
Útgerðarfélag Akureyringa er áttatíu ára í dag. - Tímamótanna minnst með ýmsum hætti –
Útgerðarfélag Akureyringa var formlega stofnað 26. maí 1945 og er félagið því 80 ára í dag.
Nokkrum vikum áður eða 14. mars 1945 var boðað til undirbúningsfundar til að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum, með það fyrir augum að sækja um heimild til skipakaupa til ríkisstjórnarinnar.