Mannlíf

Velferðarráð horfir til nokkurra svæði undir hús fyrir heimilislausa

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur falið skipulagssviði að skipuleggja fimm lóðir eða reiti sem koma til greina fyrir íbúðir fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Málið var rætt á fundi ráðsins nýverið þar sem lagt var fram minnisblað um stöðu málaflokksins.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn

„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.

Lesa meira

Jóna atkvæði og ambögur kemur út í sumar

Jóna, atkvæði og ambögur er heiti á bók með vísum og ljóðum Jóns Ingvars Jónssonar sem út kemur hjá Bókaútgáfunni Hólum í sumar.

Lesa meira

Togarajaxlar á ferðinni í Hull og Grimsby

„Ferðin var frá upphafi til enda algjörlega frábær,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleiri gömlum togarajöxlum af ÚA- togurum fór í pílagrímsferð til Hull og Grimsby . „Við sem lögðum upp í þessa pílagrímsför erum alveg í sjöunda himni.“

Lesa meira

Samsýning norðlenskra listamanna – Mitt rými: Umsóknarfrestur rennur út 9. apríl

„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.

Lesa meira

Nautgriparæktarverðlaun BSE afhent Góður árangur á Stóra-Dunghaga

Ábúendur í Stóra-Dunhaga fá nautgriparæktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2024 fyrir frábæran myndarbúskap og öflugt ræktunarstarf. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi BSE.

Lesa meira

Glugginn í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi í apríl

Í tilefni af barnamenningarhátíð Akureyrar er GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi út apríl. Leikföng, sum frá fyrri tíð og ýmis hugðarefni barna og unglinga prýða gluggann í alls konar sviðsmyndum. Gluggasýningin er ætluð til að vekja forvitni, gleði og skapa skemmtilegan áfangastað í gönguferðum. Sýningin hentar öllum aldurshópum.

Lesa meira

Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu

Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu.

Lesa meira

Um eitt þúsund manns á árshátíð Samherja í Póllandi

Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag í Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag

Lesa meira

ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu

Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni

Lesa meira

Kvíaból í Kaldakinn fyrirmyndarbú nautgripabænda

Bændurnir á Kvíabóli hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ á dögunum og tóku þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir á móti verðlaununum.

Lesa meira

VMA - Látið bara vaða!

Emilía Björt Hörpudóttir og Lilja Lind Gunnlaugardóttir eru á fjórðu önn í námi sínu í húsasmíði. Í vetur hafa þær verið í stórum hópi nemenda sem byggir frístundahús frá grunni – ekki eitt heldur tvö. Þær voru að bjástra uppi á svefnlofti í minna frístundahúsinu þegar kíkt var inn í byggingadeildina. Í stærra húsinu er allt á fullu og það komið lengra en oft áður. Bæði nemendur í pípulögnum og rafvirkjun hafa lagt sín lóð á lóðarskálarnar við byggingu og frágang húsanna.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir lyflækningadeild SAk

Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur

Lesa meira

Togarajaxlar vekja athygli hjá enskum.

Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.

Lesa meira

Undirbúningur að hefjast vegna Landsmóts skáta að Hömrum sumarið 2026

„Það er mikil tilhlökkun í gangi meðal skáta á Akureyri, enda hefur Landsmót skáta ekki verið haldið hér í 11 ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir mótsstjóri. Landsmót skáta verður haldið að Hömrum dagana 20 til 26 júlí árið 2026 og verður heilmikið ævintýri. Fyrsti kynningarfundur vegna mótsins verður haldinn í grænu hlöðunni að Hömrum næstkomandi þriðjudag, 1 apríl kl. 17.30.

Lesa meira

Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins 

Lesa meira

Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri

„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins.

Lesa meira

Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Lesa meira

Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.

Lesa meira

Umferð hópferðabíla um Innbæinn til skoðunar

Umferð hópferðabíla um Innbæinn á Akureyri var til umræðu á fundi skipulagsráðs en á þeim fundi var lagt fram erindi frá Jóhanni Garðari Þorbjörnssyni um það efni.

Lesa meira

Gaza getur ekki beðið lengur - Kröfuganga til stuðnings Palestínu

Laugardaginn 22. mars nk. kl. 14 standa meðlimir í félaginu Ísland-Palestína fyrir kröfugöngu á Akureyri til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart ástandinu í Palestínu. Kröfugangan hefst við Akureyrarkirkju, gengið verður niður Gilið, inn Göngugötuna og að Ráðhústorgi, þar sem verður ræðuhald. 

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar í Listasafni Akureyrar

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafni Akureyrar á laugardag, 22. mars kl. 15.Sýning Emilie Palle Holm, nefnist Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru,. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.

Lesa meira

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá maí til loka september

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá 1. maí til 30. september 2025.

Málið var tekið fyrir og afgreitt á fundi bæjarstjórnar 18. mars 2025 þar sem tillaga um breytingu á samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Lesa meira

Bæjarstjórinn í heimsókn í Grímsey

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu heimamanna.

 

Lesa meira

MOTTUMARSDAGURINN er í dag

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er lögð áhersla á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Lesa meira

Tveir Íslandsmeistarar í VMA

Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Laugardagshöll um liðna helgi. Alls tóku átta nemendur þátt í Íslandsmótinu. Tveir Íslandsmeistaratitlar voru í húsi eftir mótið, annars vegar í rafvirkjun og hins vegar í rafeindavirkjun.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opin gestavinnustofa – Sawako Minami

Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.

Lesa meira