Mannlíf

Hefur fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,4 milljónir

Hörður Óskarsson hefur síðustu átta ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010.

Lesa meira

Nýju kirkjutröppurnar opnaðar

Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!

Lesa meira

Nemendur í Grenivíkurskóla styrkja Velferðarsjóð

Krakkar á miðstigi í Grenivíkurskóla, í 5. 6. og 7. bekk  afhentu sjóðnum 430 þúsund krónur í Glerárkirkju á Akureyri í morgun. Þeir unnu að verkefni nú í haust sem snérist um að skrifa bækur undir leiðsögn kennara sinna, hver nemandi skrifaði eina bók.

Lesa meira

,,Nú tæknin geggjuð orðin er”

Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar  sem hann orti fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag,  liklega ólundarlega.  Vilhjálmur Vilhjálmsson  flutti  þennan texta listavel og sannfærandi. 

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 14. desember s.l.

Þann 14. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2024.  Mjög vel var mætt,  það voru tæplega 100 manns á fundinum.   Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fundinn var nýja inniaðstaðan okkar á Jaðri formlega opnuð.   ,

Það var Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, sem klipptu á rauða borðan íáður en gestir fengu að sjá dýrðina og gæddu sér síðan á snittum og drykkjum að því loknu.

Lesa meira

Fjöldi umsókna um jólaaðstoð hjá Velferðarsjóði

„Það er svipaður fjöldi sem sækir um núna og í fyrra, en líkast til heldur fleiri,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðar en þar er úrvinnsla umsókna um jólaaðstoð í fullum gangi.

Lesa meira

Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Lesa meira

Breiðhyltingur og bikarmeistari í bekkpressu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild, er vísindamanneskjan og jólastjarnan í desember.

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika um næstu helgi og mikil eftirvænting er meðal kórfélaga fyrir þessari stóru tónleikahelgi. 

Tónleikar verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn á laugardag kl. 15 þá í Bergi, Dalvík á laugardagskvöld kl. 20. Á sunnudag ferðast kórinn austur í Kelduhverfi og syngur í Skúlagarði kl. 14. Lokatónleikarnir verða svo í Hömrum, Hofi á sunnudagskvöld kl. 20

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Í þessari viku afhenti Jóhann Gunnar Kristjánsson varaformaður stjórnar fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 1.000.000 kr. styrk frá Hafnasamlagi Norðurlands. 

Lesa meira