Nýr áningarstaður í Hrísey – Lumar þu á nafni?
Ný gönguleið hefur verið tekin í notkun meðfram vesturströnd Hríseyjar. Á þeirri leið er gömul aflögð steypustöð sem nú hefur verið breytt í áningarstað. Áningarstaðurinn líkist einhvers konar ramma af húsi – þó það sé ekki hús í eiginlegri merkingu.