Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu í dag
Þriðjudaginn 28. október kl. 16.15 heldur Elín Berglind Skúladóttir, sjónlistakennari og listakona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Að ná tökum á tækni. Þar mun hún fjalla um leirlífið, námskeiðin, myndlistarkennsluna, Þúfu46 og framhaldið. Aðgangur er ókeypis.