Sparisjóður Þingeyinga veitir HSN styrk að fjárhæð kr 4.000.000,- til tækjakaupa
Á aðalfundi Sparisjóðs Þingeyinga var tilkynnt ákvörðun um að veita Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) styrk til tækjakaupa að fjárhæð kr 4.000.000,-. Styrkveitingin er í samræmi við stefnu Sparisjóðsins að styðja við samfélagið á svæðinu.