Mannlíf

Jól í skókassa

Enn á ný er kvatt til þátttöku í verkefninu Jól í skókassa. Þetta er tuttugasta og annað árið í röð sem það er haldið. Á þessum rúmlega 20 árum höfum við sent börnum og ungmennum í Úkraínu um það bil eitt hundrað þúsund jólagjafir.

Lesa meira

Borun á Ytri Haga

Á heimasíðu Norðurorku er  í dag ítarleg  og fræðandi frásögn af borun á fyrstu djúpu vinnsluholunni við Ytri-Haga á Árskógsströnd.  Holan var boruð í sumar  og sáu starfsfólk Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um verkið  og jarðborinn Sleipnir notaður.

Lesa meira

Gott ferðamannasumar í Hrísey

Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Hríseyjar að sumarlagi hefur aukist jafnt og þétt um árin, jafnt þeir sem koma í dagsheimsóknir og þeir sem dvelja lengur. Því fylgja bæði tækifæri og áskoranir segir í fundargerð Hverfisnefndar Hríseyjar. Þrjár hátíðir voru haldnar í Hrísey á liðnu sumri og gengu allar vel.

Lesa meira

Verkmenntaskólinn á Akureyri - Sveinspróf í vélvirkjun um liðna helgi

Um liðna helgi var sveinspróf í vélvirkjun í húsakynnum málmiðnbrautar VMA. Sveinsprófinu var skipt upp í skriflegt próf, smíðaverkefni, bilanaleitarverkefni, slitmælingarverkefni, suðuverkefni, frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið og var hver þáttur metinn sérstaklega. Standast þurfti alla prófþætti prófsins til að ljúka sveinsprófinu.

Lesa meira

„Fyrir fólk sem vill upplifa eitthvað einstakt“

Matur, hönnun og nýsköpun á HönnunarÞingi 2025

Lesa meira

Listaverkið við ÚA eins og nýtt:

Listaverkið "Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar", sem stendur við inngang fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga, hefur verið lýst upp. 

Lesa meira

„Mér finnst haustin æðisleg" Guðrún Kristín Björgvinsdóttir umsjónamaður Lystigarðsins í viðtali við vef Akureyrarbæjar.

Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, umsjónamaður Lystigarðsins á Akureyri, hefur unnið í garðinum í tæp 11 ár. Guðrún, sem elskar haustið, er Akureyringur vikunnar á facebooksíðu Akureyrarbæjar

Lesa meira

Heimsþekktir listamenn með tónleika á Akureyri

Það er ekki á hverjum degi sem heimsþekktir listamenn heimsækja Akureyri. Sönghópurinn Voces8 heldur tónleika ásamt finnska konsertorganistanum Pétri Sakari og Kammerkór Norðurlands í Akureyrarkirkju mánudagskvöldið 29. september kl. 20:00. 

Lesa meira

Amtsbókasafnið á Akureyri - Alþjóðlegt eldhús 2025

Góð aðsókn var á viðburðinn alþjóðlegt eldhús sem haldinn var á Amtsbókasafninu á Akureyri á dögunum, en nær fjögur hundruð manns mættu og gæddu sér á mat frá um tíu löndum.

Vel var haldið utan um viðburðinn, skipulagning til fyrirmyndar og gestir afar glaðir, saddir og sáttir. Sómalía, Panama, Japan, Þýskaland, Bæjaraland, Úkraína, Lettland o.fl. buðu upp á fjölbreytilegan mat, hvort sem um var að ræða sætt eða ósætt, forrétt, aðalrétt eða eftirrétt.

Lesa meira

Svalbarðsstrandahreppur Nýtt útivistasvæði neðan Gróðurreits

Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.

Lesa meira

Grisjunarviður nýttur til að reisa snjósöfnunargirðingar í Hlíðarfjalli

„Við höfum núna í haust verið að vinna trjáboli sem til féllu við grisjun sumarsins í Kjarnaskógi. Sumt af efninu nýtist til kurl- og eldiviðarframleiðslu en besta efnið er nýtt til framleiðslu á hvers konar borðviði,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Lesa meira

Safna undirskriftum fyrir Kisukot

„Það eru kettir hér í bænum sem þyrfti að ná inn fyrir veturinn, en ég hef ekki reynt að ná þeim enda var planið hjá mér að sinna ekki þeim skyldum sem hvíla á Akureyrarbæ. Það hefur reynst ansi erfitt því fólk er mjög oft að senda mér ábendingar um ketti í bæjarlandinu,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir hjá Kisukoti.

Lesa meira

Októberfest í handverksbrugghúsum á Norðurlandi eystra!

„Það verður óvenju mikið um októberfest-dýrðir í landshlutanum á næstu vikum og mega Norðlendingar búast við dirndlum, leðurhosum, þýskum polkum, októberfest snarli og svo auðvitað eðal bjór frá frumkvöðlum beint úr héraði,“ segir Erla Dóra Vogler úr Tríó Akureyrar, en nú á næstunni er fyrirhugað að efna til viðburða í samvinnu við þrjú handverksbrugghús á norðanverðu landinu, en þau eru Segull á Siglufirði, Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Mývatn öl í Þingeyjarsveit.

Lesa meira

Fjölmenni fagnaði 25 ára afmæli Norðurorku

Það var heilmikið um að vera hjá Norðurorku síðastliðinn laugardag en þá fór fram formleg opnun á hreinsistöð fráveitu auk þess sem afmælishátíð var haldin á Rangárvöllum í tilefni af 25 ára afmæli Norðurorku.

