Mannlíf

Óvenju margir nýnemar í VMA

Kennsla hefst í dag samkvæmt stundaskrá í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sem næst 1000 nemendur hefja nám við skólann á haustönn og hefur þeim fjölgað töluvert frá fyrra ári. Nýnemar í skólanum (f. 2008) eru á milli 250 og 260 og hafa ekki verið fleiri til fjölda ára. Til samanburðar hófu 215 nýnemar nám við VMA haustið 2023. Sigurður Hlynur Sigurðsson áfangastjóri segir að aldrei í 40 ára sögu skólans hafi verið jafn fjölbreytt námsframboð í skólanum og núna á haustönn.

Lesa meira

Hópur kínverskra kafara mynda svartfugl við Flatey

Erlendur Bogason kafari  var nýverið með hóp kínverskra kafara við Flatey til að mynda lunda og aðra svartfugla neðansjávar við Flatey á Skjálfanda

Lesa meira

Matarmarkaður á Svartárkotsbúinu í Bárðardal

 Svartárkotsbúið í Bárðardal verður opið gestum á morgun sunnudag, 18. ágúst, þegar samtökin Beint frá býli halda upp á daginn með því að bjóða upp á heimsóknir á býli um land allt. Dagurinn er nú haldinn annað árið í röð. Beint frá býli dagurinn var haldinn á liðnu ári í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna og þá á 6 lögbýlum, einum í hverjum landshluta og var tilgangurinn að kynna starfsemi heimavinnsluaðila og byggja upp tengsl þeirra á milli.

Afar góð mæting var í öllum landshlutum og almennt mikil ánægja.

Lesa meira

Lét drauminn um sjálfbæra ræktun rætast í Reykjadal

-Góð uppskera í Vallakoti í þingeyjarsveit

 

Lesa meira

Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd fær gamla áhaldahúsið til afnota

„Við stefnum að því að efla mjög félagstarfið í sveitarfélaginu og hlökkum mikið til að taka húsið í notkun,“ segir Birgir Ingason gjaldkeri Ungmennafélagsins Æskunnar á Svalbarðsströnd. Fyrr í sumar var gert samkomulag á milli Æskunnar og sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um afnot félagsins að hluta húsnæðis við Svalbarðseyrarveg 8, sem er fyrrum áhaldahús sveitarfélagsins. Nú standa endurbætur yfir, „og það eru allir boðnir og búnir að liðsinna okkur eins og kostur er,“ segir Birgir.

Lesa meira

Norðurorka - Margvíslegur ávinningur af snjallmælum

Ávinningur af notkun snjallmæla er margvíslegur, fyrir viðskiptavini, veitukerfin, auðlindirnar og umhverfið. Með tilkomu snjallmæla getur þú fylgst nánar með notkuninni og þar með haft möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins í samræmi við raunverulega orkuþörf hverju sinni. Þannig nýtist orkan best. Betri yfirsýn gerir þér einnig kleift að bregðast hratt við ef upp kemur bilun eða óeðlileg notkun. Meiri upplýsingar og aukið gagnsæi auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn betur að ábyrgri auðlindanýtingu. Þá mun ekki lengur þurfa að lesa af mælunum þar sem álestrartölur verða sendar sjálfkrafa.

Lesa meira

Akureyri Gjaldskrá endurskoðuð

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að endurskoða þá hluta  gjaldskrár bæjarins sem snerta viðkvæma hópa og barnafjölskyldur.

Lesa meira

Elín Aradóttir ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands

Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.

Lesa meira

Kvæðamessa í Akureyrarkirkju

Glerárkirkja og Akureyrarkirkja standa saman að fjölbreyttum sumarmessum í Akureyrarkirkju kl. 11 á sunnudögum. Sunnudaginn 18. ágúst verður bryddað upp á þeirri nýung að halda Kvæðamessu með Kvæðamannafélaginu Gefjuni. 

Lesa meira

Engir vilja brúa bilið

Eins og vefurinn sagði frá 29 mai s.l óskaði Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut.

Lesa meira