Fremri-Hlífá á Glerárdal brúuð

Nýja brúin á Fremri-Hlífá frágengin. Frá v: Þóroddur F. Þóroddsson, Grétar Grímsson, Hannes Reynisso…
Nýja brúin á Fremri-Hlífá frágengin. Frá v: Þóroddur F. Þóroddsson, Grétar Grímsson, Hannes Reynisson, Sigurgeir Haraldsson, Rúnar Sigþórsson og Halldór Brynjólfsson Myndir Ingvar Teitsson

Félagar úr Gönguleiðanefnd Ferðafélags Akureyrar tóku sig til nýverið og settu um 3,5 metra langa brú á Fremri Hlífá. . Þessi brú nýtist göngufólki á Glerárstífluhringnum og á Lambagötunni á Glerárdal.

Ingvar Teitsson formaður nefndarinnar segir forsöguna þá að lítil á, Fremri-Hlífá, komi niður úr suðausturhlíð Glerárdals nokkur hundruð metrum sunnan við bílastæðið í mynni Glerárdals og fellur hún í Glerá.

Önnum kafnir  brúarsmiðir

„Þarna hefur ekki verið nein brú, aðeins vað á ánni. Við í gönguleiðanefnd Ferðafélags Akureyrar ákváðum að setja göngubrú á Fremri-Hlífá stutt ofan vaðsins. Akureyrarbær og RARIK útveguðu okkur efni í brúna,“ segir hann. „Þessi brú nýtist vel göngufólki sem vill ganga Lambagötuna fram í skálann Lamba á Glerárdal. Einnig er þetta á gönguleiðinni sem gengur undir nafninu Glerárstífluhringurinn.“

Nýjast