Mannlíf

„Ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki“

Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Bergmann hefur verið í fantaformi með KA í Pepsi-Max deildinni í fótbolta í sumar en norðanmenn hafa spilað vel í byrjun sumars og eru í toppbaráttunni. Hallgrímur hefur verið lengi í herbúðum KA og er leikjahæsti leikmaður liðsins. Vikublaðið ræddi við Hallgrím um boltann og ýmislegt fleira. Ég byrja á að spyrja Hallgrím hvort frammistaða KA-manna í sumar hafi verið vonum framar? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við erum með mjög sterkan og kröfuharðan hóp svo ég myndi mögulega segja að hún sé á pari ef við horfum á stigafjöldann. Liðið sjálft á nóg inni hvað varðar spilamennsku. Við höfum misst sterka leikmenn í meiðsli en það segir svolítið um styrkin á okkar hóp hvar við erum í töflunni þrátt fyrir svona mörg áföll,“ segir Hallgrímur. Er raunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn? „Ég hef fulla trú á því að við getum barist við bestu liðin, hvort sem það verður um Evrópusæti eða Íslandsmeistaratitilinn....
Lesa meira

Blóm er gjöf sem gleður

Vinir mínir segja margir að ég sé klikkaður enda aukast sífellt öfgarnar í pottablómaáhugamáli mínu. Í dag á ég eina plöntu fyrir hverja viku ársins eða alls 52 og þeim á eflaust eftir að fjölga. Plönturnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Allt frá litlum kaktusum, hawaii rósum, stórum drekatrjám og eitt nýlegt ólívutré svo dæmi sé tekið.
Lesa meira

Nemendur við Hlíðarskóla styrktu Krabbameinsfélag Akureyrar

Lesa meira

„Það þarf stundum að ná mér niður á jörðina“

Linda Margrét Baldursdóttir hjólaði ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Eiðsyni 430 km. leið frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði síðast liðið sumar. Ferðin reyndist hið mesta ævintýri þar sem veðuröflin létu finna fyrir sér. Um næstu helgi hefst nýtt hjólreiðaævintýri þegar þau hjónin leggja af stað frá Höfn til Reykjavíkur. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Lindu á dögunum.
Lesa meira

Hey You með Kjass komið út

Lesa meira

Vinnan er helsta áhugamálið

Akureyringurinn Baldvin Z er einn fremsti leikstjóri landsins og hefur sent frá sér kvikmyndir á borð við Lof mér að falla og Vonarstræti sem hafa slegið í gegn. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ungur að árum þegar hann vissi hvað braut hann ætlaði að feta í lífinu. Baldvin Z er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum. „Covid fór bara frekar vel með mig og mína og er ég endalaust þakklátur fyrir það. Ég er spenntur fyrir sumrinu, sem reyndar fer mestmegnis í vinnu hjá mér. Ég er í tökum núna á sjónvarpsseríunnni Svörtu Söndum sem verða frumsýndir á Stöð 2 um jólin. Þetta er alveg eitthvað annað. Geðveikt spennandi saga, frumleg og frökk í umhverfi sem við höfum séð áður, en kemur okkur svo sannarlega á óvart. Svo eru tvær bíómyndir í farvatninu og einnig leikinn sería um Frú Vigdísi Finnbogadóttur.....
Lesa meira

„Það verða Mærudagar, það er alveg klárt"

Bæjarhátíðin Mærudagar á Húsavík fór ekki fram með formlegum hætti síðasta sumar af sóttvarnaástæðum vegna Covid-19 faraldursins. Margir hafa beðið spenntir eftir fréttum um það hvort hátíðin verði haldin í ár enda bólusetningar komnar vel af stað.
Lesa meira

Gleðibomba í Mývatnssveit: „Algjörlega einstök upplifun“

Það verður sannkölluð orku- og gleðibomba í Mývatnssveit helgina 28.-30. maí. von er á fjölda fólks í sveitina fögru enda heilmikil dagskrá framundan.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Frumskógur í stofunni

Eins og komið hefur fram í fyrri þáttum af Með mold undir nöglunum er ræktun pottablóma mitt helsta áhugamál í dag; og í rauninni allt sem viðkemur ræktun. Ég hef alið með mér þann draum lengi að vera með sjálfbært heimili er viðkemur grænmeti og ávöxtum. Markmiðið er að rækta allt mitt grænmeti sjálfur og jafnframt einhverjar tegundir af berjum. Nú er ég líka að fara flytja og á nýja heimilinu verður gróðurhús og berjagarðar. Ég gæti ekki hlakkað meira til.
Lesa meira