Mannlíf

Þeir sem halda samfélaginu gangandi um jólin

Þegar jólin ganga í garð, fyllast flest heimili af hlýju, ljósi og samveru. Fjölskyldur safnast saman, njóta góðra veitinga og fagna hátíðinni. En á bak við þessar hátíðlegu stundir er fjöldi fólks sem vinnur ótrautt áfram til að tryggja öryggi, heilsu og þjónustu fyrir samfélagið. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn, slökkviliðsmenn, afgreiðslufólk og margir aðrir sem leggja sitt af mörkum til að halda samfélaginu gangandi, jafnvel á helgustu stundum ársins.

Lesa meira

Matargjafir Akureyri og nágrenni - söfnuðu 7 milljónum og náðu að aðstoða rúmlega 200 fjölskyldur

Sigrún Steinarsdóttir sem fer fyrir Matargjöfum Akureyri og nágrennis segir frá þvi í fæslu á Facebooksíðu átaksins  að 7 miljónir hafi safnast og  rúmlega 200 manns hafi þegið aðstoð.  Þessi fjöldi er svipaður og var í fyrra.

Færsla Sigrúnar  var annars svona:

Lesa meira

Kuldatíð framundan - hugum að hitaveitunni

Það er hávetur  og veðurspár  boða  okkur hörkufrost eftir helgina og gæti  hitastigið farið niður í - 20 gráður.  Þau hjá  Norðurorku sendu þessa tilkynningu út  síðdegis. 

Lesa meira

Áramótabrennan suður af Jaðri

Áramótabrenna Akureyringa verður á sama stað og í fyrra, á auðu svæði nokkru sunnan við golfskálann á Jaðri. Þar verður kveikt í myndarlegri brennu kl. 20.30 á gamlárskvöld.
 
Lesa meira

Barn er fætt í heimahúsi

Nokkur aukning hefur orðið á tíðni heimafæðinga hér á Íslandi á síðastliðnum árum. Árið 1990 voru aðeins tvær skráðar heimafæðingar á landsvísu en árið 2021 voru þær 157 talsins. Inga Vala Jónsdóttir hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2003 og síðar meir einnig sem brjóstagjafaráðgjafi og sem heimaljósmóðir. Ingu Völu þykir bersýnilega vænt um starfið sitt og skjólstæðinga eins og lesa má úr viðtalinu sem undirrituð tók við hana á dögunum.

Lesa meira

Dylan Anderson gestalistamaður Gilfélagsins í desember sýnir í Deiglunni.

Myndlistarmaðurinn Dylan Anderson frá New York (f. 2001, Evanston, IL)  sem hefur dvali í gestavinnustofu Gilfélagsins síðasta mánuðinn, heldur sína fyrstu einkasýningu á ljósmyndum í Deiglunni á Akureyri.

 

Lesa meira

Bernskuminningar Hrefnu Hjálmarsdóttur

Á björtum og fallegum sunnudegi fór ég í heimsókn til Hrefnu Hjálmarsdóttur og ræddi við hana um hátíðar bernskuminningar hennar. Hrefna, sem fædd er árið 1943, ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík.

Lesa meira

Jólahugvekja - Máttur trausts, einlægni og kærleika.

Það er komið að því. Undanfarnar vikur höfum við leyft okkur að undirbúa jólin, og undirbúa okkur sjálf undir jólin. Einhver okkar hafa látið jólalögin koma sér í rétta skapið, eða lagt sig fram um að umbera þau. Ég og fleiri tókum þátt í Whamageddon, reyndum að lifa aðventuna af án þess að heyra Last Christmas með gæðadrengjunum í Wham. Ég tórði ekki lengi en það er í lagi, þeir eru ágætir.

Lesa meira

Gleðileg jól!

Með þessum skemmtilegu myndum sem teknar voru á jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyjafjarðar um liðna helgi sendir starfsfólk Vikublaðsins sínar bestu óskir til lesenda um gleðileg jól!

Lesa meira

Hátíðarhefðir hjá prestum -Munur á helgihaldspresti og sjúkrahússpresti á jólunum

Jólin er hátíð sem margir þekkja og margir hafa sínar hefðir um jólin. Í guðspjöllunum kemur fram að María og Jósef fæddu barn sem var talið barn Guðs.

Lesa meira