Mannlíf

Styrkur Stefaníu

Á dögunum kom Stefanía Tara Þrastardóttir og færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk að upphæð 477.000 kr. sem safnaðist með sölu á bleikum varning í október síðastliðnum.

Lesa meira

Tónagjöf Hymnodiu og vina í Akureyrarkirkju annað kvöld (fimmtudagskvöld)

Tónagjöf Hymnodiu og vina er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Akureyrarkirkju annað kvöld  en þeir hefjast kl. 20. Frumkvæðið að tónleikunum á Hannes Sigurðsson einn félaga úr Hymnodiu sem fékk félaga sína til liðs við sig í verkefnið. Hann hefur stutt við bakið á sextán manna stórfjölskyldu á Gasa svæðinu undanfarna mánuði og með því að efna til tónleikanna býður hann fleirum að leggja sitt af mörkum.

Lesa meira

VMA - Nemendur á starfsbraut styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins

Nemendur á starfsbraut VMA í áfanganum Daglegur heimilisrekstur, sem Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og Inga Dís Árnadóttir kenna, efndu til nytjamarkaðar snemma í október þar sem seld voru notuð föt og ýmislegt annað gegn vægu verði.

Lesa meira

SAk - Hollvinir færa dag- og göngudeild skurðlækninga nýja gipssög

Hollvinir Sjúkrahússins á Akureyri hafa fært dag- og göngudeild skurðlækna nýja gipssög. Gipssagir eru sérhannaðar til að saga eingöngu gifs án þess að særa húð.

Lesa meira

Góður árangur LMA í Leiktu betur 2025

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tók þátt í Leiktu betur í liðinni viku. Um nokkurs konar leikhússport er að ræða þar sem nemendur í leikfélögum framhaldsskólanna etja kappi við hvern annan í svokölluðum spuna (e. improvisation) og öðrum leikrænum tilburðum fyrir framan áhorfendur. Leiktu betur er hluti af Unglist, listahátíð ungs fólks sem fór fram dagana 1. – 9. nóvember.

Lesa meira

Á jarðýtunni á móti straumnum

Margrét Dana Þórsdóttir setur það síður en svo fyrir sig að sigla á móti straumnum. Hún leggur stund á nám í vélstjórn í VMA, námsbraut þar sem karlar hafa í gegnum tíðina verið í miklum meirihluta. Og svo er enn, segir í spjalli við Margréti Dönu á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem finna má viðtal við hana

Lesa meira

Nýr samstarfssamningur um þjónustu Fjölsmiðjunnar

Á vef Akureyrarbæjar er sagt frá að í dag undirrituðu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, og Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður Fjölmiðjunnar, nýjan samstarfssamning um þjónustu Fjölsmiðjunnar á Akureyri.

Lesa meira

Skáldkonur í Sigurhæðum 

Fljótlega eftir að Guðrún Runólfsdóttir og Matthías Jochumsson ákváðu að taka við prestsembættinu á Akureyri og fluttust norður hóf Matthías útgáfu á nýju dagblaði á Akureyri sem fékk nafnið Lýður. Í fyrsta tölublaðinu árið 1888 fjallar Matthías um þrjú nýútkomin ritverk eftir þær Ingibjörgu Skaptadóttur, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum og Torfhildi Hólm.

Lesa meira

Samherji einn af helstu samstarfsaðilum HSÍ

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Samherji hf. hafa undirritað samstarfssamning þar sem Samherji kemur inn sem einn af helstu samstarfsaðilum landsliða HSÍ á komandi árum.

Lesa meira

Eik styrkir Kaon

Eik fasteignafélag, eigandi Glerártorgs,hefur veitt styrk til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira

Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar

Í Þistilfirði, á bænum Holti er gistiheimilið Grásteinn Guesthouse rekið af hjónunum Hildi Stefánsdóttur og Sigurði Þór Guðmundssyni.

Lesa meira

Félag verslunar- og skrifstofufólks fagnar 95 ára afmæli

„Afmælisbarnið eldist vel og á sér bjarta framtíð,“ segir Eiður Stefánsson formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks. Félagið fagnaði 95 ára afmæli sínu  sunnudaginn, 2. nóvember, en félagið var stofnað þann dag árið 1930. Af því tilefni var félagsfólki, núverandi og fyrrverandi boðið í afmæliskaffi á skrifstofu þess sem margir þáðu.

