Mannlíf

Fiskideginum aflýst annað árið í röð

Lesa meira

Hlíðarfjall opnar á föstudaginn

Lesa meira

Tíu verk valin til þátttöku í Upptaktinum

Lesa meira

Lundinn kominn til Grímseyjar

Lesa meira

Kjúklingaréttur sem grætir fólk

„Ég vil byrja á því að þakka Brynjari Davíðssyni kærlega fyrir að skora á mig í matarhornið. Þar er á ferðinni vandaður og góður maður. Þó skapstyggur og saðsamur sé þá veit hann ávallt hvar svangur maður situr,“ segir Andrés Vilhjálmsson sem sér um matarhornið þessa vikuna. „Burtséð frá því að vera söngvari stórhljómsveitarinnar Pálmar, eins og Brynjar kom glettilega inn á, þá starfa ég sem markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. Ég er þriggja barna faðir, í sambúð með Helgu Sif Eiðsdóttur og hef mikinn áhuga á matargerð. Í starfi mínu fæst ég við mat allan daginn og hef gaman að skoða uppskriftir. Við tengjum páskana að sjálfsögðu við lambakjöt og því er ein uppskrift í þeim dúr.
Lesa meira

Bólusetningarnar verið afar krefjandi en lærdómsríkt ferli

Inga Berglind Birgisdóttir er yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN sem hefur séð um bólusetningar á Norðurlandi. Nóg hefur verið að gera hjá Ingu undanfarið og í mörg horn að líta enda eru bólusetningarnar afar vandasamt og krefjandi verkefni. Vikublaðið forvitnaðist um líf og starf Ingu Berglindar. „Bólusetningarnar hérna fyrir norðan hafa heilt yfir gengið mjög vel og ég er afar þakklát fyrir hvað það er frábært fólk sem hefur komið að þessu stóra verkefni. Helst ber að nefna mjög gott samstarf allra viðbragðsaðila hér á Akureyri og þá helst Slökkviliðið og lögreglu, einnig Rauða Krossinn, Landsbjörgu og Sjúkrahúsið. Síðast en alls ekki síst allt starfsfólkið á HSN sem hefur staðið sig afar vel í þessu stóra verkefni,“ segir Inga Berglind. Hún segir að almennt sé fólk jákvætt fyrir því að fá bóluefni. „Flestir eru mjög fegnir að loks sé komið að því að bólusetja landann. Margir hafa verið í erfiðri stöðu um langa hríð og því er það mikið gleðiefni fyrir fólk að fá bólusetningu. Það er mín upplifun að fólki finnst þetta ganga of hægt og flestir eru tilbúnir að rétta fram handlegginn og þiggja bóluefni.“ Hún segir þetta umfangsmesta verkefnið sem hún hafi tekist á við í sínu starfi. „Tvímælalaust. Eins og bara faraldurinn allur. Við rétt blikkum augunum og þá eru áherslurnar í dag orðnar allt aðrar en í gær en með einhverjum ótrúlegum hætti náum við þó alltaf að rétta úr okkur og halda áfram. Vinnudagarnir hafa verið bæði langir og strangir og stundum erfitt að slíta sig frá vinnu eftir að heim er komið. En þrátt fyrir það hafa þeir líka verið lærdómsríkir og skemmtilegir.“ Inga segir að enginn dagur sé eins í vinnunni.
Lesa meira

Vilja varðveita listaverk eftir Margeir Dire

Lesa meira

„Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst“

„Það var mikið gleðiefni þegar Hjalti vinur minn, höfum reyndar þekkst í skamman tíma, skoraði á mig í þetta ágæta matarhorn. Hann hefur væntanlega gert það að áeggjan Siguróla sem ég er búin að þekkja af góðu einu mun lengur,“ segir Brynjar Davíðsson sem tók áskorun frá Hjalta Þór Hreinssyni og sér um matarhornið þessa vikuna. „Það gleður mig mjög að þeir hafi getað skemmt sér yfir þessum gjörningi. Siguróli skuldar mér einmitt matarboð og ég geri kröfu á að Hjalti verði þar líka. Sjálfur er ég ekki mikið í tilraunamennsku í eldhúsinu, þessi eina önn sem ég tók á matvælabraut í VMA virðist löngu gleymd. Ekki eru matreiðslubækur ofarlega í staflanum á náttborðinu mínu eins og hjá þeim kumpánum og liðsfélögum mínum í El Clasico boltanum. Er þó mikill aðdáandi Matreiðslubókar Friðriks Dórs, en líklega best að segja ekki mikið frá því hér. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin stundum næst og þó engar séu bækurnar þá er gagnaöflun nokkuð einföld. Ég ætla nú samt að reyna vinna með þrjá rétti í þessari grein. Lambalæri er einfalt og erfitt að klúðra því nema með nokkuri lagni. Hamborgarar eru klassískir á grillið og nú þegar vora tekur er það alveg tilvalið. Svo er líka þessi fína döðluterta í boði sem sjaldan klikkar. Nema þú borðir ekki döðlur,eins og tilfellið er reyndar með mig,“ segir Brynjar.
Lesa meira

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Lesa meira

„Alveg tilbúin til að kveðja lífsstarfið mitt“

Helena Eyjólfsdóttir er landsmönnum góðkunn en hún söng sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar sem barn og hefur gert ófáar dægurlagaperlurnar ógleymanlegar á löngum ferli sem söngkona. Helena vakti nýverið athygli í þættinum Það er komin Helgi þar sem hún mætti í heimsókn í hlöðuna til Helga Björns og Reiðamanna Vindanna. Helena, sem er í kringum áttrætt, sló algerlega í gegn og lék á als oddi. Vikublaðið fékk Helenu til að vera Norðlending vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira