Kærleikur og kvíði
Platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement kom út þann 28. febrúar. Platan inniheldur 10 lög og eru þau öll einstök á sinn hátt, frá rafmögnuðu rokki yfir í hip hop yfir í rólegan fuglasöng,
Platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement kom út þann 28. febrúar. Platan inniheldur 10 lög og eru þau öll einstök á sinn hátt, frá rafmögnuðu rokki yfir í hip hop yfir í rólegan fuglasöng,
Endurbætur og viðhald á göngugötunni í Hafnarstræti á Akureyri hafa verið til umræðu undanfarið eftir að skýrsla um að verulega slæmt ástand götunnar, að Ráðhústorgi meðtöldu var birt nýverið.
„Við hlökkum gríðarlega mikið til að koma norður, það er alltaf gott að vera Akureyri sem er yndislegur bær,“ segir Hulda Jónasdóttir viðburðarstjóri en um þar næstu helgi, laugardaginn 22. mars kl. 20.20 verða tónleikar í Menningarhúsinu Hofi sem tileinkaðir eru Gunnari Þórðarsyni. Yfirskrift þeirra er Himinn og jörð.
Þorgerðartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða í Hömrum, Hofi miðvikudaginn 19. mars næstkomandi kl 20:00.
Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.
„Þetta er góður áfangi og við horfum björtum augum til framtíðar. Með opnun miðstöðvarinnar opnast enn betri tækifæri en áður til að veita félagsfólki á Norðurlandi öflugri þjónustu en áður,“ segir Breki Arnarsson ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni á Akureyri, en hún var opnuð í liðinni viku.
,,Það er ótrúlega gaman að fylgjast með framkvæmdunum og óhætt að segja að hér sé draumur minn að rætast” sagði Aðalsteinn Baldursson kampakátur formaður Framsýnar á Húsavík þegar Vikublaðið heyrði í honum laust eftir hádegi í dag.
Í dag á 80 ára afmælisdegi Útgerðarfélags Akureyringa er ekki úr vegi að ,,stelast” til þess að sýna myndir frá smíði líkans af Harðbak EA 3 .
Nú hefur norðanmaðurinn Jóhann Ingvason hljómborðsleikari Skriðjökla gengið í SúEllen frá Neskaupstað. Félagarnir eru með sína fyrstu heilu tónleika í 6 ár á Græna hattinum í kvöld, 14. mars.
Miðvikudagurinn 14. mars árið 1945 markaði þáttaskil í atvinnusögu Akureyrarbæjar. Þennan dag var boðað til fundar, tilgangur hans var að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum með það fyrir augum að sækja um skipakaup til Nýbyggingarráðs en umsóknafrestur um slík kaup var við það að renna út.
Það má með sanni segja að nokkuð óvenjulegur framur hafi átt leið um Akureyri nú í morgunsárið, þegar 12 veglegar flutningabifreiðar óku sem leið lá gegnum bæinn með húseiningar sem eru á leið til Húsavíkur.
Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.
Samkaup hefur gert samning við KSK eignir ehf. um leigu á Vallholtsveg 8 á Húsavík. Gert er ráð fyrir afendingu rýmisins á tímabilinu 2028 – 2030. Alls er um að ræða tæplega 1.400 fermetra rými miðsvæðis í bænum með ásættanlegt magn bílastæða og góðu aðgengi.
Á jólanótt var Ásgeir Örn Jónsson sérfræðingur í bráðalækningum á HSN, heilsugæslunni á Akureyri, á vakt þegar útkallsbeiðni barst sem þróaðist í yndislegt jólaævintýri.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að göngugötunni á Akureyri verði lokað frá 1. maí til 30. september vegna slæms ástands yfirborðs götunnar og komu skemmtiferðaskipa á þessu tímabili.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 14. mars. Fjöldi nemenda sem með einum eða örðum hætti tekur þátt í sýningunni er um 100 en nemendur skólans eru í allt um 550. Áhugi á leiklist er mikill í MA og í raun komust færri að en vildu.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssson skrifaði í gærkvöldi færslu á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli. Vefurinn fékk góðfúslegt samþykki frá Þorvaldi til birtingar á skrifum þeim sem hér á eftir koma.
Háskólinn á Akureyri stendur fyrir Framtíðardögum fimmtudaginn 13. mars. Framtíðardagar gefa stúdentum einstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu. Markmið dagskrárinnar er að veita stúdentum innsýn í störf fyrirtækja sem getur hjálpað þeim að átta sig á því hvað er í boði á vinnumarkaði og að taka næstu skref á starfsferli sínum. Viðburðurinn er öllum opinn en um er að ræða góðan vettvang fyrir einstaklinga sem eru að huga að næstu skrefum hvort sem það er varðandi nám eða í atvinnulífinu. Einnig eru Framtíðardagar góður vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna starfsemi sína.
Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun.
„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.
Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis.
20 ára afmælismót Skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir Sviss kerfinu
,,Hitta Heimafólk" er spennandi verkefni sem er hannað til að styðja við aðlögun innflytjenda
„Staðan er mjög dapurleg og er þá vægt til orða tekið. Þetta er ellefta árið mitt í þessu og ég hef aldrei séð jafn slæma stöðu. Og fátt sem vekur upp bjartsýni á að hún lagist í bráð,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Akureyri og nágrenni.
Elín Dröfn Þorvaldsdóttir er ein af fáum starfandi atferlisfræðingum á norðanverðu landinu. Hún flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum í lok síðastliðins sumars og hóf störf á Heilsu-og sálfræðiþjónustunni. Þar sinnir hún meðferð barna og ungmenna með hegðunarvanda, einhverfu eða námsvanda.
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar segir ástand göngugötunnar í miðbæ Akureyrar hafi verið kynnt fyrir ráðinu, en alls herjar endurbætur á götunni séu ekki inn á framkvæmdaáætlun. Ástand götunnar er bágborið.
Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til reitsins VÞ13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins. Heimilt verður að byggja fimm hæðir og bílgeymslu þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum en búseta er heimil á efri hæðum.