Mannlíf

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Benedikt búálf

Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Samlestur á Litlu Hryllingsbúðinni að hefjast

Guðrún Einarsdóttir, ólst upp á Húsavík og er menntaður íþróttafræðingur, búin með grunnnám í sjúkraflutningum og er núna að læra hjúkrunarfærði við Háskólann á Akureyri. „Ég kenndi íþróttir við Borgarhólsskóla í nokkur ár en hætti því þegar ég byrjaði í HA, samhliða náminu er ég að vinna á Dvalarheimilinu Hvammi og í sjúkraflutningum fyrir Slökkvilið Norðurþings. Síðast liðið haust tók ég við sem formaður Leikfélags Húsavíkur en var áður í stjórn leikfélagsins,“ segir hún. Í fyrra setti Leikfélag Húsavíkur upp Litlu Hryllingsbúðina sem fékk frábærar viðtökur en þá gerðist svolítið sem heitir Covid-19. Sýningarnar urðu því ekki eins margar og eftirspurnin kallaði eftir og því hefur verið ákveðið að halda áfram með sömu sýningu á þessu leikári og eru æfingar að hefjast á ný þessa dagana. Að sögn Guðrúnar er stefnt á aðra frumsýningu laugardaginn 20. mars. Guðrún er Norðlendingur vikunnar.
Lesa meira

Einfaldleikinn á virkum dögum en matarstúss um helgar

Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, tók áskorun Helga Héðinssonar og sér um matarhornið þessa vikuna. „Ég var lengi vel kennari í Brekkuskóla og sundþjálfari en sundið hefur leikið stóran part í mínu lífi frá unga aldri. Ég var í unglingalandsliðinu og landsliðinu í sundi, þjálfaði og kenndi sund, m.a. skriðsundsnámskeið sem eru afar vinsæl hér á Akureyri. Þegar pólitíkin fór svo að taka meiri tíma varð eitthvað undan að láta og tóku þá aðrir við sundkennslunni. Dagskrá vikunnar er yfirleitt þétt skipuð hjá okkur og matseldin því oftast einföld á virkum dögum en um helgar bjóðum við oftar en ekki fjölskyldu eða vinum í mat,“ segir Ingibjörg. „Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stóra fjölskyldu en samtals eigum við hjónin sex börn og eitt barnabarn. Á borði fjölskyldunnar er reglulega kjöt og má segja að lambalærið klikki aldrei. Því bregður því oft við um helgar að lambalæri sé skellt á grillið og stórfjölskyldunni boðið í mat. Okkur finnst afar gaman að elda góðan mat og eins að bjóða fólki í mat. Við reynum eftir fremsta megni að kaupa hráefnin úr héraði þar sem því verður við komið en við kaupum t.d. kartöflurnar okkar ýmist frá Þórustöðum eða Lómatjörn, kjöt úr héraði og veljum íslenskt grænmeti þegar það er í boði. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af einföldum en afar góðum réttum.
Lesa meira

Margt framundan á starfsári Listasafnsins á Akureyri

Lesa meira

„Leggjum mikla áherslu á gæða hráefni úr héraði“

Matgæðingur vikunnar hefur síðustu 15 ár byggt upp rekst­ur á Geiteyj­ar­strönd í Mý­vatns­sveit í ferðaþjón­ustu, fisk­vinnslu og við sauðfjár­bú­skap. Hann er í dag oddviti Skútustaðahrepps og gefur kost á sér á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi fyrir komandi þingkosningar. Þá er hann formaður Veiðifélags Mývatns og því ætti ekki að koma á óvart hvaða réttir eru galdraðir fram að þessu sinni. Matgæðingur vikunnar er Helgi Héðinsson. Helgi hefur á orði að nú gangi í garð tími sem hjúpaður er dýrðarljóma í hugum margra Norðlendinga, en nýlega hófst veiði í Mývatni eftir veiðihlé frá því í lok ágúst.
Lesa meira

Þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist

Tónlistarmaðurinn Valmar Valjaots flutti til Íslands frá Tallinn í Eistlandi árið 1994 og hefur búið hér á landi í um 26 ár. Tilviljun dró hann hingað til lands á sínum tíma og segir hann það forréttindi að geta lifað sem tónlistarmaður. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist og getur nánast leikið á hvaða hljóðfæri sem er. Valmar er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

Sprenghlægileg fullorðinssýning

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Að vanda er farið um víðan völl í blaðinu og áhugarverðir fréttir, viðtöl og mannlíf
Lesa meira

Bíður eftir sumrinu og að geta heimsótt dóttur sína erlendis

Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er fyrrum formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri til tíu ára og starfaði einnig í verslun, banka og hjá ýmsum félagasamtökum á sínum starfsferli. Úlfhildur var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Framsóknarflokkinn í þrjú kjörtímabil frá 1982-1994 og starfaði í ýmsum nefndum. Nokkur ár eru síðan hún fór á eftirlaun og hefur hún m.a. starfað með Félagi eldri borgara á Akureyri eftir að starfsferlinum lauk. Úlfhildur er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira

Hjólreiðafélag Húsavíkur formlega stofnað

Hjólreiðamenning á Húsavík hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og hefur óformlegt hjólreiðafélag verið starfrækt í bænum undan farin ár. Fyrir skemmstu var fyrsti formlegi aðalfundur félagsins haldinn og kosinn var formaður, Aðalgeir Sævar Óskarsson.
Lesa meira