Mannlíf

Gyltubúið að Sölvastöðum Eyjafjarðarsveit tekið til starfa Ávinningur af því að halda framleiðslunni fyrir norðan

„Þetta var virkilega ánægjulegur dagur og mjög góð mæting,“ segir Ingvi Stefánsson svínabóndi sem bauð gestum að líta við á nýju gyltubúi á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var þeim áfanga fagnað að fyrstu dýrin voru á leið inn í húsið daginn eftir og búið að komast í rekstur.

Lesa meira

Drift EA, sex fyrirtæki og Háskólinn á Akureyri fagna samstarfi um nýsköpun á Norðurlandi

DriftEA, Háskólinn á Akureyri, Cowi, Deloitte, Efla, Enor, Geimstofan, og KPMG hafa staðfest samstarf um nýsköpun á Norðurlandi.

Lesa meira

Uppáhalds............. golfbrautin mín

Benedikt Guðmundsson eða bara Baddi Guðmundss., er eins og  svo margir hér á landi hann spilar golf af ástríðu.  Baddi segir okkur frá sinni uppáhalds braut en hana   er að finna á Jaðarsvelli  næanar tiltekið er það sú fimmta.

Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag. 

Lesa meira

Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Lesa meira

Veiði hafin í Laxá í Aðaldal

Veiði hófst í Laxá í Aðaldal í morgun og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta feng sumarsins 2024.  Sprækur hængur 81 cm á lengd stóðst ekki Metallicu no 8 sem veiðimaðurinn Hilmar Hafsteinsson bauð.   Veiðisstaðurinn var Sjávarhola sem hefur nú gefið þá nokkra gegnum tíðina . 

Lesa meira

Sigga Sunna sviðs- og brúðuhönnuður Litlu Hryllingsbúðarinnar í alþjóðlegri dómnefnd

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún gæðir svið Leikfélags Akureyrar lífi því hún hannaði leikmyndina fyrir Lísu í Undralandi árið 2014.

Lesa meira

Nýtt - Djúpgámar á Akureyri

Heimasíða Terra segir frá þvi að fyrstu djúpgámarnir utan höfðuborgarsvæðisins séu komnir I notkun á Akureyri.

Um er að ræða djúpgáma fyrir fjóra flokka; blandaðan úrgang, pappír, plast og matarleifar.

Lesa meira

Akureyrarbær og Þór - Skrifað undir samning um endurbætur á félagssvæði Þórs

Skrifað var undir samning milli Akureyrarbæjar  og Íþróttafélagsins Þórs í morgun  um endurbætur á knattspyrnuvöllum félagsins.  Um mikla framkvæmd er hér að ræða og mun hún í verklok gjörbreyta allir aðstöðu knattspyrnufólks í félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá helstu ákvæði hins nýja samnings og hann allan í heild  undir þessari frétt.

Lesa meira

Slá tóninn fyrir Litlu Hryllingsbúðina - Myndband

Leikfélag Akureyrar hefur frumsýnt nýtt tónlistarmyndband við lagið Snögglega Baldur úr söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem fer á fjalir Leikfélags Akureyrar í október.

Lesa meira

Góð gjöf Rafmanna til VMA

Rafiðn- og þjónustufyrirtækið Rafmenn á Akureyri færði rafiðnbraut VMA í dag veglega afmælisgjöf á 40 ára afmælisári skólans, gjafabréf að upphæð kr. 500.000 til endurnýjunar á verkfærum og búnaði til kennslu í rafvirkjun/rafeindavirkjun. Gjafabréfið er í formi inneignar hjá Fagkaupum (Johan Rönning) á Akureyri.

Lesa meira

Kristín Elísa er listamaður Norðurþings

Húsvíkingar voru í sannkölluðu hátíðarskapi þegar haldið var upp á 80 ára lýðveldisafmælið 17. júní.

Lesa meira

Útisport flytur á Glerártorg.

Í febrúar 2020 opnaði reiðhjólaverslunin Útisport  reið/ rafhjólaverslun og verkstæði við Dalsbraut. Voru þetta stór tímamót því fram að því hafði sala og viðgerðir á reiðhjólum farið fram í Sportver sem þá var staðsett við  norðurinngang Glerártorgs.

Nýtt Logo var töfrað fram en hugmyndin á bakvið logoið var einmitt að teikna hjólreiðamann með því að setja kúlu ofan á “T”ið í ÚTI og tengja stafina saman. Þannig mætti einnig sjá skíðamann og fleiri útivistarfígúrur

Lesa meira

Marika Alavere hlýtur Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar

Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2024 voru afhent á Fjölskylduhátíð Þingeyjarsveitar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní á Laugum.

Lesa meira

Skoða skógrækt með listsköpun sinni

Ava P Christl og Daniel Fonken, Gestalistamenn júní mánaðar 2024 hjá Gilfélaginu

Lesa meira

Rafbílastöðin og HSN gera samkomulag um orkuskipti

Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað samkomulag vegna orkuskipta og greiningarvinnu undir yfirheitinu „Flotastjórnun til framtíðar“ sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri. Alls hafa 8 hreinir rafbílar verið teknir í notkun hjá HSN á einu ári.

