Mannlíf

Jens Garðar Helgason býður sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Jens Garðar, hefur langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn, segir framboðið byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild,“ segir Jens Garðar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar," segir hann.

Lesa meira

Góð afmælisgjöf til VMA

Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel, segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild en Reykjafell afhenti deildinni sl. föstudag með formlegum hætti veglega gjöf í tilefni af 40 ára afmæli VMA. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni.

Lesa meira

Fulbright Arctic Initiative IV verkefni Tveir prófessorar við HA taka þátt

Prófessorarnir Sigrún Sigurðardóttir í hjúkrunarfræðideild og Rachael Lorna Johnstone í lagadeild tóku ásamt átján öðru framúrskarandi fræðafólki þátt í kynningarviku og vísindaferð  Fulbright Arctic Initiative IV verkefnisins. Hópurinn mun taka þátt í þverfræðilegum rannsóknum á næstu átján mánuðum í fjórða hluta verkefnisins á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Þriðjudaginn 15. október kl. 17-17.40 heldur sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni ListaÉg. Í fyrirlestrinum mun hún spekúlera í listferli og listalífi. Hún mun grúska í tilurð, gjörðum og lífi einhvers konar listapersónu sem á heima í einhvers konar alvöru persónu. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Byggja upp alþjóðlega rannóknarmiðstöð i eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu.

Samkomulag hefur verið undirritað sem tryggir fjármögnun fyrirtæksins Krafla Magma Testbed, KMT til tveggja ára.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og KMt eru aðilar að samkomulaginu. Samkomulagið markar ákveðin tímamót fyrir KMT þar sem Orkuveitan gengur til liðs við verkefnið, auk þess sem áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum og Landsvirkjun er tryggður.

Lesa meira

Starfsfólk HA á ferð og flugi

Við tókum hús á tveimur starfskröftum Háskólans á Akureyri á dögunum sem bæði höfðu verið á ferðalögum tengdum sínum störfum. Störf við skólann bjóða upp á ýmis tækifæri, hvort sem það er í akademíu eða stoð- og stjórnsýslu.

Lesa meira

Gamli skóli 120 ára

Það var mikið um dýrðir í Menntaskólanum á Akureyri  en tilefnið var 120 ára afmæli Gamla skóla.   á Facebooksíðu skólans er þessa getið.

Lesa meira

Leikafélag Akureyrar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Litlu hryllingsbúðina í Samkomuhúsin í kvöld, föstudagskvöldið 11. október. Sýnt verður í október og nóvember.

Lesa meira

Stórfelld lækkun gjalds fyrir brjóstaskimanir

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að lækka almennt gjald fyrir brjóstaskimun úr 6.098 kr. í 500 kr. og tekur breytingin gildi 14. október. Skimun er mikilvæg forsenda snemmgreiningar brjóstakrabbameina og hefur mikinn ávinning fyrir einstaklinga og samfélag. Snemmgreining þýðir einfaldari meðferð, bættar lífslíkur og dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.

Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað komið út

Út er komið 2 tbl 42 árgangs af Sportveiðiblaðinu,  meðal efnis er viðtal við Jón Þorstein Jónsson sem  segir líflegar sögur  af ferð í Svalbarðsá í Þistilfirði þá frægu stórfiska á svo dæmi sé tekið en annars eru sögurnar  margar og góðar hjá honum. 

Lesa meira

Ertu með lausa skrúfu?

Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hjartar samvinnu

Menntaviðburðurinn Utís fór fram á d0gunum og var að öllu leyti á netinu. Utís er ráðstefna sem Ingvi Hrannar Ómarsson á veg og vanda af og er fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk á öllum skólastigum. Í ár var ráðstefnan send út frá Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA), þar sem má finna framúrskarandi aðstöðu til upptöku og útsendingar. Því var upplagt að geta notað aðstöðuna í ráðstefnu sem lýtur að framþróun í kennslu.

Lesa meira

Norður Hjálp útdeildi styrkjum að andvirði tæpra tveggja milljóna króna í september s.l.

Norður-Hjálp birtir á Facebook vegg þeirra í kvöld frétt um styrki þá sem  þau gátu útdeilt i s.l.mánuði og er óhætt að segja að þar sé vel unnið.

Í umræddri kemur eftirfarandi fram.:

Lesa meira

Færði Lystigarðinum 1 milljón króna að gjöf

Reynir Gretarsson sem rekur veitingastaðinn Lyst í Lystigarði Akureyrar færði morgun Akureyrarbæ 1 milljón króna að gjöf sem hann vonar að nýtist vel í rekstri garðsins.

