
Bæjarstjórinn í heimsókn í Grímsey
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu heimamanna.