Hjálp48 þjónusta Sorgarmiðstöðvar með þjónustusvæði á Akureyri og nágrenni
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri fór fram í Glerárkirkju nýverið. Þeir sem stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Lífsbrúar – miðstöð sjálfsvígsforvarna, Álfheiður Svana Kristjánsdóttir, Neyðarvarnarfulltrúi Rauða Krossinum, Anna Guðný Hermannsdóttir verkefnastjóri Hjálp48 og Andrea Walraven-Thissen sérfræðingur í stuðningi í kjölfar sjálfsvígs. Hjálp48 teymið er skipað sex manns auk þriggja varamanna, sem öll hafa víðtæka reynslu, bakgrunn og þekkingu til þess að veita þjónustuna og styðja við syrgjendur.