
Höskuldur knapi ársins hjá Létti
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.
Tveir fyrrverandi MA-ingar hafa nýlega fengið styrki fyrir afburðaárangur þeirra í háskólanámi.
Það verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Þórsara i dag kl 17 en þá býður aðalstjórn félagsins ,,félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar mánudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2024 verður lýst" eins og segir í tilkynningu frá stjórn.
,,Torgið" voru fengsæl fiskimið nefnd og gott reyndar ef ekki var talað um Rauða Torgið hreinlega í þvi sambandi. Það má leika sér svolítð og segja að þrír/fimm ÚA togarar séu mættir á ..Torgið'' stórglæsilegir aðvanda og ná að svo sannarlega að ,,veiða" með veru sinni á ,,miðunumn
Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.
Á morgun laugardag verður þrettándabrenna í krúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk, þar má búast við púkum enda láta slíkir ekki góða brennu framhjá sér fara.
,,Það voru aðeins færri fæðingar á nýliðnu ári eða 397, en börnin urðu 405 því það fæddust 8 pör af tvíburum, sem eru fleiri en síðustu ár.
Drengir voru 199 en stúlkur 206. Við bíðum enn eftir fyrsta barninu á þessu ári, en það styttist í það."
Þetta kom fram í svari frá Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur deildarstjóra fæðingardeildar SAk þegar vefurinn bar upp þessa klassísku spurningu á tímamótum sem þessum.
Loksins, loksins, loksins segja eflaust margir en nú er stefnt að þvi að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verið opnað n.k. laugardag og fólk komist á skíði. Það verður svæðið frá Strýtu og niður sem fólk fær að renna sér á.
Nýleg netkönnun, sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ, sýnir skiptar skoðanir bæjarbúa á Bíladögum.
Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar, afhenti fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis styrk frá félaginu skömmu fyrir jól.
„Ristað brauð… graflaxsósa… grafinn lax… NAMM ég slefa! Grafinn lax er algjört uppáhald hjá mér um jólin. Eftir því sem ég eldist finnst mér smá erfiðara að verða spennt. Kannski út af því að hlutirnir eru aðgengilegri núna en þegar maður var yngri.
Jólabíómyndir hafa alltaf verið stór hluti af því að skapa hátíðarstemningu fyrir marga, þar á meðal Tinnu Malín Sigurðardóttur. Hún hefur sterkar skoðanir á mikilvægi jólabíómynda og deildi með mér sínum hefðum og uppáhaldsmyndum, sem hún hefur horft á með fjölskyldu sinni.
Í viðtalinu segir hún frá því hvernig þessar myndir hafa mótað jólahefðir hennar og hvers vegna þær skipta máli.
Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin.
Pílukast hefur svo sannarlega orðið vinsælt á síðustu árum og er mikill uppgangur í íþróttinni hérlendis og erlendis. Hver sem er getur kastað pílu, það þarf bara að mæta og prófa og skemmta sér.
Í öllu þessu daglega amstri í öldurót tímans þegar heimurinn fer stöðugt á hvolf og maður veit varla hvað snýr upp þennan daginn og niður hinn daginn er gott að ylja sér við minningar frá töluvert löngu liðinni tíð þegar hefðirnar voru í hávegum hafðar og allt þurfti að vera eins og það var árið áður. Þá voru engar tölvur sem fönguðu huga fólks, ekki snjallsímar, ekki Facebook, ekki Tik Tok, ekki Instragram og alls ekki Tinder. Og farsímarnir, fyrst þessir risastóru, komu ekki fyrr en löngu eftir að ég sleit barnsskónum.
Margir hafa séð keramikjólatré, hvort sem það er hjá mömmu, ömmu eða frænku. Ekki eru allir sem vita af því að hægt sé að kaupa og mála keramik sjálfur en Monika Margrét Stefánsdóttir rekur Keramikloftið þar sem hægt er að versla slíkar vörur og föndra.
Umf. Bjarmi hefur fest kaup á eins og segir í frétt frá félaginu ,,alvöru skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn sem verður sett undir nýtt sexhjól Land og Skóga"
Á heimasíðu Akureryar segir frá stöðu mála í Hlíðarfjalli en hætt er við að ansi margt skíðafólk iði í skinninu eftir þvi að komast nú á skíði og bruna niður fannhvitar brekkurnar.
Út er komið 3 tbl 42 árgangur af Sportveiðiblaðinu og er það sem fyrr hið veglegasta, 124 blaðsíður sem margar hverjar bjóða upp á hreint frábærar myndir.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Gunnar Bender, Marteinn Jónasson er útgáfustjóri.
Það er óhætt að segja að starfsfólk á Akureyrarflugvelli vinni vel fyrir kaupinu sínu í dag en mikil umferð hefur verið um völlinn eins og sjá má á eftirfarandi færslu frá ISAVIA.
Nú þegar eru tæp 15 ár síðan við fluttum frá Akureyri finnst mér við hæfi að setja niður nokkrar jólaminningar.
Bændahjónin Helgi Þórsson og Beate Stormo eru búsett í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Þar kennir ýmissa grasa og við kíktum til þeirra í kaffi á heiðskírum og nístingsköldum nóvemberdegi og fengum að heyra hvað er á döfinni hjá hjónunum.
Þegar jólin ganga í garð, fyllast flest heimili af hlýju, ljósi og samveru. Fjölskyldur safnast saman, njóta góðra veitinga og fagna hátíðinni. En á bak við þessar hátíðlegu stundir er fjöldi fólks sem vinnur ótrautt áfram til að tryggja öryggi, heilsu og þjónustu fyrir samfélagið. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn, slökkviliðsmenn, afgreiðslufólk og margir aðrir sem leggja sitt af mörkum til að halda samfélaginu gangandi, jafnvel á helgustu stundum ársins.
Sigrún Steinarsdóttir sem fer fyrir Matargjöfum Akureyri og nágrennis segir frá þvi í fæslu á Facebooksíðu átaksins að 7 miljónir hafi safnast og rúmlega 200 manns hafi þegið aðstoð. Þessi fjöldi er svipaður og var í fyrra.
Færsla Sigrúnar var annars svona:
Það er hávetur og veðurspár boða okkur hörkufrost eftir helgina og gæti hitastigið farið niður í - 20 gráður. Þau hjá Norðurorku sendu þessa tilkynningu út síðdegis.