Mannlíf

Kaffipressan kaupir Kaffistofuna

Kaffipressan hefur keypt rekstur handverkskaffibrennslu Kaffistofunnar en Kaffistofan hefur sérhæft sig í þróun og sölu á handverkskaffi á Íslandi allt frá stofnun fyrirtækisins í ársbyrjun 2022.

 

Lesa meira

Grófin Geðrækt komin í nýtt húsnæði

Grófin Geðrækt flutti í nýtt húsnæði í nóvember á liðnu ári eftir að upp kom mygla í húsnæðinu þar sem hún áður var. Einstaklingar voru farnir að finna fyrir miklum einkennum vegna mylgunnar og því bráðnauðsynlegt að koma starfseminni fyrir á nýjum stað hið fyrsta. Nýverið var opið hús á nýja staðnum sem er ekki ýkja langt frá þeim fyrri, en nú hefur Grófin Geðrækt komið sér vel fyrir við Hafnarstræti 97, á efstu hæð hússins og hægt að koma þar að hvort heldur sem er með lyftu frá göngugötunni eða fara um Gilsbakkaveg.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Nýtt sýningaár formlega hafið

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri

 

Lesa meira

Endurbætur standa yfir á Lögmannshlíðarkirkju

„Þetta tókst afskaplega vel og það er greinilegt að fólki hér í hverfinu, m.a. gömlu þorpurunum þykir vænt um kirkjuna,“ segir Arnar Yngvason umsjónarmaður í Glerárkirkju og Lögmannshlíðarkirkju.

 

Lesa meira

Fjölsótt afmæliskaffi hjá Rauða krossinum

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð  var boðið til samsætis í húsakynnum Rauða krossins við Viðjulund 2 á Akureyri.  Þar gafst gestum og gangandi færi á að kynnast starfseminni og fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

 

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza

Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.

 

Lesa meira

Skálmöld og Hymnodia — Aukatónleikar í Hofi n.k. laugardag

Uppselt er á tónleika Skálmaldar og kammerkórsins Hymnodiu í Hofi á laugardagskvöldið kemur, því hefur aukatónleikum verið bætt við sama dag klukkan 17:00. 

Lesa meira

100 ár liðin frá stofnfundi Akureyrardeildar Rauða krossins

„Við erum afskaplega stolt af deildinni okkar og þá sérstaklega hve margir sjálfboðaliðar starfa fyrir hana því þau verkefni sem við sinnum byggjast fyrst og fremst á sjálfboðaliðastarfi,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri Eyjafjarðardeildar Rauða krossins. 100 ára voru í gær liðin frá stofnfundi Akureyrardeildar Rauða krossins á Íslandi.

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Hættuleg gatnamót? Varasöm beygja?

Þingeyjarsveit vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið. Markmið hennar er að búa til aðgerðaráætlun svo auka megi öryggi í sveitarfélaginu, fækka slysum og auka lífsgæði íbúa sem og annarra sem um sveitarfélagið ferðast.

Lesa meira

Skiptinemi í Kína

Á heimasíðu VMA í dag gefur að líta viðtal við Huldu Ómarsdóttur en hún útskrifaðist af listnáms- og hönnunarbraut VMA vorið 2021.  Hulda  ákvað að því loknu, eins og hún orðar það, að skipta algjörlega um gír og sækja um nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Hún er núna á þriðja ári í náminu og ver þessu skólaári í skiptinámi í Kína.

 

Lesa meira

,,Tungumálið er lykillinn"

-Segir Dóra Ármannsdóttir sem kennir innflytjendum íslensku

Lesa meira

Skilgreina hlutverk SAk sem varasjúkrahús

Alma Möller, heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að vinna að nánari skilgreiningu og hlutverki varasjúkrahúss með tilliti til viðbragðsáætlana, neyðarviðbragða, þjóðaröryggisráðs, sjúkraflutninga, rannsóknarþjónustu og laga um heilbrigðisþjónustu.

 

Lesa meira

Akureyri - Tjaldsvæðisreitur drög að breytingu á deiliskipulagi

Á vefsíðu bæjarins eru í dag kynnt drög að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti.  Eins og kunnugt er  var svæðinu lokað fyrir tjaldgesti og til stóð má. að byggja heilsugæslustöð nyrst á þessari lóð.  Frá þeirri hugmynd var svo fallið og nú hefur verið samþykkt að þar skuli rísa fjölbreytt íbúðabyggð og er áhersla lögð á að þarna rísi ,,sjálfbært og nútimalegt hverfi sem falli vel að núverandi byggð og umhverfi".

 

 

Lesa meira

Samið við Hrímhesta um leigu á Ytri Skjaldarvík

Umhverfis og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt húsaleigusamning við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri Skjaldarvík. Ein umsókn barst um leigu á Syðri Skjaldarvík og er sú umsókn í vinnslu hjá ráðinu en ekki fengust upplýsingar um hver hefði lagt þá umsókn fram.

 

Lesa meira

Norðurþing hvetur íbúa til að huga að umhverfi sínu

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á dögunum tillögu meirihlutans um að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025.

 

 

Lesa meira

Hljómsveit Akureyrar styrkir Grófina

Hljómsveit Akureyrar hélt tónleika á dögunum í Glerárkirkju þar sem gestum bauðst að leggja frjáls framlög til Grófarinnar.

 

Lesa meira

Femínísk fræðikona og fjallageit

„Búmerang frá Akureyri gæti verið yfirskrift æviminninga minna,“ segir Bergljót og útskýrir betur: „Ég fæðist á Akureyri, en fjölskyldan býr síðan á Ísafirði fyrstu æviárin mín. Þá flytja þau aftur til Akureyrar þar sem ég bý til 14 ára aldurs, þegar foreldrar mínir flytja til Boulder í Colorado sem var afar dýrmæt reynsla sem gaf mér tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn.“ Bergljót flutti svo aftur til Akureyrar með fjölskyldunni og kláraði stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri.

Lesa meira

Sundlaugar Akureyrar - Ríflega 400 þúsund gestir á liðnu ári

„Það er líf og fjör hjá okkur alla daga og jafnan mikið um að vera,“ segir Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður Sundlauga Akureyrar. Nýtt útisvæði var tekið í notkun nýverið við Glerárlaug og framkvæmdir standa sem hæst við breytingar í innlauginni við Sundlaug Akureyrar.

 

Lesa meira

Súlur Björgunarsveit býður á opið hús í tilefni af 25 ára afmæli

Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna.

Lesa meira

VMA-Plast er ekki bara plast

Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.

 

Lesa meira

Einn af hverjum tíu í hættu að þróa með sér kulnun í foreldrahlutverki

Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.

Lesa meira

Snjómokstur í fullum gangi

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Lesa meira

Leigusamningi Norðurhjálpar sagt upp Hafa deilt út 26 milljónum til fólks sem þarf aðstoð

„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp.  Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði,  hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.

Lesa meira

Skuggabani er kominn á kreik

Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan

Lesa meira

Ljóðastund með Arnari Jónssyni

Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 17 og sunnudaginn 19. janúar kl. 14.

Lesa meira

„Villtustu handrit geta orðið að veruleika“

-Segir Ágúst Þór Brynjarsson um Eurovision-drauminn

Lesa meira