Mannlíf

Bæjarstjórinn í heimsókn í Grímsey

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu heimamanna.

 

Lesa meira

MOTTUMARSDAGURINN er í dag

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er lögð áhersla á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Lesa meira

Tveir Íslandsmeistarar í VMA

Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Laugardagshöll um liðna helgi. Alls tóku átta nemendur þátt í Íslandsmótinu. Tveir Íslandsmeistaratitlar voru í húsi eftir mótið, annars vegar í rafvirkjun og hins vegar í rafeindavirkjun.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opin gestavinnustofa – Sawako Minami

Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.

Lesa meira

Kærleikur og kvíði

Platan Kærleikur & Kvíði eftir tónlistarmanninn Spacement kom út þann 28. febrúar. Platan inniheldur 10 lög og eru þau öll einstök á sinn hátt, frá rafmögnuðu rokki yfir í hip hop yfir í rólegan fuglasöng, 

 

Lesa meira

Endurbætur og viðhald á göngugötunni á Akureyri

Endurbætur og viðhald á göngugötunni í Hafnarstræti á Akureyri hafa verið til umræðu undanfarið eftir að skýrsla um að verulega slæmt ástand götunnar, að Ráðhústorgi meðtöldu var birt nýverið.

 

Lesa meira

Lög Gunnars Þórðarsonar hljóma í Hofi n.k. laugardagskvöld

„Við hlökkum gríðarlega mikið til að koma norður, það er alltaf gott að vera Akureyri sem er yndislegur bær,“ segir Hulda Jónasdóttir viðburðarstjóri en um þar næstu helgi, laugardaginn 22. mars kl. 20.20 verða tónleikar í Menningarhúsinu Hofi sem tileinkaðir eru Gunnari Þórðarsyni. Yfirskrift þeirra er Himinn og jörð.

Lesa meira

Þorgerðartónleikar á morgun miðvikudag

Þorgerðartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri verða í Hömrum, Hofi miðvikudaginn 19. mars næstkomandi kl 20:00.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur - Brynja Baldursdóttir

Þriðjudaginn 18. mars kl. 17-17.40 heldur myndlistarkonan Brynja Baldursdóttir Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Ferð um hið innra landslag. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

NPA miðstöð opnuð á Akureyri

„Þetta er góður áfangi og við horfum björtum augum til framtíðar. Með opnun miðstöðvarinnar opnast enn betri tækifæri en áður til að veita félagsfólki á Norðurlandi öflugri þjónustu en áður,“ segir Breki Arnarsson ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni á Akureyri, en hún var opnuð í liðinni viku.

Lesa meira

Húsavík - Draumur minn að rætast

,,Það er ótrúlega gaman að fylgjast með framkvæmdunum og óhætt að segja að hér sé draumur minn að rætast” sagði Aðalsteinn Baldursson kampakátur formaður Framsýnar á Húsavík þegar Vikublaðið heyrði í honum laust eftir hádegi í dag.

Lesa meira

Togari verður til

Í dag á 80 ára afmælisdegi Útgerðarfélags Akureyringa er ekki úr vegi að ,,stelast” til þess að sýna myndir frá smíði líkans af Harðbak EA 3 .

Lesa meira

Skriðjökull til liðs við SúEllen, tónleikar á Græna hattinum í kvöld

Nú hefur norðanmaðurinn Jóhann Ingvason hljómborðsleikari Skriðjökla gengið í SúEllen frá Neskaupstað. Félagarnir eru með sína fyrstu heilu tónleika í 6 ár á Græna hattinum í kvöld, 14. mars.

 

Lesa meira

Útgerðarfélag Akureyringa 80 ára

Miðvikudagurinn 14. mars árið 1945 markaði þáttaskil í atvinnusögu Akureyrarbæjar. Þennan dag var boðað til fundar, tilgangur hans var að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum með það fyrir augum að sækja um skipakaup til Nýbyggingarráðs en umsóknafrestur um slík kaup var við það að renna út.

