Samið hefur verið við HLH ráðgjöf um að skoða ýmsa þætti er varða möguleika á inngöngu Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar í Hafnasamlag Norðurlands. Fyrrnefndi sjóðurinn hefur lagt fram ósk um sameiningu eða samvinnu sjóðanna.
Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir áramót. Jafnframt mun Vegagerðin taka að sér að meta ástand hafnarmannvirkja hjá báðum aðilum að því er fram kemur í fundargerð Hafnasamlags Norðurlands.