Mannlíf

Þeir sem halda samfélaginu gangandi um jólin

Þegar jólin ganga í garð, fyllast flest heimili af hlýju, ljósi og samveru. Fjölskyldur safnast saman, njóta góðra veitinga og fagna hátíðinni. En á bak við þessar hátíðlegu stundir er fjöldi fólks sem vinnur ótrautt áfram til að tryggja öryggi, heilsu og þjónustu fyrir samfélagið. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn, slökkviliðsmenn, afgreiðslufólk og margir aðrir sem leggja sitt af mörkum til að halda samfélaginu gangandi, jafnvel á helgustu stundum ársins.

Lesa meira

Matargjafir Akureyri og nágrenni - söfnuðu 7 milljónum og náðu að aðstoða rúmlega 200 fjölskyldur

Sigrún Steinarsdóttir sem fer fyrir Matargjöfum Akureyri og nágrennis segir frá þvi í fæslu á Facebooksíðu átaksins  að 7 miljónir hafi safnast og  rúmlega 200 manns hafi þegið aðstoð.  Þessi fjöldi er svipaður og var í fyrra.

Færsla Sigrúnar  var annars svona:

Lesa meira

Kuldatíð framundan - hugum að hitaveitunni

Það er hávetur  og veðurspár  boða  okkur hörkufrost eftir helgina og gæti  hitastigið farið niður í - 20 gráður.  Þau hjá  Norðurorku sendu þessa tilkynningu út  síðdegis. 

Lesa meira

Áramótabrennan suður af Jaðri

Áramótabrenna Akureyringa verður á sama stað og í fyrra, á auðu svæði nokkru sunnan við golfskálann á Jaðri. Þar verður kveikt í myndarlegri brennu kl. 20.30 á gamlárskvöld.
 
Lesa meira

Barn er fætt í heimahúsi

Nokkur aukning hefur orðið á tíðni heimafæðinga hér á Íslandi á síðastliðnum árum. Árið 1990 voru aðeins tvær skráðar heimafæðingar á landsvísu en árið 2021 voru þær 157 talsins. Inga Vala Jónsdóttir hefur starfað sem ljósmóðir frá árinu 2003 og síðar meir einnig sem brjóstagjafaráðgjafi og sem heimaljósmóðir. Ingu Völu þykir bersýnilega vænt um starfið sitt og skjólstæðinga eins og lesa má úr viðtalinu sem undirrituð tók við hana á dögunum.

Lesa meira

Dylan Anderson gestalistamaður Gilfélagsins í desember sýnir í Deiglunni.

Myndlistarmaðurinn Dylan Anderson frá New York (f. 2001, Evanston, IL)  sem hefur dvali í gestavinnustofu Gilfélagsins síðasta mánuðinn, heldur sína fyrstu einkasýningu á ljósmyndum í Deiglunni á Akureyri.

 

Lesa meira

Bernskuminningar Hrefnu Hjálmarsdóttur

Á björtum og fallegum sunnudegi fór ég í heimsókn til Hrefnu Hjálmarsdóttur og ræddi við hana um hátíðar bernskuminningar hennar. Hrefna, sem fædd er árið 1943, ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík.

Lesa meira

Jólahugvekja - Máttur trausts, einlægni og kærleika.

Það er komið að því. Undanfarnar vikur höfum við leyft okkur að undirbúa jólin, og undirbúa okkur sjálf undir jólin. Einhver okkar hafa látið jólalögin koma sér í rétta skapið, eða lagt sig fram um að umbera þau. Ég og fleiri tókum þátt í Whamageddon, reyndum að lifa aðventuna af án þess að heyra Last Christmas með gæðadrengjunum í Wham. Ég tórði ekki lengi en það er í lagi, þeir eru ágætir.

Lesa meira

Gleðileg jól!

Með þessum skemmtilegu myndum sem teknar voru á jólatrésskemmtun Skógræktarfélags Eyjafjarðar um liðna helgi sendir starfsfólk Vikublaðsins sínar bestu óskir til lesenda um gleðileg jól!

Lesa meira

Hátíðarhefðir hjá prestum -Munur á helgihaldspresti og sjúkrahússpresti á jólunum

Jólin er hátíð sem margir þekkja og margir hafa sínar hefðir um jólin. Í guðspjöllunum kemur fram að María og Jósef fæddu barn sem var talið barn Guðs.

Lesa meira

Gul viðvörun í veðrinu

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi út tilkynningu fyrir skömmu og varar þar  við veðri sem skella mun á okkur seinna í dag  og standa fram á nótt.

Lesa meira

Aftur heim í búðina

Ungur og framsækinn rekstrarstjóri Hríseyjarbúðarinnar er Gabríel Ingimarsson, 25 ára Hríseyingur sem fluttist aftur á bernskustöðvarnar til þess að taka við rekstri verslunarinnar,

                                   

Lesa meira

Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum -Laufabrauð hátíðarmatur Íslendinga

Laufabrauð hefur verið hátíðarmatur íslendinga í áranna raðir. Talið er að elsta heimildin um laufabrauð sé frá 1772. Þá hélt Bjarni Pálsson landlæknir veislu heima hjá sér þar sem meðal annars var borið fram laufabrauð.

Lesa meira

SUNNA BJÖRGVINSDÓTTIR ÍSHOKKÍKONA ÁRSINS 2024

Sunna Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins 2024 af stjórn Íshokkísambands Íslands

Lesa meira

Kirkjutröppurnar á Akureyri opnaðar að nýju

Mikill mannfjöldi var saman kominn á Kaupvangstorgi á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru formlega opnaðar að nýju eftir að hafa verið endurbyggðar, lagðar granítflísum með hita í öllum þrepum og stigapöllum og með nýrri lýsingu í handriði og hliðarpóstum.

Lesa meira

Jólatrésskemmtun Skógræktarfélagsins er á morgun sunnudag

Á morgun sunnudag kl ca 16 dönsum við í kring um jólatréð á Birkivelli í Kjarnaskógi. Súlusveinarnir Kjötkrókur og Hurðaskellir báðu sérstaklega um að fá að vera með eins og undanfarin ár, þeir hitta víst hvergi betri börn eða foreldra!

Lesa meira

Iðunn Mathöll var opnuð á Glerártorgi í dag

Sex veitingastaðir eru í mathöllinni sem opinverður frá  kl  11:30 og er gengið út frá því að opið verði til klukkan 21 eða jafnvel til kl 22:00 eftir atvikum

Lesa meira

MA - Brautskráning 20. desember 2024

Námsfyrirkomulagið í MA hefur breyst á þann hátt að nemendur hafa nú aukinn sveigjanleika í námstíma og geta lengt í námsferlinum t.d. um eina eða tvær annir. 

Lesa meira

VMA - 116 nemendur brautskráðir í dag

Í dag brautskráði VMA 116 nemendur en heildarfjöldi skírteina var 123 því sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini. Alls hefur skólinn því brautskráð 256 nemendur á þessu almanaksári því 140 nemendur voru útskrifaðir í maí sl.

Lesa meira

Jólamyndahefðir sem vert er að njóta

 Jólin er tími samveru og góðra stunda með þínum nánustu. Oftar en ekki sest fjölskyldan saman fyrir framan sjónvarpið og horfir á góða jólamynd. Þessar jólamyndir geta verið alls konar og án efa velja allir einhverja, allavega eina, jólamynd sem þeir horfa á á hverju ári. Ef ekki, þá mæli ég sterklega með því að byrja með þá jólahefð að horfa saman öll fjölskyldan á allavega eina jólamynd yfir hátíðirnar.

Lesa meira

Upp Kirkjutröppurnar á jólatónleika Hymnodiu

Kirkjutröppurnar á Akureyri verða opnaðar formlega á ný sunnudaginn 22. desember kl. 16. Þá opnar Akureyrarkirkja dyr sínar til að samfagna endurbótunum á þessum mikilvæga hluta af ásýnd Akureyrar. Klukkan níu um kvöldið verða svo jólatónleikar Hymnodiu sem hafa verið fastur liður um árabil í Akureyrarkirkju daginn fyrir Þorláksmessu.

Lesa meira

Fjölmenn afmælis og sjómannahátíð

 Það var fjölmenni sem mætti á matsal ÚA í gær þegar þess var minnst  að 50 ár voru liðin frá því að Kaldbakur EA 301 sigldi til heimahafnar nýsmíðaður frá Spáni.  Við þetta tilefni voru afhjúpuð líkön af Kaldbak/Harðbak og einnig Sólbak sem var  fyrsti skuttogari ÚA.  Það eru fyrrum sjómenn ÚA  undir forgöngu Sigfúsar Ólafs Helgassonar sem voru hvatamenn að þessum smíðum.

Lesa meira

Færni á vinnumarkaði - fyrsti nemendahópurinn brautskráður

SÍMEY brautskráði í gær sex nemendur á námsbrautinni Færni á vinnumarkaði en upp á þessa námsbraut var í fyrsta skipti boðið núna á haustönn í öllum símenntunarmiðstöðvum landsins. Í það heila ljúka um sjötíu nemendur þessu námi um allt land núna í desember og eftir áramót

Lesa meira

Vel mætt í Fálkafellsgönguna

Í dag fórum um 30 manns í ljósastyrktargöngu upp í Fálkafell til styrktar Velferðasjóðs Eyjafjarðasvæðisins. Hópurinn fékk hið besta veður, logn, frost og frábært gönguveður

Lesa meira

Stuðningur við flóttamannaverkefni Rauða krossins við Eyjafjörð

Sigurður H. Ringsted kom færandi hendi til okkar í Rauða krossinn við Eyjafjörð með afrakstur af sölu dagatala sem hann hannaði og seldi í samstarfi með konunni sinni Bryndísi Kristjánsdóttur.

Lesa meira

Sjúkrabíllinn kominn aftur út í Hrísey

Sjúkrabíllinn í Hrísey er nú kominn aftur út í eyjuna eftir að hafa verið færður í land til yfirferðar og viðgerðar.
 
Lesa meira

Ljósastyrktarganga upp að Fálkafelli í dag til styrktar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Það kom upp hugmynd um að hafa styrktargöngu upp í Fálkafell fyrir jólin og var ákveðið að skella í eina slíka. Tilvalið að mæta með rauðar húfur eða jólahúfur.

Lesa meira