Hermannsbúð tekin í notkun við Útgerðarminjasafnið á Grenivík
Hermannsbúð var tekin í notkun við Útgerðarminjasafnið á Grenivík í tengslum við Grenivíkurgleði fyrir skemmstu. Þar með er Hermann TH 34, hundrað ára súðbyrðingur á heimsminjaskrá kominn í eigið húsnæði.