Mannlíf

Sálumessa Duruflé einstök tónsmíð

Norðlensku kórarnir Hymnodia og Kammerkór Norðurlands leiða saman hesta sína á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 16. Aðalverkið á tónleikunum er Requiem eða sálumessa eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Hildigunnur Einarsdóttir messósópran syngur einsöng og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur á selló.
Lesa meira

Vegalengd sem ekið var jafngildir 4,4 ferðum umhverfis jörðina

Hopphjólin voru leigð í 103 þúsund ferðir í sumar - Um 2,4 tonn af koltvísýringi sparaðist ef miðað er við akstur á bíl
Lesa meira

„Ég er búinn að njóta hverrar mínútu“

Nú er komið að síðustu sýningarhelginni af fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfur hjá Leikfélagi Akureyrar. Sýningin hefur algjörlega slegið í gegn og hefur verið sýnd um 70 sinnum í Samkomuhúsinu þegar yfir lýkur.
Lesa meira

Flóttamaður í 40 ár, ættfræði og glens um Akureyringa

Völuspá útgáfa sendir að þessu sinni fjölbreytta flóru bóka á jólamarkaðinn
Lesa meira

„Þetta er kúltúr sem þekkist ekki annars staðar“

Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu. Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.
Lesa meira

„Fólk hættir ekkert að eiga afmæli“

Sykurverk safnar fyrir flutningum í Strandgötu
Lesa meira

Þjónustan á Akureyri ekki síðri en var í Noregi

„Við vissum hvað við höfðum en ekki hvað við fengjum. Sem betur fer erum við hæst ánægð með þá þjónustu sem okkur hefur boðist, það er allt til fyrirmyndar,“ segja þau Aðalheiður Jóhannesdóttir og Þóroddur Ingvarsson, foreldrar tveggja sykursjúkra barna. Þau fluttu frá Lillehammer í Noregi til Akureyrar í fyrrasumar. Þar var vel haldið utan um fjölskylduna og góður stuðningur með börnin í skólanum. Þau segja ánægjulegt að upplifa að þjónustan sé ekki síðri á Akureyri. Aðalheiður er frá Dalvík, Þóroddur er Akureyringur, en þau kynntust í Menntaskólanum á Akureyri. Bæði eru læknar og starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þau héldu utan til framhaldsnáms í læknisfræði eftir nám hér á landi, fóru fyrst til Svíþjóðar og síðar Noregs. Tvö yngstu börnin, Magnús 11 ára og Fríða 8 ára fæddust í Svíþjóð. Þau eru nú í 6. og 3. bekk í Brekkuskóla. Eldri börn þeirra hjóna eru Ingvar 23 ára og Ester 17 ára.
Lesa meira

Birkir Blær flaug áfram í kvöld

Hann fékk standandi lófaklapp fyrir flutning á laginu Leave The Door Open
Lesa meira

Karlmennskan á Húsavík

Þorsteinn V. Einarsson frá @karlmennskan hefur verið á ferðinni á Húsavík síðustu daga. Þorsteinn, sem er bæði kennari og kynjafræðingur, heldur úti vefnum karlmennskan.is þar sem hann fjallar um karlmennsku í samfélaginu. Hann hélt fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Húsavík, Borgarhólsskóla og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Lesa meira

Kontrabassinn hefur sótt í sig veðrið sem einleikshljóðfæri

Sunnudaginn 31. október kl 16 verða tónleikar á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hömrum í Hofi. Þá leika Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari dagskrá sem þau kalla “Hljóðs bið ek allar helgar kindir”
Lesa meira