Smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði á tveimur svæðum
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að samþykktar verði tillögur um tvö svæði í bænum undir smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að samþykktar verði tillögur um tvö svæði í bænum undir smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði.
„Enginn heimsókn er eins, en þær eiga það allar sameiginlegt að vera yndislegar og mér verður hlýtt í hjartanu í hvert skipti,“ segir Sunna Valsdóttir sem er hundavinur á vegum Rauða krossins við Eyjafjörð. Hún hefur verið heimsóknarvinur með hund frá árinu 2022 og starfar nú sem hópstjóri í verkefninu sem hún segir að sé gefandi og skemmtilegt. Siberian Husky hundar hennar, Logi og Kolur vekja alltaf lukku þegar þeir mæta í Brekkukot en þangað mæta þeir með Sunnu sinu sinni í viku.
Hvað liggur konu á rúmlega miðjum aldri á hjarta nú þegar haustið minnir á sig með beljandi rigningu og ekki er undan neinu að kvarta.
Í tilefni dagsins stóðu nokkur félagasamtök fyrir samstöðufundi kl. 14:00 í Félagsheimilinu Breiðumýri. Fullt hús og boðið var upp á magnaða dagskrá með söng með fróðlegu efni í bland.
Á aðalfundi Framsýnar í vor var ákveðið að minnast kvennaársins 2025 með gjöf á 5 sætisbekkjum sem komið yrði fyrir í núverandi og þáverandi sjávarbyggðum á félagssvæðinu
Norðlensk hönnun og handverk stendur fyrir sýningu nú um komandi helgi, 25. - 26. október næstkomandi í Hlíðarbæ.
Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum.
Laugardaginn 25. október kl. 15-15.30 verður boðið upp á almenna leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um sýningar Bergþórs Morthens, Öguð óreiða, og Barbara Long, Himnastigi, auk veruleikasýningarinnar Femina Fabula. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn um tvær fyrstnefndu sýningarnar í boði daginn eftir, sunnudaginn 26. október kl. 11-12. Aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið, en aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna.
Sérfræðingar frá Eflu hafa tekið sýni í húsnæði dag- og göngudeildar geðdeildar á Seli og sýna niðurstöðurnar menguð sýni vegna rakaskemmda, sem nauðsynlegt er að bregðast við.
Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti VMA og MA í gær ásamt aðstoðarmanni sínum og tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla og hyggst ná því takmarki að heimsækja þá alla á næstu dögum og vikum.
Nú í haustfríinu fór Skautafélag Akureyrar (SA) til Vilnius í Litháen þar sem liðið tók þátt í Continental Cup. Tvær kynslóðir MA-inga léku með liðinu, þeir Aron Gunnar Ingason 2F, Bjarmi Kristjánsson 3Z og Ingvar Þór Jónsson kennari. Þess má geta að Ingvar Þór kennir Bjarma forritun.
GLUGGINN í vinnustofu Brynju í Hafnarstræti 88, miðbæ Akureyrar, er kominn í kvennaverkfall. Gluggasýningin stendur frá 20. október til 4. nóvember og hentar öllum aldurshópum. Sýningin er aðgengileg allan sólarhringinn þar sem hennar er notið utan frá séð.
Framkvæmasýslan-Ríkiseignir hafa óskað efir því að fá úthlutun á lóð númer 6 við Þursaholt. Lóðin er rúmlega 11 þúsund m², eins og hún er afmörkuð í tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu.
Fjölmennum á baráttufundi út um allt land á kvennafrídaginn 24. október til að krefjast kjarajafnréttis.
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Segja má að átakið hafi náð hápunkti í dag, miðvikudaginn 22. október með Bleika deginum.
Í tilefni kvennaverkfalls er viðbúið að ákveðin þjónusta á vegum Akureyrarbæjar verði skert eða þyngri í vöfum föstudaginn 24. október.
Ungir og efnilegir Akureyringar eru víða og í mörgum greinum atvinnulífsins. Einn þeirra er Kári Þór Barry, fatahönnuður og textílkennari við Brekkuskóla.
Dansvídeóhátíðin Boreal hefst í Listasafninu á Akureyri föstudagskvöldið 24. október kl. 20. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og fara sýningarnar fram í Listasafninu, Mjólkurbúðinni, Deiglunni og Kaktus. Allir viðburðir eru opnir gestum að kostnaðarlausu og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlum og heimasíðum Boreal og Listasafnsins.
„Þegar við horfum á þetta glæsilega mannvirki skulum við minnast þess að Krummakot er áþreifanleg sönnun þess sem við getum áorkað þegar við vinnum saman að sameiginlegu markmiði. Hann er fjárfesting í framtíð barnanna okkar og þar með framtíð samfélagsins alls,“ sagði Erna Káradóttir leikskólastjóri á Krummakoti í Eyjafjarðarsveit sem tekin var formlega í notkun á dögunum. Krummakot varð 38 ára í liðnum mánuði.
„Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni,“ skrifa þeir Johan Jörundur Rask í 6. bekk og Patrekur Ingólfsson, 9. bekk Hríseyjarskóla, en nemendur í 6.-9. bekk skólans bjuggu til ferðaskrifstofu á dögunum í tengslum við þema sem var sjálfbærni og landafræði. Einnig héldu þeir nafna- og merkjasamkeppni.
„Þetta hefur verið allra stærsta árið okkar hjá Golfklúbbi Akureyrar hingað til. Félagsmönnum hefur fjölgað umtalsvert og aðsókn var mjög góð, mikil aukning á milli ára,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Haustið hefur verið milt og gott og margir kylfingar hafa nýtt sér veðurblíðuna og eru enn að. Mikið líf er á Jaðarsvelli allt árið um kring.
Þriðjudaginn 21. október kl. 16.15 heldur Jón Haukur Unnarsson, tónlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Mannfólkið breytist í slím. Aðgangur er ókeypis.
Niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun sýna að HSN heldur áfram að styrkja þjónustu sína og byggja upp traust á meðal íbúa svæðisins.
Jón Sigurðsson stjórnarformaður Samherja hf. hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann var forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar í 26 ár og hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hér á landi og erlendis.
„Við fengum til okkar yfir 300 manns að klifra um helgina og annan eins fjölda sem kom að skoða aðstöðuna að Dalsbraut 1, Aðstaðan er vegleg og verður stór viðbót í afþreyingu bæjarins,“ segir Katrín Kristjánsdóttir einn eigenda. 600Klifur, ný klifuraðstaða á Akureyri var opnuð um liðna helgi. Aðstaðan er við Dalsbraut 1 þar sem í boði er glæsileg íþróttaaðstaða fyrir börn jafnt sem fullorðna þar sem bæði er hægt að æfa og skemmta sér. Salurinn hefur verið í smíðum síðan á liðnu ári.
Opið hús var á dag- og göngudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum heilbrigðisdegi og fjölmargir gestir litu við.
Indverska kvikmyndahátíðin á Íslandi 2025 teygir anga sína til Akureyrar helgina 18. og 19. október.