Mannlíf

Uppbygging 5 fjölbýlishúsa við Miðholt

Skipulagsráð Akureyrar tekur jákvætt í tillögu sem fyrir liggur varðandi uppbyggingu á lóðum við Miðholt 1 til 9 en umrædd tillaga er fram sett til að koma til móts við athugasemdir sem bárust og ótta við aukna umferð um götuna. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verði frá Langholti en ekki um Miðholt.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Bergur Þór Ingólfsson

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sagnadýrið. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mikilvægi leikhússins í nútímasamfélagi þar sem varpað er fram fullyrðingunni „Manneskjan þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk, annars veslast hún upp og deyr“. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Samstöðuganga kennara á Akureyri

Aðildarfélög KÍ á Norðurlandi standa fyrir samstöðugöngu í dag kl. 19 Með göngunni vill félagsfólk KÍ þrýsta á stjórnvöld með að gengið verði frá kjarasamningum við kennara.

Lesa meira

Fullt út úr dyrum fyrstu helgina

Nýr veitingastaður opnaður á Húsavík

Lesa meira

Stórkostlegt þegar fólk óhlýðnast kvíðanum og tekur af honum valdið

„Ég ákvað 14 ára að verða sálfræðingur,“ segir Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir sem tók við stöðu yfirsálfræðings hjá Heilsu-og sálfræðiþjónustunni á Akureyri um áramót. Man ekki alveg nákvæmlega af hverju hún var svona staðráðin í því en er ánægð með þessa þrjósku í dag og hafa haldið ákvörðuninni til streitu.Hún er Akureyringur að upplagi, flutti heim á ný þegar henni bauðst að taka við stöðunni. Flutningur norður hafði verið á döfinni um skeið en ekki af honum orðið. Það sem ef til vill gerði útslagið var að yngsti sonur hennar, Víðir Jökull skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Þórs þar sem hann er nú markmaður

Lesa meira

Eins og þú, í Borgarhólsskóla

Ágúst Þór Brynjarsson tróð upp fyrir nemendur

Lesa meira

Framsýnarfélagar telja hag sínum best borgið austan Vaðlaheiðar

Framsýn stéttarfélag hefur tekið til umfjöllunar hugmyndir Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri um sameiningu stéttarfélaga á Norðurlandi í eitt 18 þúsund manna stéttarfélag. Hugmyndirnar eru settar fram í bréfi til aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands í nóvember í fyrra. Framsýn hefur fjallað ítarlega um erindið á fundum í félaginu.

 

Lesa meira

Sýndu kraft með prjóni Amtsbókasafnið á morgun laugardag

Í tilefni af vitundarvakningu Krafts verður boðið uppá pop-up prjónaviðburð í Amtbókasafninu á morgun laugardag milli kl 11 og 13.

 

Lesa meira

Gervigreindin og háskólar - útgáfa bókar

Fyrir áramót kom út bókin Generative Artificial Intelligence in Higher Education á vegum Libri Publishing Ltd. Bókin fjallar um skapandi gervigreind í háskólasamfélaginu. Bókinni er ætlað að styðja starfsfólk háskóla við innleiðingu gervigreindar á ýmsum sviðum. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.

 

Lesa meira

Þegar allt er orðið hljótt, já eða svo gott sem

Veðrið sem hér hefur geisað s.l sólarhring er loks að slota og má fullyrða að flestir fagni því. Starfsfólk Norðurorku hefur haft í mörg horn að líta og ekki gefið neitt eftir.

 

Lesa meira

Portretttónleikar Hymnodiu - Þorvaldur Örn Davíðsson

Hymnodia flytur úrval verka eftir tónskáldið, organistann og kórstjórann, Þorvald Örn Davíðsson á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju, laugardaginn 8. febrúar kl. 12

 

Lesa meira

Leik- og grunnskólar opnir á Akureyri í dag

Leik- og grunnskólar á Akureyri verða opnir í dag en kennsla fellur niður í Hlíðarskóla norðan bæjarins.

 

Lesa meira

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri hefst 6. febrúar

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri er haldin í febrúar ár hvert með bíósýningum á nokkrum vel völdum stöðum. 

 

Lesa meira

Rauð viðvörun

Jæja það hefur vonandi ekki farið framhjá fólki að rauð viðvörun í veðrinu tekur gildi um kl 17 í dag.  Þegar þetta er skrifað rétt rúmlega kl. 16 er þvi ekki að neita að loksins  heyrist i vindinum blása svo við skulum reikna með öllu, taka spána alvarlega.

