JólaStuð í Lystigarðinum í dag
Orkusalan býður í JólaStuð í Lystigarðinum á Akureyri þriðjudaginn 16.desember frá kl 16:00 - 20:00. JólaStuð er fjölskylduvænn og hátíðlegur viðburður með jólabasar, tónleikum með Páli Óskari og skemmtilegum heimsóknum. Orkusalan hefur sett upp frábæra dagskrá þar sem þú getur hlaðið batteríin og fyllt á þína orku í aðdraganda hátíðanna.