Ný akureyrsk plata kemur út laugardaginn 6. desember. Það er platan Í ísbúð/Radość życia. Á henni er tónlist eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Flytjendur eru Corpo di Strumenti og (N)ICEGIRLS: Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, Brice Sailly og Steinunn sjálf.
Ljóð eru flest eftir Steinunni, en einnig eftir systkinin Mahaut Ingiríði og Ísólf Raymond Matharel. Julia Wakesho gerði ljóðaþýðinguna Mbarikiwe kijijini kwangu og Lidia Kołosowska var málfarsráðunautur pólsku. Kristján Edelstein annaðist upptökur og hljóðblöndun, en Haukur Pálmason hljóðjöfnun. Kristjana Katla Ragnarsdóttir hannaði umslag og bækling. Af tilefni útgáfunnar verður haldin útgáfukvöldvaka laugardaginn 6. desember kl. 22-23 í Kaktus, Kaupvangsstræti 8-12.

(N)ICEGIRLS - Steinunn Arnbjörg ásamt Helenu G. Bjarnadóttur og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur
en þær eru meðal flytjenda á plötunni.
Öllum er velkomið að þiggja þar léttar veitingar og ögn af ljóð- og tóndæmum, handleika gripinn og njóta kvöldsins með listafólkinu sem stóð að útgáfunni.
Platan verður aðgengileg á streymisveitum og til geisladiskur til sölu í verslun Listasafnsins á Akureyri og versluninni Kistu í Menningarhúsinu Hofi.