Styrktarsjóður HSN í Þingeyjarsýslu - Styrkir til tækjakaupa fyrir um 35 milljónir á tæpum tveimur árum
Styrktarsjóður HSN í Þingeyjarsýslu veitti á liðnu ári styrki að upphæð 14,6 milljónir króna. Það sem af er þessu árið hefur sjóðurinn fjármagnað tækjakaup fyrir tæplega 20 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum þar sem þetta kom fram.