Matargjafir og Norðurhjálp aðstoða þá sem höllum fæti standa Hvort félag greiðir út allt að 3 milljónir á mánuði
Tvö góðgerðarfélög á Akureyri, Matargjafir á Akureyri og nágrenni og Norðurhjálp greiða á bilinu tvær til þrjár milljónir, hvort félag inn á bónuskort í hverjum mánuði hjá fólki sem ekki nær endum saman og þarf að leita aðstoðar til að hafa í sig og á. Mikil aukning hefur verið og eykst fjöldinn sem þarf hjálp sífellt. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að lækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er hjá hverjum og einum.