Mannlíf

„Hefði aldrei dottið í hug að 32 ára myndi ég læra að labba á höndum“

Arnór Ragnarsson er 33 ára Húsvíkingur sem starfar sem leiðbeinandi á unglingastigi í Borgarhólsskóla og þjálfar CrossFit á Húsavík. Hann útskrifaðist með diplóma í vefþróun (e. web development) frá Vefskóla Tækniakademíunnar í maí 2017. „Í október 2019 náði ég mér í “CrossFit Level 1 Trainer” réttindi,“ segir Arnór sem er Norðlendingur vikunnar. Arnór segist hafa mikinn áhuga á íþróttum og þá helst fótbolta, CrossFit, körfubolta og bardagaíþróttum. „Sömuleiðis hef ég mjög gaman af tónlist, LEGO, Dungeons & Dragons og að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni líkt og að fara í fjallið og fleira. Svo er fátt skemmtilegra en að setjast niður fyrir framan tölvuna og hanna og forrita skemmtilega lausn,“ segir Arnór og bætir við að þegar hann bjó í Reykjavík hafi hann æft með Mjölni, m.a. víkingaþrek. „Þegar ég flutti aftur heim til Húsavíkur árið 2017 ákvað ég að skrá mig á grunnnámskeið í CrossFit því ég taldi að það væri svipað og víkingaþrekið. Það er vissulega margt svipað en fullt annað sem bættist við og varð ég eiginlega strax “hooked” á því. Það sem heillar mig mest er fjölbreytileikinn. Almennar hreyfingar eins og armbeygjur og hnébeygjur í bland við ólympískar lyftingar og fimleika, keyrt á háu tempói yfir stuttan tíma finnst mér agalega skemmtilegt. Svo er líka svo gaman að sjá bætingar á ólíklegustu hlutum, hefði aldrei dottið í hug að 32 ára myndi ég læra að labba á höndum.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Háhyrningar spókuðu sig í blíðviðrinu

Náttfari, einn af eikarbátum Norðursiglingar sigldi úr Húsavíkurhöfn upp úr hádegi í gær, þriðjudag. Þeir 13 farþegar sem voru um borð duttu heldur betur í lukkubátinn enda einstaklega gott veður og Skjálfandinn skartaði sínu fegursta. Með í för voru einnig tveir aðilar frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík og tveggja manna áhöfn.
Lesa meira

Kjass og Killer Queen á Græna hattinum

Lesa meira

„Áskorun að takast á við ný verkefni“

Litla Kompaníið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöld einleikinn „Óvænt uppákoma“ eftir Sögu Jónsdóttur sem einnig flytur verkið og Sunna Borg flytur „Bergljótu” sem er ljóðabálkur eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein. Næstu sýningar fara fram 13.-19. og 20. mars. Saga og Sunna hafa unnið mikið saman undanfarin ár og láta engan bilbug á sér finna. Sunna fæddist í Reykjavík og átti heima þar fyrstu ár ævi sinnar en fluttu til Akureyrar árið 1979 og hefur verið hér síðan. Hún útskrifaðist frá leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970 og hélt því upp á 50 ára leiklistarafmælið síðasta sumar. Vikublaðið forvitnaðist um líf og störf Sunnu.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

