Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út
Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is
Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.
Leikfélag Húsavíkur setur upp „Sex í sveit“
„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.
Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.
„Við stefnum að því að bjóða lóðirnar út fyrir vorið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. Útboðsskilmálar fyrir lóðir við Hofsbót 1 og 3 hafa verið endurskoðaðir, lágmarksverð er lægra.
Á seinasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar var m.a rætt um aukin ferðakostnað barna og unglinga á landsbyggðinni tengt íþróttum. Kostnaður hefur aukist verulega á síðastliðnum árum en á sama tíma hefur framlag ríkisins ekki fylgt verðlagi og því rý rnað umtalsvert.
Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og Margskonar I verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 22. febrúar kl. 15. Sólveig Baldursdóttir, myndhöggvari, opnar sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur. Sýningarstjóri beggja sýninga er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir.
„Æfingar hafa gengið vel. Það hefur verið mikið að gera en síðustu vikur hafa verið virkilega skemmtilegar og við hlökkum til að setja verkið á svið,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins, en þar á bæ verður söngleikurinn Land míns föður frumsýnt í lok næstu viku, 28. febrúar. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Sýnt verður í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og eru sýningar út mars komnar í sölu. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.
Akureyrarbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Spáð er að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 2.358 manns á næstu tíu árum, sem er 11,6 prósent aukning. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.169 frá árinu 2020 eða um 6 prósent og því er spá Akureyrarbæjar eilítið varfærnari en hefur raungerst síðastliðin ár segir á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.