Lesa meira

Góður árangur fulltrúa VMA í Herning

Keppnislið Íslands á Euroskills í Herning í Danmörku í síðustu viku stóð sig mjög vel. Einn keppandi, Gunnar Guðmundson, vann til bronsverðlauna í sínum flokki – í iðnaðarrafmagni - og tveir keppendur unnu til sérstakrar viðurkenningar, „Medal of excellence“, fyrir framúrskarandi árangur, Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, sem keppti í húsarafmagni. Eins og komið hefur fram var Daniel nemandi í VMA í bæði rafvirkjun og rafeindavirkjun. Hinn fulltrúi VMA í Herning var Einar Örn Ásgeirsson, sem keppti í rafeindavirkjun og stóð hann sig líka frábærlega vel, var hársbreidd frá því að ná „Medal of excellence“.

Lesa meira

Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk

Fimmtudaginn 18. september fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Á dagskránni eru fjölbreytt og áhugaverð erindi þar sem starfsmenn SAk og samstarfsaðilar kynna rannsóknir og þróunarverkefni. Viðburðurinn fer fram í fundarherberginu Kjarna á SAk og verður einnig í beinu streymi á Teams.

Lesa meira

Ég reyni að láta flesta mína drauma rætast.

Sigrún María Óskarsdóttir ætlar að taka þátt í Aðgengisstrollinu sem fram fer í dag í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna og hvetur öll til að koma og vera með. Sigrún María er Akureyringur vikunnar.

Lesa meira

Unglingadeildin Lambi er viðbót við Súlur

Unglingadeildin Lambi er ný viðbót í starf björgunarsveitarinnar Súlna haustið 2025. Fyrsta árið verða teknir inn krakkar sem verða 14 ára á árinu og hefst þannig spennandi nýtt ævintýri þar sem ungir krakkar fá að kynnast starfi björgunarsveita á öruggan og skemmtilegan hátt.

Lesa meira

Þórduna selur skólapeysur til styrktar minningarsjóð Bryndísar Klöru

Nemendafélagið Þórduna hefur sett af stað sölu á VMA skólapeysum. Í ár er sérstök áhersla lögð á bleiku peysurnar, þar sem allur ágóði af sölu þeirra rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru. Að auki eru í boði bæði gráar og bláar peysur í fjölbreyttum stærðum.

Lesa meira

Áhöfnin á Húna ll heiðruð

Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Húni II hóf að bjóða skólabörnum í siglingar, færði Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, áhöfn Húna köku í tilefni dagsins

Lesa meira

Formleg opnun hreinsistöðvar og 25 ára afmælishátíð Norðurorku

Norðurorka fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli fyrirtækisins og af því tilefni verður margt um að vera á morgun laugardaginn, 13. september.

Lesa meira

Blóðbankabíllinn heimsækir Húsavík – gefðu blóð og bjargaðu lífi

Blóðbankabíllinn verður við Orkuna á Húsavík þriðjudaginn 16. september frá kl. 11:00 til 16:00. Þar gefst íbúum og gestum tækifæri til að leggja sitt af mörkum með því að gefa blóð og stuðla þannig að björgun mannslífa.

Lesa meira

Íslenska sjókonan - skapandi námskeið í Sigurhæðum

Tveggja daga námskeið verður haldið í Sigurhæðum á Akureyri um næstu helgi þar sem ímyndunaraflið fær að ráða för. 8-10 ára börn kafa ofan í sögu íslensku sjókonunnar, búa til persónur, sögur og ævintýri úr efni sem finnst í fjörunni. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á afrakstri barnanna fyrir foreldra, aðstandendur og gesti þar sem verk þeirra verða saman að spennandi og lifandi heild.  Leiðbeinendur eru Marsibil Sól Þórarinsdóttir Blöndal og Salóme Bregt Hollanders en þær eru báðar útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands og fæddar og uppaldar á Akureyri og í Eyjafirði. Þær hafa mikla reynslu af skapandi vinnu með börnum.

Lesa meira

VMA - Nemendur í byggingadeild byggja þrjú frístundahús

Nú eru nemendur á öðru ári í húsamíði komnir í fullan gang með að byggja þrjú frístundahús en þetta er árlegt verkefni og er nemendum afar mikilvægt og lærdómsríkt því bygging slíkra húsa kemur inn á svo marga þætti sem húsasmiðir þurfa að kunna skil á.

Lesa meira

Grýtubakkahreppur Björn Ingólfsson lætur af störfum

Björn Ingólfsson lét af launuðum störfum hjá Grýtubakkahreppi 1. ágúst síðastliðinn. Björn hefur verið bókavörður frá 1984, framan af með störfum sínum sem skólastjóri Grenivíkurskóla. Björn hóf störf fyrir hreppinn sem kennari 1963 til 1964 og frá árinu 1968 hefur hann verið samfellt í starfi hjá Grýtubakkahreppi. „Þetta er ansi langur starfsferill og jafnframt farsæll,“ segir á vefsíðu hreppsins.

Lesa meira

Bókaklúbbur ungmenna fær Hvatningarverðlaun Upplýsingar

Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.

Lesa meira

10 september alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.

Í dag 10.september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga. Fólk hefur dáið úr sjálfsvígum frá morgni tímans og sú dánarorsök mun alltaf verða partur af mannlífinu ja rétt eins og krabbamein.

Lesa meira