Mannlíf

Tunnuskipti í síðustu hverfum bæjarins framundan

 Sem kunnugt er standa yfir breytingar á sorphirðukerfi og framundan eru tunnuskipti í síðustu hverfum bæjarins. Til að tryggja sem hraðasta framkvæmd verða núverandi tunnur fyrir almennan úrgang nýttar, og ílátum bætt við eftir þörfum fyrir lífrænan úrgang, pappír og plast. Í sumum tilfellum gætu heimili tímabundið fengið fleiri tunnur en nauðsynlegt er. Mikilvægt er að tryggja að allar tunnur séu staðsettar eða festar þannig að þær fjúki ekki.

Lesa meira

Amtsbókasafnið ,,Wrapped" 2024 - Gestir safnsins voru 88.562 árið 2024 sem er aukning um 6.000 gesti milli ára

,,Þó að margir haldi að bókasöfn sé lítið notuð og lestur sé að minnka sjáum við þetta ekki svo svart og erum bara bjartsýn fyrir framtíðinni. Til dæmis fjölgaði útlánum og heimsóknum frá því árið 2023. Skemmtilegt þótti okkur að sjá að kökuformin lánuðust 270 sinnum, enda er heimsókn á bókasafnið orðinn hefðbundinn liður í kringum veislur hjá mörgum. Mikil stemning að velja form fyrir afmælið sitt."  

Lesa meira

Meistarar strengjanna á sinfóníutónleikum í Hofi

Sunnudaginn 26. janúar flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Ross Collins verk eftir þrjá meistara frá ólíkum tímum sem lagt hafa mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit.

Lesa meira

Jafnvægið á milli metnaðar og persónulegrar nálgunar lykilatriði Richard Eirikur Taehtinen er nýr deildarforseti Sálfræðideildar Háskólans á Akureyri

„Hlutverk deildarforseta er afar fjölbreytt. Það felur í sér að stjórna daglegum rekstri deildarinnar, umsjón með áætlunum, yfirsýn kennsluáætlana og rannsókna ásamt fleiru sem fellur til. Ég tel mikilvægt að deildarforseti styðji við starfsfólk og stúdenta, sé virkur talsmaður deildarinnar og leggi til við stefnumörkun og langtímaáætlanir,“ segir Richard sem formlega tók við hlutverkinu 1. janúar af fráfarandi deildarforseta, Árna Gunnari Ásgeirssyni, dósent við deildina. 

Lesa meira

Nýr aðili tekur við þjónustu gámasvæðis og grenndarstöðva

Um næstu helgi tekur nýr aðili við þjónustu grenndarstöðva og gámasvæðis Akureyrarbæjar. Reiknað er með að þau umskipti gangi snurðulaust fyrir sig en þjónustan gæti þó raskast ofurlítið um stundarsakir.

Lesa meira

Skipin farin til veiða og landvinnsla hafin af fullum krafti

Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell fóru til veiða 3. janúar. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.

Lesa meira

Höskuldur knapi ársins hjá Létti

Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.

Lesa meira

Fyrrverandi MA-ingar, Óðinn og Rakel María, hljóta styrki

Tveir fyrrverandi MA-ingar hafa nýlega fengið styrki fyrir afburðaárangur þeirra í háskólanámi.

Lesa meira

Við áramót - verðlaunahátíð 6. janúar kl. 17

Það verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Þórsara  i dag  kl 17 en þá býður aðalstjórn  félagsins ,,félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar mánudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2024 verður lýst" eins og segir í tilkynningu frá stjórn.

Lesa meira

Togararnir mættir á ,,torgið"

,,Torgið" voru fengsæl fiskimið nefnd og gott reyndar ef  ekki var talað um Rauða Torgið hreinlega í þvi sambandi.   Það má leika sér svolítð og segja að þrír/fimm ÚA togarar séu mættir á ..Torgið'' stórglæsilegir aðvanda  og ná að svo sannarlega  að ,,veiða" með veru sinni á ,,miðunumn

 

Lesa meira