Skákfélagið Goðinn og Norðurþing
Skákfélagið Goðinn gerði samstarfssamning við Norðurþing í júlí á þessu ári, sem meðal annars gerir ráð fyrir að félagið sinnti skákkennslu í grunnskólum Norðurþings. Samningurinn gildir til eins árs.
Skákfélagið Goðinn gerði samstarfssamning við Norðurþing í júlí á þessu ári, sem meðal annars gerir ráð fyrir að félagið sinnti skákkennslu í grunnskólum Norðurþings. Samningurinn gildir til eins árs.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðum númer 1 og 3 við Hofsbót hefjist sumarið 2026 gangi allt að óskum. Byggingaverktakinn SS-Byggir átti hærra boð af tveimur sem bárust fyrr á árinu i lóðirnar og hefur bæjarráð staðfest þá úthlutun.
Hinn árlegi Jólamarkaður Kvenfélags Svalbarðsstrandar verður haldinn í Valsárskóla Svalbarðseyri, á morgun laugardag 18. nóvember og stendur hann yfir frá kl 12:00 til kl 16:00.
Píramus og Þispa sýna Brúðkaupssöngvarann
Vinir Akureyrarkirkju - kirkju Matthíasar Jochumssonar, Styrktarfélag hefur verið stofnað til að fylgja eftir 15 ára áætlun um viðhald á Akureyrarkirkju.
Þann 19. janúar 2016 lenti á Akureyrarflugvelli hópur flóttafólks, fjórar fjölskyldur frá Aleppo í Sýrlandi. Tvær fjölskyldur búa enn á Akureyri en hinar tvær eru búsettar á höfuðborgarsvæðinu.
Aðalfundur Styrktarfélags HSN í Þingeyjarsýslum var haldinn á dögunum. Þar var farið yfir rekstur félagsins árið 2024 auk þess sem stjórn félagsins afhenti HSN gjafabréf fyrir þeim tækjum sem félagið hefur fjármagnað fyrir stofnunina. Alls styrkti sjóðurinn HSN fyrir um 14,6 milljónir króna árið 2024 og það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir.
Akureyri skartaði sínu fegursta þegar Elín Arnardóttir, fyrsti doktor í hjúkrunarfræði útskrifaður frá Háskólanum á Akureyri, varði doktorsritgerð sína við glæsilega og hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans föstudaginn 14. nóvember síðastliðinn.
„Þetta er hugljúft jólaævintýri sem við vonum að fólki á öllum aldri falli vel í geð,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir. Hún skrifað leikverkið Jólaköttinn sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir annað kvöld, föstudagskvöldið 21. nóvember kl. 20. Verkið verður sýnt um helgar fram til jóla, kl. 13 á laugar- og sunnudögum og síðasta sýning verður 20. desember.
Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 750.000 kr. til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Rauða Krossins við Eyjafjörð og Hjálparstarfs Kirkjunnar, en í sameiningu standa samtökin að jólaaðstoð á svæðinu.
„Ég er algjörlega elsku sáttur við starfsferilinn og hefði hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Ragnar Sverrisson sem fagnar því á laugardag, 22 nóvember að hafa starfað hjá versluninni JMJ á Akureyri í 60 ár. „Galdurinn við að endast svona lengi er að hafa gaman af starfinu og sinna því af ástríðu alla daga.“
Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2026 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. nóvember.
Í dag fór fram opinn hádegisfundur um nýbyggingu SAk. Var fundurinn vel sóttur, en um 120 manns sátu fundinn ýmist í Hofi eða á streymi.
Á Facebookarsíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga er að finna einkar skemmtilega frásögn, við stóðumst ekki mátið og birtum hana hér enda alltaf gott að lesa jákvæða skemmtilega frásögn.
Þingeyjarsveit hefur í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu, unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir oddviti VG á Akureyri sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jana Salóme sendi frá sér i morgun á Facebook.
Í áðurnefndri yfirlýsingu segir:
Á fundi aðalstjórnar Einingar-Iðju í síðustu viku var samþykkt að veita Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.250.000.
Heimir Örn Árnason oddviti Sjalfstæðsflokksins á Akureyri og núverandi formaður bæjarráðs sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimir sendi frá sér i morgun á Facebook.
Nokkrir nemendur í 7.-10. bekk fóru til Reykjavíkur 8. nóvember síðastliðinn og sýndu frábæran árangur í First Lego League keppninni, þar sem þau náðu meðal annars 2. sæti í nýsköpunarhluta keppninnar. First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim. Keppnin er í raun þrískipt, en síðan 2005 hefur Háskóli Íslands haldið einn hlutann, First Lego League Challenge, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 10-16 ára.
Dr. Giorgio Baruchello, prófessor við Félagsvísindadeild hefur rannsakað í mörg ár hvernig húmor hefur áhrif á líf okkar og hvaða hlutverki hann gegnir.
Styrktarsjóður HSN í Þingeyjarsýslu veitti á liðnu ári styrki að upphæð 14,6 milljónir króna. Það sem af er þessu árið hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum þar sem þetta kom fram.
„Akureyrarflugvöllur er mikilvæg innviða- og atvinnuuppbygging fyrir allt Norðurland eystra og raunar fyrir landið í heild. „Með eflingu flugs um Akureyri skapast ný tækifæri fyrir ferðaþjónustu, útflutning, erlendar fjárfestingar og tengsl við alþjóðamarkaði sem nýtast landinu öllu,“ segir í ályktun sem Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE samþykktu á haustþingi sínu.
Sýndarveruleikasýningunni Femina Fabula, sem stendur nú yfir í sal 08 í Listasafninu á Akureyri, lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningin hefur hlotið mikil og góð viðbrögð gesta safnsins og hafa yfir sjöhundruð manns borið hana augum á síðustu sex vikum. Sýningin byggir á hugmyndum sex sviðslistakvenna sem tjá kvenlega næmni og krafta með aðstoð sýndarveruleikagleraugna. Verkin urðu til í samvinnu þeirra við myndlistarkonuna Kirsty Whiten og leikstjórann Kristján Ingimarsson, sem er listrænn stjórnandi verksins.
„Staðan er bara hreint út sagt ömurleg. Með þessari samvinnu erum við að bregðast við aukinni ásókn í aðstoð úr samfélaginu um þessar mundir og vonum svo sannarlega að við komust í gegnum þá þungu mánuði sem fram undan eru,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Norðurlandi. Tvö mannúðarfélög sem starfa á Akureyri og sinna Norðurlandi öllu hafa tekið ákvörðun um að láta reyna á samstarf sín á milli, en þetta eru félögin Matargjafir og NorðurHjálp.
Á heimasíðu Akureyrar, akureyri.is má lesa að bærinn stefnir að því að útfæra svokallaða 3+30+300 meginreglu þegar kemur að skipulagi og þéttingu byggðar. Unnið er að undirbúningi með því að kortleggja stöðuna á Akureyri í dag.
Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október síðastliðnum.