Mannlíf

Leikdómur - Söngleikurinn Ólafía

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 

Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Marika Alavere.

Enn á ný er litla félagsheimilið á Breiðumýri vettvangur leiklistar og þótt húsið með sitt flata gólf henti ekkert sérstaklega vel til leiksýninga, fyrir leikhúsgestinn, vekur það furðu hversu vel húsið umfaðmar gestinn. Þar munar mestu sú stórgóða hugmynd að skapa kaffihúsastemningu með litlum hringborðum hvar gestum býðst að panta sér kaffi eða aðra drykki, vöfflur með sultu og rjóma og/eða annað góðgæti að bragða á fyrir sýningu eða í hléi. Undirritaður getur staðfest að rjómavafflan bragðaðist vel og kaffið heitt eins og kaffi á að vera. Var þessi þáttur leiksýningar þar með gulltryggður!

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit og B. Hreiðarsson Samið um áframhaldandi uppbyggingu

Skrifað hefur verið undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og B. Hreiðarsson um áframhaldandi uppbyggingu viðbyggingar við Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöðina í Eyjafjarðarsveit.

 

Lesa meira

Matartækni hefur verið kennd við VMA í 18 ár

Vonir standa til að nýr námshópur í matartækni geti hafið nám við Verkmenntaskólann á Akureyri næsta haust. VMA hefur lengi menntað og útskrifað matartækna, eða í 18 ára og áætlað er að á bilinu 80 til 100 matartæknar hafi verið útskrifaðir á tímabilinu.

 

Lesa meira

Listasafnið - Hin líflátna endurreisn Úkraínu

Í dag kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, mun hún fjalla um úkraínskt listafólk sem var uppi á árunum 1920-1930 og var beitt grimmilegri kúgun af hendi Sovétríkjanna. 

 

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Kateryna Ilchenko

Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 17-17.40 heldur úkraínska listakonan Kateryna Ilchenko Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni The Executed Renaissance of Ukraine.

 

Lesa meira

Tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot í farvatninu

Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs, í samráði við bæjarlögmann, að gera drög að tilraunaverkefni um þjónustusamning við Kisukot, tímabundið til eins árs og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

 

Lesa meira

Kaktus 10 ára: 2025-Lokaútkall

Kaktus er listhópur sem rekur sitt eigið listarými í Listagilinu á Akureyri. Markmið hópsins er að bjóða upp á fjölbreytta menningarstarfsemi úr ýmsum listgreinum og styðja við grasrót menningar á Akureyri. Frá apríl 2015 hefur Kaktus staðið að yfir 500 listviðburðum. Listamenn víðsvegar að af landinu, sem og erlendis frá, hafa haldið sýningar, tónleika og staðið fyrir fjölbreyttri listsköpun undir merkjum Kaktuss og fjölmargir ungir listamenn stigið þar sín fyrstu spor.

 

Lesa meira

Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi Gaf sérhannað tæki til að losa aðskotahluti úr öndunarvegi

Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi hefur afhent leikskólanum Krummafæti og Kontornum hjálparbúnaðinni LiveVac, en um er að ræða sérhannað lækningatæki til að að losa aðskotahluti úr öndunarvegi hjá bæði fullorðnum og börnum.

 

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands kaupir 14 smáhýsi sem verða við Oddeyrartanga

Hafnasamlag Norðurlands hefur keypt 14 smáhýsi og hyggst setja þau upp á rútustæði við Oddeyrartanga. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar hefur veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsin á tímabilinu frá 1. maí - 30. september 2025.

 

Lesa meira

GRÓ Sjávarútvegsskólinn fær góða umsögn í alþjóðlegu mati

GRÓ Sjávarútvegsskólinn sem Háskólinn á Akureyri er þátttakandi í, hefur hlotið lof í nýju mati alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins GOPA. Skólinn, sem starfar undir merkjum UNESCO, hefur útskrifað um 500 sérfræðinga úr sex mánaða námi í fiskistjórnun, auk þess sem 1.700 sérfræðingar hafa sótt styttri námskeið við skólann. Í matsskýrslunni er sérstaklega horft til framlags skólans til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni, einkum markmiðs 14 um líf í vatni.

 

Lesa meira

Velheppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar

S.l. fimmtudag fór fram vel heppnað Fyrirtækjaþing Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem stjórnendur á fimmta tugs fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífsins á svæðinu.

 

Lesa meira

Sjúkraþjálfun Akureyrar flutti í fyrra í Sunnuhlíð og fagnar 10 ára afmæli í ár

Sjúkraþjálfun Akureyrar fagnar í ár 10 ára afmæli sínu, var stofnuð árið 2015 af þeim Eydísi Valgarðsdóttur, Þóru Guðnýju Baldursdóttur, Guðmundi Daða Kristjánssyni og Tinnu Stefánsdóttur. Stofan var þá staðsett að Tryggvabraut 22 og samnýtti að hluta til aðstöðu með Heilsuþjálfun Davíðs Kristinssonar sem einnig aðstoðaði við stofnun stofunnar. Þann 1.júlí á liðnu ári fékk Sjúkraþjálfun Akureyrar afhenta glænýja og glæsilega aðstöðu í kjallara Sunnuhlíðar í Glerárhverfi á Akureyri, þar sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands er einnig til húsa. Húsnæðið sem er í eigu Heima (áður Reginn fasteignafélag) var teiknað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt með þarfir starfseminnar í huga og þar er nú rekin öflug sjúkraþjálfunarstöð.

