Mannlíf

Varðandi Húsavíkurkirkjugarð

Miklar rigningar síðustu daga hafa ekki farið framhjá neinum. Bleytan hefur því miður sett sitt mark á mörg leiði í kirkjugarðinum okkar og sér því á fleiri leiðum en vanalegt getur talist.

Lesa meira

Greitt fyrir ávexti og mjólk í grunnskólum Akureyrar

Bæjarráð Akureyri hefur samþykkt breytingar á gjaldskrám Akureyrarbæjar og taka þær gildi frá og með 1. september 2024. Samþykkt var að lækka gjaldskrár bæjarins í ljósi tilmæla ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í vor um aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum og stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri - Nýnemadagar fara fram dagana 27.-30. ágúst

Háskólinn á Akureyri hefur upplifað verulega aukningu í innritunum á undanförnum tveimur árum. Seinni greiðslufrestur skólagjalda var í vikunni og stefnir heildarfjöldi stúdenta yfir 2700 fyrir komandi skólaár. Þessi tala inniheldur þó ekki skiptinema, þá sem eru í námsleyfi, á undanþágu, gestanema eða þá sem munu brautskrást í október. Til samanburðar var heildarfjöldi virkra stúdenta í fyrra 2.638. Þessar tölur sýna að Háskólinn á Akureyri vex hratt og örugglega og býður jafnframt upp á eftirsóknarverða menntun á landsbyggðinni.

Lesa meira

Um 80 viðburðir á Akureyrarvöku

Bubbi, Draugaslóð, Víkingahátíð og fleira

Lesa meira

Akureyringurinn Grímseyingur

Á samfélagsmiðlum Akureyrarbæjar er liðurinn Akureyringar - þar sem ýmsir íbúar bæjarins eru kynntir, verkefni sem lá í dvala um tveggja ára skeið en hefur nú verið endurvakið og er nú komið að þriðja íbúanum sem að þessu sinni er Akureyringurinn Grímseyingur.

Lesa meira

Sundlauginn á Illugastöðum- Ljósa og kertakvöld í kvöld.

Senn líður að þvi að sundlaugin við endan á malbikinu eins og staðarhaldarar  nefna sundlaugina á Illugastöðum gjarnan loki eftir gott sumar.  Það er orðið að venju hjá þeim að brjóta upp normið og vera með ljósa og kertakvöld  undir lok timabilsins og það er einmitt i kvöld sem þannig verður.  

Lesa meira

Það er gúrkutíð

Við erum svolítið merkileg þjóð, eigum það til að fá dellu fyrir hinum ólíklegustu hlutum.  Ein slík sem hefur gripið okkur er að kaupa gúrkur og nota þær í allt og ekki neitt liggur mér við að segja.  Svo rammt  kveður að þessu ,,æði“ að borið hefur á skorti í verslunum á þessari áður nokkuð rólegu söluvöru. 

Lesa meira

Hermannsbúð tekin í notkun við Útgerðarminjasafnið á Grenivík

Hermannsbúð var tekin í notkun við Útgerðarminjasafnið á Grenivík í tengslum við Grenivíkurgleði fyrir skemmstu.  Þar með er  Hermann TH 34, hundrað ára súðbyrðingur á heimsminjaskrá kominn í eigið húsnæði.

Lesa meira

ADHD námskeið fyrir konur loks aðgengilegt utan höfuðborgarsvæðis

ADHD á kvennamáli er heiti á vinsælu námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða upp á á Netinu í haust. Þ.e. dagana 18.- 25. september og 2. október frá kl. 18-20.30.

Lesa meira

Þjálfun leiðbeinenda í hermisetri SAk

Dagana 15. – 16. ágúst fór fram námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hermikennslu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Námskeiðið var haldið í nýju hermisetri Mennta- og vísindadeildar SAk.

Lesa meira