Mannlíf

Leikdómur - Bróðir minn Ljónshjarta, skemmtileg og falleg sýning

Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.

Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson 

Lesa meira

Nýr hlaðvarpsþáttur - heilsaogsal.is / AFMÆLISÞÁTTUR Sigrún Heimisdóttir

Þátturinn að þessu sinni er sérstakur afmælisþáttur þar sem 3 ár eru liðin frá því að Heilsu- og sálfræðiþjónustan hóf starfsemi. Í þættinum lítur Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri, yfir farinn veg, ræðir stöðuna í dag og hvert stefnan er tekin. Hún kemur með gagnleg ráð til að draga úr streitu og ræðir ferðalagið til bata. 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir  í kvöld, fimmtudagskvöldið 7.  mars verkið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er á Melum í Hörgársveit. Sýningar verða einnig um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 16. Verkið verður sýnt áfram næstu helgar og um páskana.

Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það. En það er svikari í Kirsuberjadal sem aðstoðar það grimma í þeim heimi, Riddaranum Þengli og hans fólk ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Lesa meira

55 ár liðin frá Linduveðrinu

Óhætt er að segja að veðrið á Akureyri í dag sé  eins langt frá  veðrinu sem hér geisaði 5 mars fyrir 55 árum en þá gekk  Linduveðrið sem ætíð hefur verið nefnt svo yfir  Akureyri og nágranna byggðarlög.  Líklega eitt versta veður sem gengið hefur yfir og hafði í för með sér mikið tjón. 

Þak fauk af húsum, þar á meðal Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu veðrið er líka  kennt við þann atburð.   Fjölmargir bílar skemmdust, rafmagn fór af enda kubbuðust fjölmargir rafmagnsstaurar sundir  eins og um eldspýtur væri að ræða og skólabörn lentu í hrakningum á leið úr skóla.   

Besta veður var að morgni , sunnan gola,  bjartviðri og 5 stiga hiti og hélst svo fram yfir hádegi þegar fárviðrið skall á afar snögglega en versta veðrið stóð yfir í um klukkustund,  ,,og mátti heita ófært hverjum manni," segir Sverrir Pálsson í fréttapistli sem hann sendi Morgunblaðinu.  Alþýðumaðurinn, blað jafnaðarmanna sem gefið var út á Akureyri á þessum tíma var heldur ekki að skafa utan af hlutnum og spurði á forsíðu

,,Er Akureyri Sódóma nútímans - sem drottinn var að refsa?" (sjá mynd hér  að ofan)

Mikið annríki var hjá lögreglu í veðurofsanum, en m.a. voru börn nýfarin heim í hádegismat í grunnskólum bæjarins þegar veðrið skall á og var í mörgum tilfellum óvissa um afdrif þeirra þegar þau skiluðu sér ekki heim.  Mörg barnanna leituðu skjóls í húsum hér og þar á leiðinni heim, m.a. í sundlaugarbyggingunni, íþróttahúsinu og iðnskólanum sem þá var í byggingu.  Matarhlé var ekki hafið í Gagnfræðaskólanum og voru nemendur þar kyrrsettir í skólanum þar til veður gekk niður.  Mikið kurr  varð meðal bæjarbúa vegna þeirrar ákvörðunnar sumra skólastjórnenda að senda  nemendur út í veðrið.

Þess var sérstaklega getið  getið að Steindór Steindórsson skólameistari hafi fallið í hálku í námunda við Menntaskólann og fótbrotnað illa og hafi þurft að hírast nokkurn tíma í því ásigkomulagi þar til hann fannst, aftur er það Alþýðumaðurinn sem segir frá:

,,  Slys urðu furðulítil á fólk.  Mesta slysið var að skólameistari, Steindór Steindórsson fótbrotnaði skammt frá M.A.  Bar skólameistari sig hetjulega þá er sjúkrahúsi var náð þrátt fyrir vosbúð og þjáningar.  Það var menntaskólanemi sem fyrstur kom á vettvang og hlífði hann skólameistara með líkama sínum unz fleiri komu til aðstoðar."  

 

Lesa meira

Stefnt að því að setja upp sleðabraut í Hlíðarfjalli

Óskað hefur verið eftir heimild til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls, skíðasvæðisins við Akureyri. Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur tekið jákvætt í erindið.

Óskin er til komin vegna áforma um leggja sleðabraut frá bílastæði austan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs. Aðeins efsti hluti brautarinnar er innan þess svæðis sem gildandi deiliskipulag nær til. Hér er um að ræða sleðabraut (Alpine Coaster) sem er vinsæl og fjölskylduvæn afþreying víða erlendis en engin slík braut hefur verið sett upp á Íslandi.

