Mannlíf

Viðtalið - Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins

„Við stefnum að því að fjölga sjálfboðaliðum sem starfa við Hjálparsímann 1717 hér fyrir norðan,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Eyjafjarðardeild Rauða Krossins á Akureyri.  Alls starfa um þessar mundir 8 sjálfboðaliðar á starfsstöð Hjálparsímans á Akureyri.

Lesa meira

Tónleikaröðin Hvítar Súlur

Ný tónleikaröð „Hvitar Súlur“ hefur göngu sína á Pálmasunnudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þá stígur á stokk strengjakvartettinn Spúttnik skipaður þeim Sigríði Baldvinsdóttur, Diljá Sigursveinsdóttur, Vigdísi Másdóttur og Gretu Rún Snorradóttur. Flutt verða verk eftir Bach, Gylfa Garðarsson, Vasks að ógleymdum hinum víðfræga Keisarakvartett Haydns.

Lesa meira

,,Ætlum að búa til fallega samverustund"

Tónlistarhátíðin Hnoðri á Húsavík um páskahelgina

Lesa meira

Kirkjurkórar syngja ekki bara Ave María og prjóna á milli messa

Kór Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal er skipaður kraftmiklu fólki sem kallar ekki allt ömmu sína og stjórnandi þessa galvaska og síkáta hóps, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, vílar fátt ef nokkuð fyrir sér. Það er því oftar en ekki í þessu samstarfi að ýmsum hugmyndum er hrundið í framkvæmd.

Lesa meira

Sýningin „Vinnuhundar“ í Deiglunni, Akureyri

Í apríl tekur Listasafnið á Akureyri á móti hollensku listakonunni Philine van der Vegte í gestavinnustofu safnsins. Van der Vegte er þekkt fyrir tjáningarríkar olíumálverk sín og lifandi blekteikningar af húsdýrum. Hún mun sýna verkin sín í sýningunni „Vinnuhundar“ í Deiglunni dagana 19. og 20. apríl, frá kl. 14:00 til 17:00.

Lesa meira

Samkomulag um VERÐANDI listsjóð endurnýjað til ársins 2028

Á mánudag var samkomulag um rekstur og framlög til listsjóðsins Verðandi endurnýjað til þriggja ára, en veitt hefur verið úr sjóðnum árlega frá 2018.

Lesa meira

Húsin að Lyngholti 42-52 á Húsavík afhent

Fimmtudaginn, 13. mars, hófu tólf flutningarbílar ferð sína frá Selfossi til Húsavíkur með sex íbúða raðhús Bjargs íbúðafélags, um sólahring síðar var húsið risið á Húsavík. Hvert hús samanstendur af tveimur einingum.

Lesa meira

Innkirtlamóttaka SAk fagnar 10 ára afmæli

Á innkirtlamóttökunni er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu í lífsstíl, meðferðarstýringu og árlegt eftirlit til að fyrirbyggja fylgikvilla.

Lesa meira

Velferðarráð horfir til nokkurra svæði undir hús fyrir heimilislausa

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur falið skipulagssviði að skipuleggja fimm lóðir eða reiti sem koma til greina fyrir íbúðir fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Málið var rætt á fundi ráðsins nýverið þar sem lagt var fram minnisblað um stöðu málaflokksins.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn

„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.

Lesa meira

Jóna atkvæði og ambögur kemur út í sumar

Jóna, atkvæði og ambögur er heiti á bók með vísum og ljóðum Jóns Ingvars Jónssonar sem út kemur hjá Bókaútgáfunni Hólum í sumar.

Lesa meira

Togarajaxlar á ferðinni í Hull og Grimsby

„Ferðin var frá upphafi til enda algjörlega frábær,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleiri gömlum togarajöxlum af ÚA- togurum fór í pílagrímsferð til Hull og Grimsby . „Við sem lögðum upp í þessa pílagrímsför erum alveg í sjöunda himni.“

Lesa meira

Samsýning norðlenskra listamanna – Mitt rými: Umsóknarfrestur rennur út 9. apríl

„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.

Lesa meira

Nautgriparæktarverðlaun BSE afhent Góður árangur á Stóra-Dunghaga

Ábúendur í Stóra-Dunhaga fá nautgriparæktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2024 fyrir frábæran myndarbúskap og öflugt ræktunarstarf. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi BSE.

Lesa meira

Glugginn í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi í apríl

Í tilefni af barnamenningarhátíð Akureyrar er GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi út apríl. Leikföng, sum frá fyrri tíð og ýmis hugðarefni barna og unglinga prýða gluggann í alls konar sviðsmyndum. Gluggasýningin er ætluð til að vekja forvitni, gleði og skapa skemmtilegan áfangastað í gönguferðum. Sýningin hentar öllum aldurshópum.

Lesa meira

Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu

Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu.

Lesa meira

Um eitt þúsund manns á árshátíð Samherja í Póllandi

Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag í Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag

Lesa meira

ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu

Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni

Lesa meira

Kvíaból í Kaldakinn fyrirmyndarbú nautgripabænda

Bændurnir á Kvíabóli hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ á dögunum og tóku þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir á móti verðlaununum.

Lesa meira

VMA - Látið bara vaða!

Emilía Björt Hörpudóttir og Lilja Lind Gunnlaugardóttir eru á fjórðu önn í námi sínu í húsasmíði. Í vetur hafa þær verið í stórum hópi nemenda sem byggir frístundahús frá grunni – ekki eitt heldur tvö. Þær voru að bjástra uppi á svefnlofti í minna frístundahúsinu þegar kíkt var inn í byggingadeildina. Í stærra húsinu er allt á fullu og það komið lengra en oft áður. Bæði nemendur í pípulögnum og rafvirkjun hafa lagt sín lóð á lóðarskálarnar við byggingu og frágang húsanna.

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir lyflækningadeild SAk

Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur

Lesa meira

Togarajaxlar vekja athygli hjá enskum.

Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.

Lesa meira

Undirbúningur að hefjast vegna Landsmóts skáta að Hömrum sumarið 2026

„Það er mikil tilhlökkun í gangi meðal skáta á Akureyri, enda hefur Landsmót skáta ekki verið haldið hér í 11 ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir mótsstjóri. Landsmót skáta verður haldið að Hömrum dagana 20 til 26 júlí árið 2026 og verður heilmikið ævintýri. Fyrsti kynningarfundur vegna mótsins verður haldinn í grænu hlöðunni að Hömrum næstkomandi þriðjudag, 1 apríl kl. 17.30.

Lesa meira

Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins 

Lesa meira

Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri

„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins.

Lesa meira

Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Lesa meira

Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.

Lesa meira