Mannlíf

Odddfellowar styrkja starf Bjarmahlíð

Í  vikunni sem leið veittu Oddfellowstúkurnar á Akureyri Bjarmahlíð veglegan styrk upp á 1.950.000 krónur.

Lesa meira

Nýtt Upphaf ráðgerir framboð fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor

Nýtt Upphaf býður fram fyrir norðan. Nýtt Upphaf sprettur ekki úr skrifstofuherbergjum hefðbundna flokka, heldur úr samtölum milli fólks.

Lesa meira

Starfsfólk AK-INN, Leirunestis og Veganestis veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf

Starfsfólk AK-INN, Leirunestis og Veganestis veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis peningagjöf að upphæð 200.000 kr.

Lesa meira

Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka

Norðurþing og Heidelberg hafa undirritað viljayfirlýsingu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða verkefni þar sem móberg er þurrkað og unnið sem íblendiefni í sementsframleiðslu en Heidelberg kannar nú möguleika á staðsetningu slíkrar framleiðslu á Bakka. Félagið er með rannsóknarleyfi til að kanna efnisöflun á svæðinu ofan Bakka og í Grísatungufjöllum. Jafnframt hefur félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum við Jökulsá á Fjöllum.

 

Lesa meira

Samráð yfirvalda við bílaleigur var ekkert

Mikillar óánægju gætir á meðal forsvarsmanna bílaleiga á Íslandi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sem taka eiga gildi um næstu áramót. Að sögn Steingríms Birgissonar verður höggið fyrir Höld-Bílaleigu Akureyrar afar þungt og er fyrirtækið nú þegar farið að búa sig undir álögur upp á nokkur hundruð milljónir sem vel væri hægt að koma í veg fyrir með samtali á milli greinarinnar og ráðherra.

Lesa meira

Mikilvægum áfanga í lífvísindum á Norðurlandi fagnað í DriftEA!

Það var ánægjulegt að taka á móti gestum í Messanum hjá DriftEA þegar Arctic Therapeutics opnaði formlega nýja, klínískt vottaða rannsóknastofu á Akureyri síðasta fimmtudag. Viðburðurinn markaði stóran áfanga í uppbyggingu lífvísinda og heilbrigðistækni á Norðurlandi.

Lesa meira

JólaStuð í Lystigarðinum í dag

Orkusalan býður í JólaStuð í Lystigarðinum á Akureyri þriðjudaginn 16.desember frá kl 16:00 - 20:00. JólaStuð er fjölskylduvænn og hátíðlegur viðburður með jólabasar, tónleikum með Páli Óskari og skemmtilegum heimsóknum. Orkusalan hefur sett upp frábæra dagskrá þar sem þú getur hlaðið batteríin og fyllt á þína orku í aðdraganda hátíðanna.

Lesa meira

KEA styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins

Eins og undanfarin ár styrkir KEA jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðisins.

Lesa meira

Frítt fyrir eldri borgara i Skógarböðin næstu daga

Það er óhætt að fullyrða að það sé velboðið af eigendum Skógarbaðanna því eldri borgarar  geta farið í böðin án endurgjalds  frá og með deginum i dag  og út fimmtudaginn eða eins og segir  í ,,boðskorti" frá staðarhöldurum.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit Ný aðkoma að leikskóla og bætt umferðaröryggi norðan við íþróttamiðstöð

Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu. Breytingarnar eru gerðar með öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda að leiðarljósi. 

Lesa meira

Aðalheiður og Jónas hlutu Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2025

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita hjónunum Aðalheiði Eiríksdóttir og Jónasi Magnúsi Ragnarssyni íbúum í Skógarhlíð 13 í Lónsbakkahverfi umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2025 fyrir fallega og snyrtilega lóð.

Lesa meira

Létu drauma rætast í gömlu bifreiðastöðinni

„Mig hefur alltaf langað til að eiga bakarí eða kaffihús,“ segir Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir, eigandi Dísu Café

Lesa meira

Þurfa að komast í tafarlausa viðgerð til að eyðileggingin verði ekki algjör

Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.

Lesa meira

Gamli skóli á Grenivík 100 ára

Það var mikið um dýrðir þegar íbúar Grýtubakkahrepps fögnuðu 100 ára afmæli Gamla skóla á Grenivík á dögunum, en þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu skólans.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri - Leiðsögn um sýningu á verkum Óla G.

Boðið verður upp á leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Óla G. Jóhannssonar, Lífsins gangur á Listasafninu á Akureyri. Þá munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, og Magnús Helgason, myndlistarmaður, segja gestum frá sýningunni og einstaka verkum. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.

Lesa meira

Öflugt félagsstarf í Grímsey

Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.

Lesa meira

Berginu – Headspace hlýtur samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands

Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.

Lesa meira

Vöfflukaffi í Sandgerðisbót

Nokkrir valinkunnir trillukarlar í Sandgerðisbót brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vöfflur með rjóma í Bótinni á laugardag, frá kl. 11 til 14 og vænta þeir þess að áhugasamir bæjarbúar líti við og eigi góða stund á aðventunni. Ísfell og Veiðiríkið styðja framtakið.

Lesa meira

SAk - Góð gjöf frá Ragnari Hólm, myndlistarmanni

Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistarmaður hefur gefið Sjúkrahúsinu á Akureyri olíumálverk og vatnslitamynd.

 
Lesa meira

Therapy - rafrænt lyfjafyrirmælakerfi tekið í notkun á bráðamóttöku

Búið er að gangsetja rafrænt lyfjafyrirmæla- og lyfjaskráningarkerfi, Therapy, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (BMT). Tilgangur þess er að bæta lyfjaöryggi sjúklinga og gera lyfjaskráningu skilvirkari þannig að lyf ávísuð í Therapy fylgi sjúklingi, óháð deildinni sem hann er á. Þessum áfanga var skiljanlega fagnað á bráðamóttökunni í með góðum kaffitíma.

Lesa meira

Sönghópurinn Sálubót með tónleika í Þorgeirskirkju annað kvöld

Sönghópurinn Sálubót verður með sína árlegu Jóla-og smákökutónleika annað kvöld 9. des í Þorgeirskirkju og hefjast þeir kl 20:00.

Lesa meira

Lilja Gísladóttir hefur gefið blóð í fimmtíu skipti

„Mér líður alltaf vel eftir blóðgjöf, er bara hress og kát,“ segir Lilja Gísladóttir sem gaf blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í 50. sinn nýverið. Lilja hefur reglulega gefið blóð undanfarin ár.  Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn og hefur góð markmið varðandi blóðgjafir til framtíðar litið.

Lesa meira

Skoða sameiningu hafnasjóða

Samið hefur verið við HLH ráðgjöf um að skoða ýmsa þætti er varða möguleika á inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í Hafnasamlag Norðurlands. Fyrrnefndi sjóðurinn hefur lagt fram ósk um sameiningu eða samvinnu sjóðanna.

Lesa meira

Bráðum koma blessuð jólin - Gluggasýning í Hafnarstræti 88

JÓLAGLUGGINN í vinnustofu Brynju í Hafnarstræti 88 er sannkallað jólaævintýri í desember.

Lesa meira

Hríseyjarbúðin fær styrk

Hríseyjarbúðin fær 3 milljónir króna í styrk frá innviðaráðuneytinu vegna rekstrar en Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli. Að þessu sinni var átján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2026. Í tveimur tilvikum verða styrkirnir nýttir til opna verslun að nýju, á Stöðvarfirði og Þingeyri.

Lesa meira

Zipeline vill reisa þjónustuhús og gera minigolfvöll

Zipeline Akureyri hefur óskað eftir að reisa um 30 fermetra stórt þjónustuhús á lóð við Þingvallastræti 50. Er hugmyndin að setja húsið þar sem áður var skrifstofa fyrir leikskólann Flúðir. Er einnig gert ráð fyrir að settur verði upp minigolf völlur þar sem Pálmholt stóð.

Lesa meira

Jólatónleikar í Glerárkirkju

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða haldnir sunnudaginn 7. desember næstkomandi og hefjast þeir kl. 16 í kirkjunni. Stjórnandi kórsins er Valmar Valjaots.

Lesa meira