Mannlíf

Beiðnir til Matargjafa hafa margfaldast undanfarna mánuði

„Staðan er mjög dapurleg og er þá vægt til orða tekið. Þetta er ellefta árið mitt í þessu og ég hef aldrei séð jafn slæma stöðu. Og fátt sem vekur upp bjartsýni á að hún lagist í bráð,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira

Krefjandi starf en líka gefandi og skemmtilegt

Elín Dröfn Þorvaldsdóttir er ein af fáum starfandi atferlisfræðingum á norðanverðu landinu. Hún flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum í lok síðastliðins sumars og hóf störf á Heilsu-og sálfræðiþjónustunni. Þar sinnir hún meðferð barna og ungmenna með hegðunarvanda, einhverfu eða námsvanda.

Lesa meira

Göngugatan á Akureyri - Metum hvað hægt er að gera á árinu

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar segir ástand göngugötunnar í miðbæ Akureyrar hafi verið kynnt fyrir ráðinu, en alls herjar endurbætur á götunni séu ekki inn á framkvæmdaáætlun. Ástand götunnar er bágborið.

 

Lesa meira

Fimm hæða byggingar með bílageymslu á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breytingin nær til reitsins VÞ13, sem liggur á svæðinu milli Naustahverfis og Hagahverfis, og felur í sér að svæðið verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum á hluta svæðisins. Heimilt verður að byggja fimm hæðir og bílgeymslu þar sem gert er ráð fyrir fjölbreyttri verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum en búseta er heimil á efri hæðum.

 

Lesa meira

Gestir frá Færeyjum spila á Græna hattinum í kvöld

Danny & the Veetos hafa markað djúp spor í færeyskt tónlistarlíf með indí-popp melódíum sínum, undir etv smá þjóðlagatónlistar- áhrifum og með einlægum flutningi

Lesa meira

MA í úrslit Gettu betur

Menntaskólinn á Akureyri mun keppa um hljóðnemann eftirsótta í spurningakeppni framhaldsskólanna árið 2025. MA hafði betur gegn Fjölbrautaskólanum við Ármúla í kvöld, lokatölur 28-16. Úrslitaviðureignin fer fram fimmtudaginn 27. mars og mun okkar fólk mæta annað hvort Menntaskólanum í Reykjavík eða Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skólarnir tveir mætast í hinni undanúrslitaviðureigninni eftir viku.

 

Lesa meira

Tillaga um að koma heilsugæslu fyrir við Kjarnagötu - Spennandi staðsetning sem hentar vel -segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN

„Fljótt á litið er þetta spennandi staðsetning og gæti hentað okkur vel,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

 

Lesa meira

Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri Fjórðungur hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni

Um fjórðungur félaga í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir félagið. Sagt var frá niðurstöðum könnunarinnar á aðalfundi félagsins nýverið en greint er frá fundinum á vefsíðu þess.

Lesa meira

Úti er ævintýri / Ute er eventyr

Úti er ævintýri er verkefni unnið fyrir miðstig (5, 6 og 7 bekk) í öllum skólum á Íslandi og í Noregi. Verkefnið er unnið í tveimur löndum á sama tíma í íslensku námi og norsku námi

Lesa meira

Öskudagurinn tekinn með stæl í VMA

Eins og vera ber í höfuðstað öskudagsins á Íslandi - Akureyri - var dagurinn tekinn með stæl í VMA. Nokkrir kennarar og nemendur mættu uppáklæddir í skólann í tilefni dagsins.

 

Lesa meira

Mottumarssokkar fyrir alla karla hjá Samherja

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Lesa meira

Skjálfandaflói eitt besta hvalaskoðunarsvæði Evrópu samkvæmt grein í Lonely Planet

Húsavík og hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants hvalaferðir (GG Hvalaferðir) komst í heimsfréttirnar nýverið þegar Lonely Planet fjallaði um hvalaskoðun á Skjálfandaflóa á Rib bátum fyrirtækisins.

 

Lesa meira

Amtsbókasafnið á Akureyri Ný húsgögn inni og úti

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkti að húsgögn í veitingarými og á útisvæði Amtsbókasafnsins verði endurnýjuð. Þörf var orðin á að orðin á að endurnýja stóla og borð í veitingarými á á 1. hæð Amtsbókasafnsins á Akureyri sem og á útisvæði.

Lesa meira

Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ nú einnig á Akureyri

Háskóli Íslands mun í ár í fyrsta sinn bjóða upp á inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Prófin fara fram dagana 5. og 6. júní nk.

Lesa meira

Vantar sárlega íbúðir fyrir eldri borgara- Unnið að stofnun ÍBA+55

„Við erum að eiga við uppsafnaðan vanda, þörfin er æpandi og verði ekki neitt að gert stefnir í algert ófremdarástand innan fárra ára,“ segja þeir Guðmundur Magnússon og Karl Erlendsson sem vinna að því að stofna félagið ÍBA +55, Íbúðarþróunarfélagi Akureyrar. Þeir vinna sameiginlega að verkefninu hjá Drift EA, frumkvöðlasetri í gamla Landsbankahúsinu. Verkefni þeirra var valið inn í Hlunninn sem þýðir að þeir fá margs konar aðstoð við verkefnið og vinnslu þess fram í byrjun sumars.

Lesa meira

Körfuboltaspilandi og kórsyngjandi heimspekingur

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti Félagsvísindadeildar er vísindamanneskja febrúar.

Lesa meira

Sköpuðu dýrmætar minningar á Bessastöðum

Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík á fund forseta

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við neðsta hluta kirkjutrappanna

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að loka neðri hluti kirkjutrappanna næstu daga vegna framkvæmda.

 

Lesa meira

Veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.

 

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn Samkomulag um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Bærinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem náð hefur slíku samkomulagi. Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út

Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Þúfa 46

Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.

 

Lesa meira

Lygar á lygar ofan og tilþrifamikill misskilningur

Leikfélag Húsavíkur setur upp „Sex í sveit“

Lesa meira

Agnar Forberg/Spacement heldur útgáfutónleika í Hofi

„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.

 

Lesa meira

Kynna nýjan grafreit í Naustaborgum

Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.

Lesa meira