Lesa meira

HÁRKOLLUGLUGGINN Hvatning til kærleiksgjörninga

GLUGGINN í Hafnarstræti 88, vinnustofu myndlistarkonunnar Brynju Harðardóttur Tveiten sýnir þessa dagana heklaðar og prjónaðar hárkollur og húfur. Sýningin er sett upp í tilefni af Bleikum október, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Lesa meira

Lágmarks matarsóun í eldhúsi SAk

Í eldhúsi SAk er kappkostað við að halda matarsóun í algjöru lágmarki það er heimasíða SAk sem segir frá.

Lesa meira

Alþýðusamband Norðurlands styrkir Kvennaathvarfið á Akureyri

Á 38. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór í síðustu viku var samþykkt samhljóða að færa Kvennaathvarfinu á Akureyri kr. 500.000 til starfseminnar.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri - Þriðjudagsfyrirlestur: Snæfríður Sól Gunnarsdóttir

Þriðjudaginn 8. október kl. 17-17.40 heldur leikstjórinn og listakonan Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Vega og meta, mega og veta.

Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Stúlknabandið spilar í Akureyrarkirkju og í Vogafjósi

Klassíska hljómsveitin Stúlknabandið leggur land undir fót 12.-13. október næstkomandi og er stefnan tekin á Norðurlandið. Stúlknabandið mun spila tónlist, annars vegar í Mývatnssveit og hins vegar á Akureyri.

Lesa meira

Slæmt vor mjög líklega orsök lægri meðalvigtar

Meðalvigtin það sem af er sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík er 16,87 kg á móti 17,10 kg á sama tíma í fyrra.  

Lesa meira

Hefur selt K-lykilinn í 50 ár

Landssöfnun Kiwanis fyrir einstök börn

 

 
Lesa meira

Veður- og sólfar sem og skaðvaldar geta ráðið hve mikil haustlitadýrðin er

„Haustlitir á birki virðast koma hægt þetta árið og getur bæði spilað inn í faraldur skaðvalda og svalt sumar,“ segir Pétur Halldórsson kynningarstjóri Lands og skóga. Birki á svæðinu er illa útleikið eftir tvo nýlega skaðvalda sem herjuðu sérstaklega illa á það hér um slóðir í sumar.

Lesa meira

Gleymum ekki fólkinu á Gaza

Í dag laugardag  eru ráðgerðir viðburðir um allan heim til að minnast þess og mótmæla að þjóðarmorð hafa átt sér stað á G A Z A í heilt ár.

Lesa meira

Viðamiklar framkvæmdir í Hrafnagilshverfi

Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit þar sem breyta þurfti lagnaleiðum, koma fyrir nýjum lögnum/strengjum, afleggja og endurnýja eftir þörfum í nokkuð flókinni framkvæmd þar sem samræma hefur þurft vinnu nokkurs fjölda veitu- og fjarskiptafyrirtækja.

Lesa meira

Nemendur í vélstjórn komust í feitt

Heimasíða Samherja segir frá því að nemendum í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri gafst nýverið kostur á að fylgjast með endurbótum á sveifarási frystitogarans Snæfells EA, sem er í eigu Samherja. Um er að ræða sérhæft verkefni, sem krefst mikillar nákvæmni og voru erlendir sérfræðingar fengnir til landsins í tengslum við vélarupptekt og slípun á sveifarási.

Lesa meira

Snýr aftur í heimahagana

Gabríel Ingimarsson snýr aftur í heimahagana og  tekur við stöðu rekstrarstjóra Hríseyjarbúðarinnar  eftir nokkurra ára fjarveru með viðkomu í Reykjavík, Laugum í Reykjadal og Brussel.

Lesa meira

Zontaklúbburinn Þórunn hyrna heldur afmælishóf og listaverkauppboð - Helena Eyjólfsdóttir heiðruð fyrir 40 ára starf fyrir klúbbinn

„Starf Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu er í nokkuð föstum skorðum. Við hittumst einu sinni í mánuði frá september og fram  í maí á fundum þar sem tekin eru fyrir málefni sem tengjast Zontastarfinu, við njótum þess að vera saman og gleðjast, það er alltaf mikil gleði sem fylgir okkar samveru,“ segir Sesselja Sigurðardóttir talsmaður Zontaklúbbsins Þórunnar hyrnu og fyrrverandi svæðisstjóri  Zonta á Íslandi. Klúbburinn heldur upp á 40 ára afmæli sitt í Deiglunni næstkomandi laugardag, 5. október kl. 15. Þar verður afmælisboð og efnt til listaverkauppboðs. Bæjarbúum er boðið að koma og fagna með Zontakonum.

Lesa meira