
Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri
„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.