Á myndinni eru Benjamín Þorri Bergsson og Vera Mekkín Guðnadóttir fulltrúar skólafélagsins Hugins og Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krafts og MA-ingur. Mynd Vefur MA
Ár hvert heldur skólafélagið Huginn góðgerðaviku í þeim tilgangi að styrkja gott málefni. Að þessu sinni var valið að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og söfnuðust alls 1.086.000 kr.
Aðilar í Þýskalandi hafa verið með í undirbúningi flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Samkvæmt heimildum vefsins er ætlunin að fljúga á fimmtudögum og sunnudögum og að fyrsta flug verði í febrúar n.k.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfar uppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Áætlað er að HSN taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.
Í Háskólanum á Akureyri eru yfir hundrað viðburðir á ári hverju. Þeir eru fjölbreyttir og eru í formi ráðstefna, opinna daga, brautskráninga og málþinga svo eitthvað sé nefnt.
Búið er að gangsetja rafrænt lyfjafyrirmæla- og lyfjaskráningarkerfi, Therapy, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (BMT). Tilgangur þess er að bæta lyfjaöryggi sjúklinga og gera lyfjaskráningu skilvirkari þannig að lyf ávísuð í Therapy fylgi sjúklingi, óháð deildinni sem hann er á. Þessum áfanga var skiljanlega fagnað á bráðamóttökunni í með góðum kaffitíma.
Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti samning sem lagður var fram á fundi ráðsins á dögunum um afnot af landi til reksturs sleðabrautar á milli Hlíðarfjalls og Hálanda.
Vandinn sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi er flókinn og margþættur. Í grunninn má þó rekja nær allan vandann til skorts á starfsfólki til að sinna þjónustunni.