Mannlíf

,,Tungumálið er lykillinn"

-Segir Dóra Ármannsdóttir sem kennir innflytjendum íslensku

Lesa meira

Skilgreina hlutverk SAk sem varasjúkrahús

Alma Möller, heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að vinna að nánari skilgreiningu og hlutverki varasjúkrahúss með tilliti til viðbragðsáætlana, neyðarviðbragða, þjóðaröryggisráðs, sjúkraflutninga, rannsóknarþjónustu og laga um heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Akureyri - Tjaldsvæðisreitur drög að breytingu á deiliskipulagi

Á vefsíðu bæjarins eru í dag kynnt drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti.  Eins og kunnugt er  var svæðinu lokað fyrir tjaldgesti og til stóð má. að byggja heilsugæslustöð nyrst á þessari lóð.  Frá þeirri hugmynd var svo fallið og nú hefur verið samþykkt að þar skuli rísa fjölbreytt íbúðabyggð og er áhersla lögð á að þarna rísi ,,sjálfbært og nútimalegt hverfi sem falli vel að núverandi byggð og umhverfi".

 

 

Lesa meira

Samið við Hrímhesta um leigu á Ytri Skjaldarvík

Umhverfis og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt húsaleigusamning við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri Skjaldarvík. Ein umsókn barst um leigu á Syðri Skjaldarvík og er sú umsókn í vinnslu hjá ráðinu en ekki fengust upplýsingar um hver hefði lagt þá umsókn fram.

 

Lesa meira

Norðurþing hvetur íbúa til að huga að umhverfi sínu

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á dögunum tillögu meirihlutans um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025.

 

 

Lesa meira

Hljómsveit Akureyrar styrkir Grófina

Hljómsveit Akureyrar hélt tónleika á dögunum í Glerárkirkju þar sem gestum bauðst að leggja frjáls framlög til Grófarinnar.

 

Lesa meira

Femínísk fræðikona og fjallageit

„Búmerang frá Akureyri gæti verið yfirskrift æviminninga minna,“ segir Bergljót og útskýrir betur: „Ég fæðist á Akureyri, en fjölskyldan býr síðan á Ísafirði fyrstu æviárin mín. Þá flytja þau aftur til Akureyrar þar sem ég bý til 14 ára aldurs, þegar foreldrar mínir flytja til Boulder í Colorado sem var afar dýrmæt reynsla sem gaf mér tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Bergljót flutti svo aftur til Akureyrar með fjölskyldunni og kláraði stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri.

Lesa meira

Sundlaugar Akureyrar - Ríflega 400 þúsund gestir á liðnu ári

„Það er líf og fjör hjá okkur alla daga og jafnan mikið um að vera,“ segir Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður Sundlauga Akureyrar. Nýtt útisvæði var tekið í notkun nýverið við Glerárlaug og framkvæmdir standa sem hæst við breytingar í innlauginni við Sundlaug Akureyrar.

 

Lesa meira

Súlur Björgunarsveit býður á opið hús í tilefni af 25 ára afmæli

Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna.

Lesa meira

VMA-Plast er ekki bara plast

Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.

 

Lesa meira