Mannlíf

Slökkvilið Akureyrar - Árið 2023 í tölum

 

Sjúkraflug:

Árið 2023 voru flogin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.

-          45% af sjúkraflugum ársins 2023 voru í forgangi F1 eða F2, sem teljast sem bráðatilvik. F1 er lífsógn/bráðatilvik sjúklings og F2 er möguleg lífsógn/bráðtilvik sjúklings.

-          Í 7% tilfella er verið að fljúga með erlenda ferðamenn.

-          1% af flugunum eru með upphafs eða endastað erlendis.

Til samanburðar voru flogin 891 sjúkraflug og í þeim  fluttir 934 sjúklingar árið 2022.

 Sjúkraflutningar:

 Árið 2023 voru 3285 sjúkraflutningar.

 -          28% voru í forgangi F1 og F2.

-          9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.

-          8% flutninga voru millistofnanaflutningar í önnur sveitarfélög á Norður- og Austurlandi.

 Útköll á dælubíla:

 Heildarútköll á dælubíla voru 138.

 -          49% þeirra voru F1 eða F2 útköll.

 

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár 2024!

Vikublaðið óskar lesendum sínum  gleðilegs nýs árs, með  þökk fyrir liðin ár!

Lesa meira

Fjöldi fæðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2023

,,Fæðingar eru nú 403, verða líklega 404 eða 405 þegar við náum miðnætti. Tvíburafæðingar voru 6 á árinu.

Drengir aðeins fleiri en stúlku, hef ekki nákvæma tölu núna. Varðandi fjöldan þá eru þetta færri fæðingar en í fyrra þá voru þær 429."

Þetta segir i svari til vefsins frá Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur forstöðuljósmóður á SAk. um fjölda fæðinga á árinu sem senn kveður.

Vefur Vikublaðsins óskar foreldrum og börnum þeirra innilega til hamingju með fæðingarárið 2023.

 

Lesa meira

Jólin heima - Geir Kristinn Aðalsteinsson segir frá

Það er enginn annar en Geir Kristinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri mannauðs og markaðssviðs Hölds  sem rifjar upp og segir okkur sögur  af jólahaldi í hans fjölskyldu.

Jólin heima.

 

Lesa meira

Jólin heima - María Björk Ingvadóttir rifjar upp

Það er María Björk Ingvadóttir sem svo sannarlega er lesendum  að góðu kunn sem segir hér frá 

Jólin heima

Er hálfmyrkur eða hálfljós ?

 Pabbi minn notar þessi orð til að skilgreina þá stöðu sem upp kemur þegar birtan er ekki mikil, er kannski of lítil, jafnvel hálfgerð týra eða bara skárri en engin. Í þessu felst að hægt er að lýsa ástandi með ólíkum orðum, orðalagi sem um leið birta afstöðu til þess sem lýst er. Aðrir taka líkingu af glasi sem ýmist er hálf fullt eða hálf tómt. Val um orðalag liggur ævinlega hjá þeim sem orðin nota og orðin velja. Hálffullt glas og hálfljós er samt það sama og hálftómt glas og hálfmyrkur, ef út í það er farið en skapa mjög ólík hughrif.

 

Lesa meira

Arnar Björnsson, fréttamaður: „Hangikjötið á jóladag verður að vera að norðan“

Arnar Björnsson, fréttamaður á RÚV, er flestum landsmönnum kunnur af sjónvarpsskjánum. Arnar hefur starfað við fjölmiðlun í 44 ár og marga fjöruna sopið í þeim efnum. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og er einn af stofnendum hins fornfræga Víkurblaðs. Arnar settist niður með blaðamanni í jólalegt spjall með húsvísku ívafi.  

Lesa meira

Fréttatilkynning - KEA eykur við hlut sinn í Stefnu

KEA hefur keypt 10% eignarhlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu á Akureyri en KEA á fyrir 15% eignarhlut í félaginu.  Stefna er ört vaxandi fyrirtæki á sínu sviði en meginverkefni félagsins snúa að vefhönnun, smíði símasmáforrita og sérhönnuðum hugbúnaðarlausnum. 

Verkefnastaða félagsins er góð á öllum sviðum og horfur í rekstri félagsins eru góðar en umsvif félagsins hafa vaxið mikið á síðustu árum

Lesa meira

Jólin heima - Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík rifjar upp

Sá sem næst segir okkur af jólahaldi heima er búfræðingurinn og verkalýðsforinginn Aðalsteinn Árni Baldursson en hann er í daglegu tali gjarnan kallaður Kúti.  

Lesa meira

Nýtt Sportveiðiblað komið út

 Einn er sá hópur fólks sem líklega fagnar hvað innilegast með sjálfum sér sólstöðum þ.e sá fjölmenni hópur sem gaman hefur af  því að sveifla veiðistöng á árbakkanum.  Þessi hópur getur eiginlega fagnað tvöfalt því nú nýverið kom út 3 t.b.l af Sportveiðiblaðinu 43 árgangur.  Það er Gunnar Bender sem hefur veg  og vanda af  útgáfu blaðsins.

Lesa meira

Hoppsa Bomm í Kjarna-Sleðabrekkan tilbúin

Heimasíða Skógræktarfélags Eyjafjarðar er með skemmtilega frétt af sleðabrekku sem freistar jafnvel miðaldra vefara sem hér fer fingrum um lykaborðið.

Fréttin er svona:

 

Lesa meira