Geðdeild SAk safnar fyrir segulörvunartæki (TMS)
Á heimasíðu SAk er í dag greint frá þvi að Dag og göngudeild sjúkrahúsins sé að safna fyrir kaupum á segulörvunartæki. Tækið hefur sýnt sig sem mjög gagnalegt meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem berjast við alvarlegt þunglyndi einkum þá sem ekki hafa svarað hefðbundinni lyfja- og samtalsmeðferð að fullu. Tækið kostar samkvæmt fyrirliggjandi tilboði rétt rúmlega 9 m.kr.