Mannlíf

Ungir Húsvíkingar kynnast lífríki Skjálfandaflóa með Norðursiglingu

Áralöng hefð er fyrir því að Norðursigling bjóði nemendum á unglingastigi Borgarhólsskóla í haustsiglingu á Skjálfandaflóa. Slík ferð var farin á dögunum þegar um 100 nemendur og kennarar sameinuðust í bátana Bjössa Sör og Náttfara og sigldu um flóann, skoðuðu hnúfubaka og tóku svo land í Flatey.
Lesa meira

Sjálfstæð útfararstofa tekur til starfa á Húsavík

Guðný Steingrímsdóttir sneri nýverið aftur til heimahaganna eftir 16 ár í burtu og virtist hin kátasta að vera komin heim þegar blaðamaður Vikublaðsins heyrði í henni á dögunum. Guðný er búin að opna útfararþjónustu sem hún mun sinna sjálf í samstarfi við kirkjuna. Hún útskrifaðist árið 2007 sem félagsráðgjafi og hefur síðan unnið sem slíkur hjá Reykjavíkurborg í hefðbundinni félagsþjónustu og síðast liðin 9 ár hefur hún verið á Landspítalanum, bæði á krabbameinsdeild og síðan á geðdeildunum. „Þar liggur mín reynsla sem ég á von á að muni nýtast vel í útfararþjónustunni,“ segir Guðný sem starfar einnig á Hvammi, heimili aldraðra samhliða útfararþjónustunni.
Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Elskar að næra annað fólk

„Ég er ein þeirra sem elskar að næra annað fólk. Að setja ást og athygli í hráefni sem eru stútfull af næringu er tíma vel varið!,“ segir Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir sem er matgæðingur vikunnar. „Þar sem ég vinn við að aðstoða fólk við að bæta heilsuna hef ég margoft séð hversu mikil áhrif gott mataræði hefur á bæði líkamlega og andlega heilsu. Það hef ég ekki hvað síst fundið á eigin skinni og vanda því valið þegar kemur að mat. Góðgæti og gúmmelaði þarf t.d. ekki að vera ruslfæði, þvert á móti. Við getum auðveldlega gert vel við okkur og notið góðs af því á sama tíma! Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef...
Lesa meira

Valdimar fagnar afmæli á Græna hattinum

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Matgæðingur vikunnar: Lærði að elda í Litháen 8 ára gömul

„September er tíminn, ekki satt? Tíminn fyrir nýjar áskorarnir, rútínu, skóla, námskeið og hollari mat. Ég er akkúrat ein af þeim sem eru með fullt af markmiðum fyrir haustið en rétta mataræði og lífstill er sú fyrsti,“ segir Vaiva Straukaite sem hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég er grafískur hönnuður og eigandi litlu hönnunarstofunnar Studio Vast sem ég er smátt og smátt að byggja upp. Ég vil láta drauminn minn rætast, skapa mér atvinnu í því sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir og vinnunni fylgir yfirleitt mikil hamingja. Á móti upplifi ég stress og kvíða og því er mikilvægt fyrir mig að passa uppá venjur og sækjast í það sem hjálpar mér að halda góðu jafnvægi. Ég kem frá Litháen þar sem ég lærði að elda frá 8 ára aldri og eldamennska....
Lesa meira

Systur komu færandi hendi í Hvamm

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur afhentu á fimmtudag Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, peningagjöf að upphæð 902.892 krónur. Peningarnir söfnuðust á nytjamarkaði sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 17. september og farið er víðan völl í blaðinu.
Lesa meira

Litir Íslands á sænskri grundu

Lesa meira

Víkingur Heiðar spilar í Hofi

Lesa meira