Góður árangur fulltrúa VMA í Herning

Fulltrúar Íslands í Herning með forseta Íslands á tröppum Bessastaða. Mynd: Félag iðn- og tæknigrein…
Fulltrúar Íslands í Herning með forseta Íslands á tröppum Bessastaða. Mynd: Félag iðn- og tæknigreina.

Keppnislið Íslands á Euroskills í Herning í Danmörku í síðustu viku stóð sig mjög vel. Einn keppandi, Gunnar Guðmundson, vann til bronsverðlauna í sínum flokki – í iðnaðarrafmagni - og tveir keppendur unnu til sérstakrar viðurkenningar, „Medal of excellence“, fyrir framúrskarandi árangur, Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Eins og komið hefur fram var Daniel nemandi í VMA í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun. Hinn fulltrúi VMA í Herning var Einar Örn Ásgeirsson, sem keppti í rafeindavirkjun og stóð hann sig líka frábærlega vel, var hársbreidd frá því að ná „Medal of excellence“.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, bauð íslensku keppendunum á Euroskills, expertum og öðrum sem stóðu að þátttöku Íslands í Herning á Bessastaði eftir að hópurinn kom heim frá Danmörku. Þar var meðfylgjandi mynd tekin.

Það var heimasíða VMA sem sagði frá

Nýjast