Raggi Sverris á 60 ára starfsafmæli
„Ég er algjörlega elsku sáttur við starfsferilinn og hefði hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Ragnar Sverrisson sem fagnar því á laugardag, 22 nóvember að hafa starfað hjá versluninni JMJ á Akureyri í 60 ár. „Galdurinn við að endast svona lengi er að hafa gaman af starfinu og sinna því af ástríðu alla daga.“