Mannlíf

Stígagerð frá Hamraafleggjara fram í Kjarnaskóg haldið áfram

Nesbræður ehf áttu lægsta tilboð í gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg til suðurs. Tilboð Nesbræðra hljóðaði upp á tæplega 33,3 milljónir króna.

Lesa meira

Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2024

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákváðu á fundi sínum að veita Stefáni Magnússyni og Sigrúnu Jónsdóttur ábúendum á Fagraskógi  umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2024 fyrir snyrtilegt umhverfi á fagurri bújörð. Fagriskógur, þar sem eitt af ástsælustu skáldum landsins, Davíð Stefánsson fæddist er í dag fyrirmyndar kúabú.

Lesa meira

Karólína nýr sviðsstjóri velferðarsviðs

Karólína Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar. Alls bárust 19 umsóknir um starfið. Karólína hefur nú þegar hafið störf sem sviðsstjóri velferðarsviðs.

Lesa meira

Bílastæði á flugvöllum – Ókeypis í fyrstu fjórtán klukkutímana

Ekkert gjald verður rukkað fyrir að leggja bílum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum fyrstu 14 klst en óhætt er að segja að áform  ISAVIA Innanlandsflugvalla um að hefja gjaldtöku á bílastæðum hafi vakið hörð viðbrögð.  Þetta kom fram í tilkynningu sem ISAVIA sendi frá sér í dag.

Lesa meira

Njáll Trausti Friðbertsson ræðukóngur í Norðausturkjördæmi á nýliðnu þingi

Njáll Trausti talaði lengst þingmanna Norðaustukjördæmis á nýliðnu  þingi en  fundum þess var slitið s.l laugadagkvöld. Þingmaðurinn var með orðið í samtals 11 klst., 13 mín., 45 sek.í 168 ræðum.  Þessi árangur skilar honum þó einungis í 11 sæti yfir þá þá þingmenn sem lengst töluðu á nýliðnu.

Lesa meira

Brák Jónsdóttir sýnir í Einkasafninu

Brák er fyrsti Sumarlistamaður Einkasafnsins 2024. Hún bætist þar með í glæsilegan hóp listamanna sem unnið hafa í Einkasafninu á sumrin, síðan 2020 og sýnt þar afrakstur vinnu sinnar.

Lesa meira

Gyltubúið að Sölvastöðum Eyjafjarðarsveit tekið til starfa Ávinningur af því að halda framleiðslunni fyrir norðan

„Þetta var virkilega ánægjulegur dagur og mjög góð mæting,“ segir Ingvi Stefánsson svínabóndi sem bauð gestum að líta við á nýju gyltubúi á Sölvastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var þeim áfanga fagnað að fyrstu dýrin voru á leið inn í húsið daginn eftir og búið að komast í rekstur.

Lesa meira

Drift EA, sex fyrirtæki og Háskólinn á Akureyri fagna samstarfi um nýsköpun á Norðurlandi

DriftEA, Háskólinn á Akureyri, Cowi, Deloitte, Efla, Enor, Geimstofan, og KPMG hafa staðfest samstarf um nýsköpun á Norðurlandi.

Lesa meira

Uppáhalds............. golfbrautin mín

Benedikt Guðmundsson eða bara Baddi Guðmundss., er eins og  svo margir hér á landi hann spilar golf af ástríðu.  Baddi segir okkur frá sinni uppáhalds braut en hana   er að finna á Jaðarsvelli  næanar tiltekið er það sú fimmta.

Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag. 

Lesa meira

Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Lesa meira