Nýtt meistaranám í Velsældarfræðum, Wellbeing Science, var eitt 19 verkefna sem hlaut styk úr Samstarfssjóði háskóla í morgun, eða 61 milljón króna. Um er að ræða samstarfsverkefni HR, HÍ, HA, Embætti landlæknis og Surrey háskóla á Englandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- og nýsköpunarráðherra kynnti úthlutunina.
Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.