Mannlíf

NorðurHjálp - Leita að nýju húsnæði fyrir nytjamarkaðinn

„Það er sorglegt að þörfin í okkar góða samfélagi sé svona mikil,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra vösku kvenna sem standa að markaðnum NorðurHjálp. Með henni eru þær  Guðbjörg Thorsen, Anna Jóna Vigfúsdóttir og Stefanía Fjóla Elísdóttir. Alla hafa þær að baki langa reynslu af sjálfboðaliðastörfum. Markaðurinn var opnaður í lok október, hefur starfað í þrjá mánuði og þegar úthlutað um 2,6 milljónum króna til þeirra sem minna mega sín á Akureyri og nærsveitum.

Lesa meira

Íþróttahátíð Akureyrar - Myndir

Íþróttahátíð Akureyrar var  haldi í Hofi í  gær eins og fram hefur komið.   Þar var ekki aðeins tilkynnt um kjör á íþróttafólki Akureyrar því einnig voru afhentir styrkir og veittar heiðursviðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs.   

Hér má sjá myndir sem teknar voru við þetta tilefni:

Lesa meira

Hefur alltaf þótt meira gaman að vera með yngra fólkinu

Ekki verður sagt að aðstaða til íþróttakennslu á fyrstu árum Verkmenntaskólans á Akureyri hafi verið upp á marga fiska. En bæði kennarar og nemendur létu sér þetta lynda enda ekkert annað í boði. Ásdís Karlsdóttir var ein þeirra íþróttakennara sem tóku fyrstu skrefin í íþróttakennslu í skólanum fyrir um fjórum áratugum og kenndi íþróttir við skólann sem næst tvo áratugi – eða þar til hún varð 67 ára gömul. Þetta viðtal birtist á vef Verkmenntaskólans og hér birt með góðfúslegu leyfi frá vefstjóra skólans

„Aðstaðan var heldur bágborin. Til að byrja með var bara aðstaða fyrir verklega kennslu niður í Íþróttahöll og síðan voru bóklegu tímarnir upp í skóla. Það var því oft erfitt að koma saman stundaskrá því bæði við kennararnir og nemendur vorum á eilífum hlaupum á milli. En þetta var vissulega ágætis líkamsrækt!

Lesa meira

Perlað af krafti á Akureyri

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla með Norðlendingum fimmtudaginn, 1. febrúar í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélagið á Akureyri og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri.

 

Lesa meira

Tímalaus tenging á Húsavík

Unglingsstelpur á Húsavík spreyta sig á stuttmyndagerð

Lesa meira

Lionsklúbburinn Hængur gefur tvo rafsuðuhjálma sem fara til Burkina Faso

„Þessi gjöf mun örugglega koma sér mjög vel,“ segir Adam Ásgeir Óskarsson sem tók við tveimur rafsuðuhjálmum að gjöf frá Lionsklúbbnum Hæng. Gjöfin var afhent á þorrafundi Hængs á dögunum.

Lesa meira

Nýjar sýningar opnaðar á Listasafninu á Akureyri Steinvölur Eyjafjarðar, Kveikja og Sena

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 27. janúar kl. 15, en sýnendur eru Alexander Steig – Steinvölur Eyjafjarðar, Guðný Kristmannsdóttir – Kveikja, og Sigurður Atli Sigurðsson – Sena.

Boðið verður upp á listamannaspjall með Alexander Steig og Sigurði Atla kl. 15.45 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Haldið verður listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur laugardaginn 3. febrúar kl. 15 og boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningarnar þrjár sunnudaginn 24. mars kl. 11-12.

Lesa meira

Aðalúthlutun safnasjóðs 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut 6,3 milljónir í styrk úr safnasjóði

Lilja D. Alfreðsdóttir afhenti í þessari viku styrki úr safnasjóði.   Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 6,3 milljónir, Minjasafnið á Akureyri 6,1 milljón, Flugsafnið á Akureyri 5,1 milljón, Listasafnið á Akureyri 4,4 milljónir og  Hvalasafnið á Húsavík 3,1 milljón.

Lesa meira

Skipulagstillaga um byggð í Vaðlaheiði

-Eftirspurn eftir lóðum í Vaðlaheiði hefur aukist og þyrpingar þegar risið

Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðarhús og frístundahús í Vaðlaheiði og hafa risið þyrpingar á þegar skilgreindum landnotkunarreitum. Sveitarfélögin sem í hlut eiga hafa fundið fyrir greinilegum áhuga á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu og því var ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar skipulagsáætlunar vegna uppbyggingarinnar í stað þess að taka fyrir eina og eina spildu í einu í takt við framkvæmdaáform hverju sinni.

Lesa meira

Akstursstyrkir vegna barna í Hrísey

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga sem búsett eru í Hrísey.

Lesa meira