Mannlíf

Lagt til að göngugatan á Akureyri verði lokuð fyrir umferð frá byrjun maí til loka september

Skipulagsráð tekur jákvætt í að göngugötunni á Akureyri verði lokað frá 1. maí til 30. september vegna slæms ástands yfirborðs götunnar og komu skemmtiferðaskipa á þessu tímabili.

 

Lesa meira

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp Galdrakarlinn í Oz

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 14. mars. Fjöldi nemenda sem með einum eða örðum hætti tekur þátt í sýningunni er um 100 en nemendur skólans eru í allt um 550. Áhugi á leiklist er mikill í MA og í raun komust færri að en vildu.

 

Lesa meira

OFF - Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssson skrifaði í gærkvöldi færslu á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli. Vefurinn fékk góðfúslegt samþykki frá Þorvaldi til birtingar á skrifum þeim sem hér á eftir koma.

 

Lesa meira

Framtíðardagar Háskólans á Akureyri Tengsl við atvinnulífið og næstu skref á vinnumarkaði

Háskólinn á Akureyri stendur fyrir Framtíðardögum fimmtudaginn 13. mars. Framtíðardagar gefa stúdentum einstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu. Markmið dagskrárinnar er að veita stúdentum innsýn í störf fyrirtækja sem getur hjálpað þeim að átta sig á því hvað er í boði á vinnumarkaði og að taka næstu skref á starfsferli sínum. Viðburðurinn er öllum opinn en um er að ræða góðan vettvang fyrir einstaklinga sem eru að huga að næstu skrefum hvort sem það er varðandi nám eða í atvinnulífinu. Einnig eru Framtíðardagar góður vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna starfsemi sína.

 

Lesa meira

Vínbúð lokað í Hólabraut og önnur opnuð við Norðurtorg

Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira

Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri

„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.

Lesa meira

Angelika Haak fjallar um listsköpun sína

Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans 13-16 mars í Skjólbrekku

20 ára afmælismót Skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir Sviss kerfinu

Lesa meira

Vilja auka þátttöku innflytjenda í samfélaginu

,,Hitta Heimafólk" er spennandi verkefni sem er hannað til að styðja við aðlögun innflytjenda

Lesa meira

Beiðnir til Matargjafa hafa margfaldast undanfarna mánuði

„Staðan er mjög dapurleg og er þá vægt til orða tekið. Þetta er ellefta árið mitt í þessu og ég hef aldrei séð jafn slæma stöðu. Og fátt sem vekur upp bjartsýni á að hún lagist í bráð,“ segir Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira