Mannlíf

Bólusetningarnar verið afar krefjandi en lærdómsríkt ferli

Inga Berglind Birgisdóttir er yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN sem hefur séð um bólusetningar á Norðurlandi. Nóg hefur verið að gera hjá Ingu undanfarið og í mörg horn að líta enda eru bólusetningarnar afar vandasamt og krefjandi verkefni. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Ingu Berglindar. „Bólusetningarnar hérna fyrir norðan hafa heilt yfir gengið mjög vel og ég er afar þakklát fyrir hvað það er frábært fólk sem hefur komið að þessu stóra verkefni. Helst ber að nefna mjög gott samstarf allra viðbragðsaðila hér á Akureyri og þá helst Slökkviliðið og lögreglu, einnig Rauða Krossinn, Landsbjörgu og Sjúkrahúsið. Síðast en alls ekki síst allt starfsfólkið á HSN sem hefur staðið sig afar vel í þessu stóra verkefni,“ segir Inga Berglind. Hún segir að almennt sé fólk jákvætt fyrir því að fá bóluefni. „Flestir eru mjög fegnir að loks sé komið að því að bólusetja landann. Margir hafa verið í erfiðri stöðu um langa hríð og því er það mikið gleðiefni fyrir fólk að fá bólusetningu. Það er mín upplifun að fólki finnst þetta ganga of hægt og flestir eru tilbúnir að rétta fram handlegginn og þiggja bóluefni.“ Hún segir þetta umfangsmesta verkefnið sem hún hafi tekist á við í sínu starfi. „Tvímælalaust. Eins og bara faraldurinn allur. Við rétt blikkum augunum og þá eru áherslurnar í dag orðnar allt aðrar en í gær en með einhverjum ótrúlegum hætti náum við þó alltaf að rétta úr okkur og halda áfram. Vinnudagarnir hafa verið bæði langir og strangir og stundum erfitt að slíta sig frá vinnu eftir að heim er komið. En þrátt fyrir það hafa þeir líka verið lærdómsríkir og skemmtilegir.“ Inga segir að enginn dagur sé eins í vinnunni.
Lesa meira

Vilja varðveita listaverk eftir Margeir Dire

Lesa meira

„Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst“

„Það var mikið gleðiefni þegar Hjalti vinur minn, höfum reyndar þekkst í skamman tíma, skoraði á mig í þetta ágæta matarhorn. Hann hefur væntanlega gert það að áeggjan Siguróla sem ég er búin að þekkja af góðu einu mun lengur,“ segir Brynjar Davíðsson sem tók áskorun frá Hjalta Þór Hreinssyni og sér um matarhornið þessa vikuna. „Það gleður mig mjög að þeir hafi getað skemmt sér yfir þessum gjörningi. Siguróli skuldar mér einmitt matarboð og ég geri kröfu á að Hjalti verði þar líka. Sjálfur er ég ekki mikið í tilraunamennsku í eldhúsinu, þessi eina önn sem ég tók á matvælabraut í VMA virðist löngu gleymd. Ekki eru matreiðslubækur ofarlega í staflanum á náttborðinu mínu eins og hjá þeim kumpánum og liðsfélögum mínum í El Clasico boltanum. Er þó mikill aðdáandi Matreiðslubókar Friðriks Dórs, en líklega best að segja ekki mikið frá því hér. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst og þó engar séu bækurnar þá er gagnaöflun nokkuð einföld. Ég ætla nú samt að reyna vinna með þrjá rétti í þessari grein. Lambalæri er einfalt og erfitt að klúðra því nema með nokkuri lagni. Hamborgarar eru klassískir á grillið og nú þegar vora tekur er það alveg tilvalið. Svo er líka þessi fína döðluterta í boði sem sjaldan klikkar. Nema þú borðir ekki döðlur,eins og tilfellið er reyndar með mig,“ segir Brynjar.
Lesa meira

