Mannlíf

Nú förum við alveg að breytast í slím

Á morgun, fimmtudaginn 19. júní fara fram aðrir upphitunartónleikar af þremur fyrir menningarhátíðina Mannfólkið breytist í slím. Tónleikarnir fara fram á Akureyri Backpackers þar sem fram koma Drinni & The Dangerous Thoughts, Oscar Leone og DJ Mamalón

Lesa meira

Veglegur styrkur kvennakvölds Þórs og KA

Ár hvert fer fram glæsilegt kvennakvöld Þórs og KA og afhenti kvennakvöldsnefndin kvennaliðum félaganna veglega styrki á mánudaginn í leikhléi í leik Þórs/KA og Breiðabliks í Boganum. Hver deild fékk í ár styrk að upphæð 1,5 milljónir sem kemur sér ansi vel í rekstri liðanna okkar.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Ásdís og Yngvi Ragnar hljóta menningarverðlaunin

Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar eru veitt þeim einstaklingum, hópi eða félagasamtökum, sem hafa á einhvern hátt þótt skara fram úr og lagt sitt af mörkum við að efla menningarstarf í sveitarfélaginu. Það er á höndum íþrótta-tómstunda- og menningarnefndar að gera tillögu að því hver hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarstarf með hliðsjón af tilnefningum og ábendingum.

Lesa meira

Stærsti brautskráningarhópur Háskólans á Akureyri frá upphafi

Háskólahátíð — brautskráning kandídata frá Háskólanum á Akureyri fór fram í fjórum athöfnum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri 13. og 14. júní. Aldrei hafa fleiri kandídatar brautskráðst frá háskólanum en samtals brautskráðist 591 kandídat í grunn- og framhaldsnámi af tveimur fræðasviðum.

Lesa meira

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hefst miðvikudaginn 18. júní og stendur til og með 22. júní.

Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti.

Lesa meira

Brot úr sögu ÚA í myndum til sýnis á Glerártorgi

Ljósmyndasýningin „ Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára ( 1945 – 2025) Sögubrot í myndum“ hefur verið sett upp við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri og mun standa þar um tíma. 

Lesa meira

Fyrsta leikverk LA á næsta leikári: Elskan er ég heima?

Fyrsta verk næsta leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar er leikverkið Elskan er ég heima? eftir breska leikskáldið Laura Wade, í fyrsta sinn sett upp í íslensku leikhúsi.

Lesa meira

Ráðhústorg fær andlitslyftingu

Undanfarnar vikur hafa framkvæmdir staðið yfir á Ráhústorgi á Akureyri. Um töluverða andlitslyftingu er að ræða fyrir þetta hjarta miðbæjarins. Hönnuður framkvæmdanna er Teiknistofa Norðurlands og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt en Garðvík ehf. á Húsavík hefur annast verkið.

Lesa meira

Rúnar Steingrímsson og Ragnar Sverrisson kjörnir heiðursfélagar Þórs

Íþróttafélagið Þór varð 110 ára á dögunum og í tilefni þess var boðið í samsætis i Hamri félagsheimili Þórsara.  Við það tilefni voru tveir eðal Þórsarar, þeir Rúnar Steingrímsson og Ragnar Sverrisson útnefndir sem heiðursfélagar. Við sama tilefni var fjöldi Þórsara sæmdur gull-, silfur- og bronsmerki félagsins.

Lesa meira

Friðar og samstöðustund með íbúum á Gasa á Ráðhústorgi i dag

Í dag kl 16:15 verður á Ráðhústorgi á Akurreyri friðar og samstöðustund með íbúum á Gasa. Það eru frænkur tvær sem fyrir þessum viðburði standa en þær eiga afmæli í dag og vilja láta gott af sér leiða í tilefni dagsins.

Lesa meira

Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar

Listaverkið Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar eftir Kristinn E. Hrafnsson hefur verið hreinsað og lagað en verkið hefur staðið við inngang fiskvinnsluhúss Útgerðarfélags Akureyringa í þrjátíu ár og var farið að láta á sjá.

Lesa meira

Súlur 2025 eru komnar út

Ársrit Sögufélags Eyfirðinga er komið út og færir alls 12 greinar er varða ýmist fortíð eða nútíð.

Lesa meira

Skemmtileg hefð

Þann 10. júní síðastliðinn komu skemmtiferðaskipin Emerald Princess (Princess Cruises) og Viking Vela (Viking Ocean Cruises) í sínar fyrstu heimsóknir til Akureyrar.

