Mannlíf

Fyrstu önn Leiklistaskóla Draumaleikhúsins lokið

Fyrstu önn Leiklistarskóla Draumaleikhússins lauk um helgina með nemendasýningu í Deiglunni.  Sýningin; Elísabet Scrooge - Alein á jólum var sýnd  og var hún lokapunktur af 12 vikna námskeiði á 1.stigi. 

Lesa meira

Starfsfólk í Hlíðarfjalli auglýsir eftir vetrinum!

,,Það er svo misjafnt sem mennirnir hafast að“  segir í Hótel Jörð  Tómasar Guðmundssonar og það má etv heimfæra upp á þá stöðu sem uppi er í veðrinu?   Sumir vilja snjó strax og mikið af honum,  meðan aðrir  fagna hverjum degi í snjóleysi. 

Lesa meira

Bergur Jónsson nýr yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá embættinu. Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit.

Lesa meira

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember.

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.

 

Lesa meira

Góð himnasending til VMA

Rafdeild Verkmenntaskólans á Akureyri fékk góð gjöf á dögnum þegar Jón Ólafur Halldórsson vörustjóri og Kári Kolbeinsson deildarstjóri hjá Smith & Norland komu í heimsókn í skólann og færðu deildinn að gjöf tuttugu stýrikassa, sem nýtast afar vel í kennslu í stýringum.

Lesa meira

Akureyrarbær endurnýjar samning við KFUM og KFUK

Markmiðið með samningnum að gefa fjölbreyttum hópi barna og ungmenna kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri vill vera leiðandi í gervigreind

Það hefur ekki farið fram hjá neinum hve mikið pláss gervigreindin er farin að taka. Einhverjir óttast gervigreindina en aðrir sjá tækifærin sem í henni felast og á það svo sannarlega við um Háskólann á Akureyri. Stúdentar og starfsfólk hafa verið að nýta gervigreindina í sínum störfum og hefur Kennslu- og upplýsingamiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) meðal annars staðið reglulega fyrir fyrirlestrum og vinnustofum sem snúa að gervigreind. Þriðjudaginn 3. desember sl. fékk starfsfólk góða heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni sem starfar sem sérfræðingur í gervigreind hjá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Gísli átti fundi með sérstökum einingum skólans auk þess sem hann hélt erindi og vinnustofu þar sem starfsfólk fjölmennti. Gísli leiddi vinnuna að aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind og fór meðal annars yfir hana, tækifærin sem felast í gervigreindinni, gagnleg tól og hvernig er hægt að nýta gervigreindina til sóknar í námi og rannsóknum frekar en að líta á hana sem ógn eða hindrun.

Lesa meira

Stéttarfélög styrkja Velferðarsjóð

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 700 þúsund krónur til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Aðalstjórn Einingar-Iðju hefur samþykkt að veita sjóðnum 1,2 milljónir króna í styrk.

Lesa meira

Útfararþjónusta Akureyrar leigir líkhús og athafnarými Innheimt verður 30 þúsund króna gjald

Útfararþjónusta Akureyrar ehf hefur tekið líkhúsið á Akureyri á leigu. Félagið hefur alla tíð verið aðskilið frá opinberum rekstri kirkjugarðanna. Útfararþjónustunni er heimilt að innheimta gjald til að standa undir rekstrinum og er gert ráð fyrir að grunngjald verði um 30 þúsund krónur fyrir allt að 20 daga en hækkar eftir það.

Lesa meira

Lausnamiðuð og samhent

Hressir krakkar tóku þátt í  First Lego League á Húsavík

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt - jákvæð rekstarniðurstaða áætluð næstu 4 árin.

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2025 og 2026-2028 var samþykkt í síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi 5. desember 2024. Fyrri umræða fór fram 31. október og var unnið í áætluninni á milli umræðna í öllum fagráðum sveitarfélagsins.Forsendur fjárhagsáætlunar eru byggðar á 6 mánaða milliuppgjöri, þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áætlunum greiningardeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Eyfirskar gellur vinsælar á aðventunni á Spáni"

Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.

Lesa meira

Íslandsþari fær lóð á Húsavík

Meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings samþykkti á fundi sín­um í gær að út­hluta Íslandsþara ehf. lóð fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Búðarfjöru 1 sem er á hafn­ar­svæðinu á Húsa­vík.

Lesa meira

Jólahelgin mikla í Mývatnssveit er að bresta á!

 Um helgina er lag að heimsækja jólasveinana okkar í Dimmuborgum, baða sig með þeim í Jarðböðunum og klára jólagjafainnkaupin á stóra jólamarkaðnum í Skjólbrekku!

