Grisjunarviður nýttur til að reisa snjósöfnunargirðingar í Hlíðarfjalli
„Við höfum núna í haust verið að vinna trjáboli sem til féllu við grisjun sumarsins í Kjarnaskógi. Sumt af efninu nýtist til kurl- og eldiviðarframleiðslu en besta efnið er nýtt til framleiðslu á hvers konar borðviði,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.