„Við sögðum já! Presturinn sagði amen og við vorum orðin hjón“

Húsvíkingurinn Snæbjörn Ragnarsson hefur getið sér góðan orðstír sem bassaleikari og textahöfundur í þungarokkshljómsveitinni Skálmöld og meðal annars unnið íslensku tónlistarverðlaunin fyrir textasmíðar sínar. Meðlimir Skálmaldar eru nú farnir að hugsa um framhaldið eftir að hafa tekið sér verðskuldað hlé í eitt ár. Vikublaðið ræddi við Snæbjörn á dögunum um hið stórundarlega ár 2020. „Við lýstum því yfir um mitt ár 2019 að við ætluðum að taka okkur frí allt árið 2020. Við héldum svo lokatónleika í bili í lok þess árs. Við kynntum þetta þannig að við værum að taka okkur hlé þar til við nenntum að gera eitthvað aftur.“ Þá segir Snæbjörn að það hafi verið samhljómur allra meðlima hljómsveitarinnar um að taka a.m.k. allt síðasta ár í frí og taka svo stöðuna í byrjun árs 2021. „Svo kom bara Covid,“ skýtur hann inn í og fer ekki leynt með það að faraldurinn hafi sparað hljómsveitinni æði mikið vesen. „Það þarf nefnilega að skipuleggja allt svona tónleikahald svo langt fram í tímann, hljómsveitir sem við höfum verið að túra með hafa lent í alls konar vandræðum vegna skipulagðra tónleikaferða sem hefur þurft að fresta eða aflýsa vegna faraldursins.“ Snæbjörn segir frá því að honum hafi þótt skondið hvernig fjölmiðlar slógu því upp að Skálmöld væri hætt þegar bandið tilkynnti fríárið og aðdáendur sveitarinnar fylltust skelfingu. „Við gáfum það aldrei út. Við sögðumst bara ætla að taka smá slaka,“ segir hann og bætir við að hljómsveitin sé nú að vakna út dvalanum. „Við vorum búnir að játa okkur á Evróputúr í mars sem nú er búið að fresta fram í nóvember – desember, en það verður svo bara að koma í ljós hvort það gengur upp,“ segir Snæbjörn og lætur ekki óvissuna koma sér út jafnvægi en segir pásuna hafa gert gæfu muninn fyrir mannskapinn. Nú séu allir komnir í stuð til að fara gera eitthvað aftur. Snæbjörn og Baldur bróðir hans eru báðir meðlimir Skálmaldar og spila einnig með Ljótu Hálfvitunum en þaðan kemur hugmyndin um að taka góða pásu og hætta alveg að hugsa um allt sem viðkemur hljómsveitinni. „Þegar Ljótu hálfvitarnir voru búnir að spila alveg gjörsamlega í drep fyrstu 2-3 árin þá vorum við alveg að því komnir að drepa hvorn annan,“ segir Snæbjörn léttur í bragði og bætir við að þá hafi það einmitt verið lagt til að taka góða pásu til að hlaða rafhlöðurnar. „Þá tókum við þessa ákvörðun að vera ekkert að hægja bara á heldur drepa alveg á vélinni og hætta að hugsa um þetta,“ útskýrir hann og bætir við að það hafi verið í þessari pásu að þeir bræður stofnuðu Skálmöld. „Eftir að við tókum pásu í Ljótu Hálfvitunum hefur aldrei verið jafn gaman að spila, og ég held að við séum að fara upplifa það sama í Skálmöld.“ Ljótu hálfvitarnir eru í fullu fjöri og koma meira að segja norður yfir heiðar um páskana og halda tvenna tónleika á Græna Hattinum.
Lesa meira

„Mikilvægast að hafa húmor fyrir öllu saman“

„Viðtökurnar hafa verið alveg ótrúlegar og virkilega gaman að geta boðið upp á svona gleðibombu eftir allt sem hefur gengið á undanfarna mánuði. Við erum líka svo glöð að sjá hvað fólk er duglegt að mæta í leikhúsið eftir þennan langa menningardvala,“ segir Birna Pétursdóttir leikkona. Hún ásamt Vilhjálmi B. Bragason og Árna Beinteini Árnasyni standa að gamanleiknum Fullorðin sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Hofi. Sýningin hefur slegið í gegn og fengið fína dóma. Vegna eftirspurnar hefur þurft að bæta við sýningum fram í apríl og verður haldið áfram að bæta við eftir þörfum. Leikarar sýningarinnar þau Birna, Árni og Vilhjálmur eru einnig höfundar verksins þar sem þau fjalla á sprenghlægilegan hátt um grátbroslegar hliðar þess að fullorðnast, pressuna um að vera með allt á hreinu, eiga fasteign, vera með menntun, góða vinnu, eiga maka og börn - því annars er lífið misheppnað. Vikublaðið ræddi við Birnu um sýninguna og hana sjálfa.
Lesa meira

Leikviðburður í Hlíðarbæ

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira