Ferðafélag Akureyrar og Rafhjólaklúbbur Akureyrar Frábær hjólaferð yfir hrikalegt landslag Siglufjarðarskarðs
„Þetta var frábær ferð, við lifum lengi á henni,“ segir Vilberg Helgason einn forsprakka Reiðhjólaklúbbs Akureyrar um hjólaferð sem farin var um liðna helgi, frá Siglufirði, um Siglufjarðarskarð og Siglufjarðarveg til baka. Ferðafélag Akureyrar efndi til ferðarinnar og sá m.a. um að flutning hjóla milli staða, Akureyrar og Siglufjarðar.