Birkir Blær yfirgefur Universal og freistar gæfunnar á eigin vegum
„Eftir samskipti mín við Universal og reynslu margra annarra tónlistarmanna sem ég þekki hef ég tekið þá ákvörðun að vera sjálfstæður. Fyrir mig er það einfaldara en fyrir marga aðra, því ég spila á öll hljóðfæri sjálfur, tek upp, útset og hljóðblanda allt sjálfur,» segir Birkir Blær Óðinsson 25 ára tónlistarmaður frá Akureyri og Eyjafjarðarsveit sem hefur sagt skilið við Universal útgáfufyrirtækið og hyggst freista gæfunnar á eigin vegum.