Mannlíf

Jólamyndahefðir sem vert er að njóta

 Jólin er tími samveru og góðra stunda með þínum nánustu. Oftar en ekki sest fjölskyldan saman fyrir framan sjónvarpið og horfir á góða jólamynd. Þessar jólamyndir geta verið alls konar og án efa velja allir einhverja, allavega eina, jólamynd sem þeir horfa á á hverju ári. Ef ekki, þá mæli ég sterklega með því að byrja með þá jólahefð að horfa saman öll fjölskyldan á allavega eina jólamynd yfir hátíðirnar.

Lesa meira

Upp Kirkjutröppurnar á jólatónleika Hymnodiu

Kirkjutröppurnar á Akureyri verða opnaðar formlega á ný sunnudaginn 22. desember kl. 16. Þá opnar Akureyrarkirkja dyr sínar til að samfagna endurbótunum á þessum mikilvæga hluta af ásýnd Akureyrar. Klukkan níu um kvöldið verða svo jólatónleikar Hymnodiu sem hafa verið fastur liður um árabil í Akureyrarkirkju daginn fyrir Þorláksmessu.

Lesa meira

Fjölmenn afmælis og sjómannahátíð

 Það var fjölmenni sem mætti á matsal ÚA í gær þegar þess var minnst  að 50 ár voru liðin frá því að Kaldbakur EA 301 sigldi til heimahafnar nýsmíðaður frá Spáni.  Við þetta tilefni voru afhjúpuð líkön af Kaldbak/Harðbak og einnig Sólbak sem var  fyrsti skuttogari ÚA.  Það eru fyrrum sjómenn ÚA  undir forgöngu Sigfúsar Ólafs Helgassonar sem voru hvatamenn að þessum smíðum.

Lesa meira

Færni á vinnumarkaði - fyrsti nemendahópurinn brautskráður

SÍMEY brautskráði í gær sex nemendur á námsbrautinni Færni á vinnumarkaði en upp á þessa námsbraut var í fyrsta skipti boðið núna á haustönn í öllum símenntunarmiðstöðvum landsins. Í það heila ljúka um sjötíu nemendur þessu námi um allt land núna í desember og eftir áramót

Lesa meira

Vel mætt í Fálkafellsgönguna

Í dag fórum um 30 manns í ljósastyrktargöngu upp í Fálkafell til styrktar Velferðasjóðs Eyjafjarðasvæðisins. Hópurinn fékk hið besta veður, logn, frost og frábært gönguveður

Lesa meira

Stuðningur við flóttamannaverkefni Rauða krossins við Eyjafjörð

Sigurður H. Ringsted kom færandi hendi til okkar í Rauða krossinn við Eyjafjörð með afrakstur af sölu dagatala sem hann hannaði og seldi í samstarfi með konunni sinni Bryndísi Kristjánsdóttur.

Lesa meira

Sjúkrabíllinn kominn aftur út í Hrísey

Sjúkrabíllinn í Hrísey er nú kominn aftur út í eyjuna eftir að hafa verið færður í land til yfirferðar og viðgerðar.
 
Lesa meira

Ljósastyrktarganga upp að Fálkafelli í dag til styrktar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Það kom upp hugmynd um að hafa styrktargöngu upp í Fálkafell fyrir jólin og var ákveðið að skella í eina slíka. Tilvalið að mæta með rauðar húfur eða jólahúfur.

Lesa meira

Afmælishátíð á morgun fimmtudag

,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar,  Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim.   Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu."  segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði  líkana af  merkum togurum i sögu ÚA.

Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa  og hefst kl 17.00

Lesa meira

Nýtt meistarnám í Velsældarfræðum hlýtur myndarlegan styrk

Nýtt meistaranám í Velsældarfræðum, Wellbeing Science, var eitt 19 verkefna sem hlaut styk úr Samstarfssjóði háskóla í morgun, eða 61 milljón króna. Um er að ræða samstarfsverkefni HR, HÍ, HA, Embætti landlæknis og Surrey háskóla á Englandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- og nýsköpunarráðherra kynnti úthlutunina.

Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.

 

Lesa meira