NPA miðstöð opnuð á Akureyri
„Þetta er góður áfangi og við horfum björtum augum til framtíðar. Með opnun miðstöðvarinnar opnast enn betri tækifæri en áður til að veita félagsfólki á Norðurlandi öflugri þjónustu en áður,“ segir Breki Arnarsson ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni á Akureyri, en hún var opnuð í liðinni viku.