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson verður yngsti þingmaðurinn á Alþingi

„Ég hlakka mikið til að takast á við nýtt starf,“ segir Ingvar Þóroddsson sem kjörinn var á Alþingi Íslendinga í kosningum síðastliðinn laugardag fyrir Viðreisn. Þar er hann yngsti þingmaðurinn, 26 ára gamall, fæddur árið 1998. „Ég er virkilega stoltur af okkur öllum, það er mikilvægt að ná inn kjördæmakjörnum þingmönnum í bæði Norðurlandskjördæmin og gerir okkur á margan hátt auðveldara fyrir að efla flokksstarfið og virkja grasrótina.“

Lesa meira

ÍBA fagnar 80 ára afmæli með íþróttahátíð í Boganum

Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, fagnar 80 ára afmæli sínu með sannkallaðri íþróttahátíð í Boganum næstkomandi laugardag, 7. desember frá kl. 13 til 17. ÍBA var stofnað 20. desember árið 1944. Innan vébanda ÍBA eru tuttugu íþróttafélög og munu flest þeirra vera á staðnum og kynna starfsemi sína og leyfa gestum og gangandi að prufa hinar ýmsu íþróttagreinar en innan aðildarfélaga ÍBA eru stundaðar hátt í 50 íþróttagreinar. Góðir gestir líta við og í boði verða léttar veitingar. Svo skemmtilega vill til að á laugardag fagnar eitt aðildarfélaganna,  Íþróttafélagið Akur, 50 ára afmæli sínu og verður því fagnað sérstaklega á hátíðinni.

Lesa meira

Ný flugstöð og flughlað vígð á Akureyrarflugvelli

Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn og formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli í dag. Fjölmenni var á vellinum þar sem áfanganum var fagnað.

Lesa meira

Hollywood klassík á svið á Húsavík

10. bekkur Borgarhólsskóla setur upp 10 hluti

 

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri - Gamalt bollastell hluti af langri jólahefð

Jólakaffi starfsfólks MA á aðventu er tæplega 70 ára gömul hefð. Hér áður fyrr var opinber dagur jólakaffiboðsins 19. desember, fæðingardagur Þórarins Björnssonar (1905-1968) fyrrverandi skólameistara. Boðið var upp á fyrsta jólakaffið árið 1955 á 50 ára afmælisdegi Þórarins. Nú sem fyrr kemur núverandi og fyrrverandi starfsfólk skólans saman ásamt mökum að kvöldlagi á aðventu í Gamla skóla til að skrafa og njóta hátíðlegra veitinga.

Lesa meira

Gluggasýningin Jólaævintýrið í Hafnarstræti 88

Jólaævintýrið er heiti á gluggasýningu sem stendur yfir í Hafnarstræti 88 þar sem Brynja Harðardóttir Tveiten myndlistarkona starfrækir vinnustofu sína. Þetta er sjötta gluggasýning ársins á vinnustofu Brynju sem einkennist að þessu sinni af umvefjandi jólatöfrum og nostalgíu þar sem jólaskraut sem man tímanna tvenna leikur aðalhlutverk. Sýningin var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu og stendur út jólahátíðina. Hún hentar hvort heldur sem er ungum eða öldnum jólabörnum og er aðgengileg öllum stundum þar sem hennar er notið utan frá séð.

Lesa meira

Líftækninemar leita að lausnum

Líftækninemar á þriðja ári rannsaka nú fjögur áhugaverð viðfangsefni í námskeiðinu Hagnýtt verkefni. Námskeiðinu er annars vegar ætlað að undirbúa nemendur fyrir lokaverkefni vormisseris og hins vegar að þjálfa þá í að skrifa verkáætlanir, styrkumsóknir og afla forgagna. Stúdentar vinna fjórir í hóp og fá viðfangsefni sem þeir útfæra síðan í formi rannsóknarverkefnis og styrkumsóknar í ímyndaðan verkefnasjóð.

Lesa meira

Myndlistarsýning í nýju og endurbættu útibúi

Fimmtudaginn 5. desember opnar Sparisjóður Suður-Þingeyinga formlega nýtt og endurbætt útibú á Garðarsbraut 26, Húsavík þar sem sjóðurinn deilir nú húsnæði með Sjóvá.

Lesa meira

Viltu höggva þitt eigið jólatré?

Ef þú ert  þeirrar gerðar að það höfðar til þín að velja og  höggva jólatréð sem svo seinna í stofunni þinni stendur og stjörnurnar glampa á,  þá er tækifærið að renna upp!  

Lesa meira

Úthlutun úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 2. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Lesa meira

Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson verður sýning Leikfélags VMA í vetur Hlusta

Leikfélag VMA setur í vetur upp leikritið Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson í leikstjórn höfundar. Þetta verður heimsfrumsýning á verkinu en til stóð að setja það upp af Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 2021 og var æfingaferli langt komið, í leikstjórn Péturs. En vegna Covid-faraldursins varð ekkert af því.

Lesa meira

Ljósin tendruð á jólatrénu sem er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar

Það var margt um manninn á Ráðhústorginu í gær  þegar ljós voru tendruð á  jólatréinu sem er gjöf fra Randers vinabæ Akureyrar i Danmörku og  Jólaþorpið á ,,Torginu" var  formlega opnað.

 

Lesa meira

Lambadagatalið fyrir 2025 að koma út í ellefta sinn

Hið vinsæla lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi Aðaldal, er nú orðið ellefu vetra og ekkert lát á eftirspurn.Ragnar tekur að venju allar myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi fjölskyldunnar í Sýrnesi.

Lesa meira