og starfsfólk hafa verið að nýta gervigreindina í sínum störfum og hefur Kennslu- og upplýsingamiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) meðal annars staðið reglulega fyrir fyrirlestrum og vinnustofum sem snúa að gervigreind. Þriðjudaginn 3. desember sl. fékk starfsfólk góða heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni sem starfar sem sérfræðingur í gervigreind hjá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Gísli átti fundi með sérstökum einingum skólans auk þess sem hann hélt erindi og vinnustofu þar sem starfsfólk fjölmennti. Gísli leiddi vinnuna að aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind og fór meðal annars yfir hana, tækifærin sem felast í gervigreindinni, gagnleg tól og hvernig er hægt að nýta gervigreindina til sóknar í námi og rannsóknum frekar en að líta á hana sem ógn eða hindrun.

Lesa meira