Mannlíf

Akureyrarbær og Rauði krossinn Samkomulag um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Bærinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem náð hefur slíku samkomulagi. Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út

Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Þúfa 46

Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.

 

Lesa meira

Lygar á lygar ofan og tilþrifamikill misskilningur

Leikfélag Húsavíkur setur upp „Sex í sveit“

Lesa meira

Agnar Forberg/Spacement heldur útgáfutónleika í Hofi

„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.

 

Lesa meira

Kynna nýjan grafreit í Naustaborgum

Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.

Lesa meira

Lóðir við Hofsbót boðnar út að nýju í vor

„Við stefnum að því að bjóða lóðirnar út fyrir vorið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. Útboðsskilmálar fyrir lóðir við Hofsbót 1 og 3 hafa verið endurskoðaðir, lágmarksverð er lægra.

 

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Hækkanir á ferðakostnaði barna og unglinga í tengslum við keppnisferðir í íþróttum veldur áhyggjum

Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum  en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.

Lesa meira

Nýjar sýningar á Listasafninu Sköpun bernskunnar og Margskonar

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku

„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.

 

Lesa meira

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir árið 2025

Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 2.358 manns á næstu tíu árum, sem er 11,6 prósent aukning. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.169 frá árinu 2020 eða um 6 prósent og því er spá Akureyrarbæjar eilítið varfærnari en hefur raungerst síðastliðin ár segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Lesa meira

50 ár frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári

Fimmtíu ár verða liðin frá Kópaskersskjálftanum á næsta ári. Skjálftinn reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Vakin var athygli á þessum væntanlegu tímamótum á fundi bæjarráðs Norðurþings nýverið.

 

Lesa meira

Margir notfæta sér frístundastyrk Akureyrarbæjar

Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.

 

Lesa meira

Leikdómur - Söngleikurinn Ólafía

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 

Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Marika Alavere.

Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit og B. Hreiðarsson Samið um áframhaldandi uppbyggingu

Skrifað hefur verið undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og B. Hreiðarsson um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit.

 

Lesa meira

Matartækni hefur verið kennd við VMA í 18 ár

Vonir standa til að nýr námshópur í matartækni geti hafið nám við Verkmenntaskólann á Akureyri næsta haust. VMA hefur lengi menntað og útskrifað matartækna, eða í 18 ára og áætlað er að á bilinu 80 til 100 matartæknar hafi verið útskrifaðir á tímabilinu.

 

Lesa meira

Listasafnið - Hin líflátna endurreisn Úkraínu

Í dag kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun hún fjalla um úkraínskt listafólk sem var uppi á árunum 1920-1930 og var beitt grimmilegri kúgun af hendi Sovétríkjanna. 

 

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Kateryna Ilchenko

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.

 

Lesa meira

Tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot í farvatninu

Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

 

Lesa meira

Kaktus 10 ára: 2025-Lokaútkall

Kaktus er listhópur sem rekur sitt eigið listarými í Listagilinu á Akureyri. Markmið hópsins er að bjóða upp á fjölbreytta menningarstarfsemi úr ýmsum listgreinum og styðja við grasrót menningar á Akureyri. Frá apríl 2015 hefur Kaktus staðið að yfir 500 listviðburðum. Listamenn víðsvegar að af landinu, sem og erlendis frá, hafa haldið sýningar, tónleika og staðið fyrir fjölbreyttri listsköpun undir merkjum Kaktuss og fjölmargir ungir listamenn stigið þar sín fyrstu spor.

 

Lesa meira

Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi Gaf sérhannað tæki til að losa aðskotahluti úr öndunarvegi

Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi hefur afhent leikskólanum Krummafæti og Kontornum hjálparbúnaðinni LiveVac, en um er að ræða sérhannað lækningatæki til að að losa aðskotahluti úr öndunarvegi hjá bæði fullorðnum og börnum.

 

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands kaupir 14 smáhýsi sem verða við Oddeyrartanga

Hafnasamlag Norðurlands hefur keypt 14 smáhýsi og hyggst setja þau upp á rútustæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar hefur veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsin á tímabilinu frá 1. maí - 30. september 2025.

 

Lesa meira

GRÓ Sjávarútvegsskólinn fær góða umsögn í alþjóðlegu mati

GRÓ Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í, hefur hlotið lof í nýju mati alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins GOPA. Skólinn, sem starfar undir merkjum UNESCO, hefur útskrifað um 500 sérfræðinga úr sex mánaða námi í fiskistjórnun, auk þess sem 1.700 sérfræðingar hafa sótt styttri námskeið við skólann. Í matsskýrslunni er sérstaklega horft til framlags skólans til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, einkum markmiðs 14 um líf í vatni.

 

Lesa meira

Velheppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar

S.l. fimmtudag fór fram vel heppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.

 

Lesa meira

Sjúkraþjálfun Akureyrar flutti í fyrra í Sunnuhlíð og fagnar 10 ára afmæli í ár

Sjúkraþjálfun Akureyrar fagnar í ár 10 ára afmæli sínu, var stofnuð árið 2015 af þeim Eydísi Valgarðsdóttur, Þóru Guðnýju Baldursdóttur, Guðmundi Daða Kristjánssyni og Tinnu Stefánsdóttur. Stofan var þá staðsett að Tryggvabraut 22 og samnýtti að hluta til aðstöðu með Heilsuþjálfun Davíðs Kristinssonar sem einnig aðstoðaði við stofnun stofunnar. Þann 1.júlí á liðnu ári fékk Sjúkraþjálfun Akureyrar afhenta glænýja og glæsilega aðstöðu í kjallara Sunnuhlíðar í Glerárhverfi á Akureyri, þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands er einnig til húsa. Húsnæðið sem er í eigu Heima (áður Reginn fasteignafélag) var teiknað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt með þarfir starfseminnar í huga og þar er nú rekin öflug sjúkraþjálfunarstöð.

Lesa meira