Mannlíf

Listasafnið á Akureyri: Allt til enda listvinnustofur um helgina og í október og nóvember

Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri. Þar verður börnum á grunnskólaaldri boðið að vinna verk undir leiðsögn kraftmikils listafólks án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg. Opið er fyrir skráningu í fyrstu listvinnustofuna sem fer fram um næstkomandi helgi, dagana 13. -14. september. Þá mun myndlistarkonan Sigga Björg bjóða börnum í 1.- 4. bekk í teiknivinnustofu þar sem búnar verða til nýjar skepnur sem ekki hafa áður sést í heiminum. Þær verða samsettar úr þekktum dýra- eða skordýrategundum og þeim gefin nöfn og sérstakir eiginleikar. Teikningar af nýju skepnunum verða unnar í raunstærð þar sem engar hömlur verða settar á stærð þeirra, svo lengi sem þær rúmast í húsakynnum safnsins.

Lesa meira

Námskeið í olíum og lífdíesel

Háskólinn á Akureyri býður þér á námskeið þar er samþætt fræðileg og verkleg þjálfun í olíum og lífdísil

Lesa meira

Opið hús í Stórutjarnarskóla á morgun miðvikudag

Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu styrk síðastliðið vor úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið var leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.

Lesa meira

VMA á fulltrúa á Euroskills í Herning - sem hefst í dag

Spennan magnast óneitanlega, því í dag hefst Euroskills - Evrópumót iðn- og verkgreina í Herning í Danmörku og stendur það fram á laugardag. Frá Íslandi fara þrettán keppendur, þar af eru tveir fyrrverandi nemendur í VMA; annars vegar Daniel Francisco Ferreira í rafvirkjun (húsarafmagni) og hins vegar Einar Örn Ásgeirsson í rafeindavirkjun.

Lesa meira

Fjölmenni mótmælti þjóðarmorði á Ráðhústorgi

Um 450 manns tóku þátt í útifundi með yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri um liðna helgi. Slíkir fundir voru haldnir samtímis á 6 stöðum á landinu.

Lesa meira

Hreyfing getur skipt sköpum í bataferli sjúklinga

Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "HREYFUM OKKUR".

Lesa meira

Framkvæmdir við stígagerð á Glerárdal

Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.

Lesa meira

ÞJÓÐ GEGN ÞJÓÐARMORÐI - Fjöldafundur í dag laugardaginn 6. september kl 14:00 á Ráðhústorgi á Akureyri

Útifundir verða  á nokkrum stöðum hérlendis í dag, laugardag 6. september kl. 14:00.  Á Akureyri verður safnast saman  á Ráðhústorgi, ávörp verða, tónlist verður flutt og lesin bréf frá fólki á Gaza.  Samtökin sem kalla sig  Þjóð gegn þjóðarmorði standa fyrir fundunum.

Í yfirlysingu frá samtökunum segir.

,,Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.
Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.

Lesa meira

Matargjafir og Norðurhjálp aðstoða þá sem höllum fæti standa Hvort félag greiðir út allt að 3 milljónir á mánuði

Tvö góðgerðarfélög á Akureyri, Matargjafir á Akureyri og nágrenni og Norðurhjálp greiða á bilinu tvær til þrjár milljónir, hvort félag inn á bónuskort í hverjum mánuði hjá fólki sem ekki nær endum saman og þarf að leita aðstoðar til að hafa í sig og á. Mikil aukning hefur verið og eykst fjöldinn sem þarf hjálp sífellt. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að lækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er hjá hverjum og einum.

Lesa meira

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Frítt í Skógarböðin þann 17 sept n.k.

Miðvikudaginn 17. september ætla Skógarböðin að bjóða einstaklingum sem eru í þjónustu hjá KAON frítt í böðin.

Lesa meira

Norðurþing - Göngur og réttir

Um helgina verða víða göngur og réttir á félagssvæði Framsýnar, m.a. verður réttað í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnesi, Öxarfirði og í Núpasveit.

Lesa meira

Listasafnið - Sýningum Heimis og Þóru lýkur á sunnudaginn

Framundan eru síðustu dagar sýninga Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, en báðum sýningum lýkur á morgun sunnudag

Lesa meira

Fjallahjólakeppni á heimsmælikvarða á Norðurlandi

Keppnin hefur vakið athygli hjólreiðafólks víðs vegar að úr heiminum en hún spannar fjölbreytt landslag Norðurlands, sameinar þolraun, tækni og náttúruupplifun á einstakan hátt

Lesa meira

„Vinir Vals“ hittast í Hamri og vilja fá þig með!

Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina.

Lesa meira

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

Vinkonurnar Arnheiður Lilja, Júlía Dögg og Karítas Katla gengu í hús á efri brekkunni og söfnuðu dóti sem þær seldu svo fyrir framan Nettó Hrísalundi til styrktar Rauða krossinum.

Lesa meira

Óvæntur gestur í siglingu með nemendum í Naustaskóla á Húna ll í dag

Eins og fram hefur komið þá eru nú um þessar mundir liðin 20 ár síðan Hollvinir Húna byrjuðu að bjóða nemendur sjöttu bekkjar grunnskóla Akureyrar í siglingu og fræðslu á haustinn, og síðan komu grunnskólarnir í Eyjafirði með og sannarlega má segja að þeir nemendur sem hafa farið í siglingu með Húna á haustin s.l 20. ár skipta orðið þúsundum.
 
