Mannlíf

Sköpuðu dýrmætar minningar á Bessastöðum

Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík á fund forseta

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við neðsta hluta kirkjutrappanna

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að loka neðri hluti kirkjutrappanna næstu daga vegna framkvæmda.

 

Lesa meira

Veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.

 

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn Samkomulag um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Bærinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem náð hefur slíku samkomulagi. Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út

Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Þúfa 46

Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.

 

Lesa meira

Lygar á lygar ofan og tilþrifamikill misskilningur

Leikfélag Húsavíkur setur upp „Sex í sveit“

Lesa meira

Agnar Forberg/Spacement heldur útgáfutónleika í Hofi

„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.

 

Lesa meira