Mannlíf

Eins og í Sjallanum í denn!

 Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag.  Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi  og á gönguskíðum.  Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.

Lesa meira

Þegar barnið hughreystir þig

Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær. 

Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!

Lesa meira

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð 23.12.2023

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.

Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.

Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.

Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.

Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.

Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Matargjafir Akureyrar og nágrennis

Eins og síðustu ár ákvað stjórn KDN að láta gott af sér leiða þessi jólin og gaf 150.000 krónur til Matargjafa Akureyrar og nágrennis.

Við viljum í leiðinni óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

Formaður KDN, Aðalsteinn Tryggvason færði Matargjöfum Akureyrar og nágrennis gjöfina og tók Sigrún Steinarsdóttir á móti henni með þökkum.

Jólakveðjur 
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands

Lesa meira

REYKJAVÍK - GLÆPASAGA OG SKRÍMSLALEIKUR ERU VINSÆLUSTU BÆKUR ÁRSINS Á AMTSBÓKASAFNINU 2023

Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja.  Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.

 Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti.  Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar  s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.

Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.

,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag.  Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur. 

Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember.  Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“

Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og  blokki barnabóka.

Skáldsögur:

  1. Reykjavík - glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
  2. Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
  3. Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
  4. Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
  5. Verity / Colleen Hoover
  6. Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
  7. Daladrungi / Viveca Sten
  8. Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir
  9. Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
  10. Brúðkaup í paradís / Sarah Morgan

 

Barnabækur:

  1. Skrímslaleikur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal
  2. Lára fer í leikhús / Birgitta Haukdal
  3. Hrekkjavaka með Láru / Birgitta Haukdal
  4. Lára bakar / Birgitta Haukdal
  5. Lára fer í útilegu / Birgitta Haukdal
  6. Salka : tímaflakkið / Bjarni Fritzson
  7. Fótboltaráðgátan / Martin Widmark, Helena Willis
  8. Hundmann og Kattmann / Dav Pilkey
  9. Stjáni og stríðnispúkarnir : jólapúkar / Zanna Davidson
  10. Lára lærir að hjóla / Birgitta Haukdal

 

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri Níu nýstúdentar brautskráðir

Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi.

Lesa meira

88 brautskráðust frá VMA

Áttatíu og átta nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent níutíu og fimm brautskráningarskírteini. Alls hefur skólinn útskrifað á þessu almanaksári 271 nemanda með 304 skírteini en 183 nemendur með 209 skírteini voru útskrifaðir í vor sem var ein stærsta útskrift í sögu VMA.

Lesa meira

Jólaprjónið í ár -Rætt við Kolbrúnu Jónsdóttur um prjónaskap

Nú þegar veturinn leggst yfir landið og vetrarkuldinn tekur yfir eru margir landsmenn sem grafa í skúffum og skápum eftir lopapeysum, ullarsokkum og ullarskóm. Íslenska lopapeysan er ekki bara mikilvægur hlutur af menningu okkar heldur er þessi fatnaður bæði einstaklega hlýr á veturna og þegar vel tekst til virkilega flottar flíkur.

Lesa meira

Yfirgnæfandi líkur á að jólin í ár verði hvít

Hvít jól, rauð jól,  þessi hugsun er  rík meðal fólks á þessum árstíma.   Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason,  Ströndung og veðurfræðing  á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira