Mannlíf

Frítt fyrir eldri borgara i Skógarböðin næstu daga

Það er óhætt að fullyrða að það sé velboðið af eigendum Skógarbaðanna því eldri borgarar  geta farið í böðin án endurgjalds  frá og með deginum i dag  og út fimmtudaginn eða eins og segir  í ,,boðskorti" frá staðarhöldurum.

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit Ný aðkoma að leikskóla og bætt umferðaröryggi norðan við íþróttamiðstöð

Nýrri aðkomuleið að bílastæði leikskóla hefur verið bætt við. Fyrir og um helgina hefur staðið yfir vinna við að bæta umferðaröryggi norðan við leik- og grunnskólann og íþróttamiðstöðina en afar erfitt ástand hefur verið þar undanfarnar vikur vegna mikillar umferðar og slæmrar birtu. Breytingarnar eru gerðar með öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda að leiðarljósi. 

Lesa meira

Aðalheiður og Jónas hlutu Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2025

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita hjónunum Aðalheiði Eiríksdóttir og Jónasi Magnúsi Ragnarssyni íbúum í Skógarhlíð 13 í Lónsbakkahverfi umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2025 fyrir fallega og snyrtilega lóð.

Lesa meira

Létu drauma rætast í gömlu bifreiðastöðinni

„Mig hefur alltaf langað til að eiga bakarí eða kaffihús,“ segir Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir, eigandi Dísu Café

Lesa meira

Þurfa að komast í tafarlausa viðgerð til að eyðileggingin verði ekki algjör

Eitt af mikilvægum verkefnum á árinu hjá nýjum safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, Sigríði Örvarsdóttur, hefur verið að efla viðhald og forvörslu útilistaverka bæjarins. Í sumar var gerð heildstæð, fagleg úttekt á 43 verkum í bæjarlandiu, í samstarfi við franska listaverkaforvörðinn Camille Amoros, sem starfar við forvörslu útilistaverka við hina frægu kirkju Notre Dame í París, með aðstoð frá myndlistarforverðinum Kristínu Gísladóttur sem starfar hér á landi. Þetta var í fyrsta sinn sem heildstætt mat á ástandi útilistaverka bæjarins var framkvæmt, með skráningu og ljósmyndun, sem gerir Listasafninu kleift að forgangsraða í viðhaldi þeirra og vernd í framtíðinni.

Lesa meira

Gamli skóli á Grenivík 100 ára

Það var mikið um dýrðir þegar íbúar Grýtubakkahrepps fögnuðu 100 ára afmæli Gamla skóla á Grenivík á dögunum, en þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu skólans.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri - Leiðsögn um sýningu á verkum Óla G.

Boðið verður upp á leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Óla G. Jóhannssonar, Lífsins gangur á Listasafninu á Akureyri. Þá munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, og Magnús Helgason, myndlistarmaður, segja gestum frá sýningunni og einstaka verkum. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.

Lesa meira

Öflugt félagsstarf í Grímsey

Í Grímsey eru starfrækt tvö félög, Kiwanisklúbburinn Grímur og Kvenfélagið Baugur. Þrátt fyrir að bæði félögin séu lítil og margir félagsmenn brottfluttir, eru þau ótrúlega virk og öflug. Á fundum félaganna mæta oft um tíu manns, og stundum færri, en félagsmenn sýna mikinn eldmóð þegar viðburðir eru skipulagðir eða unnið að góðgerðarmálum.

Lesa meira

Berginu – Headspace hlýtur samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands

Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.

Lesa meira

Vöfflukaffi í Sandgerðisbót

Nokkrir valinkunnir trillukarlar í Sandgerðisbót brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vöfflur með rjóma í Bótinni á laugardag, frá kl. 11 til 14 og vænta þeir þess að áhugasamir bæjarbúar líti við og eigi góða stund á aðventunni. Ísfell og Veiðiríkið styðja framtakið.

Lesa meira

SAk - Góð gjöf frá Ragnari Hólm, myndlistarmanni

Ragnar Hólm Ragnarsson, myndlistarmaður hefur gefið Sjúkrahúsinu á Akureyri olíumálverk og vatnslitamynd.

 
Lesa meira

Therapy - rafrænt lyfjafyrirmælakerfi tekið í notkun á bráðamóttöku

Búið er að gangsetja rafrænt lyfjafyrirmæla- og lyfjaskráningarkerfi, Therapy, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (BMT). Tilgangur þess er að bæta lyfjaöryggi sjúklinga og gera lyfjaskráningu skilvirkari þannig að lyf ávísuð í Therapy fylgi sjúklingi, óháð deildinni sem hann er á. Þessum áfanga var skiljanlega fagnað á bráðamóttökunni í með góðum kaffitíma.

Lesa meira

Sönghópurinn Sálubót með tónleika í Þorgeirskirkju annað kvöld

Sönghópurinn Sálubót verður með sína árlegu Jóla-og smákökutónleika annað kvöld 9. des í Þorgeirskirkju og hefjast þeir kl 20:00.