Lesa meira

Til hamingju með að vera mannleg

Sýningin Til hamingju með að vera mannleg verður sýnd í Hofi á Akureyri 16. mars næstkomandi. Hluti miðaverðs, 1000 krónur renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Sigríður Soffía  braut blað í íslenskri menningarsögu í vor sem leið þegar hún gaf út sína fyrstu ljóðabók og frumsýndi á sama tíma dansverk við ljóð bókarinnar í Þjóðleikhúsinu, ljóðabálkurinn er magnaður og oft verulega átakanlegur.

Lesa meira

10 bestu vinsælt Hlaðvarp

Akureyringurinn Ásgeir Ólafsson Lie hefur nú  tekið upp 100 þætti af hlaðvarpsþætti sínum 10 bestu en þættirnir eru teknir er upp hér á Akureyri og er  í dag einn vinsælasti þátturinn í sínum flokki á landsvísu.  

Lesa meira

Að læra að bjarga sér með takmörkuð úrræði

Á vef SAk er að finna afar fróðlegt viðtal við Jóhönnu Klausen Gísladóttur en hún starfar sem  svæfingahjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu .  Jóhanna hefur tvisvar sinnum heimsótt Gambíu og starfað þar við hjálparstörf og hugur hennar er til þess að gera það að árlegum viðburði hér eftir. 

Viðtalið kemur svo hér  á eftir:

Lesa meira

Miðaldatónlist í Akureyrarkirkju: Fjölröddun frá fjórtándu öld

Klukkan 16 laugardaginn 9. mars 2024 flytur sönghópurinn Cantores Islandiae ásamt gestasöngvara og hljóðfæraleikurum Maríumessu eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. 

Maríumessa Machauts er er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist.

 Eins og titill messunnar gefur til kynna var hún samin til heiðurs Maríu guðsmóður og ætluð til notkunar á hátíðum sem tileinkaðar voru henni innan kirkjuársins. Þetta er heillandi tónverk og mjög ólíkt kórverkum seinni alda sem oftast heyrast flutt. Fjórir hljóðfæraleikarar leika með kórnum á ýmis hljóðfæri fyrri alda sem sjaldan heyrast á tónleikasviði. Hrynur og hljómar í messunni orka sérkennilega á eyra nútímamanns og færa hann í horfinn heim og hálfgleymdan.

Efnisskrá tónleikanna má finna hér.

 

Lesa meira

Ný vettvangsakademía á Hofsstöðum

Vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fornleifafræði, minjaverndar og menningarferðaþjónustu verður komið upp á Hofstöðum í Mývatnssveit.  Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið á meistara- og doktorsstigi og aðstöðu til þverfaglegra vettvangsrannsókna, tilrauna og þróunar til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar.

Vettvangsakademían er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Minjastofnunar og hlaut á dögunum styrk upp á 30.9 milljónir króna úr Samstarfi háskóla fyrir árið 2023. Alls var tæplega 1,6 milljarði króna úthlutað til 35 verkefna.

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar segir á vef Þingeyjarsveitar að verkefnið hafi legið í loftinu lengi en farið formlega af stað í vetur þegar sótt var um styrkinn. Stórkostlegar fornminjar séu á Hofsstöðum enda verið stundaðar fornleifarannsóknir þar nær samfellt í 100 ár. Miðstöðin sé hugsuð sem suðupottur fræðslu og rannsókna í fornleifafræði og menningarþjónustu. Hugmyndin sé ekki ný af nálinni enda hafi verið til tveir alþjóðlegir vettvangsskólar í fornleifafræði upp úr aldamótum, einn á Hólum í Hjaltadal og hinn á Hofsstöðum.

Fyrstu nemarnir með haustinu

Fljótlega verður auglýst eftir verkefnisstjóra, hann á meðal annars að útfæra og þróa starfsemi miðstöðvarinnar, gera starfsáætlun til 10 ára og finna lausnir til að gera verkefnið sjálfbært til framtíðar. Stefnt er að fyrsta tilraunanámskeiðinu á haustmánuðum og á Rúnar von á því að færri komist að en vilja enda mikil þörf fyrir aðstöðu til vettvangsnáms í fornleifafræði. Stefnt er að því að nemarnir dvelji á Hofsstöðum mánuð í senn.

Fornminjar og ferðamenn

Verkefnið er virkilega jákvætt fyrir ferðaþjónustuna í Mývatnssveit enda á meðal annars að þróa námsleiðir og rannsóknarverkefni sem tengja saman fornleifafræði og ferðamálafræði. Fornleifar og nýting þeirra er háð ýmsum lagalegum skyldum og takmörkunum og samþætting þekkingar á fornleifa- og ferðamálafræði er mikilvægur grundvöllur til sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingu þeirra í ferðaþjónustu.

Lesa meira