Glugginn í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi í apríl
Í tilefni af barnamenningarhátíð Akureyrar er GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi út apríl. Leikföng, sum frá fyrri tíð og ýmis hugðarefni barna og unglinga prýða gluggann í alls konar sviðsmyndum. Gluggasýningin er ætluð til að vekja forvitni, gleði og skapa skemmtilegan áfangastað í gönguferðum. Sýningin hentar öllum aldurshópum.