Mannlíf

„Mér fannst þetta rosalega fróðlegt og skemmtilegt og mig langar bara að fara á fleiri svona viðburði“

Unnu til verðlauna fyrir skynörvunarpeysu

Lesa meira

Eigendaskipti á elstu snyrtistofu Akureyrar

Eigendaskipti hafa orðið á elstu snyrtistofu Akureyrar en nýverið seldu þau Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson reksturinn á Abaco heilsulind.

Lesa meira

Háskólar landsins tóku fagnandi á móti gestum

Háskóladagurinn sem haldinn er árlega og er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi var haldinn á fjórum stöðum á landinu þetta árið, Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Lesa meira

Tvílembingshrútar frá Hólshúsum fundust í Glerárdal eftir að hafa gengið úti í vetur

„Það var mikil gleði ríkjandi þegar þeir komu heim,“ segir Kolbrún Ingólfsdóttir sem um liðna helgi fékk tvílembingshrúta í hendur en þeir skiluðu sér ekki með móður sinni í réttina síðastliðið haust.

Lesa meira

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira

Akureyri - næsta borg Íslands

Áhrifasvæði Akureyrar er stórt en það nær um allan Eyjafjörð og að einhverju marki austur til Húsavíkur og Mývatnssveitar. Svæðið hefur vaxið hratt á síðustu árum og nú búa þar um 8% þjóðarinnar. Vöxturinn hefur verið með svipuðum hætti og á höfuðborgarsvæðinu enda hafa sveitarfélögin í nágrenni Akureyrar einnig verið í miklum vexti og mikilvægi sterkra byggða í nágrenninu er gífurlegt, því þær styrkja Akureyri og hlutverk hennar enn frekar.

Lesa meira

Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

Ný námsleið verður í boði næsta haust innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri í samstarfi í félagsráðgjafadeild Háskóla Ísland.

Þetta er framhaldsnám á meistarastigi, 60 ECTS og ber heitið Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Megininntak námsins er sérhæfing á sviði heilabilunar með áherslu á persónumiðaða, heildræna og samþætta ráðgjöf og þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra auk ráðgjafar og fræðslu til faghópa, almennings og stofnana. Námið er þverfræðilegt enda krefst ráðgjöf í heilabilun víðrar sýnar og samstarfs margra aðilasegir í tilkynningu.

Mikið samfélagslegt gildi

Námsleið þessi hefur mikið samfélagslegt gildi þar sem hún er unnin í samræmi við stefnumótun og aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum fólks með heilabilun. Mikil þörf er á aukinni menntun og fagþekkingu í þessum málefnum í ljósi ört vaxandi hóps með heilabilun og er mikilvægt fyrir heilbrigðis og velferðarkerfið í heild. Starfsvettvangur ráðgjafa í málefnum fólks með heilabilun er talinn víðtækur en þar á meðal eru stjórnunar og ráðgjafastörf innan heillbrigðis-og velferðarkerfisins eins og innan heilbrigðisumdæma, minnismóttaka, heilsugæslu, heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu, dagþjálfunar og hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Ný kvikmynd um Stellurnar frumsýnd í dag

Áhugahópurinn  um varðveislu sögu togara Ú A  lætur sér ekki nægja að fjármagna smíði líkana af togurunum því aukin heldur stendur hópurinn fyrir þessari kvokmynd sem hér má sjá fyrir neðan .

Myndin segir söguna frá kaupunum á Stellunum frá Færeyjum  

Það voru þeir Sigfús Ólafur Helgason og Trausti  Guðmundur sem unnu myndina fyrir hópinn sem er leiddur eins og fram hefur komið  af Sigfúsi.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi fyrir birtingu myndarinnar, gjörið svo vel !

https://www.facebook.com/share/v/FrQsVmZaxYvEXUEx/?mibextid=K35XfP

Lesa meira

Merkri sögu iðnaðarbæjarins verður haldið á lofti

„Iðnaðarsaga Akureyrar er merkileg og við munu leggja okkar metnað í að segja hana,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en í liðinni viku færðist rekstur Iðnaðarsafnsins yfir til Minjasafnsins. Fyrsta verkefnið er opnun ljósmyndasýningar í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 17. Þar verða sýndar 120 ljósmyndir frá hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum sem störfuðu í bænum á árum áður. Sýningin verður í Minjasafninu en færist yfir í Iðnaðarsafnið með sumaropnun þess.

Lesa meira

Leikdómur - Bróðir minn Ljónshjarta, skemmtileg og falleg sýning

Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.

Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson 

Lesa meira