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Lesa meira

„Alveg tilbúin til að kveðja lífsstarfið mitt“

Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena vakti nýverið athygli í þættinum Það er komin Helgi þar sem hún mætti í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðamanna Vindanna. Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék á als oddi. Vikublaðið fékk Helenu til að vera Norðlending vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

Hermann Karlsson ráðinn í nýja stöðu Almannavarna og lögreglu

Lesa meira

Norðlensk hlaðvörp ryðja sér til rúms

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Matarhornið: Klassískar uppskriftir sem henta vel í matarboðin

„Ég er virkilega ánægður með útnefninguna frá Siguróla vini mínum fyrir þennan ágæta lið,“ segir Hjalti Þór Hreinsson sem hefur umsjón með matarhorni vikunnar. „Ég, og við hjónin, erum ansi dugleg og liðtæk í eldhúsinu. Njótum þess að fá gesti í mat og eigum bæði nokkrar skotheldar uppskriftir sem við grípum oft í, en finnst líka gaman að söðla um og feta nýjar slóðir. Við horfum líka mikið á matreiðsluþætti og ýmislegt tengt mat og matargerð. Þá skoðar maður netið, bæði samfélagsmiðla og heimasíður (mæli með Serious Eats síðunni, sérstaklega). Ég hef mjög gaman af því að lesa, á fjölda uppskriftabóka, allt frá tæknilegum bókum um vísindi bakvið matargerð (mæli með Food Lab eftir Kenji López-Alt), út í sögu matargerðar, til dæmis gaf Siguróli mér einmitt bók um matargerðarlist Íslendinga á miðöldum, Pipraðir Páfuglar. Hafði eðlilega mjög gaman af henni. Ég er meira fyrir slíkar bækur en eiginlegar uppskriftabækur. Ég fylgi ekki oft uppskriftum en fæ oft hugmyndir og innblástur af þeim, sem svo breytast aðeins og þróast þegar maður færir sig í eldhúsið,“ segir Hjalti. „Uppskriftirnar hér eru nokkuð klassískar og eiga það sameiginlegt að henta vel í matarboð og jafnvel í fjölmennari veislur. Við Siguróli höfum einmitt staðið fyrir fögnuði í kringum Superbowl undanfarin ár, þar sló pulled pork til að mynda vel í gegn fyrir nokkrum árum, og nú síðast í janúar var það eftirrétturinn sem var margrómaður.“
Lesa meira

„Voru bara einhverjir sérvitringar sem að stunduðu skíðagöngu“

Gönguskíðaæðið á landinu hefur varla farið framhjá mörgum en nánast annar hver maður stundar nú sportið af harðfylgi. Ólafur Björnsson hjá Skíðafélagi Akureyrar hefur ekki farið varhluta af áhuga Akureyringa og annarra landsmanna á gönguskíðasportinu. Ólafur, sem starfar sem kennari við VMA í aðalstarfi, ræddi við Vikublaðið um íþróttina vinsælu. „Skíðafélag Akureyrar heldur úti reglulegum æfingum fyrir börn og unglinga. Einnig eru vikulegar æfingar fyrir fullorðna. Þar fjölgaði svo mikið í vetur að við þurftum að skipta fólki í fleiri hópa. Það eru tveir svokallaðir byrjendahópar, einn millihópur fyrir fólk með svolitla reynslu og svo er framhaldshópur þar sem stundum er tekið ansi vel á því. Þetta eru sirka 100 manns sem að eru á þessum vikulegu æfingum. Þar erum við þrír þjálfarar. Það hefur verið mikið að gera í námskeiðshaldi og æfingum í vetur en sérstaklega hefur iðkun fullorðinna sprungið út og við erum með tugi manns sem mæta á vikulegar æfingar hjá Skíðafélaginu,“ segir Ólafur. Þá segir hann mikla fjölgun hjá þeim sem stunda skíðagöngu sér til ánægju og heilsubótar.
Lesa meira