 

Lesa meira

Hús á leið til Húsavíkur

Það má með sanni segja að nokkuð óvenjulegur framur hafi átt leið um Akureyri  nú í morgunsárið,  þegar 12 veglegar flutningabifreiðar óku sem leið lá gegnum bæinn með húseiningar sem eru á leið til Húsavíkur.

 

Lesa meira

Vel heppnuð kynning á fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi á Starfamessu 2025 13.03.2025

Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.

Lesa meira

Nettó í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík

Samkaup hefur gert samning við KSK eignir ehf. um leigu á Vallholtsveg 8 á Húsavík. Gert er ráð fyrir afendingu rýmisins á 􀆡tímabilinu 2028 – 2030. Alls er um að ræða tæplega 1.400 fermetra rými miðsvæðis í bænum með ásættanlegt magn bílastæða og góðu aðgengi.

 

Lesa meira

Starfsfólk hjá HSN lendir fjölbreyttum verkefnum og sum ná alveg í hjartastað.

Á jólanótt var Ásgeir Örn Jónsson sérfræðingur í bráðalækningum á HSN, heilsugæslunni á Akureyri, á vakt þegar útkallsbeiðni barst sem þróaðist í yndislegt jólaævintýri.

Lesa meira

Lagt til að göngugatan á Akureyri verði lokuð fyrir umferð frá byrjun maí til loka september

Skipulagsráð tekur jákvætt í að göngugötunni á Akureyri verði lokað frá 1. maí til 30. september vegna slæms ástands yfirborðs götunnar og komu skemmtiferðaskipa á þessu tímabili.

 

Lesa meira

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp Galdrakarlinn í Oz

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld, föstudagskvöldið 14. mars. Fjöldi nemenda sem með einum eða örðum hætti tekur þátt í sýningunni er um 100 en nemendur skólans eru í allt um 550. Áhugi á leiklist er mikill í MA og í raun komust færri að en vildu.

 

Lesa meira

OFF - Oflæti, fákunnátta og fordómar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssson skrifaði í gærkvöldi færslu á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli. Vefurinn fékk góðfúslegt samþykki frá Þorvaldi til birtingar á skrifum þeim sem hér á eftir koma.

 

Lesa meira

Framtíðardagar Háskólans á Akureyri Tengsl við atvinnulífið og næstu skref á vinnumarkaði

Háskólinn á Akureyri stendur fyrir Framtíðardögum fimmtudaginn 13. mars. Framtíðardagar gefa stúdentum einstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu. Markmið dagskrárinnar er að veita stúdentum innsýn í störf fyrirtækja sem getur hjálpað þeim að átta sig á því hvað er í boði á vinnumarkaði og að taka næstu skref á starfsferli sínum. Viðburðurinn er öllum opinn en um er að ræða góðan vettvang fyrir einstaklinga sem eru að huga að næstu skrefum hvort sem það er varðandi nám eða í atvinnulífinu. Einnig eru Framtíðardagar góður vettvangur fyrir fyrirtæki til að kynna starfsemi sína.

 

Lesa meira

Vínbúð lokað í Hólabraut og önnur opnuð við Norðurtorg

Vínbúðinni sem starfað hefur verið Hólabraut á Akureyri var skellt í lás í lok dags á þriðjudag í s.l. viku. Vínbúð var opnuð á nýjum stað við Norðurtorg á miðvikudagsmorgun.

Lesa meira

Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri

„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.

Lesa meira

Angelika Haak fjallar um listsköpun sína

Þriðjudaginn 11. mars kl. 17-17.40 heldur þýska myndlistarkonan Angelika Haak Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Video Art – Video-Portraits. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans 13-16 mars í Skjólbrekku

20 ára afmælismót Skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir Sviss kerfinu

Lesa meira

Vilja auka þátttöku innflytjenda í samfélaginu

,,Hitta Heimafólk" er spennandi verkefni sem er hannað til að styðja við aðlögun innflytjenda

Lesa meira