Mannlíf

Hvað skal gera með jólatré og flugeldarusl

Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og  lífið færist aftur i fastar skorður.  Eitt  af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.

Lesa meira

Jólin í Einholtinu þar sem fjölskylduhefðir lifa

Í Einholti á Akureyri býr sannkölluð jólafjölskylda. Jólaandinn hefur fylgt heimilinu árum saman og gert það að litríkum og hlýjum heimkynnum þar sem rótgrónar hefðir, samvera og ilmandi jólamatur mynda ómissandi hluta hátíðarinnar.

Lesa meira

SAk - Fæðingar á árinu 2025 voru 389

Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025.  Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.

Lesa meira

Verðlaunakrossgáta Vikublaðsins

Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið  meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.

Lesa meira

Hugvekja flutt í aftansöng í Húsavíkurkirkju á gamlársdag 2025

Kæru kirkjugestir

Aðventan er að baki og sjálf jólin standa yfir með sínum hátíðarblæ og fallegu jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Það er eitthvað við þennan tíma ársins, þessa dimmustu vetrardaga og gleðina sem jólahátíðin færir okkur. Svo hækkar sólin smátt og smátt á lofti, nýárssólin sem vermir okkur fyrstu janúardagana og gefur fyrirheit um bjarta tíma.

Lesa meira

Starfsfólk í vinnsluhúsum Samherja á skyndihjálparnámskeiðum

Hluti starfsfólks í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík sótti í gær skyndihjálparnámskeið með áherslu á rétt viðbrögð í neyð og fyrstu aðstoð í skyndihjálp.

Lesa meira

Gyða Árnadóttir: Minningar frá Akureyri

Gyða Árnadóttir bjó á Akureyri frá barnsaldri og flutti austur í Neskaupstað fyrir átta árum. Hún starfar nú hjá Steininum, sem er nytjamarkaður þar í bæ. Þegar Gyða bjó á Akureyri ráku foreldrar hennar ávaxta- og grænmetisbúð þar og tóku hún og systur hennar virkan þátt í því starfi, og sérstaklega um jólin, þar sem mikið var að gera yfir hátíðirnar.

Lesa meira

Útlit fyrir gott veður um áramótin

Það er útlit fyrir gott ,,flugeldaveður" við áramót ef marka má veðurspár sem liggja fyrir.   

Lesa meira

Stefnir í metár í jólavertíðinni – taka á móti allt að 4.000 manns í jólahlaðborð

Jólahlaðborð eru gríðarlega vinsæl meðal landsmanna í aðdraganda jóla. Múlaberg á langa hefð að baki og er sennilega stærsti aðilinn á Norðurlandi á því sviði.  -segir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir, einn af eigendum og veitingastjóri á Múlabergi

Lesa meira

Jólalög og jólamyndir -Þröstur Ernir Viðarsson rýnir í úrvalið

Þröstur Ernir Viðarsson fjölmiðlafræðingur ólst upp í Bolungarvík en hefur verið búsettur á Akureyri síðan 2007. Hann er giftur Hrafnhildi Jónsdóttir hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og kvikmyndum. Við ákváðum því að slá á þráðinn til hans og spyrja út í jólalög og jólamyndir. Hver eru fimm uppáhalds jólalögin hans og hvaða kvikmyndir finnst honum ómissandi í desember?

Lesa meira

Gleði á jólatrésskemmtunum starfsmannafélaga Samherja

Starfsmannafélög Samherja á Dalvík og Akureyri, Fjörfiskur og STÚA, stóðu fyrir jólatrésskemmtunum um helgina í matsölum vinnsluhúsa félagsins.

Lesa meira

Kirkjusókn á Akureyri mjög góð

Mjög góð kirkjusókn hefur verið á Akureyri um jólin  og er greinlegt að það færist í vöxt að  fólk sæki messu í sina kirkju.

Lesa meira

Jólahefðir Sundfélagsins Óðins

Ár hvert heldur Sundfélagið Óðinn í sínar rótgrónu og litríku jólahefðir sem hafa í gegnum árin skapað ógleymanlegar minningar fyrir bæði iðkendur og samfélagið í kringum félagið. Þrjár hefðir standa þar upp úr, hressilegt og óútreiknanlegt desembermót, töfrandi jólaæfing sundskólans og Þorláksmessuáskorunin.

Lesa meira

Leiðir sem liggja víða

 -Heiðrún Jónsdóttir ólst upp á Húsavík og rifjar upp æskuárin með mikilli hlýju.

Lesa meira

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll í dag.

Mikil umferð var um Akureyrarflugvöll í dag, þrjú millilandaflug voru til viðbótar við innanlandsflugið.

