Einu sinni var - löngu fyrir tíma Tik Tok og Tinder
Í öllu þessu daglega amstri í öldurót tímans þegar heimurinn fer stöðugt á hvolf og maður veit varla hvað snýr upp þennan daginn og niður hinn daginn er gott að ylja sér við minningar frá töluvert löngu liðinni tíð þegar hefðirnar voru í hávegum hafðar og allt þurfti að vera eins og það var árið áður. Þá voru engar tölvur sem fönguðu huga fólks, ekki snjallsímar, ekki Facebook, ekki Tik Tok, ekki Instragram og alls ekki Tinder. Og farsímarnir, fyrst þessir risastóru, komu ekki fyrr en löngu eftir að ég sleit barnsskónum.