1 mai dagskrá á Akureyri og Fjallabyggð
Alþjóðlegur baráttudagur launafólks verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð fimmtudaginn 1. maí.
Alþjóðlegur baráttudagur launafólks verður haldinn hátíðlegur með dagskrá á Akureyri og í Fjallabyggð fimmtudaginn 1. maí.
Bæjarstjórn samþykkti 18. mars sl. að sá hluti Hafnarstrætis sem gengur jafnan undir heitinu „göngugatan“ verði lokaður frá 1. maí til 30. september eða í fimm mánuði. Þetta er umtalsvert lengri lokun en var síðasta sumar en þá var lokað í þrjá mánuði frá 3. júní til ágústloka.
Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er væntanleg til landsins á vormánuðum. Hún leikur á þrennum tónleikum í maí. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is:
Lagið var hljóðritað að mestu leyti á Akureyri síðla árs 2023, en trommurnar voru hljóðritaðar í Berlín. Upptöku á Akureyri stjórnaði Þorsteinn Kári sjálfur, en tökum á trommum stjórnuðu Jón Haukur Unnarsson ásamt Nirmalya Banerjee.
Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi ný bók eftir Húsvíkinginn Gunnar J. Straumland.
Fátt er mikilvægara fyrir íslenskan landbúnað en hafa baráttufólk sem berst með oddi og egg fyrir framtíð og starfsskilyrðum greinarinnar.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 27. apríl og eru Akureyringar hvattir til að hreinsa rusl í sínu nærumhverfi.
Laugardaginn 26. apríl kl. 14 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson málverkasýninguna HORFÐU TIL HIMINS í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 4 í Reykjavík.
Myndband bresku hljómsveitarinnar Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025 var frumsýnt í Eurovision safninu á Húsavík í dag á sumardeginum fyrsta að viðstöddu fjölmenni.
Flutt verða átta glæný lög eftir ungmenni á aldrinum 10-16 ára á tónleikum UPPTAKTSINS á sunnudaginn þann 27. apríl kl. 17 í Hofi.
Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl. Dalvíkurbyggð hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Á dögunum var formlega gengið frá samningi við Rauða krossinn.
Þeir eru vart búnir að taka upp úr ferðatöskum sínum og alls ekki farnir að snerta ,,tollinn“ þegar þeir eru farnir að leggja drög að næstu ferð!
Nú þegar Andrésar Andar vikan er hafin er hreint ekki úr vegi að birta hér viðtal sem Indíana Hreinsdóttir tók við Hermann Sigtryggsson fyrrum íþróttafulltrúa og móttökustjóra Akureyrar fyrir vef Akureyrarbæjar undir liðnum Akureyringur vikunnar. Hermann sem er einn að upphafsmönnum Andrésar leikanna, er 94 ára gamall en fylgist afar vel með öllu sem fram og er virkur
Framhaldsskólinn á Laugum verður með opið hús á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025, frá kl. 13-16.
49. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar (SKA) í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2025
Sýning Lindu Berkley gestalistamanns Gilfélagsins í apríl mánuði opnar í Deiglunni laugardaginn 26. apríl kl. 14.00
„Það var gríðargóð stemmning, smekkfullt hús og tónleikarnir eftirminnilegir,“ segir Arnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu. Kórinn hélt tónleika í Ýdölum og síðar var sama efnisskrá í boði í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru sammála um virkilega fallegan söng og hljómfagran. Kórinn fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu
Fyrirtækið Sérefni færði listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri góð gjöf, svonefndar litaljósakassa.
Sauðfjárverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar voru afhent á dögunum á aðalfundi sambandsins. Eyjafjörðru sátar af afar mörgun góðum búum svo sem kunngut er en að lokum stóð eitt uppi sem dómnefnd þótti best.
Náttúruöflin eru nú ekki alltaf þau auðveldustu að eiga við og þekkjum við það vel sem hér á þessu blessaða skeri búum. Síðasta ár fór ómjúkum höndum um okkur.
Listasafnið á Akureyri verður að venju opið alla páskahátíðina á hefðbundnum opnunartíma kl. 12-17, en nú standa yfir átta sýningar í tólf sölum safnsins.
Fyrstu lundarnir settust upp í Grímsey fyrir viku. Sjómenn höfðu séð til þeirra á sjó við eyjuna um mánaðamótin en mögulega hefur einstaklega fallegt veður síðustu daga orðið til þess að lundarnir hafi freistast til að hefja vorstörfin fyrr en ella segir á vefsíðu Akureyrarbæjar.
Brynja Dís sigraði keppnina með frábæru atriði þar sem hún flutti frumsamið ljóð. Dansatriðið Skólarapp hlaut verðskuldað 2. sæti en danshópinn mynda þær Alexandra, Eva Elísabet, Hrafntinna Rún, Karítas Hekla, Karítas Von, Margrét Varða og Sóldögg Jökla. Kristín Bára Gautsdóttir landaði þriðja sætinu fyrir frábært söngatriði þar sem hún söng lagið from The start með Laufey.
Hæfileikakeppni Akureyrar er fyrir börn í 5. - 10. bekk. Stemmningin var góð. Atriðin voru tæplega 20 og tóku 40 krakkar þátt.
„Við stefnum að því að fjölga sjálfboðaliðum sem starfa við Hjálparsímann 1717 hér fyrir norðan,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins á Akureyri. Alls starfa um þessar mundir 8 sjálfboðaliðar á starfsstöð Hjálparsímans á Akureyri.
Ný tónleikaröð „Hvitar Súlur“ hefur göngu sína á Pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þá stígur á stokk strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur, Vigdísi Másdóttur og Gretu Rún Snorradóttur. Flutt verða verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson, Vasks að ógleymdum hinum víðfræga Keisarakvartett Haydns.
Tónlistarhátíðin Hnoðri á Húsavík um páskahelgina
Kór Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal er skipaður kraftmiklu fólki sem kallar ekki allt ömmu sína og stjórnandi þessa galvaska og síkáta hóps, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, vílar fátt ef nokkuð fyrir sér. Það er því oftar en ekki í þessu samstarfi að ýmsum hugmyndum er hrundið í framkvæmd.
Í apríl tekur Listasafnið á Akureyri á móti hollensku listakonunni Philine van der Vegte í gestavinnustofu safnsins. Van der Vegte er þekkt fyrir tjáningarríkar olíumálverk sín og lifandi blekteikningar af húsdýrum. Hún mun sýna verkin sín í sýningunni „Vinnuhundar“ í Deiglunni dagana 19. og 20. apríl, frá kl. 14:00 til 17:00.