Vinakaffi og bleikar slaufur í Hrísey
Kvenfélag Hríseyjar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Í gær, þriðjudaginn 7. október stóðu félagskonur að Vinakaffi í tilefni að Viku einmannaleikans. Salurinn í Hlein var fullur af lífi og fjöri og á fimmta tug eyjaskeggja komu saman og nutu samverunnar. Á boðstólum var dásamlegt kaffibrauð ásamt kaffi og safa fyrir yngri gestina.