Mannlíf

Ein með öllu í gegnum linsur Hilmars Friðjónssonar

Einni með öllu lauk í gærkvöldi með glæsilegum Sparitónleikum og  flugeldasýningu.  Óhætt er að fullyrða að mjög mikil þátttaka var meðal bæjarbúa og gesta og liklega hafa ekki oft verið jafnmargir samankomnir á  tónleikasvæðinu og í gærkvöldi.   

Allt fór  vel fram sem er svo sannarlega ánægjulegt.

Lesa meira

Andrea Kolbeinsdóttir og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur vertical Gyðjuna (100km)

Metþátttaka var í fjallahlaupinu 66°Norður Súlum Vertical sem var haldið á Akureyri í dag. Um 520 manns voru skráðir í fjögur hlaup:  Gyðjuna (100 km), Tröllið (43 km), Súlur (28) km, Fálkinn (19 km), og upphækkanirnar 3580 m, 1870 m, 1410 m og 530 m. 

Lesa meira

Birkir Blær með tónleika á LYST í kvöld

Það eru alltaf tíðindi þegar Birkir Blær heldur tónleika í heimabænum og það vill svo vel til að í kvöld verður hann á LYST  og  hefjast tónleikarnir kl 21.00.  Vefurinn truflaði Birki við undirbúning fyrir tónleikanna og spurði við hverju væri að búast  á LYST í kvöld?

  

Lesa meira

Þyrla sótti veikan farþega

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist útkall, djúpt norður af Vestfjörðum, vegna veikinda um borð í skemmtiferðaskipi á Grænlandssundi snemma í morgun.

Lesa meira

Ein með öllu, hvað er i boði í dag?

Það ættu allir að finna sér eitthvað til skemmtunnar á Einni með öllu í dag það er óhætt að segja að það sér fjölmargt í boði og ekki er hægt að kvarta yfir veðrinu.

Hér má fyrir neðan lesa hvernig bæjarbúar  og gestir okkar geta skemmt sér  í dag.

Lesa meira

Vegleg gjöf til fæðingadeildar SAk

Skjólstæðingar deildarinnar, Stefanía Steinsdóttir og Sólveig Helgadóttir, gáfu deildinni átta sjónvörp sem sett verða upp á öllum herbergjum deildarinnar. Einnig gáfu þær tvo hárblásara.

Lesa meira

Leiklistarskóli Draumaleikhússins auglýsir fyrstu námskeiðin

Fyrsta námskeið í nýstofnuðum leiklistarskóla Draumaleikhússins er komið í skráningu. Draumaleikhúsið stefnir að fjölbreyttum námskeiðum en fyrst um sinn verður boðið upp á námskeið i leiklist fyrir aldurshópinn 16-25 ára. Stefnt er að því að vera með fjölbreytt námskeið sem tengist leiklist, framleiðslu og framkomu. Þar mætti nefna einnig leiklistarnámskeið fyrir 67 ára og eldri, framkomunámskeið og námskeið í kvikmyndaleik- og gerð.

Lesa meira

Hlaupaveislan Súlur vertical á Akureyri um helgina

Um helgina fer fram hlaupaveislan Súlur vertical á Akureyri. Um 520 einstaklingar á aldrinum 17-68 ára keppa í fjórum vegalengdum, Gyðjunni (100 km), Tröllinu (43 km), Súlum (28 km) og Fálkanum (19 km) þar sem hlaupið er um stórbrotna náttúru í kringum Akureyri. Þátttakendur í Gyðjunni leggja af stað frá Goðafossi, en aðrir frá Kjarnaskógi. Öll hlaupin enda í miðbæ Akureyrar, en lengsta hlaupið er með 3.500 m hækkun þar sem m.a. er hlaupið á Súlur og Vaðlaheiði

Lesa meira

Helgi- og ljóðastund í Davíðshúsi

 Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð, / og þakkað guði augnabliksins náð

Lesa meira

Ánægja með gott Listasumar 2024

Mikil og góð stemning var í Listagilinu síðasta laugardag þegar þar var haldið hið svokallaða Karnivala eða lokahátíð Listasumars 2024

Lesa meira