Mannlíf

A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 9.-12. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og er ókeypis inn á alla viðburði.

Lesa meira

Sérfræðihjúkrun eflir heilbrigðisþjónustu í dreifbýli

Hjúkrunarfræðingar á litlum heilsugæslum í dreifbýli sinna oft fjölbreyttari verkefnum en á stærri stöðum. Jóna Ósk Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá HSN í Reykjahlíð, hefur nýlokið meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á heilsugæslu á landsbyggðinni frá Háskólanum á Akureyri.

Lesa meira

Sparisjóður Þingeyinga veitir HSN styrk að fjárhæð kr 4.000.000,- til tækjakaupa

Á aðalfundi Sparisjóðs Þingeyinga var tilkynnt ákvörðun um að veita Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) styrk til tækjakaupa að fjárhæð kr 4.000.000,-. Styrkveitingin er í samræmi við stefnu Sparisjóðsins að styðja við samfélagið á svæðinu.

 

Lesa meira

Ályktun vegna niðurlagningar heilsueflandi heimsókna hjá HSN

Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit, haldinn 25. september 2025, sendir eftirfarandi áskorun til framkvæmdastjórnar HSN

Lesa meira

4000 fundir hjá Rótarýklúbbi Akureyrar frá árinu 1938

Félagar í Rótarýklúbbi Akureyrar komu saman í liðinni viku og héldu hátíðlegan fund númer 4000. Klúbburinn var stofnaður árið 1938 og er því 87 ára gamall, en formlegur stofnfundur var haldinn í byrjun september það ár. Rótarýklúbburinn er starfsgreinaklúbbur og leitast er við að í honum sé fólk úr sem flestum starfsgreinum Mikið er lagt upp úr því að heimsækja fyrirtæki og stofnanir til að kynnast fjölbreyttri starfsemi í bæjarfélaginu og víðar.

Lesa meira

Bleikur bær

„Salan á slaufunum fer vel á stað og bærinn að verða bleikur,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar hefjast um aðra helgi, eða 9. október og verður margt um að vera í tilefni af þeim. 

Lesa meira

Frú Ragnheiður býður upp á nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða

„Við þurfum að hafa um það bil 25 til 30 manns í okkar sjálfboðaliðahóp, það má ekki minna vera,“ segja þær Berglind Júlíusdóttir og Edda Ásgrímsdóttir hópstjórar hjá verkefninu Frú Ragnheiður sem Rauði krossinn við Eyjafjörð starfrækir. Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar og er lögð áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna. Nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða verður haldið dagana 6. og 7. október frá kl. 17 til 22 í Rauða krosshúsinu við Viðjulund.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Guðmundur Ármann fjallar um Óla G. Jóhannsson

Þriðjudaginn 7. október kl. 16.15 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Óli G. – rómantíski expressíónistinn. Þar mun hann fjalla um myndlist Óla G. Jóhannssonar og gera tilraun til að varpa ljósi á hversu mikilvægt það er fyrir listamanninn að samfélagið sé tilbúið að taka á móti honum og listinni. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Harry Potter þemadagar i Glerárskóla

Ævintýraleg stemning hefur ríkt í Glerárskóla þessa viku þar sem Harry Potter þemadagar fara nú fram með pompi og prakt. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn heldur slíka daga, og líkt og áður, er Glerárskóla umbreytt í sjálfan Hogwarts – skóla galdra og seiða.

Lesa meira

Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardag

Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar

Lesa meira

Grundarkirkja 120 ára

Hátíðarmessa í tilefni 120 ára afmælis Grundarkirkju verður haldinn sunnudaginn 5. október kl. 13.00

Lesa meira

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is.

Lesa meira

Hverfisfundir í Lundar- og Glerárskóla í næstu viku

Akureyrarbær heldur áfram fundaröð sem hófst í vor þar sem boðað er til hverfafunda með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í grunnskólum bæjarins. Á mánudaginn 6. október fer fram fundur í Glerárskóla og miðvikudaginn 8. október fer fram fundur í Lundarskóla

Lesa meira

Bókunarstaða skemmtiferðaskipa til Norðurþings 30% samdráttur á milli ára

Ríflega 30% samdráttur er í bókunastöðu skemmtiferðaskipa til hafna fyrir árið 2026 miðað við yfirstandandi ár. Umsvif ferðaþjónustu í höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan var til umfjöllunar á fundi Hafnasjóðs.

Lesa meira

Nýtt vegglistaverk prýðir miðbæ Akureyrar – blanda af sögu, bíladýrkun og mannlífi

Gestir og gangandi á Akureyri geta nú notið glænýs vegglistaverks sem blasir við þegar farið er upp Listagilið. Á vegg hússins undir Akureyrarkirkju hefur listamaðurinn Stefán Óli, betur þekktur sem Mottan eða @mottandi, málað stórbrotið verk.

Lesa meira

Akureyri - ,,Vertíðarlok" hjá starfsfólki Hafnasamlagsins

Segja má að ákveðin vertíðarlok séu nú að ganga yfir hjá starfsfólki Hafnasamlagsins en í s.l viku fóru síðustu stóru skemmtiferðaskipin sem heimsækja bæinn á þessu sumri úr höfn.

Lesa meira

Tónleikar í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík.

Laugardaginn 4. október kl. 16.00, verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.  

KristinnSigmundsson, einn fræknasti söngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, kemur þar fram ásamt sópransöngkonunni Helgu Rós Indriðadóttur og tenórnum Kolbeini J. Ketilssyni. Allir þessir söngvarar hafa getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis.

Lesa meira

Grímsey - Sæfari fer í slipp í október

Ferjan Sæfari fer í slipp að morgni 6. október, og er gert ráð fyrir að slipptíminn standi út mánuðinn.

Lesa meira

Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring

Á morgun, miðvikudag, verður Ritlistarkvöld Ungskálda með Rán Flygenring í LYST í Lystigarðinum.

Viðburðurinn er ætlaður ungu fólki á aldrinum 16 til 25 ára sem hefur áhuga á ritlist og sköpun. Aðgangur er ókeypis og kvöldið býður upp á einstakt tækifæri til að kynnast öðrum unghöfundum, læra eitthvað nýtt og jafnvel lesa upp eigin verk.

Lesa meira

„Spennandi að sjá nýsköpunar- og þróunarvinnu verða að veruleika“

Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, samhliða stöðugri þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði vél- og rafeindabúnaðar.

Atli Dagsson tæknistjóri landvinnslu Samherja segir að innan félagsins sé rík áhersla lögð á að þróa og endurbæta búnað, enda markmiðið að vera leiðandi í framleiðslu hágæðaafurða á heimsvísu. Hann segir að mikil og dýrmæt þekking á þessu sviði hafi verið byggð upp hjá Samherja, sem hafi skapað möguleika á að hanna og framleiða sértækar tæknilausnir, oft á tíðum í samvinnu við tækni- og iðnfyrirtæki.

Lesa meira

Kristján Ingimarsson heldur fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á morgun þriðjudag undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula.

Þriðjudaginn 30. september kl. 16.15 heldur Kristján Ingimarsson fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur haustsins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Tilurð Femina Fabula.

Lesa meira

Fremri-Hlífá á Glerárdal brúuð

Félagar úr Gönguleiðanefnd Ferðafélags Akureyrar tóku sig til nýverið og settu um 3,5 metra langa brú á Fremri Hlífá. . Þessi brú nýtist göngufólki á Glerárstífluhringnum og á Lambagötunni á Glerárdal.

Lesa meira

Ráðstefnan Löggæsla og samfélagið í áttunda sinn – í ár með áherslu á spennulækkun

Dagana 1. og 2. október næstkomandi fer ráðstefnan Löggæsla og samfélagið fram við Háskólann á Akureyri. Það er Rannsóknarsetur í lögreglufræði við HA sem stendur að
ráðstefnunni. Löggæsla og samfélagið er vttvangur þar sem fag- og fræðafólk reifar málefni sem tengjast löggæslu með einum eða öðrum hæti.

Lesa meira

Samningur um rekstrarstyrk

Akureyrarbær og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, hafa gert með sér samning um rekstrarstyrk til ársins 2027.

Lesa meira

Hjálp48 þjónusta Sorgarmiðstöðvar með þjónustusvæði á Akureyri og nágrenni

Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri fór fram í Glerárkirkju nýverið. Þeir sem stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Lífsbrúar – miðstöð sjálfsvígsforvarna, Álfheiður Svana Kristjánsdóttir, Neyðarvarnarfulltrúi Rauða Krossinum, Anna Guðný Hermannsdóttir verkefnastjóri Hjálp48 og Andrea Walraven-Thissen sérfræðingur í stuðningi í kjölfar sjálfsvígs. Hjálp48 teymið er skipað sex manns auk þriggja varamanna, sem öll hafa víðtæka reynslu, bakgrunn og þekkingu til þess að veita þjónustuna og styðja við syrgjendur.

Lesa meira

„Ómetanlegt að sjá gleðina og þakklætið sem gestirnir sýna“

Húsavíkurfestival Norðurþings 2025

Lesa meira

Skál! ný plata Hvanndalsbræðra komin út

Ný hljómplata Hvanndalsbræðra sem ber nafið Skál! lenti á helstu streymisveitum i dag 26 september.

Lesa meira