Lesa meira

Öflugt samstarf manns og hunds

Sleðahundaklúbbur Íslands kynnir starfsemina á Húsavík á sunnudag

Lesa meira

Lausa skrúfan er vitundarvakning um geðheilbrigði og geðrækt

„Verkefnið er fyrst og fremst vitundavakning um geðheilbrigði og geðrækt, sem og fjáröflun,“ segir Sonja Rún Sigríðardóttir verkefnastjóri Unghuga og kynningamála hjá Grófinni geðrækt, en nú um komandi helgi verður hópur þátttakenda úr Grófinni á Glerártorgi og kynna Lausu skrúfuna.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Listsýning í Þingey

Leikskólinn Krílabær hefur sett upp litríka og skemmtilega listsýningu í Þingey, stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar, í tilefni af degi leikskólans þann 6. febrúar.

Lesa meira

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere, næstkomandi laugardag, 15. Febrúar. Sýningin hefst kl. 16.Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere.

 

Lesa meira

Byggðaráð Norðurþings samþykkir bókun um stöðu sjúkraflugs vegna lokana á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag eftirfarandi bókun í ljósi stöðu þeirrar. sem uppi er vegna lokana á flugbrautum á Reykjavikurflugvelli.

Lesa meira

Arctic Therapeutics fær 4 milljarða fjármögnun

Frá stofnun hefur íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics verið í góðu samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA) og er starfseining fyrirtækisins á Akureyri staðsett á háskólasvæðinu. Samstarfið felst meðal annars í því að ATx hefur aðgang að rannsóknaraðstöðu skólans og sú nálægð hefur leitt til fjölmargra rannsókna og verkefna. Stúdentar HA hafa átt þess kost að vinna með ATx í rannsóknarverkefnum og í kjölfarið fengið störf hjá fyrirtækinu. Þá hafa HA og ATx einnig sameinast um að kynna rannsóknir sínar á Vísindavöku, sem hefur gengið gríðarlega vel. Samstarfsyfirlýsing liggur fyrir milli HA og ATx til ársins 2026, sem undirstrikar mikilvægi samstarfsins og framtíðaráforma fyrirtækisins á Akureyri.

 

Lesa meira

Skálabrún og Húsheild/Hyrna kaupa Viðjulund 1

Skálabrún (100% dótturfélag KEA) og Húsheild Hyrna hafa keypt fasteignir og lóð við Viðjulund 1 á Akureyri. Á þeirri lóð hefur verið samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 6.000 fm byggingarmagni og stefnt er að því að þar verði 40-50 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða 5 og 6 hæða. 

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn - Samningur um söfnun á textíl

Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Rauða Krossins við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu. Nú er skylt lögum samkvæmt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

 

Lesa meira

Í bláum skugga á 112 deginum

112 dagurinn er haldinn 11 febrúar ár hvert og má segja að það hafi ekki farið framhjá bæjarbúum i gær.

Lesa meira

112 dagurinn er í dag

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.

 

Lesa meira

Framsýn styrkir Ungmennafélagið Bjarma

Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal hefur fjárfest í skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn. Land og Skógur, sem hefur yfirumsjón með Vaglaskógi hefur tekið að sér að sjá um sporann, troða brautir, grisja og huga að öðru sem tryggir að allar aðstæður verði til fyrirmyndar. Nýi búnaðurinn mun gjörbreyta aðstöðu fyrir skíðagöngufólk og annað útivistarfólk sem sækja skóginn heim yfir vetrartímann.

 

Lesa meira

Uppbygging 5 fjölbýlishúsa við Miðholt

Skipulagsráð Akureyrar tekur jákvætt í tillögu sem fyrir liggur varðandi uppbyggingu á lóðum við Miðholt 1 til 9 en umrædd tillaga er fram sett til að koma til móts við athugasemdir sem bárust og ótta við aukna umferð um götuna. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verði frá Langholti en ekki um Miðholt.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Bergur Þór Ingólfsson

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sagnadýrið. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mikilvægi leikhússins í nútímasamfélagi þar sem varpað er fram fullyrðingunni „Manneskjan þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk, annars veslast hún upp og deyr“. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Samstöðuganga kennara á Akureyri

Aðildarfélög KÍ á Norðurlandi standa fyrir samstöðugöngu í dag kl. 19 Með göngunni vill félagsfólk KÍ þrýsta á stjórnvöld með að gengið verði frá kjarasamningum við kennara.

Lesa meira

Fullt út úr dyrum fyrstu helgina

Nýr veitingastaður opnaður á Húsavík

Lesa meira