Fremri-Hlífá á Glerárdal brúuð
Félagar úr Gönguleiðanefnd Ferðafélags Akureyrar tóku sig til nýverið og settu um 3,5 metra langa brú á Fremri Hlífá. . Þessi brú nýtist göngufólki á Glerárstífluhringnum og á Lambagötunni á Glerárdal.
Félagar úr Gönguleiðanefnd Ferðafélags Akureyrar tóku sig til nýverið og settu um 3,5 metra langa brú á Fremri Hlífá. . Þessi brú nýtist göngufólki á Glerárstífluhringnum og á Lambagötunni á Glerárdal.
Dagana 1. og 2. október næstkomandi fer ráðstefnan Löggæsla og samfélagið fram við Háskólann á Akureyri. Það er Rannsóknarsetur í lögreglufræði við HA sem stendur að
ráðstefnunni. Löggæsla og samfélagið er vttvangur þar sem fag- og fræðafólk reifar málefni sem tengjast löggæslu með einum eða öðrum hæti.
Akureyrarbær og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, hafa gert með sér samning um rekstrarstyrk til ársins 2027.
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri fór fram í Glerárkirkju nýverið. Þeir sem stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Lífsbrúar – miðstöð sjálfsvígsforvarna, Álfheiður Svana Kristjánsdóttir, Neyðarvarnarfulltrúi Rauða Krossinum, Anna Guðný Hermannsdóttir verkefnastjóri Hjálp48 og Andrea Walraven-Thissen sérfræðingur í stuðningi í kjölfar sjálfsvígs. Hjálp48 teymið er skipað sex manns auk þriggja varamanna, sem öll hafa víðtæka reynslu, bakgrunn og þekkingu til þess að veita þjónustuna og styðja við syrgjendur.
Húsavíkurfestival Norðurþings 2025
Ný hljómplata Hvanndalsbræðra sem ber nafið Skál! lenti á helstu streymisveitum i dag 26 september.
„Það verður heilmikið stuð á tónleikunum. Sigga hefur lofað því að láta gamminn geysa og hún gengur ekki á bak orða sinna,“ segir Grétar Örvarsson en hljómsveitin Stjórnin verður á ferðinni í Hofi á Akureyri um aðra helgi, laugardagskvöldið 4. október kl. 21. „Við byrjum ekki fyrr en klukkan níu til að gefa fólki kost á að gera meira úr kvöldinu með því að fara út að borða kjósi það að hafa þann háttinn á.“
Húsfyllir var í menningarhúsinu Hofi þegar rúmlega 500 hjúkrunarfræðingar komu saman af öllu landinu á vísindaráðstefnuna Hjúkrun 2025.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría og Drift EA hafa gert með sér samstarfssamning til eflingar á frumkvöðlastarfi og nýsköpunar á Íslandi. Með þessu samstarfi styður Nýsköpunarsjóðurinn Kría við starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð nýsköpunar og vaxtarmöguleika sprotafyrirtækja á landsvísu. Eins mun Drift EA hafa aðgengi að aðstöðu hjá Kríu þegar þau heimsækja höfuðborgarsvæðið.
Frá þessu segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst nú rétt í þessu, þar segir ennfremur
Nýsköpunarsjóðurinn Kría og Drift EA hafa gert með sér samstarfssamning til eflingar á frumkvöðlastarfi og nýsköpunar á Íslandi. Með þessu samstarfi styður Nýsköpunarsjóðurinn Kría við starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð nýsköpunar og vaxtarmöguleika sprotafyrirtækja á landsvísu. Eins mun Drift EA hafa aðgengi að aðstöðu hjá Kríu þegar þau heimsækja höfuðborgarsvæðið.
Frá þessu segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst nú rétt í þessu, þar segir ennfremur
Enn á ný er kvatt til þátttöku í verkefninu Jól í skókassa. Þetta er tuttugasta og annað árið í röð sem það er haldið. Á þessum rúmlega 20 árum höfum við sent börnum og ungmennum í Úkraínu um það bil eitt hundrað þúsund jólagjafir.
Á heimasíðu Norðurorku er í dag ítarleg og fræðandi frásögn af borun á fyrstu djúpu vinnsluholunni við Ytri-Haga á Árskógsströnd. Holan var boruð í sumar og sáu starfsfólk Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um verkið og jarðborinn Sleipnir notaður.
Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Hríseyjar að sumarlagi hefur aukist jafnt og þétt um árin, jafnt þeir sem koma í dagsheimsóknir og þeir sem dvelja lengur. Því fylgja bæði tækifæri og áskoranir segir í fundargerð Hverfisnefndar Hríseyjar. Þrjár hátíðir voru haldnar í Hrísey á liðnu sumri og gengu allar vel.
Um liðna helgi var sveinspróf í vélvirkjun í húsakynnum málmiðnbrautar VMA. Sveinsprófinu var skipt upp í skriflegt próf, smíðaverkefni, bilanaleitarverkefni, slitmælingarverkefni, suðuverkefni, frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið og var hver þáttur metinn sérstaklega. Standast þurfti alla prófþætti prófsins til að ljúka sveinsprófinu.
Matur, hönnun og nýsköpun á HönnunarÞingi 2025
Listaverkið "Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar", sem stendur við inngang fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga, hefur verið lýst upp.
Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, umsjónamaður Lystigarðsins á Akureyri, hefur unnið í garðinum í tæp 11 ár. Guðrún, sem elskar haustið, er Akureyringur vikunnar á facebooksíðu Akureyrarbæjar
Það er ekki á hverjum degi sem heimsþekktir listamenn heimsækja Akureyri. Sönghópurinn Voces8 heldur tónleika ásamt finnska konsertorganistanum Pétri Sakari og Kammerkór Norðurlands í Akureyrarkirkju mánudagskvöldið 29. september kl. 20:00.
Góð aðsókn var á viðburðinn alþjóðlegt eldhús sem haldinn var á Amtsbókasafninu á Akureyri á dögunum, en nær fjögur hundruð manns mættu og gæddu sér á mat frá um tíu löndum.
Vel var haldið utan um viðburðinn, skipulagning til fyrirmyndar og gestir afar glaðir, saddir og sáttir. Sómalía, Panama, Japan, Þýskaland, Bæjaraland, Úkraína, Lettland o.fl. buðu upp á fjölbreytilegan mat, hvort sem um var að ræða sætt eða ósætt, forrétt, aðalrétt eða eftirrétt.
Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.
„Við höfum núna í haust verið að vinna trjáboli sem til féllu við grisjun sumarsins í Kjarnaskógi. Sumt af efninu nýtist til kurl- og eldiviðarframleiðslu en besta efnið er nýtt til framleiðslu á hvers konar borðviði,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.
„Það eru kettir hér í bænum sem þyrfti að ná inn fyrir veturinn, en ég hef ekki reynt að ná þeim enda var planið hjá mér að sinna ekki þeim skyldum sem hvíla á Akureyrarbæ. Það hefur reynst ansi erfitt því fólk er mjög oft að senda mér ábendingar um ketti í bæjarlandinu,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir hjá Kisukoti.
„Það verður óvenju mikið um októberfest-dýrðir í landshlutanum á næstu vikum og mega Norðlendingar búast við dirndlum, leðurhosum, þýskum polkum, októberfest snarli og svo auðvitað eðal bjór frá frumkvöðlum beint úr héraði,“ segir Erla Dóra Vogler úr Tríó Akureyrar, en nú á næstunni er fyrirhugað að efna til viðburða í samvinnu við þrjú handverksbrugghús á norðanverðu landinu, en þau eru Segull á Siglufirði, Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Mývatn öl í Þingeyjarsveit.
Það var heilmikið um að vera hjá Norðurorku síðastliðinn laugardag en þá fór fram formleg opnun á hreinsistöð fráveitu auk þess sem afmælishátíð var haldin á Rangárvöllum í tilefni af 25 ára afmæli Norðurorku.
Keppnislið Íslands á Euroskills í Herning í Danmörku í síðustu viku stóð sig mjög vel. Einn keppandi, Gunnar Guðmundson, vann til bronsverðlauna í sínum flokki – í iðnaðarrafmagni - og tveir keppendur unnu til sérstakrar viðurkenningar, „Medal of excellence“, fyrir framúrskarandi árangur, Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Eins og komið hefur fram var Daniel nemandi í VMA í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun. Hinn fulltrúi VMA í Herning var Einar Örn Ásgeirsson, sem keppti í rafeindavirkjun og stóð hann sig líka frábærlega vel, var hársbreidd frá því að ná „Medal of excellence“.
Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.
Sigrún María Óskarsdóttir ætlar að taka þátt í Aðgengisstrollinu sem fram fer í dag í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og hvetur öll til að koma og vera með. Sigrún María er Akureyringur vikunnar.