Októberfest í handverksbrugghúsum á Norðurlandi eystra!
„Það verður óvenju mikið um októberfest-dýrðir í landshlutanum á næstu vikum og mega Norðlendingar búast við dirndlum, leðurhosum, þýskum polkum, októberfest snarli og svo auðvitað eðal bjór frá frumkvöðlum beint úr héraði,“ segir Erla Dóra Vogler úr Tríó Akureyrar, en nú á næstunni er fyrirhugað að efna til viðburða í samvinnu við þrjú handverksbrugghús á norðanverðu landinu, en þau eru Segull á Siglufirði, Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi og Mývatn öl í Þingeyjarsveit.