Mannlíf

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Minningarmót um Gylfa Þórhallsson

Lesa meira

Með mold undir nöglunum: Ástríðan fyrir pottablómum

Með mold undir nöglunum er nýr liður í Vikublaðinu sem við ætlum að leyfa að þróast á komandi vikum. Hér verður fjallað um pottablóm til að byrja með en þegar nær dregur sumri er aldrei að vita nema við færum okkur út í garð og fjöllum um allt mögulegt sem vex upp úr jörðinni. Sjálfur er ég alls enginn sérfræðingur en fékk brennandi áhuga á ræktun fyrir tveimur árum síðan. Fyrir þann tíma hafði ég s.s. dýpt fingrum aðeins í mold og ræktað einfaldar matjurtir á svölunum. Síðasta sumar var heimili mitt undirlagt af tómata- og chillyplöntum en í dag er ástríða mín fyrst og fremst á stofu og pottablómum. Hér mun ég fjalla um helstu sigra og mistök sem ég hef gert í ræktuninni. En mikilvægt er að muna að mistökin eru til þess að læra af þeim. Ég ríð á vaðið með þessari fallegu drekalilju (Dracaena marginata) á meðfylgjandi mynd sem ég fékk gefins frá vinkonu minni fyrir hálfu öðru ári síðan. Plantan var orðin heldur há fyrir vinkonu mína og ég tók við henni fegins hendi, enda hátt til lofts á mínu heimili. Plantan var þá tæpir tveir metrar á hæð.
Lesa meira

Léttrugluð hjón í nýjum barnaþáttum

Margrét Sverrisdóttir leikkona, handritshöfundur og leikstjóri hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir samkomutakmarkanir undanfarna 14 mánuði. Hún hefur verið að skrifa handrit að barnaefni fyrir Þjóðkirkjuna í samstarfi við sjónvarpsstöðina N4 á Akureyri. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við Margréti á dögunum um helstu verkefni síðustu missera og það sem fram undan er. Margrét hefur starfað við leikhús og sjónvarp um árabil en hún útskrifaðist með BA gráðu (Hons) í leiklist frá Arts Ed í London árið 2003. Hún varð þjóðþekkt þegar hún tók við umsjón Stundarinnar okkar ásamt eigin manni sínum Oddi Bjarna Þorkelssyni árið 2011. Þau voru valin úr hópi hundruða umsækjenda og stýrðu þættinum til 2013, skrifuðu saman og hún lék.
Lesa meira

Handverkshátíðin með óhefðbundnu sniði

Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Grillar allan ársins hring

Reynir Ingi Davíðsson tók áskorun frá Antoni Páli Gylfasyni í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar úrvalsuppskriftir í matarhornið. „Ég er Akureyringur í húð og hár að verða 30 ára gamall. Ég starfa sem rarfvirki á Akureyri og rek fyrirtæki sem heitir Íslenskir rafverktakar. Ég þakka Gylfa kærlega fyrir áskorunina, ég er þó ekki mikið í eldhúsinu sjálfur en það vill svo heppilega til að ég grilla allan ársins hring og er töluvert í skotveiði. Svona þar sem það er að koma sumar þá ætla ég að deila með ykkur uppskrift af Dry Age Rib Eye og smjörsteiktum aspas. Fyrir haustið fylgir síðan einnig uppskrift af gröfnum gæsabringum,“ segir Reynir...
Lesa meira

Fyrsta óperusýningin í Hofi

Lesa meira

„Montin og þakklát á sama tíma“

„Tilfinningin að vera bæjarlistamaður er bara mjög góð. Ég er auðvitað pínu montin með það og þakklát á sama tíma,“ segir Dagrún Matthíasdóttir sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2021. Valið var tilkynnt á árlegri Vorkomu bæjarins á Sumardaginn fyrsta en vegna samkomubanns var Vorkoman send út á Facebooksíðu Akureyrarbæjar. Dagrún segir valið hafa komið sér á óvart. „Þegar Almar Alfreðsson hjá Akureyrarstofu hringdi í mig með fréttirnar þá hélt ég að hann væri að falast eftir upplýsingum um viðburði hjá okkur í RÖSK eða minna á gildaga.“ En hvernig hyggst Dagrún verja tímanum sem bæjarlistamaður? „Ég ætla að nýta tímann mjög vel og vinna að mestu við grafíklist og njóta þess að gera tilraunir þar og vinna að sýningum. Ég verð líka viðburðarstjóri umhverfislistahátíð Í Alviðru í Dýrafirði sem er á Vestfjörðum þar sem ég tengi saman listamenn á svæðinu og listamenn héðan á Norðurlandi í samvinnu. Og vona að það verði áframhald á því verkefni að ári.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira