Mannlíf

Listasafnið á Akureyri hlýtur styrk frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar

Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000, en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk, en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum. 

 

Lesa meira

Nýr aðili tekur við rekstri á Flugkaffi á Akureyrarflugvelli.

,,Við munum fara rólega af stað en kappkosta að bjóða fólki uppá góðar veitingar og ég lofa því að pönnukökurnar með sykri verða sko áfram á boðstólnum.  Þetta er  gömul uppskrift frá langömmu sem Baldvin Sig.  ,,dassaði“ aðeins upp og  þeim verður ekki haggað“ sagði Steingrímur Magnússon hjá Trolley en ISAVA gekk til samninga við  fyrirtækið að loknu útboði og tóku hinir nýju rekstraraðilar við núna um nýliðin mánaðamót.

 

Lesa meira

Hópur fólks á Akureyri sem glímir við erfið eftirköst Kóvid 19

Alþjóðlegur vitundarvakningardagur um „long covid” var 15. mars síðstliðinn. Í raun má segja að allir dagar séu mikilvægir vitundardagar um eftirstöðvar veirunnar. Þetta segir fólk sem glímir alla daga við erfið eftiköst Covid 19 og hefur stofnað hóp sem hittist á Akureyri. Vikublaðið hitti þrjú úr hópnum og hlustaði á sögu þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að glíma við erfiðleika eftir að hafa fengið kórónuveiruna, þau búa við verulega skert lífsgæði miðað við það sem áður var og vita ekki hvort þau eigi sér von um fullann bata.

Lesa meira

Sýningaopnun í Safnahúsinu á Húsavík Huldulönd: Íslensk náttúra og yfirnáttúra

Á morgun laugardag klukkan 14, opnar í Safnahúsinu á Húsavík áhugaverð sýning tveggja myndlistakvenna sem hafa í áratugi auðgað samfélagið með list sinni þar sem þjóðlegar aðferðir fá að njóta sín til fullnustu.

Lesa meira

Mía – dúkkan sem eykur hugrekki

Bókin Mía fær lyfjabrunn varð til þegar Þórunn Eva G. Pálsdóttir var að gera lokaverkefni sitt í sjúkraliðanámi vorið 2019.

Lesa meira

Hrúturinn Lokkur fékk fyrstu verðlaun

Lokkur 22-330 frá Þverá  fékk fyrstu verðlaun í flokki veturgamalla hrúta með hæstu heildareinkunn sem fengist hefur í stigakerfi því sem Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu notar eða 39,6 stig

 

Lesa meira

Áhöfn Snæfells safnaði nærri hálfri milljón króna í Mottumars

Áhöfn Snæfells EA-310, frystitogara Samherja, tók þátt í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Í upphafi var stefnan sett á að safna 250 þúsund krónum en niðurstaðan varð 471 þúsund krónur.

Snæfell kom til löndunar á Akureyri á mánudaginn. Skömmu fyrir upphaf veiðiferðarinnar afhenti Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri áhöfninni Mottumarssokka en félagið færði öllum karlmönnum sem starfa hjá Samherja Mottumarssokka og styrkti þannig Krabbameinsfélagið.

Lesa meira

Snjóflóð í öryggisskyni

Akureyringar ráku upp stór augu  í morgun þegar þeim var litið á Hlíðarfjall og sáu að gríðarstórt snjóflóð hafði fallið í fjallinu nokkuð norðan við sjálft skíðasvæðið.

Flóðið var framkallað af mannavöldum í öryggisskyni eins  og kemur fram á Facebooksíðu Njáls Trausta Friðbertsssonar en þar sköpuðust  nokkrar umræður um málið

Meðal þeirra sem  þar skrifa er bæjarstjórinn á Akureyri  Ásthildur Sturludóttir en hún leggur réttilega áherslu á að snjóflóð séu ekkert  grín:

Lesa meira

Eyjafjarðardeild Rauða kossins Tekjur af fatasölu tæpar 40 milljónir

Heildartekjur af fatasölu Eyjafjarðardeildar Rauða krossins voru um 39.400.000 krónur á liðnu ári. Það er  tæplega 1 milljón meira en árið 2022.

Lesa meira

Minningarsjóður um Arnar Gunnarsson, kennara og handknattleiksþjálfara stofnaður

Systkini Arnars stofna minningarsjóð til eflingar ungu handboltafólki!

 

Lesa meira