Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, samhliða stöðugri þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði vél- og rafeindabúnaðar.
Atli Dagsson tæknistjóri landvinnslu Samherja segir að innan félagsins sé rík áhersla lögð á að þróa og endurbæta búnað, enda markmiðið að vera leiðandi í framleiðslu hágæðaafurða á heimsvísu. Hann segir að mikil og dýrmæt þekking á þessu sviði hafi verið byggð upp hjá Samherja, sem hafi skapað möguleika á að hanna og framleiða sértækar tæknilausnir, oft á tíðum í samvinnu við tækni- og iðnfyrirtæki.