Mannlíf

Viðtalið - Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins

„Við stefnum að því að fjölga sjálfboðaliðum sem starfa við Hjálparsímann 1717 hér fyrir norðan,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins á Akureyri.  Alls starfa um þessar mundir 8 sjálfboðaliðar á starfsstöð Hjálparsímans á Akureyri.

Lesa meira

Tónleikaröðin Hvítar Súlur

Ný tónleikaröð „Hvitar Súlur“ hefur göngu sína á Pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þá stígur á stokk strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur, Vigdísi Másdóttur og Gretu Rún Snorradóttur. Flutt verða verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson, Vasks að ógleymdum hinum víðfræga Keisarakvartett Haydns.

Lesa meira

,,Ætlum að búa til fallega samverustund"

Tónlistarhátíðin Hnoðri á Húsavík um páskahelgina

Lesa meira

Kirkjurkórar syngja ekki bara Ave María og prjóna á milli messa

Kór Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal er skipaður kraftmiklu fólki sem kallar ekki allt ömmu sína og stjórnandi þessa galvaska og síkáta hóps, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, vílar fátt ef nokkuð fyrir sér. Það er því oftar en ekki í þessu samstarfi að ýmsum hugmyndum er hrundið í framkvæmd.

Lesa meira

Sýningin „Vinnuhundar“ í Deiglunni, Akureyri

Í apríl tekur Listasafnið á Akureyri á móti hollensku listakonunni Philine van der Vegte í gestavinnustofu safnsins. Van der Vegte er þekkt fyrir tjáningarríkar olíumálverk sín og lifandi blekteikningar af húsdýrum. Hún mun sýna verkin sín í sýningunni „Vinnuhundar“ í Deiglunni dagana 19. og 20. apríl, frá kl. 14:00 til 17:00.

Lesa meira

Samkomulag um VERÐANDI listsjóð endurnýjað til ársins 2028

Á mánudag var samkomulag um rekstur og framlög til listsjóðsins Verðandi endurnýjað til þriggja ára, en veitt hefur verið úr sjóðnum árlega frá 2018.

Lesa meira

Húsin að Lyngholti 42-52 á Húsavík afhent

Fimmtudaginn, 13. mars, hófu tólf flutningarbílar ferð sína frá Selfossi til Húsavíkur með sex íbúða raðhús Bjargs íbúðafélags, um sólahring síðar var húsið risið á Húsavík. Hvert hús samanstendur af tveimur einingum.

Lesa meira

Innkirtlamóttaka SAk fagnar 10 ára afmæli

Á innkirtlamóttökunni er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu í lífsstíl, meðferðarstýringu og árlegt eftirlit til að fyrirbyggja fylgikvilla.

Lesa meira

Velferðarráð horfir til nokkurra svæði undir hús fyrir heimilislausa

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur falið skipulagssviði að skipuleggja fimm lóðir eða reiti sem koma til greina fyrir íbúðir fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Málið var rætt á fundi ráðsins nýverið þar sem lagt var fram minnisblað um stöðu málaflokksins.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn

„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.

Lesa meira