Mannlíf

Listasumar á Akureyri er í fullum gangi

Listasumar á Akureyri 2021 er í fullum gangi en hátíðin var sett þann 2. júlí síðastliðinn og mun hún standa yfir til 31. júlí. Listasumar hefur verið með aðeins breyttu sniði í ár en nú er áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig hefur verið komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
Lesa meira

„Þetta þróaðist bara í höndunum á mér“

Egill Bjarnason blaðamaður er búsettur á Húsavík ásamt sambýliskonu sinni, Sigrúnu Björgu Aðalgeirsdóttur og tveimur sonum þeirra. Egill gaf út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir AP, The New York Times (NYT) og fleiri erlenda miðla. Bókin var gefin út á ensku en það er bókaútgáfan Penguin Random House sem gefur hana út. Í bókinni er farið yfir þá ósögðu atburðarás sem varð til þess að örsmá eyja í miðju Atlantshafi hefur mótað heiminn í aldaraðir. Ég settist niður með Agli í garðinum hans á Húsavík enda veðrið milt og gott. Egill er hávaxinn og virkar örlítið hlédrægur en líklega er það vegna þess hvað hann er einstaklega yfirvegaður. Hann hefur góða nærveru og er áhugasamur umumhverfi sitt. Við settumst niður í miðjum garðinum sem er umlukinn stórum trjám og drekkum í okkur sólina. Egill kann vel þá list að segja frá og ég þarf lítið að gera annað en að hlusta. Viðtalið fæðist af sjálfu sér.
Lesa meira

„Tilbúinn andlega og hlakka til að prufa eitthvað nýtt“

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gekk nýlega lið liðs við ítalsaka liðið Lecce sem spilar í ítölsku B-deildinni. Brynjar hefur spilað afar vel með KA í úrvalsdeildinni í sumar og spilaði nýverið sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá knattspyrnumanninum efnilega. Vikublaðið forvitnaðist um líf Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Ég byrja á að spyrja Brynjar hvernig það leggist í hann að flytja út til Ítalíu. „Bara æðislega, ég er tilbúinn andlega og hlakka til að fá prufa eitthvað nýtt og Ítalía er frábær staður fyrir það. Ég tel að þetta sé fínn áfangastaður til að hefja atvinnumannaferilinn erlendis. Það sem maður hefur séð og heyrt um Lecce er ekkert nema jákvætt fyrir ungan mann sem er að taka sín fyrstu skref. Þeir er með tvo frá Skandinavíu sem eru á mínum aldri og þeir eru eru að fá spilatíma.“
Lesa meira

Mikil lyftistöng fyrir hjólabæinn Húsavík

Vikublaðið ræddi við Aðalgeir Sævar Óskarsson, formann Hjólreiðafélags Húsavíkur en hann var mjög spenntur yfir því að fá hluta mótsins til Húsavíkur.
Lesa meira

Ný sirkussýning utandyra um allt land í sumar

Sirkushópurinn Hringleikur leggur land undir fót og sýnir Allra veðra von utandyra um allt land í sumar. Sýningin var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur áhorfenda á öllum aldri.
Lesa meira

Ferskt Vikublað er komið út

Vikublaðið kemur út í dag eins og alla fimmtudaga og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

„Fólk á að hafa metnað fyrir bænum sínum“

Þuríði Þráinsdóttur þekkja flestir Húsvíkingar en hún er svo sannarlega með mold undir nöglunum, enda gengur hún stundum undir nafninu garðyrkjudrottningin. „Ég kom þessu nafni reyndar sjálf á,“ segir hún og hlær innilega en hún hefur alla tíð haft áhuga á blóma og garðrækt. Vikublaði ræddi við Þuríði á dögunum.
Lesa meira

Sólskin vel yfir meðallagi

Lesa meira

Hagfræðingurinn sem er heltekinn af hvölum

Christian Schmidt kemur frá Bremen í Norður-Þýskalandi og er menntaður hagfræðingur. Hann kom upphaflega til Íslands sem ferðamaður og heillaðist af landi og þjóð. Hann dvelur á Húsavík í um níu mánuði á ári og starfar hjá Norðursiglingu. Christian er Norðlendingur vikunnar. „Ég ákvað árið 2009 að sækja um sem sjálfboðaliði hjá Hvalasafninu á Húsavík af því að ég elska hvali,“ segir Christian en við störf sín átti hann erindi um borð í hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar nánast daglega. Það varð til þess að honum var boðin vinna sem leiðsögumaður í hvalferðum fyrirtækisins.
Lesa meira

„Sveitarstjórnarmál ná yfir alla flóru mannlífsins“

Mikil gróska er í Hörgársveit. Íbúum fer ört fjölgandi og ýmsar framkvæmdir í gangi. Horft er til þess að íbúar geti verið orðnir um 900 innan fárra ára og þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða. Snorri Finnlaugsson hefur verið sveitarstjóri í Hörgársveit frá árinu 2015 og Vikublaðið ræddi við Snorra um uppganginn í sveitarfélaginu og hann sjálfan. „Hér er allt mjög gott að frétta. Við erum sveitarfélag í vexti og ég finn að íbúar kunna að meta hvernig þessu sveitarfélagi hefur tekist að gera hlutina á þann veg að hér sé uppbygging og jákvæðni fyrir framtíðinni og við séum að fá nýja íbúa vikulega til að búa með okkur í þessu góða samfélagi. Við erum eftirsóknavert sveitarfélag og það er gott,“ segir Snorri.
Lesa meira