Lesa meira

Brák hefur samið við Flóru menningarhús

Nýgerð myndlist er veigamikill hluti af menningarstarfsemi í Sigurhæðum og einn kjarna þáttur í að skapa frjótt samtal við menningararf staðarins og húsið Sigurhæðir 

Lesa meira

Minjasafnið á Akureyri Jólin sem hluti af safnastarfinu

„Jólin eru stór hluti af starfinu okkar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri þegar hann lýsir aðventunni hjá Minjasafninu á Akureyri. Á hverju ári koma um eða yfir þúsund börn og kennarar í jólafræðslu sem hefur verið fastur liður í áratugi. Fræðslan fer fram bæði á Minjasafninu sjálfu, í Nonnahúsi og í Minjasafnskirkjunni og hefur fest sig rækilega í sessi sem mikilvægur hluti af jólaundirbúningi margra skóla.

Lesa meira

„Þetta setur tóninn fyrir jólin“

Jólasveinarnir halda hefðinni á lífi í Reykjadal.

Lesa meira

Áramótabrennan lýsir upp nýárshátíðina

Áramótabrenna Akureyringa, ein elsta og glaðlegasta hefð bæjarins, er nú staðfest fyrir gamlárskvöldið 2025. Hún verður haldin á sama stað og í fyrra, fyrir sunnan golfvöllinn á Jaðri, þar sem jólin mæta nýja árinu í logandi ljóma og hlýrri samkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ verður kveikt í brennunni kl. 20:30 rétt eins og undanfarin ár, og allir eru velkomnir til að njóta þessarar hátíðlegu uppákomu.

Lesa meira

Koma jólin ekki samt?

Ari Svavarsson rifjar upp jólin á Akureyri og veltir fyrir sér um hvað hátíðirnar snúist í raun og veru

Það er margt sem breytist með aldrinum, en jólin fylgja manni í gegnum æviskeiðin í ýmsum myndum. Ari Svavarsson, listamaður, rifjar upp minningar liðinna jóla og heldur því fram að kjarninn hafi alltaf verið sá sami, þrátt fyrir aukna efnishyggju og kaupmannajól nútímans.

Lesa meira

Situr aldrei auðum höndum

Frímann Sveinsson, oft kallaður Frímann kokkur, hefur komið víða við á sínum ferli og hefur alltaf nóg að gera. Líkt og viðurnefnið gefur til kynna, starfaði Frímann sem matreiðslumaður og þar lengst af á sjúkrahúsinu á Húsavík. Frímann er einnig lunkinn með pensilinn og hefur haldið fjöldann allan af myndlistarsýningum
á Húsvík, Neskaupstað og Hafnarfirði. Gítarinn er aldrei langt undan hjá Frímanni og hann er duglegur að spila fyrir og skemmta íbúum Húsavíkur og nágrennis

Lesa meira

Jólatréð sem stækkaði

Í Beykilundi á Akureyri stendur gríðarstórt jólatré. Tréð vekur mikla athygli á ári hverju. Það stendur í garðinum hjá Sævari Helgasyni sem passar að það sé vel skreytt.

Lesa meira

Allur er varinn góður

-Elsa Similowski, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Eyjarfjarðar, veitir gæludýraeigendum heilræði fyrir hátíðirnar.

Lesa meira

10 bestu jólamyndirnar

Jólamyndir eru orðnar jafn sjálfsagður hluti af jólunum og laufabrauð, kakó og jólatónleikar. Flestir eiga mynd sem þeir horfa á ár eftir ár, og það er ótrúlegt hvernig rétta myndin setur mann beint í jólagírinn. Hér eru tíu jólamyndir sem fanga jólaandann á ólíkan hátt, sumar klassískar, aðrar pínu stormasamar, en allar algjörar jóla nauðsynjar.

Lesa meira

Ræða flutt við Aftansöng í Akureyrarkirkju 24 desember 2025

Mér finnst danir svolítið heppnir að eiga í málvenju sinni möguleika á að segja annað hvort god jul eða glædileg jul. Ég hef oft hugsað þetta þegar ég er að kasta kveðju á nýja syrgjendur rétt fyrir jólahátíðina. Það virkar frekar öfugsnúið og nánast tillitslaust að segja við ungu konuna sem er nýorðin ekkja,,gleðileg jól” en að segja eigðu góð jól er hins vegar allt annað.

Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samfylgdina á árinu.

Lesa meira

Minningar úr sveitinni

Arnar Guðmundsson ólst upp í Árhvammi í Öxnadal með foreldrum sínum og sex systkinum. Hann flutti síðar til Akureyrar um 16 ára aldur og bjó þar þangað til hann var um 27 ára. Þá færði hann sig austur á land með fjölskyldu sinni og settist að í Neskaupstað. Arnar býr þar með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Þórðardóttur og eiga þau saman tvö uppkomin börn sem einnig búa í Neskaupstað. Arnar starfar þar sem kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann rifjar hér upp gamlar minningar úr sveitinni um hátíðirnar.

Lesa meira