Góður vöxtur hjá Rauða krossinum
Árið 2018 lögðum við í Rauða krossinum við Eyjafjörð af stað í markvissa vegferð við að efla starfsemina okkar enn frekar með aukningu sjálfboðaliða og verkefna ásamt því að standast með glæsibrag allar þær auknu gæða- og fagkröfur sem lagðar hafa verið á starfsemina. Eftir mikla vinnu er skemmtilegt og gefandi að staldra nú við og skoða hvernig okkur hefur gengið að ná markmiðum okkar.