We – Við – Meie
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu nýverið styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið er leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.