Mannlíf

Um eitt þúsund gestir litu við í Svartárkoti

Við vissum ekki við hverju var að búast þar sem kalt var í veðri og blautt en fjöldi gesta kom okkur svo  sannarlega skemmtilega á óvart.  Stemningin var líka svo góð,  jákvæðni og gleði áberandi og þolinmæði gagnvart því að þurfa að bíða í röð eftir afgreiðslu,“ segir Guðrún Tryggvadóttir bóndi á Svartárkoti en þar var um liðna helgi tekið á móti gestum í tengslu við viðburðinn Beint frá býli dagurinn. Sá dagur var haldinn í öllum landshlutum, gestum bauðst að heimsækja einn þátttakenda í samtökunum og fræðast um framleiðsluna auk þess sem fleiri aðilar voru með sinn varning til sölu.  

Lesa meira

Lætur gamlan draum rætast

Árný Björnsdóttir, kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík ætlar að láta gamlan draum rætast um helgina þegar hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 

Lesa meira

Um 2550 nemendur í grunnskólum Akureyrarbæjar

Grunnskólar Akureyrarbæjar hófu starfsemi að nýju eftir sumarleyfi í dag, fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í öllum grunnskólum eru alls um það bil 2550 talsins og þar af eru 213 börn að hefja sína skólagöngu í 1. bekk. 

Lesa meira

Sjötíu manns í Sveppagöngu

Vel var mætt í árlega sveppagöngu Skógræktarfélags Eyfirðinga en sjötíu manns voru með í göngunni sem fram fór á Melgerðismelum á dögunum.

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri - Stuð og stemning á skólasetningu

Mikill mannfjöldi var samankominn í Kvosinni í morgun þegar Menntaskólinn á Akureyri var settur. Skólameistari Karl Frímannsson bauð gesti velkomna og sagði nokkur vel valin orð áður en hljómsveitin Feelnik steig á stokk. Hljómsveitina skipa þeir Adam Jóseph Crumpton, Axel Vestmann, Elías Guðjónsson Krysiak, Ívar Leó Hauksson og Valdimar Kolka. Eftir kröftugan flutning á Kennarsleikju, frumsömdu lagi þeirra félaga, var komið að ræðu skólameistara.

Lesa meira

Ríkið eignast 85% í Hlíð gegn því að fjármagna endurbætur

Samkomulag hefur náðst um að Ríkissjóður Íslands standi straum af kostnaði við endurbætur og viðhald á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar við Austurbyggð.

Lesa meira

Vísindafólkið okkar - Grænmetisæta með einlægan áhuga á pólitík og vísindaskáldsögum

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í ágúst er Adam Fishwick, rannsóknarstjóri við Miðstöð doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna ásamt því að vera gestaprófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Óvenju margir nýnemar í VMA

Kennsla hefst í dag samkvæmt stundaskrá í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sem næst 1000 nemendur hefja nám við skólann á haustönn og hefur þeim fjölgað töluvert frá fyrra ári. Nýnemar í skólanum (f. 2008) eru á milli 250 og 260 og hafa ekki verið fleiri til fjölda ára. Til samanburðar hófu 215 nýnemar nám við VMA haustið 2023. Sigurður Hlynur Sigurðsson áfangastjóri segir að aldrei í 40 ára sögu skólans hafi verið jafn fjölbreytt námsframboð í skólanum og núna á haustönn.

Lesa meira

Hópur kínverskra kafara mynda svartfugl við Flatey

Erlendur Bogason kafari  var nýverið með hóp kínverskra kafara við Flatey til að mynda lunda og aðra svartfugla neðansjávar við Flatey á Skjálfanda

Lesa meira

Matarmarkaður á Svartárkotsbúinu í Bárðardal

 Svartárkotsbúið í Bárðardal verður opið gestum á morgun sunnudag, 18. ágúst, þegar samtökin Beint frá býli halda upp á daginn með því að bjóða upp á heimsóknir á býli um land allt. Dagurinn er nú haldinn annað árið í röð. Beint frá býli dagurinn var haldinn á liðnu ári í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna og þá á 6 lögbýlum, einum í hverjum landshluta og var tilgangurinn að kynna starfsemi heimavinnsluaðila og byggja upp tengsl þeirra á milli.

Afar góð mæting var í öllum landshlutum og almennt mikil ánægja.

Lesa meira