Lesa meira

Lilja Gísladóttir hefur gefið blóð í fimmtíu skipti

„Mér líður alltaf vel eftir blóðgjöf, er bara hress og kát,“ segir Lilja Gísladóttir sem gaf blóð hjá Blóðbankanum á Glerártorgi í 50. sinn nýverið. Lilja hefur reglulega gefið blóð undanfarin ár.  Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á fullveldisdaginn, 1. desember síðastliðinn og hefur góð markmið varðandi blóðgjafir til framtíðar litið.

Lesa meira

Skoða sameiningu hafnasjóða

Samið hefur verið við HLH ráðgjöf um að skoða ýmsa þætti er varða möguleika á inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í Hafnasamlag Norðurlands. Fyrrnefndi sjóðurinn hefur lagt fram ósk um sameiningu eða samvinnu sjóðanna.

Lesa meira

Bráðum koma blessuð jólin - Gluggasýning í Hafnarstræti 88

JÓLAGLUGGINN í vinnustofu Brynju í Hafnarstræti 88 er sannkallað jólaævintýri í desember.

Lesa meira

Hríseyjarbúðin fær styrk

Hríseyjarbúðin fær 3 milljónir króna í styrk frá innviðaráðuneytinu vegna rekstrar en Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli. Að þessu sinni var átján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2026. Í tveimur tilvikum verða styrkirnir nýttir til opna verslun að nýju, á Stöðvarfirði og Þingeyri.

Lesa meira

Zipeline vill reisa þjónustuhús og gera minigolfvöll

Zipeline Akureyri hefur óskað eftir að reisa um 30 fermetra stórt þjónustuhús á lóð við Þingvallastræti 50. Er hugmyndin að setja húsið þar sem áður var skrifstofa fyrir leikskólann Flúðir. Er einnig gert ráð fyrir að settur verði upp minigolf völlur þar sem Pálmholt stóð.

Lesa meira

Jólatónleikar í Glerárkirkju

Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju verða haldnir sunnudaginn 7. desember næstkomandi og hefjast þeir kl. 16 í kirkjunni. Stjórnandi kórsins er Valmar Valjaots.

Lesa meira

Ljósin tendruð á Sorgartréinu á morgun laugardag

Tendrað verður á Sorgartrénu á Akureyri á morgun laugardaginn 6. desember, gengið verður frá Kaffi Lyst í Lystigarðinum kl. 15:30 og að trénu. 
 
Lesa meira

Formaður Framsýnar þreifaði á málefnum PCC á Bakka við ráðamenn

Viðskiptagreining Landsvirkjunar stóð fyrir opnum fundi í Hörpu fimmtudaginn 4. desember um þróun mála hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu misseri og hún sett í samhengi við íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði

Lesa meira

Innviðagjald á skemmtiferðaskip verði 1.600 kr

Verði tillaga meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis samþykkt mun mjög umdeilt innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa lækkað úr frá því sem fyrirhugað ásamt því að fallið verður frá afnámi tollfrelsis skemmtiferðaskipa í innanlandssiglingum.

Lesa meira

Dagur sjúkrahúsins á morgun laugardag

Hollvinasamtök Sjúkrahúsins á Akureyri ásamt starfsfólki SAk standa fyrir skemmtilegri uppákomu á Glerártorgi á morgun laugardaginn 6 des. frá klukkan 13 til 15.

Lesa meira

Nýsköpunarsjóðurinn Kría fjárfestir í norðlensku fyrirtækjunum Grænafl og Sea Thru

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur tilkynnt niðurstöðu í fjárfestingátaki þar sem sjónum var beint að ungum sprotafyrirtækjum. Fjárfest er í 11 sprotafyrirtækjum, þar af eru tvö frá Norðurlandi; Grænafl og Sea Thru ehf., en bæði fyrirtækin eru þátttakendur í Hlunninum, ársprógrammi Driftar EA.

Lesa meira

Hörður Óskarsson afhendir Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis veglegan styrk

Hörður hefur verið reglulegur styrktaraðili við félagið í gegnum árin. En styrkina veitir hann til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010. Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar.

Lesa meira

Bæjarfulltrúi segir skipulagsslys í uppsiglingu á Tjaldsvæðareit

„Í uppsiglingu er skipulagsslys á tjaldsvæðisreitnum,“ segir Jón Hjaltason bæjarfulltrúi á Akureyri um Tjaldsvæðisreitinn svonefnda. Jón situr í skipulagsráði og er óflokksbundinn. Fjallað var um tillögu að útboðsskilmálum fyrir lóðir innan svonefnds Tjaldsvæðisreits á fundi ráðsins á dögunum, en afgreiðslu var frestað. Kveðst Jón margoft hafa bent á það sem kann kallar skipulagsslys í bókunum áður.

Lesa meira

Sýslumaður vill fá gula rammann færðan

„Við erum að skoða mögulegar staðsetningar,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. „Sýslumaður vill fá hann færðan.“

Lesa meira