Jólamyndahefðir sem vert er að njóta
Jólin er tími samveru og góðra stunda með þínum nánustu. Oftar en ekki sest fjölskyldan saman fyrir framan sjónvarpið og horfir á góða jólamynd. Þessar jólamyndir geta verið alls konar og án efa velja allir einhverja, allavega eina, jólamynd sem þeir horfa á á hverju ári. Ef ekki, þá mæli ég sterklega með því að byrja með þá jólahefð að horfa saman öll fjölskyldan á allavega eina jólamynd yfir hátíðirnar.