
VMA-Plast er ekki bara plast
Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.
Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.
Eitt af hverjum tíu foreldrum sem tóku þátt í rannsókn Helgu Sifjar Pétursdóttir iðjuþjálfa eiga á hættu að þróa með sér eða vera að glíma við kulnun í foreldrahlutverki. Hægt er að vinna sig út úr því ástandi en það er engin ein leið sem hentar öllum þar sem aðstæður eru ólíkar milli fjölskyldna.
Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.
„Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra kvenna sem standa að Norðurhjálp, nytjamarkaði sem hefur verið til húsa við Dalsbraut á Akureyri. Ljóst er að rýma þarf markaðinn fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi en leigusamningi Norðurhjálpar hefur verið sagt upp. Öll innkoma af markaðnum, ef frá er talin leiga fyrir húsnæði, hefur farið í að rétta þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu aðstoð. Á liðnu ári veitti Norðurhjálp alls 26 milljónir króna til fólks á Norðurlandi.
Skuggabani er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Tonnataks sem hefur nokkuð jafnt og þétt komið út nýjum lögum á undanförnum árum og árið 2025 verður ekki skilið útundan
Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 17 og sunnudaginn 19. janúar kl. 14.
-Segir Ágúst Þór Brynjarsson um Eurovision-drauminn
Um helgina verður boðið upp á tvenns konar leiðsögn um fjórar sýningar Listasafnsins á Akureyri. Á laugardaginn kl. 15 verður leiðsögn um sýningar Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin, og Jónasar Viðars, Jónas Viðar í safneign. Aðgangur er innifalinn í miðaverði. Á sunnudaginn kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, stýra fjölskylduleiðsögn og segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar og sýningu Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt nýverið. Hún hefur þegar tekið gildi og Ný gildir til loka árs 2029. Áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.
Jafnréttisáætlun Háskólans á Akureyri fyrir árin 2025-2028 var samþykkt af Háskólaráði í lok nóvember á liðnu ári og af Jafnréttisstofu um miðjan desember síðastliðinn.
„Það er mikill fengur að þessari plötu og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Benedikt Sigurðarsson formaður Karlakórs Akureyrar-Geysis sem nýverið setti í spilum nýja plötu á Spotify. Titill plötunnar er Karlakór Akureyrar-Geysir 100 ár. Á plötunni eru alls 9 lög sem hljóðrituð voru í nóvember 2023. Kórinn fagnaði 100 ára samfelldu kórastarfi á Akureyri árið 2022.Söngstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis er Valmar Väljaots sem tók við kórnum árið 2021
Velferðarráð Akureyrar er tilbúið að styrkja verkefni sem góðagerðarsamtökin Okkar heimur hefur óskað eftir um 400 þúsund krónur með þeim fyrirvara að fyrir liggi að það sé að fullu fjármagnað og ljóst að það fari af stað eins og það er orðað í bókun Velferðarráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrar mun um mitt þetta ár, 2025 taka stöðuna á notkun Hreyfikorts og fara yfir kosti og galla þess. Ráðið mun þá leita álits öldungaráðs Akureyrarbæjar um hvernig til hefur tekist.
Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður og gerður þjónustusamningur við Amtsbókasafnið sem mun veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps sömu þjónustu og íbúum Akureyrarbæjar hvað varðar aðgang að safnakosti og annarri þjónustu sem safnið hefur upp á að bjóða hverju sinni.
Útisvæðið við Glerárlaug var opnað í dag eftir umfangsmiklar endurbætur. Gestir geta nú nýtt sér nýja heita potta, kalt kar, útisturtu og saunaklefa. Skipt var um yfirborðsefni á svæðinu og aðgengi og umhverfi bætt. Auk þess voru gömlu útiklefarnir fjarlægðir og skjólveggurinn endurnýjaður að hluta.
Sem kunnugt er standa yfir breytingar á sorphirðukerfi og framundan eru tunnuskipti í síðustu hverfum bæjarins. Til að tryggja sem hraðasta framkvæmd verða núverandi tunnur fyrir almennan úrgang nýttar, og ílátum bætt við eftir þörfum fyrir lífrænan úrgang, pappír og plast. Í sumum tilfellum gætu heimili tímabundið fengið fleiri tunnur en nauðsynlegt er. Mikilvægt er að tryggja að allar tunnur séu staðsettar eða festar þannig að þær fjúki ekki.
,,Þó að margir haldi að bókasöfn sé lítið notuð og lestur sé að minnka sjáum við þetta ekki svo svart og erum bara bjartsýn fyrir framtíðinni. Til dæmis fjölgaði útlánum og heimsóknum frá því árið 2023. Skemmtilegt þótti okkur að sjá að kökuformin lánuðust 270 sinnum, enda er heimsókn á bókasafnið orðinn hefðbundinn liður í kringum veislur hjá mörgum. Mikil stemning að velja form fyrir afmælið sitt."
Sunnudaginn 26. janúar flytur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Ross Collins verk eftir þrjá meistara frá ólíkum tímum sem lagt hafa mikið af mörkum til tónlistar fyrir strengjasveit.
„Hlutverk deildarforseta er afar fjölbreytt. Það felur í sér að stjórna daglegum rekstri deildarinnar, umsjón með áætlunum, yfirsýn kennsluáætlana og rannsókna ásamt fleiru sem fellur til. Ég tel mikilvægt að deildarforseti styðji við starfsfólk og stúdenta, sé virkur talsmaður deildarinnar og leggi til við stefnumörkun og langtímaáætlanir,“ segir Richard sem formlega tók við hlutverkinu 1. janúar af fráfarandi deildarforseta, Árna Gunnari Ásgeirssyni, dósent við deildina.
Um næstu helgi tekur nýr aðili við þjónustu grenndarstöðva og gámasvæðis Akureyrarbæjar. Reiknað er með að þau umskipti gangi snurðulaust fyrir sig en þjónustan gæti þó raskast ofurlítið um stundarsakir.
Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell fóru til veiða 3. janúar. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.
Tveir fyrrverandi MA-ingar hafa nýlega fengið styrki fyrir afburðaárangur þeirra í háskólanámi.
Það verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Þórsara i dag kl 17 en þá býður aðalstjórn félagsins ,,félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar mánudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2024 verður lýst" eins og segir í tilkynningu frá stjórn.
,,Torgið" voru fengsæl fiskimið nefnd og gott reyndar ef ekki var talað um Rauða Torgið hreinlega í þvi sambandi. Það má leika sér svolítð og segja að þrír/fimm ÚA togarar séu mættir á ..Torgið'' stórglæsilegir aðvanda og ná að svo sannarlega að ,,veiða" með veru sinni á ,,miðunumn
Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.
Á morgun laugardag verður þrettándabrenna í krúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk, þar má búast við púkum enda láta slíkir ekki góða brennu framhjá sér fara.