Stofnun Farsældarráðs Norðurlands eystra – Nýr kafli í samvinnu í þágu farsældar barna
Í gær 30. október 2025 var Farsældarráð Norðurlands eystra formlega stofnað við hátíðlega athöfn á Akureyri að viðstöddum hæstvirtum mennta- og barnamálaráðherra Guðmundi Inga Kristinssyni sem flutti ávarp af þessu tilefni. Þá voru viðstaddir bæjar- og sveitarstjórar svæðisins og stjórnendur ríkisstofnana og annarra lykilþjónustuveitenda í málefnum barna í landshlutanum. Þá fluttu Lára Halldóra Eiríksdóttir formaður stjórnar SSNE og Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri Farsældarráðs Norðurlands eystra ávörp. Þá steig tónlistarkonan Dana Ýr á stokk og spilaði lög sem pössuðu vel við þessi tímamót.