Mannlíf

Knattsp.deild KA dæmd til að greiða fyrrverandi þjálfara sínum tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnudeild KA var í dag dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra  til að greiða fyrrum þjálfara sínum 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5 nóvember 2023 vegna ágreinings aðila um túlkun á bónusgreiðslum til handa þjálfarans.  KA er einning gert að greiða málskostnað þjálfarans fyrrverandi. 

Aðspurður sagði Hjörvar Maronsson formaður knd KA að verið væri að fara yfir dóminn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref.

Lesa meira

Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar í haust

Stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í haust. Hún fer með hlutverk tannlæknisins. Kristinn Óli Haraldsson, tekur þátt í uppsetningunni en Króli mun leika Baldur blómasala.

Lesa meira

Drekinn

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé 

Lesa meira

,,Dáleiðsla frábær leið til að vinna úr áföllum"

„Ég hef alltaf haft áhuga á andlegum málum, trúað á eitthvað meira en vísindin og bæði fundið, séð og heyrt í gegnum ævina. Það er samt  ekki fyrr en núna undanfarna mánuði sem þetta er að banka meira á dyrnar hjá mér enda hefur þetta verið töluvert feimnismál og nóg af fordómum bæði í kringum mig og hið innra með sjálfri mér. Þetta finnst mér þó vera að breytast eða kannski er það bara það að ég er farin að umgangast fleira fólk sem er á þessari sömu línu,“ segir Hulda Ólafsdóttir sem ásamt fleirum stendur fyrir Dáleiðsludeginum í Hofi á Akureyri næstkomandi laugardag, 11. maí frá kl. 13 til 17.

Lesa meira

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð hefur verið starfrækt í 5 ár

„Bjarmahlíð er rekin með styrkjum en óskastaðan er sú að komast á fjárlög en þannig mætti nýta tíma sem fer í að eltast við peninga í reksturinn til að auka þjónustuna enn frekar,“ segir Kristín Snorradóttir teymisstjóri hjá Bjarmahlíð, þolendamiðstöð á Akureyri. Fimm ár eru um þessar mundir frá því starfsemin hófst og var tímamótanna minnst með afmælishófi á Múlabergi í gær, miðvikudag.

Lesa meira

Borgarhólsskóli fór með sigur af hólmi í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi þriðja sinn í gærkvöldi, 8. maí. Tíu skólar af Norðurlandi tóku þátt í ár og sýndu  afrakstur vinnu sinnar

Lesa meira

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Hákon Þröstur þekkir vel til starfsemi SFS, var í stjórn 2019 – 2020 og samfellt frá 2022. Hann er menntaður skipstjórnarmaður og var í liðlega tvo áratugi skipstjóri á skipum Samherja, síðustu sautján árin hefur hann hins vegar starfað á útgerðarsviði félagsins.

Lesa meira

Þjónustunefnd AA leitar að framtíðarhúsnæði

Brýnt er að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu að Strandgötu 21 þar sem AA-samtökin á Akureyri hafa haft aðstöðu sína um langt árabil.

Lesa meira

Sýning ársins 2024 opnuð á Sigurhæðum

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni. Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Lesa meira

Amtsbókasafnið - Býður garðverkfæri í útlán

Áður hefur verið haft á orði á þessum vef að starfsfólkið á Amtinu hér í bæ sé skemmtilega ferskt og fái líflegar hugmyndir sem notendur safnsins  kunna vel að meta. 

Í frétt frá þeim í dag er sagt frá að nú sé hægt að fá garðverkfæri,  takk fyrir takk,  að láni hjá Amtsbókasafninu!

Kæru safngestir! NÝJUNG! - Við erum farin að bjóða upp á garðverkfæri til útláns!

Það er farið að vora á Akureyri og kominn tími til að byrja vorverkin. Frá og með deginum í dag eru garðverkfæri til útláns hjá okkur, lánstími er 7 dagar. Verkfæri sem eru í boði: handskófla, lítil klóra, stungugaffall, stunguskófla, kantskeri, handklippur, greinaklippur, fata, beðhrífa, fíflajárn, greinasög og garðáhöld fyrir börn. Vinsamlegast þrifið verkfærin vel áður en þið skilið.

Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum

Lesa meira