Lesa meira

Rarik gefur VMA úttektarmæla að gjöf

„Það er ekkert launungarmál að við hjá RARIK stöndum í mikilli þakkarskuld við Verkmenntaskólann. Á síðustu árum hefur bróðurpartur þeirra sem við höfum ráðið til okkar og starfa í útivinnu hjá fyrirtækinu á Norðurlandi eystra verið annað hvort brautskráðir vélstjórar eða rafvirkjar frá VMA,“ segir Sigmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri RARIK á Akureyri, sem kom færandi hendi í VMA nýverið ásamt Þóri Ólafi Halldórssyni, sem hefur umsjón með viðhaldsmálum hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen hjá Matargjöfum , og Stefán Bald­vin Sig­urðsson, fyrr­ver­andi há­skóla­rektor, sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sæmdi í dag 17. Júni,  14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lesa meira

Sunnudagsviðtalið Greindist sem geimvera og stofnar leiklistarskóla

Pétur Guðjónsson hefur komið víða við í menningarlífinu á Norðurlandi. Leiklistin hefur þar verið fyrirferðamikil en hann hefur glímt við stórt verkefni að undanförnu, eitt það stærsta að hans sögn; að vinna sig úr kulnun. Í sunnudagsviðtalinu deilir hann með okkur ferðalaginu upp úr kulnun sem er  að hans sögn eins mismunandi og við erum mörg.

Lesa meira

Slys á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð alvarlegt rútuslys við Fagranes í Öxnadal í gær. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill og aðkoma starfsfólks Norðurorku einnig þar sem slysið varð inn á vatnsverndarsvæði fyrirtækisins sem nær m.a. inn að vatnaskilum á Öxnadalsheiði

Lesa meira

Tveimur haldið sofandi en með stöðug lífsmörk

Alls voru 22 erlendir ferðamenn í rútunni sem valt. 5 voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. 5 voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu.

Lesa meira

„Ekki minn tebolli að sitja við tölvuna og safna gögnum“

Joséphine er frá Bayonne í suðvestur Frakklandi en hefur starfað sem leiðsögumaður hjá Gentle Giants hvalaferðum á Húsavík síðan sumarið 2022 en síðast liðið haust settist hún á skólabekk með það að markmiði að ná sér í skipstjórnarréttindi fyrir rib-báta GG hvalaferða.

Lesa meira

Rútuslysið-Flogið með fimm manns til Reykjavikur, vegurinn lokaður fram á nótt.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þessa tilkynninu frá sér fyrir skömmu vegna alvarlegs rútuslys sem varð laust eftir kl 17 í dag í Öxnadal 

,,Áfram viljum við vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður fram eftir nóttu.

 

Lesa meira

Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Uppfært kl 1900

Uppfærsla vegna slyss í Öxnadal kl. 18:55

Í fyrstu viljum vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu. Hvetjum við því alla sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Þarna hafði rúta með erlendum ferðamönnum oltið og var þó nokkur fjöldi þeirra slasaður. Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG kominn til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar koma kl. 21:00

 
 
Laust fyrir kl. 17:00 fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu um alvarlegt umferðarslys í Öxnadal. Þar hafði rúta oltið og væru fjöldi farþega slasaðir. Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út.
 
Vegurinn um Öxnadal er lokaður og mun verða eitthvað áfram.  Bendum við á hjáleið um Tröllaskaga.
Lesa meira

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar um viðtal Vikublaðsins við Teit Guðmundsson

Viðtal Vikublaðsins í gær við Teit Guðmundsson forstjóra Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri hefur vakið mikla athygli.  Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gerir viðtalið að umfjöllunarefni í stöðufærslu á Facebook og er greinlega hugsi.

Lesa meira

Mömmur og möffins flytja sig á Ráðhústorg

„Það kom fram hugmynd um að færa viðburðinn úr Lystigarðinum og niður á Ráðhústorg til að virkja betur það mannlíf og fjör sem er í miðbænum,“ segja þær Bryndís Björk Hauksdóttir og Sigríður Pedersen sem halda um stjórnartauma á viðburðinum Mömmur og möffins í ár. Viðburðurinn er jafnan á laugardegi um verslunarmannahelgi og frá árinu 2010, utan tvö kóvid ár, hefur hann verið í Lystigarðinum.

Lesa meira

Formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands vill að Isavia fjármagni verkefni við Flugklasa

„Með fullri sanngirni má spyrja sig að því hvort sveitarstjórnir á Norðurlandi eigi að fjármagna flug á Norðurland frekar en sveitarfélögin á suðvestur-horninu greiði til flugverkefna í Keflavík,“ sagði Viggó Jónsson formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var í Hrísey. Þar sem hann gerði m.a. flugmálin að umtalsefni, umrót og áfangasigra á þeim vettvangi.

Lesa meira

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nær óbreyttur frá fyrra ári og efnahagur stendur sterkum fótum

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

Lesa meira