Mannlíf

Setið við vefstólinn

Í huga þess sem þetta pikkar inn er eitthvað notalegt við þá tilhugsun að sitja við vefstól og skapa eitthvað sem gleðja mun þá sem nota.  Það er þó jafn víst að pikkara skortir alla hæfileika í verkið en það má láta sig dreyma.

Á heimasíðu VMA má lesa þessa frásögn:

Lesa meira

Langþráður draumur rætist

Langþráður draumur hefur ræst í hópi yngri borgara Akureyrar, en Jón Bergur Arason ýtustjóri hefur lokið við að forma nýja sleðabrekkur á Kjarnatúni í Kjarnaskógi.

Lesa meira

Evrópudagur sjúkraliða

Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.

Lesa meira

Allt til enda í Listasafninu á Akureyri

Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkin í samstarfi við Friðrik og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem Hlynur Hallsson, safnstjóri, opnaði formlega í safnfræðslurými Listasafnsins

Lesa meira

Öflugir VMA-nemar í stærðfræðinni

Árangur tveggja nemenda í VMA, Orra Sigurbjörns Þorkelssonar og Víkings Þorra Sigurðssonar, í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fór fram 3. október sl. tryggði þeim þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram síðla vetrar. Orri Sigurbjörn keppir á neðra stigi en Víkingur Þorri á efra stigi.

Lesa meira

Óska eftir lýðheilsustyrk fyrir eldri borgara

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til  bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.

Markmið styrksins væri að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.

Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.
Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.

Fræðslu- og lýðheilsuráð fór yfir erindið en að svo búnu leggur það áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Fram kemur í bókun ráðsins að erindið verði tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

Lesa meira

Vonandi orðinn að árlegum viðburði

Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík

Lesa meira

Deiglan á morgun laugardag Gjörningur Heather Sincavage

Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.

Lesa meira

Söngelsk systkini ásamt meðleikara úr Dölunum

,,Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því. Því við hittumst alltaf í Fjóló... ,,Verðið þið í Fjóló um jólin?” er t.d. árleg spurning.

Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur (Vísnaplöturnar, Jólagestir Björgvins, svo fátt eitt sé nefnt) og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg. 

Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni.

Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og  öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur.

Á þessum tónleikum fáum við að njóta meðleiks píanorganistans, kórstjórans, ljósmyndarans og náttúrubarnsins úr Dölunum Eyþórs Inga Jónssonar. Hann er organisti í Akureyrarkirkju, stjórnar multi-talent-kórnum Hymnodíu og nær að fanga einstakar ljósmyndir í náttúrunni" segir fjöllistamaðurinn Ívar Helgason þegar hann var inntur eftir þvi hvað Fjólójól eiginlega væri.

Lesa meira

Maður getur allt ef maður trúir á sjálfan sig

Freyvangsleikhúsið-Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit.

Höfundur og leikstjóri;Jóhanna S.Ingólfsdóttir 

Verkið byggir á sögupersónum A.A.Milne en samkvæmt uppflettingum birtist Bangsímon fyrst fyrir sjónum fólks í Bretlandi á aðfangadagskvöldi 1925. 

Á fjölum Freyvangs eru Bangsímon og Gríslingur komnir til Íslands í jólasveinaleit. Þeir höfðu heyrt að þeir væru þrettán, þessir heiðursmenn sem ekki vildu ónáða, allir í senn. En þeir félagar skunda af stað og á leið þeirra verði ýmsar persónur sem eru ansi áhugaverðar. Allt gengur þó upp að lokum, því það er nánast allt hægt, ef maður trúir á sig sjálfan. 

 

Lesa meira