Listasafnið á Akureyri: Opnun þriggja sýninga
Á morgun fimmtudag kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Gústav Geir Bollason – Sandtímasálmur um fölnandi jarðarblóm, Auður Lóa Guðnadóttir – Forvera og ljósmyndasamsýningin Svarthvítt. Boðið verður upp á listamannaspjall um Svarthvítt kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.