Tveir nýir bekkir settir upp í Hrísey
Tveimur nýjum bekkjum hefur verið komið fyrir í Hrísey, báðir voru þeir gefnir til minningar um horfna samferðarmenn. Annar er til minningar um Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur Blöndal og Áslaug Jóhannesson og hinn um sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur.