Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá maí til loka september
Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá 1. maí til 30. september 2025.
Málið var tekið fyrir og afgreitt á fundi bæjarstjórnar 18. mars 2025 þar sem tillaga um breytingu á samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.