Franskar, koggi og maður að nafni Franz - Spurningaþraut #9
Í spurningaþraut Vikublaðsins #9 er farið um víðan völl. Getur þú svarað öllum spurningunum?
Í spurningaþraut Vikublaðsins #9 er farið um víðan völl. Getur þú svarað öllum spurningunum?
Í gær brautskráðust 183 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri af tuttugu námsbrautum. Þetta er einn af allra stærstu brautskráningarhópum í tæplega fjörutíu ára sögu skólans. Brautskráningin var við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Bekkurinn var þétt setinn enda brautskráningarhópurinn stór. Tuttugu og sex nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent 209 skírteini í dag. Á haustönn brautskráðust 93 nemendur sem þýðir að á þessu skólaári hefur VMA brautskráð 276 nemendur.
Það voru 16 umsóknir sem bárust sjóðnum og níu viðburðir sem fengu brautargengi. Viðburðirnir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir
„Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt,“ segir Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður, Oddeyrargötu 17 á Akureyri en þar hefur hann komið upp sannkölluðum Ævintýragarði.
Á rokkmessunni fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell og fleira
Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er.
Hjónin Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason Húsvíkingar fram i fingurgóma nú búsett í Cuxhaven í Þýskalandi eru töluvert i golfi i frítíma þeirra . Þau hafa tvö sl ár staðið fyrir heilmiklu golfmóti, eiginlega landsmóti milli Íslands og Þýskalands.
Dagskrá opnunarinnar hefst klukkan 13 með ávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns
„Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir tækifærinu sem felst í því að ljúka tveimur háskólagráðum á aðeins fjórum árum. Eftir að hafa lokið sjávarútvegsfræðinni var ekki spurning fyrir okkur að bæta viðskiptafræðinni við en það styrki stöðu okkar til muna,“ segir Telma Rós, sem starfar í dag sem fjármálasérfræðingur hjá PCC BakkiSilicon en Sæþór er innkaupastjóri hjá GPG Seafood.
Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975, sýnd í Listasafninu á Akureyri.