Mannlíf

Heilsugæslan Urðarhvarfi Læknar hefja heimavitjanir á Akureyri í næstu viku

Tveir heilsugæslulæknar, Guðrún Dóra Clarke og Valur Helgi Kristinsson sem starfa hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi munu í næstu viku bjóða skjólstæðingum sínum upp á heimavitjanir. Bíll sem notaður verður til vitjana á Akureyri kom norður nú í vikunni.

Lesa meira

Afmælistertur um borð í öllum skipum Samherja, sjötugum Kristjáni Vilhelmssyni til heiðurs

Áhafnir allra skipa Samherja gæddu sér á dýrindis afmælistertum í tilefni þess að Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja fagnar í dag 70 ára afmæli.

Kristján er einn af stofnendum Samherja og hefur alla tíð verið einn af helstu stjórnendum félagsins og stýrt útgerðarsviði þess

Lesa meira

Svalbarðsstrandarhreppur Umhverfisviðurkenningar 2024 - Tilnefningar óskast

Umhverfis- og atvinnumálanefnd óskar eftir tillögum frá íbúum Svalbarðsstrandarhrepps til umhverfisviðurkenningar 2024. Annarsvegar fyrir snyrtilegt íbúðarhús og hinsvegar rekstraraðila og nærumhverfi þess.

Lesa meira

Grenivíkurgleði 2024!

Grenivíkurgleðin árlega er viku fyrr á ferðinni en áður og verður haldin nú um helgina, 9. - 10. ágúst.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um nám í einstaka námsleiðum til 15. ágúst

Einstaka deildir háskólans hafa tekið ákvörðun um að opna fyrir umsóknir nýnema á seinna umsóknartímabili. Tekið er við umsóknum í einstaka námsleiðir frá 8. ágúst til og með 15. ágúst. Eindagi skrásetningargjalda er 20. ágúst.

 Hér getur þú nálgast yfirlit yfir þær námsleiðir sem opið er fyrir umsóknir í:

 Grunnnám

  • Nútímafræði (BA).
  • Fjölmiðlafræði (BA).
  • Lögreglu- og löggæslufræði (BA).

Framhaldsnám

  • Starfstengd leiðsögn (30 ECTS viðbótardiplóma).
  • Forysta í lærdómssamfélagi (30 ECTS viðbótardiplóma).
  • Stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).
  • Upplýsingatækni í námi og kennslu (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).

 Tekið skal fram að umsóknarfrestur rann almennt út 5. júní og verður ekki tekið við umsóknum í aðrar námsleiðir en ofantaldar.

 

Lesa meira

Kvikmyndir í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Jonathan Rescigno sýnir kvikmynd sína Strike or Die/Grève ou Crève í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, 10. ágúst klukkan 17:00

Lesa meira

Herslumun vantar til að fá gott berjaár

„Það vantar sól, og  þá verða berin tilbúin, veistu það gæti orðið glettilega mikið af þeim í ár “ segir berjatínslukona sem hefur þegar farið um í nágrenni Akureyrar til að horfa eftir berjum.

Lesa meira

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Lesa meira

Matvælaráðherra opnar vef um líforkuver á Dysnesi í Eyjafirði

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra opnaði í dag í Hofi á Akureyri vefinn Líforka.is. Vefurinn er á vegum þróunarfélagsins Líforkuver sem var stofnað til að koma á fót líforkuveri á Dysnesi í Eyjafirði þar sem hægt verði að taka við dýraleifum til vinnslu.

Lesa meira

Mömmur og möffins aldrei gengið betur

Gríðarlega góð sala var  hjá snillingunum sem standa að átakinu Mömmur og möffins s.l laugardag.  Svo góð að sölumet var sett en eins og kunnugt er  rennur fjárhæðin sem inn kemur óskipt til Fæðingardeildar SAk. 

Allir sem að þessu framtaki standa gera það sem sjálfboðaliðar.

Lesa meira