Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Þingeyinga 179 milljónir króna
Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.