
Þórunn hyrna styrkir nemendasjóð VMA
Félagskonur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri hafa styrkt nemendasjóð VMA um 400 þúsund krónur.
Félagskonur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri hafa styrkt nemendasjóð VMA um 400 þúsund krónur.
Gleðin var við völd, bros, kossar, og stolt andlit enda gott tilefni til þess að fagna stórum áfanga. Hilmar Friðjóðnsson kennari við VMA og myndasmiður lét sig ekki vantar og og fangaði augnablikið.
„Söfnun muna eftir Margréti Jónsdóttur gengur mjög vel og við erum hæstánægð með móttökurnar,“ segir Hlynur F. Þormóðsson kynningar- og viðburðastjóri Listasafnsins á Akureyri.
Á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyjafjarðar er skemmtileg frásögn, í henni er kastað fram hugmynd sem um er að gera að skoða hvort ekki eigi við hjá þér lesandi góður.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem tilkynnti um ákvörðun sína um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi.
Eins og fram hefur komið lætur Sigríður Huld Jónsdóttir af embætti skólameistara við Verkmenntaskólan á Akureyri mánaðarmótin júli, ágúst n.k. Heimasíða VMA tók viðtal við hana að þessu tilefni sem vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér.
Á morgun, laugardaginn 24. maí, brautskráir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari nítjánda nemendahópinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þetta verður síðasta brautskráning hennar því hún hefur sagt starfi sínu lausu og mun formlega láta af störfum 31. júlí nk. Hún verður þó áfram í skólanum fram í ágúst til þess að ganga frá ýmsum lausum endum og leggja eftirmanni sínum lið fyrstu vikurnar í starfi.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY er 25 ára á þessu ári. Þessara tímamóta var minnst í afmælishófi í húsakynnum SÍMEY á Akureyri í gær. Afmælishófið var í beinu framhaldi af ársfundi SÍMEY fyrir árið 2024 en þar kom fram að starfsemin hafi gengið mjög vel á liðnu ári og reksturinn hafi skilað rúmlega 10 milljóna króna jákvæðri niðurstöðu.
Listdansskólinn Steps Dancecenter hélt glæstan dansviðburð á Akureyri síðast liðinn sunnudag í Hofi þar sem fleiri hundruð gesta nutu þess að sjá nemendur skólans stíga á svið með kraft, sjálfstraust og dansgleði.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á tvær göngur í maí og júní. Göngurnar eru fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum góðan styrk frá árgangi 2008 sem útskrifaðist úr Hrafnagilsskóla vorið 2024.
Leikskólinn Krummafótur á Grenivík fagnaði 25 ára afmæli nýverið. Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku.
Í tilkynningu sem Hreinn Halldórsson, staðarhaldari, og listasmiður í Odddeyrargötu 17 sendi frá sér kemur fram að Ævintýragarðurinn hans sem er eitt að djánsum bæjarins opnar fyrir almenning 20. mai sem er á morgun þriðjudag.
-Sauðfjárbúið á Húsavík sem dregur að sér hundruði gesta á hverju vori
„Það eiga margir góðar minningar um þessa verslun,“ segir Helen Jónsdóttir en gamla góða búðin í Vaglaskógi var jöfnuð við jörðu nýverið. Allt var tekið nema hellan fékk að vera og væntir Helen þess að eitthvað verði gert á staðnum. „Vonandi verður settur upp fallegur áningarstaður þarna, með borðum og bekkjum og jafnvel skilti sem greinir frá sögu verslunarinnar.“
Sýningar Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur,Tími – Rými – Efni, verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag 17. maí kl. 15. Á opnunardegi verður leiðsögn með Heimi kl. 15.45.
Þetta dásamlega veður sem landsmenn njóta er gleðiefni og er þá vægt tekið til orða, á heimasíðu Þingeyjarsveitar er þessari blíðu fagnað.
Sýningin Jöklablámi opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri 17 maí kl. 14:00 Sýningin stendur til og með 22 júní. Opið alla daga nema mánudaga frá 14:00 til 17:00
-segir Haukur Marteinsson nautgripabóndi á Kvíabóli en þingeyskir bændur eru stórtækir í kornrækt
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að stækka lóðina við Fálkafell til samræmis við óskir Skátafélagsins Klakks en með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.
„Við höfum prófað alls konar græjur og erum sammála um að þetta er tækið sem breytir lífi okkar til batnaðar,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem hóf fyrir skemmstu að flytja inn rafmagnsfjórhjól sem nýtast fötluðum og þeim sem ekki eiga gott með gang sérlega vel til að njóta útivistar og náttúru. Hann vísar í Jón Heiðar Jónsson sem var fyrsti Akureyringurinn til að kaupa slíkt hjól en þau nefnast Exoquad.
Starfsmannavelta er lítil hjá Norðurorku og starfsreynsla mikil og góð. Erla Björg Guðmundsdóttir Valgerðardóttir mannauðsstjóri kallaði upp á svið á aðalfundi Norðurorku á dögunum, það starfsfólk sem lætur af störfum hjá fyrirtækinu fyrir aldurs sakir og þakkaði fyrir gifturík störf í þágu þess.
Sauðburður er að hefjast þessa dagana í sveitum landsins og í mörg horn að líta. Þannig er það í Höfða í Grýtubakkahreppi þar sem eru tæplega 600 fjár.
Lokaáfanga útskriftarnema á meistarastigi í sviðslistum innan LHÍ er að ljúka og dvelur hópurinn þessa dagana í Leifshúsum og munu þau sýna fjölbreytt sviðsverk verk næsta laugardag, 10. maí, frá kl 17-19:30 í Leifshúsum og svo munu þau halda í Kaktus Gallerí.
Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um…Föstudagskvöldið 9. maí kl. 20-22 opnar Fríða Karlsdóttir sýninguna Þú veist hvað þau segja um… í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri.
Þann 30. apríl sl. komu fulltrúar allra fimm Oddfellowstúkanna á Akureyri saman og færðu Sjúkrahúsinu á Akureyri rausnarlega gjöf til stuðnings við líknarþjónustu sjúkrahússins. Heildarfjárhæð peningagjafarinnar nam 1.245.000 krónum og er hún ætluð til að bæta aðstöðu í nýju aðstandendaherbergi á lyflækningadeildinni.
Húsin við Aðalstræti 54 og 54a, og eigendur þeirra, hlutu viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar árið 2025 fyrir viðgerðir á síðustu árum sem gerðar hafa verið í góðu samræmi við aldur og gerð húsanna.
Aðalfundur Sparisjóðs Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. á Fosshótel Húsavík. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var 226 milljónir króna fyrir skatta og hagnaður eftir skatta var 179 milljónir króna. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins 14,7 milljarðar króna og hafa aukist um 1.553 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 12,8 milljarðar. Eigið fé sparisjóðsins var 1,5 milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.