Lesa meira

Gamla þinghúsið verði menningarmiðstöð

Anna María Richardsdóttir hefur sent erindi um að sem hún leggur fram hugmynd um að nýta gamla þinghúsið í Eyjafjarðarsveit sem menningarmiðstöð með vinnustofum og gistiaðstöðu fyrir listafólk.

Lesa meira

Tónleikar með Hymnodiu & Kammerkór Norðurlands í Akureyrarkrikju

Kór og orgel sameinast í hátíðlegum og ljóðrænum tónum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. nóvember. Kórarnir Hymnodia og Kammerkór Norðurlands sameinast í söng undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar en Eyþór Ingi Jónsson mun spila á orgel.

Lesa meira

Sláturtíð lokið á Húsavík Aukning í haust vegna lokunar á Blönduósi

Sláturtíð lauk á Húsavík,  31 október s.l. og var alls 88.277 fjár slátrað að þessu sinni, 79.330 lömbum, 8.847 fullorðnum og 100 geitum. Þetta er samtals 2.580 fleira en var árið 2024.

Lesa meira

Litir lífs Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar í Mjólkurbúðinni

Dagana 6. til 17. nóvember má sjá, inn um glugga Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á Akureyri, myndlistarmanninn Aðalstein Þórsson mála sjö málverk.

Lesa meira

Píanókvartettinn Negla heldur tónleika í Hofi

Píanókvartettinn Negla heldur tónleika í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 9. nóvember kl 16.

Lesa meira

Velferðarstjarnan 2025 – Velferð er verkefni okkar allra

Í þriðja sinn í röð stendur Velferðarsjóður Eyjafjarðar fyrir sölu á Velferðarstjörnunni, í samstarfi við Glerártorg og Slippinn Akureyri.

Nýtt útlit stjörnunnar fyrir jólin 2025 er hannað af Elvu Ýr Kristjánsdóttur og Kristínu Önnu Kristjánsdóttur, verkefnastjórum markaðsmála á Glerártorgi, og framleitt og styrkt af Slippnum Akureyri líkt og undanfarin ár.
Lesa meira

VMA - Strákarnir í hársnyrtiiðninni

Í gegnum tíðina hefur mikill meirihluti nemenda í hársnyrtiiðn verið konur og svo er raunar enn. En karlarnir hafa sótt í sig veðrið í þessum efnum, í það minnsta eru nú fjórir karlar af ellefu nemendum á annarri önn í hársnyrtiiðn í VMA.

Lesa meira

MA Góður árangur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Þrír nemendur MA komust áfram í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem haldin var 30. september.

Lesa meira

Norðurþing - Jólabærinn minn, viltu taka þátt?

Það verður sannkölluð jólastemming í Norðurþingi alla aðventuna! Fyrirtæki, íbúar og stofnanir eru hvött til standa fyrir viðburðum eða uppákomum til að koma íbúum, sem og gestum og gangandi, í jólaskapið.

Lesa meira

Jóhannes Geir frá Öngulsstöðum hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu

Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hlaut viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi sem haldin var í Skagafirði nýverið.

Lesa meira

Bágt ástand malarvega

Alvarlegt ástand malarvega í Þingeyjarsveit var til umræðu á fundi sveitarstjórnar á dögunum, en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.

Lesa meira

Elín Hrönn Einarsdóttir iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands Þátttaka í Rótarý hefur víkkað sjóndeildarhringinn og veitt mér innblástur

„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.

Lesa meira

Akureyrarbær og Gimli Viljayfirlýsing um aukið samstarf

Viljayfirlýsing um aukið samstarf á milli Akureyrarbæjar og Gimli í Kanada hefur verið undirrituð. Með yfirlýsingunni er styrkari stoðum rennt undir samstarf á sviði menningarmála, menntunar, sjálfbærrar ferðaþjónustu og nýsköpunar.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Ragnheiður Björk Þórsdóttir

Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 16.15 heldur Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, síðasta Þriðjudagsfyrirlestur ársins undir yfirskriftinni Að byggja stafræna textílbrú milli fortíðar og framtíðar. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Lokahóf Jökulsárhlaups

Vel heppnað lokahóf Jökulsárhlaups var haldið í Skúlagarði í gær 1. nóvember.  Þar voru flutt ávörp, veittar viðurkenningar og gestir nutu glæsilegra kaffiveitinga í boði kvenfélags Keldhverfinga.

Lesa meira