Lög Gunnars Þórðarsonar hljóma í Hofi n.k. laugardagskvöld
„Við hlökkum gríðarlega mikið til að koma norður, það er alltaf gott að vera Akureyri sem er yndislegur bær,“ segir Hulda Jónasdóttir viðburðarstjóri en um þar næstu helgi, laugardaginn 22. mars kl. 20.20 verða tónleikar í Menningarhúsinu Hofi sem tileinkaðir eru Gunnari Þórðarsyni. Yfirskrift þeirra er Himinn og jörð.