Nýtt vegglistaverk prýðir miðbæ Akureyrar – blanda af sögu, bíladýrkun og mannlífi
Gestir og gangandi á Akureyri geta nú notið glænýs vegglistaverks sem blasir við þegar farið er upp Listagilið. Á vegg hússins undir Akureyrarkirkju hefur listamaðurinn Stefán Óli, betur þekktur sem Mottan eða @mottandi, málað stórbrotið verk.