Stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi
„Það stefnir í góðan vetur í ferðaþjónustu á Norðurlandi og það breytir miklu að easyJet hafi ákveðið að bjóða upp á flug frá London frá október og út apríl og frá Manchester því til viðbótar. Með því náum við að tengja betur saman haust, vetur og vor sem hafa verið rólegri tímabil í ferðaþjónustu miðað við sumri,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.