
Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika
Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika um næstu helgi og mikil eftirvænting er meðal kórfélaga fyrir þessari stóru tónleikahelgi.
Tónleikar verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn á laugardag kl. 15 þá í Bergi, Dalvík á laugardagskvöld kl. 20. Á sunnudag ferðast kórinn austur í Kelduhverfi og syngur í Skúlagarði kl. 14. Lokatónleikarnir verða svo í Hömrum, Hofi á sunnudagskvöld kl. 20