Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður í næstu viku
„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.