Spennandi Sæludagur í Hörgársveit
Sæludagurinn er viðburður sem hefur fest sig í sess í Hörgársveit. Upprunalega var um að ræða einn stóran viðburður sem var haldinn ár hvert á laugardegi um Verslunarmannahelgina, en árið 2023 var ákveðið að prófa að skipta deginum upp í tvennt og halda Sæludaginn í júní og fjölskylduhátíð á Hjalteyri um Verzlunarmannahelgina.