Lesa meira

Húsnæðiskönnun Þingeyjarsveitar

Þingeyjarsveit stendur nú fyrir könnun um húsnæðismál í sveitarfélaginu. Könnunin er hluti af markvissu starfi sveitarfélagsins við að greina stöðuna á húsnæðismarkaði og vinna að raunhæfum lausnum sem mæta þörfum íbúa.

 

Lesa meira

Geðdeild SAk safnar fyrir segulörvunartæki (TMS)

Á heimasíðu SAk er í dag greint frá þvi að Dag og göngudeild sjúkrahúsins  sé að safna fyrir kaupum á segulörvunartæki.  Tækið hefur sýnt sig sem mjög gagnalegt meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem berjast við alvarlegt þunglyndi einkum þá sem ekki hafa svarað hefðbundinni lyfja- og samtalsmeðferð að fullu. Tækið kostar samkvæmt fyrirliggjandi tilboði rétt rúmlega 9 m.kr. 

Lesa meira

Nú er lag að giftast (sé fólk ekki búið að slíku)

,,Þekkið þið ekki parið sem er búið að vera saman lengi lengi og ætlar alltaf að gifta sig en svo bara er aldrei rétti tíminn? Eða er það kannski bara staðan hjá þér?"

 

Lesa meira

Hollvinir SAk gáfu tækjabúnað fyrir nær 62 milljónir

Á árinu 2024 gáfu Hollvinir Sjúkrahúsinu á Akureyri tækjabúnað að andvirði tæplega 62 milljóna króna. Gjafirnar bæta starfsaðstöðu starfsfólks SAk og gerir þeim kleift að bæta þjónustu við sjúklinga.

 

Lesa meira

Margir kórfélagarfélagar sungið saman í áratugi

Kirkjukór Húsavíkur er einn af hornsteinum menningar í bænum

Lesa meira

Birkir Blær yfirgefur Universal og freistar gæfunnar á eigin vegum

„Eftir samskipti mín við Universal og reynslu margra annarra tónlistarmanna sem ég þekki hef ég tekið þá ákvörðun að vera sjálfstæður. Fyrir mig er það einfaldara en fyrir marga aðra, því ég spila á öll hljóðfæri sjálfur, tek upp, útset og hljóðblanda allt sjálfur,» segir Birkir Blær Óðinsson 25 ára tónlistarmaður frá Akureyri og Eyjafjarðarsveit sem hefur sagt skilið við Universal útgáfufyrirtækið og hyggst freista gæfunnar á eigin vegum.

 

Lesa meira

Kaffipressan kaupir Kaffistofuna

Kaffipressan hefur keypt rekstur handverkskaffibrennslu Kaffistofunnar en Kaffistofan hefur sérhæft sig í þróun og sölu á handverkskaffi á Íslandi allt frá stofnun fyrirtækisins í ársbyrjun 2022.

 

Lesa meira

Grófin Geðrækt komin í nýtt húsnæði

Grófin Geðrækt flutti í nýtt húsnæði í nóvember á liðnu ári eftir að upp kom mygla í húsnæðinu þar sem hún áður var. Einstaklingar voru farnir að finna fyrir miklum einkennum vegna mylgunnar og því bráðnauðsynlegt að koma starfseminni fyrir á nýjum stað hið fyrsta. Nýverið var opið hús á nýja staðnum sem er ekki ýkja langt frá þeim fyrri, en nú hefur Grófin Geðrækt komið sér vel fyrir við Hafnarstræti 97, á efstu hæð hússins og hægt að koma þar að hvort heldur sem er með lyftu frá göngugötunni eða fara um Gilsbakkaveg.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nýtt sýningaár formlega hafið

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri

 

Lesa meira

Endurbætur standa yfir á Lögmannshlíðarkirkju

„Þetta tókst afskaplega vel og það er greinilegt að fólki hér í hverfinu, m.a. gömlu þorpurunum þykir vænt um kirkjuna,“ segir Arnar Yngvason umsjónarmaður í Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju.

 

Lesa meira

Fjölsótt afmæliskaffi hjá Rauða krossinum

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð  var boðið til samsætis í húsakynnum Rauða krossins við Viðjulund 2 á Akureyri.  Þar gafst gestum og gangandi færi á að kynnast starfseminni og fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

 

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

 

Lesa meira