Lesa meira

Penninn á Akureyri 25 ára

„Verslun okkar á Akureyri er með vinsælli verslunum okkar,“ segir Ingimar Jónsson forstjóri Pennans. Nú eru 25 ár liðin frá því Penninn Eymundsson opnaði verslun sína á Akureyri og af því tilefni verða allar vörur á 25% afslætti fimmtudag, föstudag og laugardag.

Lesa meira

Tveimur ferskum verkum í Pastel ritröð fagnað í Sigurhæðum

Á fimmtudag 12. júní klukkan fimm verður tveimur splunkunýjum verkum eftir tvo frábæra og ólíka listamenn í Pastel ritröð fagnað í Sigurhæðum á Akureyri.

Lesa meira

Hundakvöld á Listasafninu á Akureyri

Fimmtudaginn 12. júní mun Listasafnið á Akureyri bjóða hunda og eigendur þeirra velkomna á sérstakt hundakvöld. Opið verður frá kl. 19 til 22 og ókeypis inn fyrir eigendur í fylgd hunda

Lesa meira

Íbúum fjölgar á Norðurlandi eystra

Samkvæmt tölum úr Þjóðskrá  fjölgaði fólki á Norðurlandi eystra frá 1 des. sl. til 1 júni s.l um 157 manns eða um 0,5%.  Þetta er sama fjölgun og var á landsvísu á sama tima.

Lesa meira

Bjargvættir framtíðarinnar á Húsavík

Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Garðars er afar öflug

Lesa meira

Rausnarleg gjöf frá nemendum Síðuskóla til barnadeildar SAk

Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri fékk á dögunum einstaka gjöf þegar nemendur í 5., 6. og 7. bekk Síðuskóla ákváðu að leggja 550.000 krónur inn á styrktarreikning deildarinnar. Upphæðin safnaðist með sölu á handverki og veitingum sem nemendur stóðu fyrir á Barnamenningarhátíð í apríl.

Lesa meira

Metár umsókna við Háskólann á Akureyri

Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri, en alls bárust um 2.340 umsóknir að þessu sinni. Þetta er um 15% aukning frá síðasta ári og rúmlega 8% aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann.

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við nýtt svæði á Torfunefsbryggju Samið um fyrstu bygginguna

Samningur milli HN og verktakafyrirtækisins Húsheildar/Hyrnu um byggingu fyrsta hússins á Torfunefssvæðinu hefur verið undirritaður og markar ákveðin skref í uppbyggingu svæðisins.

Lesa meira

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.

Lesa meira

Magnaði Mendelssohn

Felix Mendelssohn (Bartholdy) er talinn hafa verð einn mesti tónsnillingur allra tíma. Undrabarn sem á sinni stuttu 38 ára æfi samdi eina fallegustu tónlist veraldar. Jafnvel önnur tónskáld kölluð hann "hinn nýja Bach" m.a. Liszt, Schumann og Berlioz.

Lesa meira

Glæsileg A-álma tekin í notkun í Glerárskóla

Ný og endurbætt A-álma hefur verið tekin í notkun í Glerárskóla. Gestum bauðst að líta á þær heilmiklu breytingar sem gerðar hafa verið á álmunni, en húsnæðið hefur verið endurnýjað á þann hátt að miklar breytingar hafa verið gerðar á vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks.

Lesa meira

Teikning sem lyftistöng fyrir minni og líðan

Listmeðferð hefur á undanförnum árum vakið aukna athygli sem áhrifarík aðferð til að bæta líðan og efla nám. Ein af frumkvöðlum á þessu sviði er Dr. Unnur Óttarsdóttir, listmeðferðarfræðingur og rannsakandi, sem hefur þróað og kennt listmeðferð í yfir þrjá áratugi.

Lesa meira

Nemendur Hlíðarskóla færðu ADHD samtökunum veglegan styrk sem þau söfnuðu með áheitahlaupi

Nemendur Hlíðarskóla færðu ADHD samtökunum veglegan styrk sem þau söfnuðu með áheitahlaupi.

Lesa meira

Sýning ársins opnar í Sigurhæðum með nýjum verkum Margrétar Jónsdóttur

Laugardaginn 7. júní n.k. verður opnun á ferskri heildarsýningu í Menningarhúsi í Sigurhæðum ásamt mögnuðum og glæsilegum nýjum verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns, sem hún hefur unnið sérstaklega fyrir Sigurhæðir af einstakri natni síðastliðið ár. Þar gefur að líta 17 persónur tengdar sögu Sigurhæða auk nýrra veggverka.

Sýning Margrétar er hluti af 40 ára starfsafmæli hennar sem listamanns á Akureyri.

Lesa meira