
Greitt fyrir ávexti og mjólk í grunnskólum Akureyrar
Bæjarráð Akureyri hefur samþykkt breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar og taka þær gildi frá og með 1. september 2024. Samþykkt var að lækka gjaldskrár bæjarins í ljósi tilmæla ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í vor um aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta.