Mannlíf

Þemadagar um jafnrétti í Glerárskóla

Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Vernharð Þorleifsson

Vernharð Þorleifsson gerði garðinn frægan sem einn helsti júdókappi okkar Íslendinga en þurfti að hætta um þrítugt vegna slitgigtar. Vernharð vakti einnig talsverða athygli sem Venni Páer úr samnefnd um sjónvarpsþáttum sem sýnd ir voru á Skjá einum árið 2006. Vernharð er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og svarar hér spurningum um lífið og...
Lesa meira

Miðjan opnar myndlistasýningu í Safnahúsinu

Í gær miðvikudag var opnuð myndlistasýning á neðstu hæð Safnahússinns á Húsavík á vegum Miðjunnar sem er hæfing og dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir. Sýningin er afrakstur af námskeiði sem var haldið í fyrra undir handleiðslu Trausta Ólafssonar myndlistamanns. „Hann fór vel yfir hvernig litum er blandað, hvernig pensla er best að nota til að fá mismunandi áferðir ásamt alls konar aðferðum til að fá sem besta verkið.
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 15. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Tveir bátar Norðursiglingar halda til hvalaskoðunar og hvalarannsókna

Þrátt fyrir núgildandi takmarkanir vegna Covid-19 ástandsins hefur aðsókn í hvalaskoðun hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Norðursiglingu á Húsavík verið virkilega góð í haust og á laugardaginn var eftirspurnin það mikil að fara þurfti aukaferð síðar um daginn.
Lesa meira

Saknar fólksins mest að norðan

Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. „Það er allt gott að frétta, þakka þér fyrir að spyrja. Ég starfa í dag sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðbæjar og það er nóg að gera. Ekki síst vegna Covid og þeirra áhrifa sem veiran hefur á allt samfélagið og þar á meðal rekstur, skóla, íþrótta- og menningarmál sveitarfélaga. Þetta er svipað starfinu mínu fyrir norðan nema nú er fókusinn þrengri og ég að vinna í verkefnum sem ég menntaði mig til,“ segir Eiríkur.
Lesa meira

Norðlendingur vikunnar: Þráinn í Skálmöld

Þráinn Árni Baldvinsson er líklega best þekktur sem gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár. Hann er einnig kennari að mennt og rekur sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri á gítar, trommur, bassa, píanó og ukulele; hvort sem er í einka- eða hóptímum, stað- eða fjarnámi. Þá heldur Þráinn utan um tónlistarstarfið í Norðlingaskóla en hann hefur kennt við skólann síðan í janúar 2008 og einnig sér hann um tónlistarstarfið á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti. Þráinn Árni stundaði nám við tónlistarskóla Húsavíkur áður en hann hélt til Reykjavíkur og nam við FÍH 1993-´97. Þráinn Árni Baldvinsson er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum..
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 8. Október og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Fljótlegt og hollt í amstri dagsins

„Það er lykilatriði að næra sig vel en jafnframt að reyna að hafa hlutina sem einfaldasta þegar í mörg horn er að líta,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun. Guðrún hefur umsjón með matar horninu þessa vikuna. „Allt sem ég vinn við snýst um heilsu eflingu enda hef ég mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að efla bæði andlega og líkamslega heilsu sína. Sjálf ver ég töluverðum tíma í mína heilsurækt og íþróttaþjálfun en til þess að taka ekki tíma frá börnunum þá er þetta eitthvað sem ég geri áður en allir hinir vakna. Ég er því oft farin út úr húsi vel fyrir kl. 6 en er þá að sama skapi laus til að vera með fjölskyldunni eftir miðjan dag. Þarna kemur skipulag mjög sterkt inn. Morgunverðinn bý ég oft til kvöldinu áður til að geta sett í töskuna og átt þegar ég er búin á æfingu og á leið í vinnu. Ég rótera á milli nokkura tegunda af morgunmat en hér er einn grautur sem er í uppáhaldi þessa stundina.“
Lesa meira

Pressar þúsund vínylplötur á dag

Akureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara. kureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara.
Lesa meira