Mannlíf

Fréttatilkynning - KEA eykur við hlut sinn í Stefnu

KEA hefur keypt 10% eignarhlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri en KEA á fyrir 15% eignarhlut í félaginu.  Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum. 

Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum

Lesa meira

Jólin heima - Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík rifjar upp

Sá sem næst segir okkur af jólahaldi heima er búfræðingurinn og verkalýðsforinginn Aðalsteinn Árni Baldursson en hann er í daglegu tali gjarnan kallaður Kúti.  

Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað komið út

 Einn er sá hópur fólks sem líklega fagnar hvað innilegast með sjálfum sér sólstöðum þ.e sá fjölmenni hópur sem gaman hefur af  því að sveifla veiðistöng á árbakkanum.  Þessi hópur getur eiginlega fagnað tvöfalt því nú nýverið kom út 3 t.b.l af Sportveiðiblaðinu 43 árgangur.  Það er Gunnar Bender sem hefur veg  og vanda af  útgáfu blaðsins.

Lesa meira

Hoppsa Bomm í Kjarna-Sleðabrekkan tilbúin

Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.

Fréttin er svona:

 

Lesa meira

Jólin heima Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli rifjar upp

Jólin heima.

Næstu daga mun við birta hér á vefnum sögur fólks sem rifjar upp jólin heima hvort sem það er  jólahald fyrr eða nú.

Það er Svanhildur Daníelsdóttir frá Gnúpufelli, kennari við VMA sem ríður á vaðið.

Lesa meira

Sameiginlegt helgihald í Akureyrar og Glerárkirkju um áramót

Sr. Hildur Eir Bolladóttir birtir á Facebooksíðu sinni í morgun færslu um það að helgihald um áramót verði sameiginlegt  í Akureyrar og Glerárkirkju.  Ástæaðn sé sú að þrátt fyrir mikla og góða kirkjusókn á jólum skili fólk sé i minna mæli til kirkju um ármót.

Lesa meira

Eins og í Sjallanum í denn!

 Það er óhætt að fullyrða að hreyfing og útivera var ofarlega í huga Akureyringa í dag.  Hvert sem litið var mátti sjá fólk á göngu, skokki eða í sundi  og á gönguskíðum.  Likamsræktarstöðvar voru afar vinsælar og í Hlíðarfjalli renndi fólk sér í troðnum púðursnjó.

Lesa meira

Þegar barnið hughreystir þig

Séra Hildur Eir Bolladóttir flutti eftirfarandi prédikun við aftansöng í Akureyrarkirkju í gær. 

Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum blaðsins og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!

Lesa meira

40 ár frá því Akureyrin EA kom til heimahafnar úr sinni fyrstu veiðiferð 23.12.2023

Nákvæmlega fjörutíu ár eru í dag liðin frá því frystitogarinn Akureyrin EA 10 kom úr sinni fyrstu veiðiferð, 23. desember 1983.

Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu fyrr á árinu keypt nær allt hlutafé Samherja hf. í Grindavík, sem gerði út togarann Guðstein GK 140 og fluttu þeir frændur starfsemina til Akureyrar.

Guðsteinn GK kom til nýrrar heimahafnar 1. maí 1983 og var nafni skipsins breytt í Akureyrin EA 10.

Um sumarið og fram á haust var unnið hörðum höndum við breytingar og endurbætur á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri. Akureyrin fór í prufutúr í lok nóvember og í desember var farin fyrsta veiðiferðin. Skipið kom til Akureyrar á Þorláksmessu, 23 desember, vegna jólafrís skipverja.

Akureyrin var afar farsælt skip og var ár eftir ár meðal þeirra skipa sem skiluðu mestu aflaverðmæti. Árið 2013 var gamla Akureyrin seld, eftir að hafa verið í eigu Samherja í þrjátíu ár.

Samherji hefur vaxið og dafnað á þessum fjörutíu árum og nú landa nokkur skip félagsins í viku hverri, enda vinnsluhús félagsins afkastamikil.

Í skjalasafni Samherja eru varðveitt skjöl er tilheyra fyrstu veiðiferðinni, svo sem tilkynning til bæjarfógetans á Akureyri um áhöfn skipsins og uppgjör vegna veiðiferðarinnar. Hásetahluturinn var kr. 34.935,67 auk orlofs kr. 3.556,96. 23.desember, Þorláksmessa, er því einn af mörgum merkisdögum í sögu Samherja.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þessum upphafsdögum Samherja.

Lesa meira