Hríseyjarbúðin fær styrk

Mynd á vefsíðu Akureyrarbæjar María Helena Tryggvadóttir
Mynd á vefsíðu Akureyrarbæjar María Helena Tryggvadóttir

Hríseyjarbúðin fær 3 milljónir króna í styrk frá innviðaráðuneytinu vegna rekstrar en Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki til verslana í dreifbýli. Að þessu sinni var átján milljónum kr. úthlutað til sex verslana í dreifbýli fyrir árið 2026. Í tveimur tilvikum verða styrkirnir nýttir til opna verslun að nýju, á Stöðvarfirði og Þingeyri.

Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist eru veittir rekstrarstyrkir eða styrkir til endurbóta eða sjálfvirknivæðingar.

Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Nýjast