Lesa meira

Glæsilegt líkan af Harðbak EA 3 afhjúpað

Líkan af síðutogara Útgerðarfélags Akureyringa, Harðbak EA 3, var afhjúpað við hátíðlega athöfn á Torfunefsbryggju á Akureyri laugardaginn 30. ágúst að viðstöddu fjölmenni.

Elvar Þór Antonsson á Dalvík smíðaði líkanið fyrir tilstilli hóps fyrrverandi sjómanna á togurum ÚA.

Harðbakur var þriðji togarinn sem ÚA eignaðist. Félagið keypti skipið frá Skotlandi árið 1950 en fyrir voru Kaldbakur EA 1 og Svalbakur EA 2.

Lesa meira

„Væri ekki hægt án öflugs innra starfs“

Golfklúbbur Húsavíkur - Lítill klúbbur í örum vexti

Lesa meira

Er kominn tími til að láta endur­meta brunabótamatið á þínu hús­næði?

Samkvæmt lögum ber að brunatryggja öll hús á Íslandi og er tryggingaupphæðin byggð á brunabótamati hússins, en mikilvægt er að fylgjast með brunabótamatinu.

Lesa meira

Afhjúpa líkan af síðutogaranum Harðbak EA

Líkan af síðutogaranum Harðbak EA 3 verður afhjúpað við hátíðlega athöfn nyrst á Torfunefsbryggju á laugardag, 30. ágúst kl. 14. Fyrrum sjómenn á ÚA togurum stóðu fyrir gerð þess, en það smíðaði Elvar Þór Antonsson líkt og fimm önnur líkön sem fyrrverandi togararajaxlar hafa látið smíða af skipum sem gerð voru út af Útgerðarfélagi Akureyringar í áranna rás.

Lesa meira

Norðangarri býður upp á Landablöndu

Tónlistarhópurinn Norðangarri heldur þrenna tónleika á Norðausturlandi um helgina, 29.-31. ágúst.

Lesa meira

Merkilegri saga en ég hefði getað ímyndað mér - segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur nýrrar bókar um Akureyrarveikina

„Ástæðan fyrir því að ég réðst í að skrifa þessa bók er fyrst og fremst sú að mér fannst og hefur lengi fundist vanta að segja þessa sögu. Þetta er að mínu mati merkilegur kafli í sögu Akureyrar sem aldrei hefur að fullu verið sagður og jafnframt áhugaverður kafli í sögu heilbrigðismála í landinu. Í gegnum tíðina hef ég í grúski mínu rekist á eitt og annað í tengslum við Akureyrarveikina sem hefur vakið forvitni mína. Fyrir rúmum tveimur árum hugsaði ég sem svo að ef ætti að segja þessa sögu mætti ekki bíða lengur, mikilvægt væri að ná til fólks sem veiktist á sínum tíma og væri enn á meðal vor. Ég hélt því af stað í þessa óvissuför og er núna kominn í höfn. Þetta hefur verið gríðarlega áhugavert og ég hef komist að því að þessi saga er mun merkilegri og teygir anga sína mun víðar en ég hefði getað ímyndað mér,“ segir Óskar Þór Halldórsson um nýja bók sína um Akureyrarveikina.

Lesa meira

120° / ÓMUR í Verksmiðjunni á Hjalteyri - Opnun nk. laugardag kl. 14

Á þessari sýningu verður frumflutt nýtt hljóðverk eftir Áka Ásgeirsson (1975) sem ber heitið 120°.

Lesa meira

Ferðafélag Akureyrar og Rafhjólaklúbbur Akureyrar Frábær hjólaferð yfir hrikalegt landslag Siglufjarðarskarðs

„Þetta var frábær ferð, við lifum lengi á henni,“ segir Vilberg Helgason einn forsprakka Reiðhjólaklúbbs Akureyrar um hjólaferð sem farin var um liðna helgi, frá Siglufirði, um Siglufjarðarskarð og Siglufjarðarveg til baka. Ferðafélag Akureyrar efndi til ferðarinnar og sá m.a. um að flutning hjóla milli staða, Akureyrar og Siglufjarðar.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Almenn leiðsögn og fjölskylduleiðsögn um helgina

Laugardaginn 23. ágúst kl. 15 verður boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu Margrétar Jónsdóttur, Kimarek-Keramik, og samsýningu norðlenskra listamanna, Mitt rými. Jafnframt verður fjölskylduleiðsögn í boði um sýningarnar daginn eftir, sunnudaginn 24. ágúst, kl. 11. Aðgangur að fjölskylduleiðsögninni er ókeypis í boði Norðurorku og að henni lokinni er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. En aðgangur að almennu leiðsögninni er innifalinn í aðgöngumiða á safnið.

Lesa meira

Steps Dancecenter kynnir nýtt dansmyndband – Ready For Take Off eftir Birtu Ósk Þórólfsdóttur

Steps Dancecenter hefur gefið út glæsilegt dansmyndband við atriðið Ready For Take Off, sem samið er af Birtu Ósk Þórólfsdóttur. Atriðið keppti fyrr í vetur í undankeppnum bæði Dance World Cup og Global Dance Open með frábærum árangri, og þótti því kjörið að fanga það á filmu

Lesa meira

Grenivíkurgleði um helgina

Grenivíkurgleðin verður haldin um helgina en fjörið hefst með tónleikum Stebba Jak og Gunnars Illuga á Kontórnum í kvöld

Lesa meira