Mannlíf

89 brautskráðust frá Háskólnum á Akureyri

Vetrarbrautskráningarathöfn fór fram í Háskólanum á Akureyri í annað sinn nú um liðna helgi. Athöfnin var ætluð kandídötum sem fengu brautskráningarskírteini sín í október 2023 og þeim sem brautskráðust 17. febrúar síðastliðinn. Alls brautskráðust 89 kandídatar af tveimur fræðasviðum í október og febrúar. Af þeim brautskráðust 19 kandídatar frá Háskólasetri Vestfjarða og er þeim boðið á hátíðlega athöfn á Hrafnseyri þann 17. júní 2024.

Í ræðu sinni fjallaði Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri, meðal annars um eflingu og vöxt háskólans. „Til gamans má geta að stúdentum HA hefur fjölgað um rúm 60% á undanförnum áratug. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á að hér ríki persónulegt og sterkt námssamfélag. Ég vona að það sé einmitt ykkar upplifun af háskólagöngu ykkar hér. Samfélagið og sú umgjörð sem það skapar breytist hratt og í dag er staðreyndin sú að stúdentar halda ansi mörgum boltum á lofti, með fjölbreyttar áskoranir og áreiti úr öllum áttum.“

Lesa meira

Settu upp tölvustofu í ABC skóla í Burkina Faso

„Ferðin gekk vel í alla staði, markmiðið var vel skilgreint og við náðum að gera það sem við ætluðum okkur,“ segir Adam Ásgeir Óskarsson sem kom i byrjun vikunnar heim eftir ferð til Afríkuríkisins Burkina Faso.

Þar setti hann ásamt ferðafélögum upp tölvustofu í Ecole ABC de Bobo sem er ABC skóli rekin í næst stærstu borg landsins, Bobo Dioulasso. Tölvunum hafði Adam safnað á Íslandi á liðnu ári, um 100 borðtölvum sem skipt var út í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir fartölvur og þá fékk hann einnig tölvur, skjávarpa og fleira frá Sýn, Vodafone, Menntaskólanum í Tröllaskaga , Origo Lausnum, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Gaflara og Tengi.

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar á Listasafni – Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil

Á morgun laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2024 og Samspil opnaðar í Listasafninu á Akureyri. Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn. Unnin eru verk sem falla að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er hringir.

Myndlistarmennirnir sem boðin var þátttaka í ár eru Gunnar Kr. Jónasson og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Skólarnir sem taka þátt að þessu sinni eru leikskólinn Naustatjörn og grunnskólarnir Glerárskóli og Naustaskóli, sem og Minjasafnið á Akureyri / Leikfangahúsið.

Leikskólabörnin komu í Listasafnið í nóvember síðastliðnum og unnu sín verk undir stjórn beggja fræðslufulltrúa safnsins. Myndmenntakennarar þeirra grunnskóla sem taka þátt stýra vinnu sinna nemenda, sem unnin er sérstaklega fyrir sýninguna. Sýningarstjóri: Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

Listamenn bjóða ungmennum af erlendum uppruna í listrænt samtal

Sýningin Samspil er afrakstur þess að bjóða ungmennum af erlendum uppruna að sækja listvinnustofu í Listasafninu á Akureyri. Í vinnustofunni fengu þau innblástur úr völdum verkum úr safneigninni og unnu eigin verk undir handleiðslu starfandi listamanna. Í ferlinu fengu þátttakendur tækifæri til að efla þekkingu sína, tjá sig í gegnum listina á eigin forsendum og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þeir kynntust jafnframt listsköpunarferlinu frá upphafi til enda; frá því að hugmynd fæddist og þar til afraksturinn var settur upp á sýningu. Listamennirnir Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson stjórnuðu vinnunni með áherslu á sköpun og sjálfstæði.

Með verkefni sem þessu vill Listasafnið ná til breiðari hóps safngesta og hvetja ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til virkrar þátttöku í menningarstarfi. Tryggja þarf aðgengi að menningu fyrir alla þjóðfélagshópa, því fjölbreytni í menningarlífi styrkir samfélagið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Velferðarsvið Akureyrarbæjar og styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands. Verkefnisstjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.

 

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Ari Tuckman er bandarískur sálfræðingur og kynlífsfræðingur sem hefur sérhæft sig í ADHD. Hann hefur skrifað bækur um ADHD og ferðast víðsvegar um heiminn til þess að koma fram á ráðstefnum. Við vorum í sambandi við hann og fengum að heyra skoðanir hans á hinum ýmsu málefnum sem tengjast ADHD.

Í nýjasta þætti heilsaogsal.is hlaðvarp fræðir Ari hlustendur um ADHD og kynlíf, áskoranir sem hann sér að pör glíma gjarnan við þegar annar aðilinn í sambandinu er með ADHD og kemur með góð ráð fyrir pör. Öll áhugasöm um ADHD eru hvött til þess að hlusta.

Lesa meira

And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson frumsýnt á dánardegi höfundarins

And Björk, of course, eftir Þorvald Þorsteinsson, er í senn sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Leikstjóri verksins er Gréta Kristín Ómarsdóttir en leikarar eru Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson, Eygló Hilmarsdóttir, Urður Bergsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.

Lesa meira

Frábær árangur DSA - Listdansskóla Akureyrar í undankeppni Dance World Cup

Þær gerðu það sannarlega gott stelpurnar  frá  DSA - Listdansskóla Akureyrar  sem tóku þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu s.l.  mánudag.  

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag í flokknum söngur og dans með 85 stigum! Þar að auki komu þær heim með fjögur silfur og eitt brons. Yngsti keppandinn var aðeins 6 ára og fór heim með hvorki meira né minna en þrjú verðlaun. 

 Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum. 

 

Lesa meira

Listamaður Norðurþings gefur til baka

Stendur fyrir tónlistarhátíð á Húsavík um páskana

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn Hollvina Húna í Lögmannshlíð

Þeir komu ekki tómhentir  félagarnir  i Hollvinum Húna þegar  þeir s.l. föstudag mættu í heimsókn i  Öldrunarheimilið  Lögmannshlíð.  Félagarnir höfðu meðferðis líkan af Húna ll Hu 2 sem smíðað var fyrir hollvini á s.l ári.  Er þetta í kjölfar þess að fyrrum sjómenn ÚA afhentu á dögunum Dvalarheimilinu Hlíð glæsilegt líkan af Stellunum svokölluðu, skipi ÚA og verða skipslíkönin til sýnis hjá heimilisfólkinu næstu mánuði.

Lesa meira

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF"

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun  björgunarþyrlan TF-LÍF verða flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni  Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð.   Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn  Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum og aðstæðum.  Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi  með TF-LÍF 

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum mun  björgunarþyrlan TF-LIF verður flutt til Akureyrar innan skamms og komið fyrir á Flugsafni  Íslands þar sem þessi margfræga þyrlu mun verða til sýnis um alla tíð.   Þyrla sem er að gerðinni Aérospatiale AS-332L 1 Super Puma var pöntuð af Landhelgisgæslunni i júni 1994 og afhent hér ári seinna með mikilli viðhöfn. Óhætt er að segja að TF- LÍF undir stjórn  Landhelgisgæslunnar hafi svo sannarlega verið dýrmæt og komið að afar mörgum lífsbjargandi aðgerðum í hinum ýmsu veðrum.  Láta mun nærri að tæplega 1600 manns hafi verið bjargað eða fluttir í sjúkraflugi  með TF-LÍF þennan aldarfjórðug sem  þyrlan ,,stóð vaktina".  Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.

Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.  

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.

 Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.

,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."

,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.

.  Landshelgisgæslan tók TF-LÍF úr notkun árið 2020.

Steinunn María Sveinsdóttir safnsstjóri á Flugsafninu er svo sannarlega í sjöunda himni með nýja safngripinn.  

,,Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og bæta henni við safnkost okkar. Þyrlan á sér merka sögu og þótti bylting í þyrlurekstri Landhelgisgæslunnar þegar hún kom til landsins árið 1995. Hún snertir strengi í hjörtum margra og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, þá ríkir mikil ánægja með að hún verði varðveitt á Flugsafninu.

 Ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvenær hún kemur norður en það styttist í það. Sænska fyrirtækið Ex-Change Parts AB sem keypti TF-LÍF, tók úr henni hluti sem þóttu nýtilegir og gáfu safninu þyrluna af miklum góðhug. Þeir hafa einnig gefið safninu varahluti sem nýtast til að gera hana sýningarhæfa og erum við þeim afar þakklát. Við munum vinna að því að gera hana sýningarhæfa þegar hún kemur norður og síðan finna henni varanlegan stað í safninu, en til þess þurfum við að endurraða aðeins og gerum við það í haust áður en Þristurinn kemur inn fyrir veturinn" og Steinunn María bætir við.

,, Henni verður komið fyrir nálægt "litlu systur" þyrlunni TF-SIF og flugvélinni TF-SYN, sem báðar þjónuðu Landhelgisgæslunni dyggilega um áratugaskeið. Stefna safnsins hefur verið að hópa saman flygildum sem tengjast björgunar- og sjúkraflugi en á safninu er sýning um björgunar- og sjúkraflug sem safnið hlaut styrk til úr Safnasjóði. Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í flugsögu Íslendinga og mikilvægt að gera því góð skil á Flugsafni Íslands."

,,Í góðu samstarfi við öldungaráð Landhelgisgæslunnar, Landhelgisgæsluna, sænsku kaupendurna, velunnara og styrktaraðila höfum við unnið að þessu góða verkefni síðustu mánuði. Við hlökkum til að taka á móti TF-LÍF og gera betur grein fyrir öllu því góða fólki og fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið,, segir svo í færslu á Facebooksíðu Flugsafnsins.

 

Lesa meira

Einbúakaffi í Akureyrarkirkju í fyrsta sinn fimmtudaginn 15 febrúar n.k.

Sr. Hildur Eir Bolladóttir segir frá þvi í færslu á Facebook nú í morgun að opið hús verði i Safnaðarheimilinu fyrir alla sem búa einir en lagni til þess að hitta  annað fólk og svala þannig  félagslegri þörf sinni.  Þarna verður hægt að grípa í spil, rifja upp mannganginn við taflborðið, vinna hannyrðir, greina ljóð, eða ræða um bækur, trúmál nú eða blessuð þjóðmálin og liklega skipulagssmál innanbæjar  eða bara segja skemmtilegar sögur. 

Drekka gott kaffi og hafa kleinu með því.

Sr. Hildur Eir segir  ennfremur að fyrirhugað sé að ,,Fá gesti í heimsókn sem kenna slökun, eða prjónaskap eða heimsspeki en umfram allt er þetta hugsað fyrir alla sem búa einir en hafa gaman af fólki á öllum aldri af öllum kynjum í breidd hinnar guðdómlegur sköpunar."

,,Prestarnir munu ekki láta sig vanta i gott kaffið sem ísbrjótar samskiptanna, leiða spjalllið hér og þar um salinn og njóta þess að vera með," eins og segir i tilkynningu.

Lesa meira