Mannlíf

Mér leiðist aldrei

 

Nú þegar Andrésar Andar vikan er hafin er hreint ekki úr vegi að birta hér viðtal sem Indíana Hreinsdóttir tók við Hermann Sigtryggsson fyrrum íþróttafulltrúa og móttökustjóra Akureyrar fyrir vef Akureyrarbæjar undir liðnum Akureyringur vikunnar.  Hermann sem er einn að upphafsmönnum Andrésar leikanna, er 94 ára gamall en fylgist afar vel með öllu sem fram og er virkur

Lesa meira

Opið hús í Laugaskóla sumardaginn fyrsta

Framhaldsskólinn á Laugum verður með opið hús á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025, frá kl. 13-16.  

Lesa meira

Andrésar andar leikarnir 2025

49. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar (SKA) í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2025

Lesa meira

Linda Berkley Untethered – Óbundið

Sýning Lindu Berkley gestalistamanns Gilfélagsins í apríl mánuði opnar í Deiglunni laugardaginn 26. apríl kl. 14.00

  • Linda Berkley er frá Norðvestur strönd Kyrrnahafsins.Sýning hennar er opin dagana 26.–27. apríl 2025 frá kl. 14:00–17:00.
  • Skyggnusýning á „Rozome“ og „Katazome“ japönsku resist litunaraðferðinni verður laugardaginn 26. apríl 2025 kl.15.00. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Karlakórinn Hreimur fagnar 50 árum

„Það var gríðargóð stemmning, smekkfullt hús og tónleikarnir eftirminnilegir,“ segir Arnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu. Kórinn hélt tónleika í Ýdölum og síðar var sama efnisskrá í boði í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru sammála um virkilega fallegan söng og hljómfagran. Kórinn fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu

Lesa meira

Listnáms- og hönnunarbraut VMA - Fengu litaljósakassa að gjöf

Fyrirtækið Sérefni færði listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri góð gjöf, svonefndar litaljósakassa.

Lesa meira

Sauðfjárræktarverðlaun BSE fyrir árið 2024 afhent á aðalfundi 2025

Sauðfjárverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar voru afhent á dögunum á aðalfundi sambandsins.  Eyjafjörðru sátar af afar mörgun góðum búum svo sem kunngut er en að lokum stóð eitt uppi sem dómnefnd þótti best.

 

Náttúruöflin eru nú ekki alltaf þau auðveldustu að eiga við og þekkjum við það vel sem hér á þessu blessaða skeri búum. Síðasta ár fór ómjúkum höndum um okkur.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opið alla páskahátíðina

Listasafnið á Akureyri verður að venju opið alla páskahátíðina á hefðbundnum opnunartíma kl. 12-17, en nú standa yfir átta sýningar í tólf sölum safnsins.

Lesa meira

Lundinn er kominn í Grímsey

Fyrstu lundarnir settust upp í Grímsey  fyrir viku. Sjómenn höfðu séð til þeirra á sjó við eyjuna um mánaðamótin en mögulega hefur einstaklega fallegt veður síðustu daga orðið til þess að lundarnir hafi freistast til að hefja vorstörfin fyrr en ella segir á vefsíðu Akureyrarbæjar. 

Lesa meira

Hæfileikakeppni Akureyrar Brynja Dís sigraði

Brynja Dís sigraði keppnina með frábæru atriði þar sem hún flutti frumsamið ljóð. Dansatriðið Skólarapp hlaut verðskuldað 2. sæti en danshópinn mynda þær Alexandra, Eva Elísabet, Hrafntinna Rún, Karítas Hekla, Karítas Von, Margrét Varða og Sóldögg Jökla. Kristín Bára Gautsdóttir landaði þriðja sætinu fyrir frábært söngatriði þar sem hún söng lagið from The start með Laufey.

Hæfileikakeppni Akureyrar er fyrir börn í 5. - 10. bekk. Stemmningin var góð. Atriðin voru tæplega 20 og tóku 40 krakkar þátt.

Lesa meira